Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1991 Á þessari mynd er Aldrecreutz með verðlaunahundi og -tík af Labradorkyni og eigendum þeirra. Húsfyllir á hundasýningu Hundaræktarfélag íslands gekkst fyrir hundasýningu í Iþróttahöllinni á Akureyri á sunnudaginn. Rúmlega 75 hundar voru til sýnis í höllinni en húsfyllir áhorfenda fylgdist með. Besti hundur sýningarinnar var valinn Gosi, íslenskur fjárhundur, í eigu Jóns Sigurðssonar. í öðru sæti varð Væk, golden retriever, í eigu Níelsar Jónharðssonar, en í þriðja sæti varð Donni, labrador retriever; í eigu Jóninnu Hjartar- dóttur. I Ijórða sæti varð Glói, miniatur púðull, í eigu Aldísar Arnardóttur. Carl-Johan Adlercreutz, frá Svíþjóð, dæmdi hundana. Atvmnumálanefnd Akureyrar: Áhyggjur vegim gjald- þrota fyrirtækja MORGUNBLAÐINU hefur borist ályktun Atvinnumálanefndar Akureyrarbæjar um atvinnumál. I ályktuninni er lýst miklum áhyggjum vegna alvarlegra tíðinda úr atvinnulífi á Akureyri og við Eyjafjörð að undanförnu, gjaldþrotum fyrirtækja og fyrir- sjáanlegum atvinnumissi hundr- aða starfsmanna af þeim sökum auk aðsteðjandi erfiðleika hjá fleiri fyrirtækjum. I ályktuninni getur nefndin þess að alvarlegast sé gjaldþrot Álafoss, sem geti leitt til atvinnuleysis og afkomuskerðingar hundraða manna og leita verði allra ráða til að verk- þekkingu og viðskiptasamböndum í ullariðnaði verði ekki kastað á glæ. Nefndin bendir jafnframt á að víðar kunni svipaðir hagsmunir að vera í hættu, til dæmis hjá skipa- smíðaiðnaðinum og þar með Slipp- stöðinni. í ályktuninni segir ennfremur: „Atvinnumálanefnd heitir á stjórn- völd að sýna þá ábyrgð sem þeim ber varðandi atvinnulífið á lands- byggðinni og skorar á stjórnvöld að treysta með öllum tiltækum ráð- um undirstöður atvinnuveganna í landinu.“ Þá lýsir Atvinnumála- nefndin sig að lokum reiðubúna til viðræðna við ríkisvaldið og aðra hagsmunaaðila með það að mark- mið að efla atvinnulíf á Akureyri og við Eyjafjörð. Mývatnssveit: Vantar veðurspá Björk, Mývatnssveit. MARGIR hafa að undanförnu talað um að brýnt væri að fá fréttir af veðri úr Mývatnssveit, sérstaklega klukkan 7 að morgni. Mikill fjöldi fólks er hér á ferð í sveitinni á sumrin og vill gjarnan fylgjast með veðri. Oft er veður ólíkt hér inn til landsins og úti við ströndina. Ennfremur má geta þess að Mýflug hf. heldur uppi daglegu áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Mývatnssveitar yfir sumarmánuð- ina. Þá hefur heyrst að veðurfregn- ir séu lesnar í útvarpi frá Snæfells- skála, Versölum við Sprengisands- veg og Þórsmörk. Því vaknar sú spurning hvort ekki væri á sama hátt hægt að senda út veðurfregnir úr Mývatns- sveit. — Krislján. Dalvík: Aðalvatnsæðin flj ótlega í lag AÐALVATNSÆÐIN til Dalvíkur sem rifnaði í sundur á botni Svarfaðardalsár kemst væntan- lega í gagnið á næstu dögum. Mývatnssveit: A annað þús- und í tjöldum Björk, Mývatnssveit. Á ANNAÐ þúsund manna gisti í tjöldum í Mývatnssveit um helg- ina. Nýtt tjaldstæði hefur verið tekið í notkun við Voga. Fullvíst er að á annað þúsund ferðafólks hafi gist á tjaldsvæðunum hér um síðustu helgi, enda veður hagstætt, sólskin og hlýtt. Þess má geta að landeigendur í Vogum hafa opnað aðstöðu fyrir ferðafólk í skjólgóðu ijóðri austan þjóðvegarins. Þar getur fólkið notið kyrrðar og rólegheita. Byggður hefur verið skáli með hreinlætisbúnaði og heitu og köldu vatni, ennfremur standa til boða sturtur. Merktar hafa verið gönguleiðir fyrir fólk um nágrennið. Góð aðsókn hefur verið að þessu tjaldsvæði síðan opnað var. — Kristján. Viðgerð átti að hefjast í gær. Á laugardag var sagt frá því hér í Morgunblaðinu áð aðalvatnsæðin frá Bakka í Svarfaðardal til Dalvík- ur hefði rifnað í sundur í vatnavöxt- um, fyrir skemmstu. Helgi Þor- steinsson bæjarritari, sem gegnir störfum bæjarstjóra í sumarleyfi hans, sagði að allar tiltækar lindir í nágrenni bæjarins hefðu verið tengdar inn á kerfið. Ástandið í vatnsmálum væri í allgóðu lagi hvað varðaði almenna notkun, svo fram- arlega sem ekki væri bruðlað með vatn. Hins vegar væri þetta vatn tæplega nógu gott til viðkvæmrar