Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 37
ÍI' < 32 HUOaUUUIIÍM GIQAdar/.UDHOM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1991 Einar Ölafsson bóndi - Kveðjuorð Fæddur 1. maí 1896 Dáinn 14. júlí 1991 Kveðja úr héraði Einar Ólafsson bóndi í Lækjar- hvammi er nú fallinn í valinn og var hann jarðsettur í Fossvogskirkju- garði í gær. Hann var 95 ára að aldri er hann lést og með honum er genginn sá maður sem mest og best áhrif hafði á búnaðarsögu Kjalarnes- þings. Löngum og giftudrjúgum starfsferli er nú lokið og engum gert rangt til þótt fullyrt sé, að í félags- og búnaðarmálum heima í héraði markaði Einar dýpstu sporin. Hlutur hans á landsvísu var heldur ekki smár því að í áratugi skipaði hann forystusveit íslenskra bænda á við- burðaríku og farsælu tímabili í sögú landsins. Einar fæddist í Flekkudal í Kjós og sleit þar barnsskónum _en foreldr- ar hans voru þau hjónin Ólafur Ein- arsson bóndi þar og kona hans Sig- ríður Guðnadóttir. Ættir þeirra verða ekki raktar hér en bæði munu þau hafa verið að stofni til úr Kjós en nokkur ættartengsl voru einnig í Húnaþingi og rækti Einar þá frænd- semi vel og var það gagnkvæmt. Einar tilheyrði hinni svonefndu aldamótakynslóð og ólst hann upp í umhverfi og búskaparháttum sem nánast höfðu verið óbreyttir frá land- námstíð. Þessi kynslóð gerði síðan atvinnu- og lífskjarabyltingu á fyrri hluta tuttugustu aldar, sem kostaði ekki aðeins blóð, svita og tár eins og stundum er tekið til orða heldur einnig mik|ar fórnir og erfiði. Þessu fólki eigum við, sem erfum landið, mikið að þakka okkar lífskjör í dag og segja má það orð að sönnu að þúsund ára tilvera þjóðarinnar sé eilíft kraftaverk, eins og Davíð Stef- ánsson segir í einu kvæða sinna. Kjósin var og er menningarsveit og mun Einar hafa notið þess; enda þótt barnakennsla hafi ekki verið nema eitt til tvö ár í sveitinni þá náði Einar því að komast til dvalar suður á Seltjarnames til vinafólks og gekk í Mýrarhúsaskóla. Dvöl fjærri heimili jók á víðsýni og kjark hins unga manns og ekki síst er hann á unglingsárum tók að sækja vinnu til Reykjavíkur. Einar sá lífið í nýju ljósi, sótti nú fast á brattan og átti það takmark að verða efna- lega sjálfstæður, en þó fór alltaf verulegur hluti af „hýrunni" heim í dalinn til foreldra og skylduliðs. Einar var snemma bráðger og greindur vel þannig að vinna á ýms- um tímum í Reykjavík og samneyti hans við verkafólk og togaramenn varð hinum unga manni bæði hvatn- ing og þroski sem kom honum að góðu haldi síðar. Eyrarvinnan var millibilsástand en hann stefndi á tog- ara eins og ýmsir frændur hans og vinir en slík pláss lágu ekki á lausu á þessum árum. Þarna taldi Einar að bestir væru möguleikar á að þéna peninga og verða efnalega sjálfstæð- ur maður. Hann stundaði aðallega vinnu á togurum fram til 1926 er hann hugði á búskap enda hafði hann gengið í hjónaband 1925. Þó var honum_nokkur eftirsjá í því að yfirgefa félaga á sjónum enda voru á þessum árum áhafnir einvalalið. Það var veruleg menning fólgin í því að vera samvistum við togaramenn sem bæði voru hagmæltir, víðlesnir sumir og gáfumenn en áttu ekki annan