Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1991
Suður-Afríka:
ANC krefst rannsóknar á
greiðslum stjórnarinnar
Jóhannesarborg, Madrid. Reuter.
AFRÍSKA þjóðarráðið (ANC)
krafðist þess í gær að opinber
rannsókn færi fram á leynilegnm
greiðslum suður-afrískra stjórn-
valda eftir að í ljós kom um helg-
ina að lögreglan studdi Inkatha-
Newsweek:
Gorbatsjov
bauð hernað-
arleyndarmál
New York. Reuter.
BANDARÍSKA tímaritið News-
week segir Míkhaíl Gorbatsjov,
forseta Sovétríkjanna, hafa boðið
leiðtogum sjö helstu iðnríkja
heims aðgang að sovéskum hern-
aðarleyndarmálum á fundi sínum
með þeim í síðustu viku.
Samkvæmt gögnum sem tímaritið
segist hafa í sínum fórum bauð Gorb-
atsjov Vesturlöndum eignaraðild að
stórum hluta sovéskrar vopnafram-
leiðslu gegn því að þau legðu til á
móti fjármagn og þekkingu. Hefði
þetta í för með sér að Vesturlönd
fengju aðgang að mörgum af allra
leynilegustu hemaðarupplýsingum
Sovétmanna, að sögn tímaritsins.
Gorbatsjov vildi að vestræn fyrir-
tæki legðu allt að 30-40 milljarða
dollara í það verkefni að breyta so-
véskri hergagnaframleiðslu yfir í
friðsamlega framleiðslu.
frelsisflokk Zúlúmanna á bak við
tjöldin. Lögreglumálaráðherra
Suður-Afríku, Adriaan Vlok,
sagði á sunnudag að hann væri
að ihuga að segja af sér, en leið-
togar ANC sögðu að það væri
ekki nægilegt.
Vlok viðurkenndi á sunnudag að
Inkatha-flokkurinn, sem sem berst
við ANC um hylli blökkumanna,
hefði hlotið um 30 milljónir ÍSK í
greiðslur frá lögregluyfírvöldum á
síðustu sex árum. Um 5.000 manns
hafa fallið í átökum á milli liðs-
manna ANC og Inkatha-flokksins
síðastliðin fjögur ár. Greiðslumar
runnu til verslunarsamtaka sem eru
nátengd Inkatha-flokknum, en leið-
togi hennar, Mangosuthu But-
helezi, sagði um helgina að honum
væri ekki kunnugt um slíkar
greiðslur. Vlok sagði að greiðslum-
ar hefðu ekki verið veittar í þeim
tilgangi að ala á óeiningu á milli
ANC og Inkatha-flokksins, heldur
væru þær hluti af áformum stjóm-
valda til að létta refsiaðgerðum af
landinu.
Nelson Mandela, forseti ANC, er
nú á ferð um Spán. Hann sagði í
gær að „ákvörðun Vlok um uppsögn
væri kærkomin, en hvergi nærri því
að vera nægileg". Hann sagði að
öll ríkissjómin bæri ábyrgð á
greiðslunum. „Jafnvel þótt við höf-
um krafist þess að Vlok og varnar-
málaráðherrann [Magnus Malan]
segi af sér hlýtur stjórnmálaflokkur
Mandela og bætti því við að eina
leiðin til að komast hjá spillingu
væri að veita öllum Suður-
Afríkubúum, þ. á m. svarta meiri-
hlutanum, jafnan kosningarétt.
Aðeins þannig gæti óspilltur flokk-
ur komist til valda.
ANC hefur ásakað stjórnina um
að liggja á leynisjóði sem í era um
8 milljarðar ISK og nota hann til
að styrkja „vélabrögð" sem stjórnin
leggur blessun sína yfir.
Tveggja daga fundur ríkisstjórn-
ar F. W. de Klerk, forseta Suður-
Afríku, hófst í gær, og búist er við
að greiðslurnar til Inkatha-flokks-
ins beri þar hæst. Þetta er eitt alvar-
legasta mál sem stjórnin hefur þurft
að glíma við í langan tíma.
Suður-afrísk stjórnvöld mun að öllum líkindum ákveða hvort lög-
reglumálaráðherra Suður-Afríku, Adriaan Vlok (t.h.), muni þurfa
að segja af sér vegna greiðslna til Inkatha-flokksins, en leiðtogi
hans, Mangosuthu Buthelezi, sést hér til vinstri.