matvælaframleiðslu og af því stöf- uðu nokkur vandræði. Að sögn Helga hefur veitunefnd fjallað um málið og sent erindi til veiðifélags Svarfaðardalsár þar sem þess er farið á leit við félagið að það leyfi að farvegi árinnar verði breytt meðan á viðgerð stendur. Valur Harðarson sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær að veiðifélagið hefði þegar gefið leyfi til framkvæmda og það verið auðsótt. Viðgerðir á vatnsæð- inni ættu í kjölfar þess að heij'ast strax, og þess því að vænta að nægilegt og gott vatn rynni um vatnskrana á Dalvík næstu daga. Tekinn á 136 km hraða Morgunblaðið/Guðmundur Hrafn Á þessari mynd sést hvar Eyborg liggur utan á Sólfellinu við Torfu- nefsbryggju, en þessir bátar hafa verið þarna frá því skuttogarinn Þorsteinn var færður brott fyrr í sumar. LÖGREGLAN á Akureyri tók 8 ökumenn fyrir of hraðan akstur um helgina. Þá gistu nokkrir fangageymslurnar aðfaranótt sunnudags. Að sögn Akureyrarlögreglu var helgin ekki annasöm umfram venju. Alltaf væru einhver brögð að of hröðum akstri og fáeinir fengju að halla höfði sínu í fangageymslunum næturlangt vegna ölvunar í bænum. Alls voru 8 ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur en einn þeirra var þegar sviptur ökuleyfi þegar hann mældist á 136 kílómetra hraða á veginum um Glæsibæjarhrepp, norðan Akureyrarbæjar. Aðfara- nótt sunnudagsins gistu 5 manns fangageymslurnar, en þeir höfðu tekið drykkjuna of skart þá um kvöldið. Eldur í Eyborgu EA 59 hann var að vinna að þessu slökkvi- starfi að hann hefði slasast á hné og orðið að fara á sjúkrahús til rannsóknar. Ekki væri ljóst hvort um tognun væri að ræða eða slit á liðböndum. Að sögn Guðmundar Sigur- björnssonar hafnarstjóra hefur Ey- borg legið við bryggju á Akureyri síðan um áramót, en hún var ásamt Sólfellinu flutt frá Austurbakka, fiskihöfninni við hliðina á Slippstöð- inni, að Torfunefsbryggju þegar skuttogarinn Þorsteinn var færður þangað út eftir snemma í sumar. Guðmundur sagði að Akureyrar- höfn leigði út legupláss við bryggjur á Akureyri. Eftirlit með skipum og bátum sem fengju að liggja þar væri í höndum eigenda þeirra og með flestum þeirra væri einhvers konar eftirlit. Hins vegar væru tals- verð brögð að því, bæði við Torfu- nefsbryggju, Austurbakka og í Sandgerðisbót, að farið væri um borð í skip og báta og unnar á þeim skemmdir. Það væri nokkurn veginn sama hvar væri, þetta fengi sjaldnast að vera í friði fyrir skemmdarfíkn manna. ELDUR kviknaði í Eyborgu EA 59 þar sem hún liggur við Torfunefs- bryggju á Akureyri. Talið er að eldurinn hafi stafað af rafmagni. Slökkviliðið á Akureyri var kallað út þegar klukkan var 25 mínútur gengjn í eitt í fyrrinótt. Hringt var úr bílasíma og frá BSO á samri stundu og tilkynnt að reykur stigi út úr stýrishúsinu á Eyborgu þar sem hún liggur utan á Sólfellinu við Torfunefsbryggju og hefur legið um hríð. Að sögn Gísla Kristins Lórenssonar voru stýrishús og ká- eta full af reyk þegar að var komið og mikill hiti. Reykkafarar voru sendir niður og komust fljótt að eldinum og gátu slökkt hann. Slökkvistarfið gekk fljótt og vel og ekki þurfti að nota mikið vatn. Hins vegar sagði Gísli að mestur tíminn hefði farið í að reyklosa bátinn. Ekki taldi Gísli að tjón hefði orð- ið mikið af eldinum, en það hafði þó ekki verið kannað til hlítar. Að sögn Hreins Eiríkssonar rannsókn- arlögreglumanns voru í gær taldar mestar líkur á að eldurinn hafi kviknað útfrá rafmagni, en raflögn er frá bryggju í bátinn. Beinist rannsóknin nú að þessu. í fyrstu var talið að kveikt hefði verið í bátnum en sýnt var að þar hefðu verið unnar ýmsar skemmdir, meðal annars brotnar rúður. Gísli Lórensson sagðist gruna að ýmsir óboðnir gestir væru iðulega á þvæl- ingi í þessum skipum sem sífellt væru í höfninni gæslulítil. Gísli sagði að það óhapp hefði hent einn slökkviliðsmanna þegar Verslunarhúsnæði til leigu í miðbæ Akureyrar við Ráðhústorg 7. Stærð 510 fm. Var áður Örkin hans Nóa. Sala kemur til greina. Upplýsingar í síma 96-24430. VZterkurog k/ hagkvæmur auglýsmgamiðill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.