kost en sjómennsku vegna fátæktar í uppvexti. Einar kvæntist Bertu Ágústu Sveinsdóttur skipstjóra í Hafnarfirði, Steindórssonar og hófu þau búskap í Lækjarhvammi í Reykjavík árið 1926. Búnaðist þeim vel en brátt tóku menn að leita til Einars um félagsmál. Eðlisgreind og umgengni hans við allskonar fólk á vinnumark- aðnum í Reykjavík ásamt reynslu hans á sjó kom nú að góðu haldi. Þá var hann einnig trúr þeirri köllun sem hann hafði valið sér í starfí bón- dans. Frá bernsku hafði hann vanist að afla lífsviðurværis af þeim föngum sem aflað var hvort heldur. var til sjós eða lands. Önnur störf voru hon- um síður að skapi eða t.d. vinna fyr- ir föstu kaupi í fastákveðnum vinnu- tíma. Vinnutími hans var því lengst af allur sá tími sem hann var ekki í „koju“ en þetta er venja sjómanna og bænda og ekki á áhugasviði al- mennings yfirleitt. Slíkir eljumenn voru þeir sem fallnir voru til starfa í félagsmálum. Alltaf tilbúnir og spurðu ekki um klukkuna og luku skyldustörfum heima að loknum fundarhöldum. Kjósin var menning- arsveit og þar störfuðu hin hefð- Minning': Oskar Guðmundsson Fæddur 14. júní 1924 Dáinn 14. júlí 1991 Ég talaði fyrst við hann í skíða- ferð í Kerlingarfjöllum, þar sem hann stríddi mér kornungri á sambandi mínu við yngri bróður sinn. Hann var góður skíðamaður og fór oft hérlendis og erlendis á skíði, sem ekki var algengt í þá daga. Hann var Reykvíkingur, fæddur á Bragagötu, sonur hjónanna Sólveig- ar Jóhannsdóttur og Guðmundar H. Guðmundssonar, sjómanns, Ásvalla- götu 65. Hann gekk í Miðbæjarskól- ann, eins og aðrir vesturbæingar og lauk prófi frá Verslunarskóla ís- lands. Á skólagöngu sinni reyndist hann góður námsmaður. Óskar var elstur fjögurra bræðra. Eftirlifandi bræður hans eru Friðrik Guðmundsson, skrifstofumaður, Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar, og Jóhann Guð- mundsson, efnaverkfræðingur. Þeir ólust upp í Verkamannabústöðunum í glöðum hópi barnmargra fjöl- skyldna. Þessi æskubyggð þeirra er þeim ótrúlega kær. Næst bar fundum okkar Óskars saman, þegar við hjónin fengu inni hjá elskulegum tengdaforeldrum mínum með tvö elstu bömin okkar í húsnæðisvandræðum. Óskar bjó þá ekki heima, en var í fæði hjá móður sinni. Dóttir mín, þá nokkurra vikna gömul, fékk alltaf nokkrar leikfimi- æfingar eftir kvöldbaðið hjá föður- bróður sínum og 3ja ára sonur okkar var ekki heldur afskiptur. Á þessum tíma þekkti ég hann einnig sem fijálsíþróttamann, sem var í öllum frístundum sínum á gamla Melavellinum á æfingum eða bara í félagsskap annarra íþróttamanna. Það var ekki laust við, að við hin gerðum dálítið grín að þessari miklu ástundum líkamsræktar og ákveðins fæðuvals. Áhugi hans á klassískri tónlist kom mér nokkuð á óvart, en hann hafði eftir að hann lauk námi í Versl- unarskólanum unnið hjá Fálkanum, þar var hljómplötudeild. Hann átti margar perlur klassískrar tónlistar. Vegir okkar skildu. Við hjónin fengum leiguíbúð og leiðir Óskars voru ekki þar sem við höfðum okkar áhugamál eða atvinnu. En auðvitað vissum við þó fundir væru ekki tíðir að hann eignaðist son, Helga Júlíus, sem nú er orðinn læknir. Hann er giftur