Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1991
Ég fékk 50 kall fyrir að
lána lambúshettuna
mína ...
Ég tek ekki við nema 15
orða skilaboðum til henn-
ar...
HÖGNI HREKKVÍSI
n°í°l r].% (< r>li) m
rffeA (51 ^ n#j
•V SKX£B.T ATHUGAVEtZT VI0 VI&8R.CGÐ þÍN."
Hundaplága í Reykjavík
Nú er orðið alveg sama hvert
farið er um Reykjavík. Alls staðar
eru hundar og öllum virðist finnast
það sjálfsagt. Enda var veitt undan-
þága frá gildandi reglum um hunda-
hald fyrir nokkrum árum og síðan
þá hefur hundum fjölgað mikið í
Reykjavík, ekki þó opinberlega því
eitthvað tíðkast að fólk fái sér
hunda án allra leyfa og allt eftirlit
með hundum er því miður í molum.
Nú man ég ekki betur en að skoð-
anakannanir hafi sýnt að Reykvík-
ingar eru almennt andvígir hunda-
haldi í borginni okkar. Ekki kemur
það mér á óvart því hundáeigendur
hafa sýnt okkur hinum sllka frekju
og yfirgang undanfarin ár að ég
veit um Ijöldamarga sem hafa snú-
ist gegn hundahaldi, ekki að því
að það sé vont í sjálfu sér, heldur
vegna hins að stór hluti hundaeig-
enda ræður ekki við verkefni sitt
og er alls ófær um að eiga nokkurt
dýr, hvað þá erfiða skepnu eins og
hund.
Eitt helsta einkenni margra
hundaeigenda er að þeir telja sjálf-
sagt og eðlilegt að allir aðrir séu
jafn hrifnir af hundinum þeirra og
þeir eru sjálfir. Þess vegna eru þeir
kærulausir um hundana sína, hafa
þó ekki í bandi þar sem þess er
krafist (þ.e. á flestöllum opinberum
svæðum í Reykjavík) og gæta þess
ekki að börn séu ekki að eiga við
þá. Þess vegna má kenna kæru-
leysi hundaeigenda um flest hunds-
bit.
Algengt er að heyra það við-
kvæði frá hundaeigendum að fólk
verða sjálft að passa börnin sín
fyrir hundum þeirra. Það er ekki
rétt. Ábyrgðin er hundaeigandans
og hann getur ekki skorast undan
henni. Börn eru rétthærri en hund-
ar eða önnur dýr í borginni okkar
og ef fólk vill halda hund verður
það að muna það.
Nú er kominn nýr borgarstjóri í
Reykjavík og ég vil hér með nota
tækifærið og benda honum á eitt
sem Davíð Oddsson lét því miður
ógert; taka verður ákveðna og lýð-
ræðislega ákvörðun um hunda í
borginni. Annað hvort verður að
banna þá alveg eða leyfa með
ströngum skilyrðum. En eitt er víst;
það verður að vera eftirlit með
hundum. Skipa þarf fjölda eftirlits-
manna sem fylgjast náið með að
reglum sé fylgt. Enn fremur er
nauðsynlegt að takmarka mjög inn-
flutning á hundum og undir engum
kringumstæðum má flytja inn í
landið hunda sem ætlaðir eru til
vígaferla og manndrápa. Þeir eiga
ekki heima á íslandi.
Magnús Þorsteinsson
Gottmannlífí
Austurstræti
Þetta er búið að vera yndislegt sum-
ar í ár og ég hef oft gengið um
Austurstræti og glaðst yfir veð-
urblíðunni. Sólin skín á alla, hvemig
sem þeim líður, og gerir þá glaða í
hjarta. Mér finnst mikil gleði ríkja.
Fólk brosir hvort til annars og allir
eru glaðir. Það er gott að ganga um
Miðbæinn og sjá allt þetta fólk.
Ég er sammála þeim sem hafa
skrifað í Velvakanda um mannlífið í
Austurstræti. Það er gott mannlíf
þar. Ég hef séð það undanfarna daga
að fólk hefur staðið á götunni og
hreinlega sungið af gleði. Einnig hef
ég séð fólk leika á hljóðfæri og hvergi
er jafn mikið af útlendingum og í
göngugötunni okkar. Þeim hlýtur að
þykja vænt um íslendinga þegar
þeir sjá alla þessa gleði sem hér rík-
ir. Gleðin er besta landkynningin.
Þetta minnir mig á eitt sem ég
hef skrifað um áður í þessa dálka.
Ég las það í blöðunum um daginn
að lífskjör séu nú hvergi betri en á
íslandi nema að þau voru aðeins
hærri hjá nágrönnum okkar Svíum.
Þetta kom mér ekki á óvart. Ég er
sannfærð um það að fáir hafa það
jafn gott og við sem búum á Is-
landi. Það er í sjálfu sér hryggilegt
að allir geta ekki haft það jafn gott
og við en það minnsta sem við getum
gert er að vera ánægð og glöð og
njóta þess sem Guð hefur gefið.
Ég hef oft komið til Svíþjóðar og
þar hefur fólk það ágætt. Hins vegar
er ég viss um að hreina loftið, tæra
vatnið, fallega náttúran, fuglarnir
okkar og blómin hafa ekki verið tek-
in með í þessum útreikningum. Held-
ur ekki útsýnið yfir.Esjuna og regn-
boginn eftir smáskúr. Ef það hefði
verið gert hefðum við verið efst.
