Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 4
I reei IJUI, ,8s HUOAGUlŒHcJ SIGAJHMUDÍIOM 4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1991 Kristján Jóhannsson fær nýja Turandot Söngkonan Grace Bumbry forfallast KRISTJAN Jóhannsson syngur um þessar mundir í óperunni Veðurblíðan örvar dýralíf VEÐURBLÍÐAN er hefur verið það sem af er sumri hefur skilað sér í mikilli grósku bæði í gróðri og dýralífi. Sérstaklega tekur fólk eftir fjölgun hjá skordýrum. Erling Olafsson hjá Náttúrufræði- stofnun íslands segir að lífríkið sé mjög líflegt í þeirri veðráttu sem hefur verið í sumar. Að hans sögn gengur vel hjá öllum skordýrum eða eins og hann sagði er allt eins og blómstrið eina. Erling sagði að lífríkið hefði oft liðið fyrir veðráttuna hér á landi en í sumar nyti það henn- ar. Starfsmenn Náttúrufræðistofn- unar munu fylgjast vel með gróðri og dýralífi í sumar en það verður ekki fyrr en í haust að haldbærar niðurstöður liggja fyrir. Turandot í hringleikahúsinu í Verónu, eins og fram hefur komið. A nokkrum fyrstu sýn- ingunum átti bandaríska söng- konan Grace Bumbry að syngja á móti honum, síðan átti ítalska söngkonan Maria Noto að syngja á einni sýningu og að lokum Ghena Dimitrova. Á annarri sýningu hljóp þó Noto í skarðið fyrir Bumbry. I fréttatilkynningu frá óperunni segir að Bumbry hafi forfallast vegna veikinda í fjölskyldu hennar. Það hefur spurst út að móðir henn- ár sé alvarlega veik. Sýningin getur vart nema batn- að með nýrri söngkonu, því Bumbry fékk einróma slæma dóma, fyrir söng sinn, þar sem rödd hennar þótti alltof veigalítil í þetta mikla hlutverk. Alls eiga sýningamar að verða 12 og Krist- ján syngur á fyrstu 7 sýningunum. Morgunblaðið/Ingvar Fjögurra bíla árekstur Fjórir slösuðust í árerkstri flögurra bfla á Breiðholts- þann þriðja. Fjorði bíllinn kom síðan að og ók á hina braut a sunnudag. Bílunum var öllum ekið vestur sem fyrir voru. Teir ökumannanna voru fluttir á slysa- Breiðholtsbraut. Skyndilega hægðist á umferð og deild með sjúkrabílum en hinir tveir með lögreglu. tokst okumanni ems bílsins ekki að nema staðar í Meiðsli voru ekki talin alvarleg, að sögn lögreglu. tæka tið heldur ok aftan á annan, sem kastaðist á Bílamir voru allir færðir á brott með dráttarbílum. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 23. JÚLÍ YFIRLIT: Um 800 km suðsuðvestur af Vestmannaeyjum er 993 mb lægð sem þokast austur, en yfir Norðaustur-Grænlandi er 1.027 mb hæð og frá henni hæðarhryggur suður um á Grænlandshaf. SPÁ Austan og norðaustan strekkihgur. Víðast skýjað og rigning á Suður- og Austurlandi og einnig í litlum mæli norðan lands í fyrra-. málið. Vestanlands og á Vestfjörðum verður að öllum líkindum þurrt. Hiti verður á bilinu 7-15 stig, hlýjast vestan til. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Fremur hæg austlæg átt og hlýtt um vestanvert landið en kaldara austanlands. Skýjað en þurrt að mestu austan lands en víða léttskýjað um vestanvert landið. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. VPi VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyrí 11 léttskýjað Reykiavík 15 skýjaft Bergen 15 skýjað Helsinkl 19 skýjað Kaupmannahöfn 16 alskýjað Narssarssuaq 17 skýjað Nuuk 11 léttskýjað Ósló 21 skýjað Stokkhólmur 17 skýjað Þórshöfn 11 rigning Algarve 25 heiðskírt Amsterdam 22 skýjað Barcelona 28 heiðskírt Berlfn 18 skýjað Chicago 27 mistur Feneyjar 29 léttskýjað Frankfurt 23 skýjað Glasgow 17 alskýjað Hamborg 18 skýjað London 22 skýjað tos Angeles 17 alskýjað Lúxemborg 18 skýjað Madríd 31 heiðskírt Malaga 31 heiðskírt Mallorca 35 léttskýjað Montreal 19 léttskýjað NewYork 27 mistur Oriando 26 léttskýjað París 25 skýjað Madeira 22 alskýjað Róm 29 léttskýjað Vín 23 skýjað Washington 28 mistur Winnipeg 17 léttskýjað Starfsleyfi Heilsuhælisins framlengt: Starfsemi SÁA á Sogni flutt á hælið STARFSLEYFI Heilsuhælisins í Hveragerði var í gær framlengt til áramóta og uppsagnir starfsfólks frá því í maí um leið dregnar til baka. Uppsagpiir tveggja fyrrverandi yfirlækna hælisins voru hins vegar ekki dregnar til baka. Þá var starfsemi SÁÁ á Sogni í fyrra- dag flutt á Heilsuhælið þar sem henni er ætlað að vera næstu mán- uði þangað til byggingu húss SÁÁ í Saltvík lýkur síðar á árinu. Að sögn Eiríks Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Heilsuhælisins, voru 25 manns fluttir frá Sogni í fyrradag. „Venjulega eru þar um 30 manns og væntanlega munu koma fímm til okkar í viðbót á næstu dögum,“ sagði Eiríkur. Hann sagði að flutningarnir hefðu gengið vel en þeim hefði fylgt röskun fyrir starfsfólk og vistmenn beggja staða. „Auðvitað fylgdi flutningun- um talsverð röskun en við höfum átt gott samstarf við SÁÁ í þrettán ár og þegar samvinna er góð þá er hægt að gera flesta hluti,“ sagði Eiríkur. Á Heilsuhælinu í Hveragerði hafa verið tæplega 180 dvalargestir á hveijum tíma en þeim fækkar um fjörutíu við þetta. „Það verður að hafa í huga að þetta er tímabundið. Fyrst og fremst var þetta gert fyr- ir tilstuðlan heilbrigðisráðherra svo að hægt sé að undirbúa stofnun réttargeðdeildar á Sogni en dvalar- gestirnir af Sogni munu fara héðan þegar byggingu húss þeirra í Saltvík lýkur síðar á árinu,“ sagði Eiríkur. , Starfsleyfí Heilsuhælisins var í gær framlengt til..l. janúar 1992. Að sögn Eiríks á að nota þann tíma til að ræða og skilgreina betur hlut- verk Heilsuhælisins í framtíðinni. Starfsfólki hælisins var í gær jafn- framt sent bréf þar sem uppsagnir þess frá því í maí sl. eru dregnar til baka. Undir bréfíð ritar bráða- birgðastjórn sú sem stjórnar starf- semi hælisins til næstu áramóta. Uppsagnir tveggja fyrrverandi yfirlækna hælisins voru hins vegar ekki dregnar til baka. „Það mál er í höndum bráðabirgðastjórnarinnar og verður tekið á því sérstaklega," sagði Eiríkur. „Framlenging starfsleyfisins var það sem skipti öllu máli núna. Við höfðum bara starfsfólk og starfs- leyfí til 1. september en með fram- lengingunni er búið að koma starfs- fólkinu úr þeirri mjög svo óþægilegu stöðu sem það var í. Nú ríkir hér friður til að byggja upp. Annars er aðdáunarvert hve starfsfólkið hefur lítið látið þessar uppsagnir trufla sin daglegu störf,“ sagði Eiríkur að lokum. Gunnlaugur Krisijánsson aðstoðarbankasijóri látinn GUNNLAUGUR Kristjáusson ~ ' aðstoðarbankasljóri Lands- bankans lést í Reykjavík síðastliðinn sunnudag, 63. ára að aldri. Gunnlaugur Kristjánsson fæddist í Reykjavík 6. apríl 1929, sonur hjónanna Kristjáns F. Jóns- sonar og Ingibjargar Gunnlaugs- dóttur. Gunnlaugur lauk stúd- antsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1949 og réðist til Landsbankans árið 1953. Hann var aðalbókari bankans 1961 til 1970 og aðstoðarbankastjóri frá 1. janúar 1970. Eiginkona Gunnlaugs er Hall- gerður Sigurgeirsdóttir. Þau eignuðust tvö börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.