Bjarngerði Bjarnadóttur hjúk- runarfræðing og eiga þau tvö börn, Unni Ýrr og Róbert Heimi. Helgi dvelur nú við framhaldsnám í Banda- ríkjunum. Óskar keypti sér íbúð í fjölbýlis- húsi í vesturbænum en var lengi að byggja og taldi réttast að gera sem mest sjálfur. Hann fékk t.d. lánaðan bílinn minn til flutninga á málningu o.fl. En þetta var allt tímafrekt og illa gekk með lokafrágang íbúðarinn- ar, en þó bjuggu þau Erna Stefáns- dóttir frá Vestmannaeyjum þar i nokkur ár saman. Börn þeirra eru Stefán Brynjar verkamaður og Rósa Hlín nemi. Ennfremur ólst upp hjá þeim sonur Ernu, Arnar Steinþórs- son. Óskar vann á skrifstofum Reykja- víkurborgar um 45 ár. Enn iðkaði hann íþróttir sér til ánægju og heilsu- bundnu félög fólksins, s.s. búnaðar- félag, kvenfélag og síðast en ekki síst ungmennafélag. Þetta var fé- lagsmálaskóli æskulýðsins í sveitum landsins, fyrst ungmennafélagið og seinna önnur félög. Einar sló ekki slöku við félagsmálin og var formað- ur Umf. Drengs 1920-1922 og var -seinna kjörinn heiðursfélagi í félag- inu, sem taldi sig þurfa að sýna þess- um unga manni sérstaka viðurkenn- ingu. Þátttaka í Jarðræktarfélagi Reykjavíkur var hafin á fyrstu bú- skaparárunum og formaður þess var hann frá 1942-78 er verkefni félags- ins fóru þverrandi í þéttbýlinu. Hann var í stjórn Mjólkursamlags Kjalar- nesþings frá 1935-74 og fulltrúi Búnaðarsambands Kjalarnesþings á Búnaðarþingi frá 1942 til ’78. í stjórn Mjólkursamsölunnar 1943-78, formaður Ræktunarsambands Kjalarnesþings frá 1948-63, í sijórn Búnaðarsambands Kjalaramesþings 1963-78, og í stjórn Búnaðarfélags íslands frá 1968-79. Þá var hann fulltrúi Búnaðarsambands Kjalarnes- þinga við stofnun Stéttarsambands bænda 1946 og kosinn þar í stjórn og sat þar til ársins 1969. Heildar- samtökin eða BÍ og SB kusu Einar svo í alls konar trúnaðarstöður sem hann gegndi meira og minna fram yfir 1980. Þá var hann kjörinn heið- ursfélagi í Mjólkursamlagi Kjal- arnesþings, Jarðræktarfélagi Reykjavíkur og Búnaðarfélagi ís- lands og Vigdís forseti sæmdi hann hinni íslensku fálkaorðu fyrir félags- málastörf. Vinsældir Einars voru einnig á fleiri sviðum því alls staðar fékk þessi maður traust fólks af öllum stéttum og stigum. Hér má nefna að hann sat í borgarstjóm Reykjavík- bótar. Foreldrar Óskars létust há- aldraðir og hann var í nokkur ár eftir andlát þeirra í íbúð þeirra á Ásvallagötu 65. En þar kom að að rýma þurfti íbúðina og var það mik- ill söknuður hjá Óskari að yfirgefa þetta gamla æskuheimili þeirra bræðra. Síðustu árin höfðum við lítið sést, en þau voru honum að ýmsu leyti erfið. Lán hans var að hann bjó með Svanlaugu Daníelsdóttur, Barmahlíð 52, sem reyndist honum frábærlega ve! á erfiðum ámm og á ómældar þakkir fyrir umhyggju sína og alúð við þennan mág, sem við áttum ekki nána samleið með, þó aldrei kæmi til árekstra né vinslita. Óskar fæddist á sólbjörtum júní- degi og hann féll fyrir banvænum sjúkdómi, krabbameini, 14. júlí sl. Megi sú sumarhlýja og birta, sem þann tíma ríkti fylgja börnum hans og öðrum ástvinum og Óskar kveð ég- Elín Torfadóttir ur frá 1940 til ’44 fyrir Sjálfstæðis- flokkinn og