Björgum æðarfuglinum
Um þessar mundir er óþverrinn
við strendur landsins að eyðileggja
lífið í sjónum og það sem er enn
verra; æðarfuglinum er stefnt í
hættu. Ennþá hefur ekkert verið
gert í þeim málum og því leyfi ég
hér með að koma með tillögur til
úrbóta.
Það er hægt að tala við herliðið
í Keflavík, bandaríska sendiráðið
eða það breska og fá að vita hjá
þeim hvaða efni var notað til að
hreinsa olíuna í Persaflóa. Jafn-
framt geta þeir aðstoðað okkur við
að útvegá það og ljáð okkur til sér-
fræðinga. Allt verður að gera til
að losna við óþverrann.
Jafnframt verður að aðstoða
bændur á svæðinu við að bjarga
æðarfuglinum sem ennþá hefur
ekki lent í þessari mengun. Björg-
unaraðgerðir eru mun brýnni en
einhvetjar skaðabætur. Til að
mynda getum við sem búum í þétt-
býli lánað bændunum tjöld til að
geyma æðarfuglinn í þangað til
hættan er liðin hjá. Það er mjög
brýnt að vemda æðarfuglinn fyrir
þessari mengun og það mætti gera
með þessum hætti.
Það er ekki hægt að sitja með
hendur í skauti meðan æðarfuglinn
deyr. Ég hringdi í Eið Guðnason
umhverfisráðherra og bar þessar
hugmyndir undir hann. En það var
sama hvaða hugmyndir ég kom
með. Viðkvæðið var alltaf hið sama.
Þetta er ekki hægt, sagði Eiður.
Þetta er óraunhæft.
Vilji er allt sem þarf, sagði vitur
maður og það hef ég sjálf reynt.
Ekkert er óraunhæft ef vilji er fyr-
ir hendi. Það sannaðist best þegar
maðurinn fór að fljúga. Um aldar
hafði verið hlegið að mönnum eins
og Leonardo da Vinci sem vildu
fljúga um loftin blá. Hlegið og sagt:
Þetta er óraunhæft. En samt var
flugvélin fundin upp.
Ef það væri komið undir mönnum
eins og Eiði Guðnasyni umhverfis-
ráðherra hefði maðurinn aldrei
fundið upp flugvélina. Sennilega
væri heldur ekki búið á íslandi.
Sólveig Hannesdóttir
Víkveiji skrífar
Fyrir nokkrum árum tóku Kópa-
vogsbúar sig til og plöntuðu
allmörgum tijám í Fossvogsdalinn
(sem sumir segja að eigi að nefna
Fossvoginn) í því skyni að leggja
áherzlu á þá afstöðu bæjarstjórnar
Kópavogs, að þar skuli ekki leggja
hraðbraut. Víkveija er ekki ljóst,
hvort þetta var gert á vegum bæjar-
ins sjálfs eða félagasamtaka í bæn-
um. Hitt fer ekki á milli mála, að
það er ekki nóg að planta tijám
heldur þarf að hugsa um þau.
Á einu þessara svæða er svo
mikill grasvöxtur í kringum trén,
sem plantað var , að ef fram fer
sem horfir hverfa trén í grasið! Það
er auðvitað nauðsynlegt að slá gras-
ið í kringum þessi tré og halda
umhverfi þeirra snyrtilegu. Varla
var tilgangurinn með þessari tijá-
rækt að sanna hið gagnstæða um
áhuga Kópavogsbæjar á umhverfis-
vernd á þessum stað?!
Aföstudagskvöld sagði Ómar
Ragnarsson í Stöð 2, að sól
yrði á laugardegi en þungbúið á
sunnudag á Reykjavíkursvæðinu.
Hálftíma síðar sagði veðurfræðing-
ur ríkissjónvarpsins hið þveröfuga,
að sól yrði báða dagana. Segja má,
að veðrið hafi farið bil beggja þenn-
an dag en var ekki Veðurstofan
heimild að veðurfréttum í báðum
stöðvunum?
xxx
egar skýrsla Hafrannsóknar-
stofnunar var birt fyrir
skömmu var ekki hægt að skilja
Kristján Ragnarsson, formann LIÚ
á annan veg en þann, að hann teldi
að fara ætti að tillögum stofnunar-
innar í öllum meginatriðum. Nú
hefur formaður LIÚ komið fram
með tillögur, sem eru töluvert frá-
brugðnar tillögum Hafrannsóknar-
stofnunar. Hvað gerðist? Fékk LÍÚ
í hendur nýjar upplýsingar, sem
ekki hafa komið fram áður? Eða
hefur formaðurinn skipt um skoðun
vegna þrýstings frá félagsmönnum
sínum?
xxx
Víkveija þykir Sighvatur Björg-
vinsson, heilbrigðisráðherra,
hafa farið nokkuð geyst í yfirlýsing-
um um afgreiðslu lyijaskírteina frá
Tryggingastofnun. Fyrstu viðbrögð
ráðherrans við frétt hér í blaðinu í
síðustu viku voru á þann veg, að
allt væri í stakasta lagi í afgreiðslu
málsins í Tryggingastofnun. Eftir
yfirlýsingar frá ráðherranum í flest-
um fjölmiðlum og blaðamannafund
á vegum Tryggingaráðs var ekki
annað að sjá, en Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir, upplýsingafulltrúi
Tryggingastofnunar hefði haft rétt
fyrir sér í öllum meginatriðum.