Rússland:
Starfsemi kommúnista
í fyrirtækjum bönnuð
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands,
bannaði um helgina starfsemi á
vegum stjórnmálaflokka í rúss-
neskum fyrirtækjum og stofnun-
um. Tekur þetta m.a. til sovésku
öryggislögreglunnar KGB. Gaf
Jeltsín út tilskipun þessa efnis á
laugardag sem taka á gildi fjórt-
án dögum eftir að hún var gefin
út. Beinist þetta nær einvörð-
ungu að kommúnistaflokknum
sem löngitm hefur skipulagt
starfsemi í verksmiðjum, versl-
unum og öðrum fyrirtækjum og
opinberum stofnunum. Ef tilskip-
uninni verður fylgt eftir er verið
Á myndinni sést hvernig stefnið hefur rifnað af gríska olíuflutninga-
skipinu Kirki og olían streymir úr gapandi sárinu. Eldar sem kvikn-
uðu urðu fljótlega að lúta í lægra haldi fyrir sjóganginum.
Olíuslysið við Ástralíu:
Hættan á stórvægilegu
umhverfisslvsi liðin hiá
Sidney. Reuter. •/ •/
BOB PEARCE, umhverfismálaráðherra Ástralíu, sagði í gær að olíu-
brákin sem myndaðist þegar gríska olíuflutningaskipið Kirki missti
12.000 tonn af olíu í sjóinn við vesturströnd Ástralíu myndi að öllum
líkindum ekki ná landi og mesta hættan á að meiriháttar umhverfis-
slys hljótist af væri liðin hjá.
Stefnið á Kirki brotnaði af skip-
inu í stjórsjó árla sunnudags og
12.000 tonn af olíu runnu í sjóinn.
Ekki er ljóst hvað orsakaði slysið,
en dagblöð höfðu í gær eftir skip-
stjóranum, Eleftherios Efstat-
hopoulos, að jafnvægisgeymir
fremst í skipinu, sem venjulega er
tómur, hafi gefið sig og sjór streymt
inn. Við það raskaðist jafnvægi
skipsins með fyrrgreindum afleið-
ingum. Kirki, sem hefur 97.083
tonna burðarþol, var með 80.000
tonna farm, en talið er öruggt að
takast muni að bjarga þeim 68.000
tonnum sem enn era í skipinu.
Allri áhöfninni, 37 manns, var
bjargað af þyrlum í miklum vindi
og öldugangi.
að skera á eitt síðasta haldreipi
flokksins í lýðveldinu. Þetta er
fyrsta meiriháttar embættisverk
Jeltsíns síðan hann var settur inn
í embætti forseta á dögunum.
Vladímír Markov, talsmaður
kommúnistaflokksins, sagði þessa
ákvörðun vera skerðingu á stjórn-
málafrelsi. „Þetta er skref í áttina
frá siðmenninguni," bætti hann við.
Fjölmargir forysmenn kommúnista-
hópa í sovéskum fyrirtækjum mót-
mæltu einnig og sögðu þetta vera
brot á stjórnarskrá Sovétríkjanna.
Dæmigerð voru viðbrögð Tatjönu
Kashkarovu flokksritara í stálver-
inu Hamar og sigð í Moskvu:
„Flokkurinn hefur starfað hér í
verksmiðjunni frá því fyrir byltingu
og það er ekki hægt að banna okk-
ur svona. Þetta á ekki við um okk-
ur.“
Fréttaskýrendur töldu þessa
ákvörðun Jeltsíns geta orðið til þess
að á ný myndi skerast í odda milli
Jeltsíns og Míkhaíls Gorbatsjovs,
forseta Sovétríkjanna, en samskipti
þeirra hafa verið friðsamleg síðustu
þrjá mánuði. Þá er víst að þetta
verði að deiluefni þegar miðstjórn
kommúnistaflokksins kemur saman
til fundar á fimmtudag.
Nýr l/ffto fyrlr 16S.OOO irr. úi
K
Fiat Uno er brautryðjandi í flokki smábíla sem byggðir eru á hugmyndinni stór að innan - Ktill að utan.
Nú hefur verið bætt um betur og gerðar breytingar sem gera Uno að enn betri bfl. Betri búnaður og innréttingar,
fullkomin hljóðeinangrun, nýjar vélar, endurbættur 5 gíra kassi, betri loftræsting og síðast en ekki síst; allt stál í
ytra byrði er galvaniserað sem tryggir bestu /* \©\ hugsanlega ryðvörn.
(sl Xjt)
Það þarf ekki að aka lengi á nýjum Uno —QVy Kl komast að því
að hér er á ferðinni mun betri bfll en áður var. Sterkari, hljóðlátari og þægilegri - með 8 ára ryðvarnarábyr^.
Fiat Uno 45 tilhúinn á götuna: Staðgrei&sluverð 647.600 kr. Afborgunarverð 671.320 kr. Útborgun 167.830 kr. Mánaðarlegar greiðslur á eftirstöðvuin í 36 inán