gætti pólitískra hags- muna flokksins þar sem hann var til kvaddur aila tíð. Trúnaðarstörf þau sem hann gegndi fyrir Stéttarsamband bænda voru margvísleg og vandasöm, eink- um í Framleiðsluráði, við verðlagn- ingu búvara og skyldum hagsmuna- málum bændastéttarinnar. Bænda- stéttin sýndi Einari mikið traust og hafði hann ávallt óskorað traust bænda um land allt og lagði sig fram um að bændastéttin gæti rétt úr sér eftir þúsund ára þrældóm í þessu landi. Hann átti marga góða banda- menn í öllum flokkum í þeirri hug- sjón og hiklaust má telja að takmark- ið hafi náðst enda þótt syrt hafí að um stund á síðustu tímum. Félagsmálaferill Einars, tíf hans og ævistarf var eftirtektarvert og óvenjulegt en ég átti þess kost, að vera samferðamaður hans í félags- málum alla mína búskapartíð frá 1947. Það fóru ekki framhjá neinum tilþrif hans á fundum og framgangur mála er honum var trúað fyrir. Hann var hvatning ungurn mönnum til dáða og laðaði fram heilbrigðan metnað. Þrátt fyrir það að hann var glaðbeittur fundarmaður og mála- fylgjumaður mikill, kunni hann sér ávallt hóf, einkum í samskiptum sín- um við hina yngri menn, en gat ver- ið harður í horn að taka og erfiður þeim er mikið fundu til sín. Einar var góður ræðumaður, skýr í hugsun og fór létt með tölur í ræðu- stól, rómsterkur og hnyttinn í tilsvör- um, einkum ef gripið var frammí fyrir honum. Undir alvörusvip var grunnt á glettni ef því var að skipta. Hann var vinsæll og naut virðingar allra sem hann starfaði með hvar í flokki sem menn stóðu, enda maður- inn þannig að hann hafði drengskap- inn í fyrirrúmi og mat mikils dreng- skap annarra ekki síður. Á seinni árum sat hann á friðarstóli í Bænda- höllinni og gaf góð ráð og naut vin- sælda og virðingar. Hann var þakk- látur vinum sínum og samstarfs- mönnum í forystu bændastéttarinnar fyrir þetta. Árið 1966 er hann brá búi tók hann að sér afmörkuð sér- hæfð störf á skrifstofu bændasamta- kanna og fylgdist vel með öllum málum og oft var til hans leitað. Við Einar áttum vel skap saman og með árunum myndaðist vinátta góð með okkur en líklega hefi ég notið þar vináttu þeirra föður míns, en Einar sigldi með honum á togara- árum sínum og fór miklum viður- kenningarorðum um hann að honum látnum. Einar var í sjón og raun hið mesta karlmenni og byggði upp á unga aldri andlegt og líkamlegt þrek og ekki síst í átökum við máttarvöld- in á sjó og landi. Þetta kom honum og reyndar samferðamönnum hans að góðu haldi í vandasömum skyldu- störfum fyrir bændastéttina. Velferð og afkoma bændastéttarinnar var honum í senn hugsjón og takmark sem hann hafði fyrir sjónum með skynsemi og skyldurækni í fyrirrúmi. Einar var gæfumaður í einkalífi sínu og naut samvista við eiginkonu og dótturina Þórunni. Hún giftist Jóni Guðbrandssyni, dýralækni á Selfossi, og eignuðust þau 9 börn, allt hið mannvænlegasta fólk. Einar missti konu sína 1968 og var það honum svo sem vænta mátti erfitt, en endurminningin og afkomendurn- ir bættu vel úr þannig að á seinni árum undi hann eftir atvikum glaður við sitt. Við vinir og velunnarar í heima- héraði kveðjum nú þennan öldung með virðing og þökk í huga. Við senduni fjölskyldu hans og öðrum vandamönnum samúðarkveðjur. Minningin lifir. Jón M. Guðmundsson, Reykjum. Þórörn Jóhanns- son - Kveðjuorð Fæddur 28. júlí 1922 Dáinn 5. júlí 1991 Skáldið Tómas Guðmundsson seg- ir í kvæðinu Hótel Jörð: „Tilvera okkar er undarlegt ferðalag." Á þessu undarlega ferðalagi eignumst við marga samferðamenn, sem fylgja okkur, sumir lengur, aðrir skemur. Sumir slást í förina í upphafi hennar og heltast síðan smátt og smátt úr lestinni. Aðrir koma síðar og verða fastir samferðamenn, til loka og svo eru þeir, sem eru með í ferðinni, stund og stund, einn áfanga eða fleiri. Það er þó ekki lengd samferða- stundanna, sem gerir þær minnis- stæðar og kærar, heldur samferða- mennirnir, og sá andi, sem þeir bera í farteskinu. Á björtum síðsumardegi, undir grasi gróinni brekku, austur á Mýr- um, hittum við þau fyrst, Þórörn og Lóló. Við komum að vestan, undir leiðsögn Ingimars á Jaðri, þau að austan með fleiri Hornfirðingum. Hóparnir höfðu mælt sér mót á þess- um stað, og ferðinni var síðan heitið yfír Hornafjarðarfljót, á Höfn. Þarna varð fagnaðarfundur undir hlíðinni, og að drukknum nokkrum gleðiskál- um og sungnum sumarlögum, var sprett úr spori og göslað austur yfir Fljót, til fagnaðar á Höfn. Sökum frændsemi við Þórörn, og reyndar nokkuð fjærri skyldleika við Lóló, var okkur hjónum ætluð gisting á heimili þeirra, og þar var ekki í kot vísað. Hér mættumst við frændur, á miðri æviferð, við höfðum að vísu haft spurnir hvor af öðrum, en fund- um ekki borið saman fyrr. Samferðastundimar urðu all margar, og mismunandi langar stundum á hestum, stundum í Reykjavík og stundum á fallega heimilinu þeirra á Höfn, eða hjá öðr- um vinum þar. Lengst af voru þetta gleðistundir, í glöðum hópi, en þegar syrti í álinn, undir lok ferðarinnar, einkenndust þær af samhyggð og trausti, vina, sem vita ferðalok fram- undan, en dreifa sársauka kveðju- stundanna, með léttara hjali. Ferðinni með Þóremi er nú lokið. Hann bar flest einkenni góðs ferða- félaga, öruggur, úrræðagóður og skemmtilegur. Svipurinn var hreinn og einarðlegur, og þó svörin væru á stundum snögg, var kímnin aldrei langt undan. Allur bauð maðurinn af sér góðan þokka. Fátt kann ég að segja um starfsferii Þórarnar, en veit að hann var farsæll í starfi. Samferðastundir okkar voru, a.m.k. í byijun, tengdar áhugamáli okkar beggja, hestamennskunni. Auk hennar, stundaði Þórörn skóg- rækt og las mikið, aðallega ýmsan þjóðlegan fróðleik, og var gott að ræða við hann um öll þessi áhuga- mál. Þar var aldrei komið að tómum kof. Ungur valdi Þóröm sér æviferða- félaga, Lovísu Hönnu Gunnarsdótt- ur, sem í hópi ferðafélaganna var hún Lóló. Varla hefði hann getað vandað valið betur. Það var ætíð veisla að koma á heimili þeirra, svo samhent voru þau að gera gestum sínum dvölina yndislega. Örlögin höguðu því svo, að ég gat ekki fylgt Þóremi síðasta áfanga ferðarinnar, en hér er síðbúin kveðja okkar hjóna og Árna yngri, með þökk fyrir samfylgdina, og henni fylgja dýpstu samúðarkveðjur til Lólóar, Gunnars Þórs og annarra aðstandenda. Árni Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.