Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1991
Ný þýsk smáflug-
vél í söluferð
til Bandaríkjanna
NÚ Á dögum telst það til tíðinda að ný tegund smáflugvéla komi á
markaðinn. í Bandaríkjunum heyrir framleiðsla smáflugvéla nánast
sögunni til. Nokkur ár eru liðin frá því Cessna-verksmiðjurnar, stærstu
framleiðendur smáflugvéla í heiminum, stöðvuðu framleiðslu allra
véla utan Citation-þota og Caravan-flutningavéla, framleiðsla Piper
hefur verið í algjöru lágmarki og Beechcraft smíðar aðeins dýrari
gerðir sinna smáflugvéla og þá í afar litlum mæli. Framleiðsla ann-
arra minni flugvélaverksmiðja vestan hafs er mjög lítil og nægir eng-
an veginn að fylla í eyðurnar. Ein höfuðorsök þessarar lægðar í fram-
leiðslu smáflugvéla vestan hafs er að finna í ósanngjörnum kröfum
og dómum er varða ótakmarkaðri ábyrgð framleiðenda vegna slysa
og óhappa þótt sýnt sé að slysavald er oftast að finna annars staðar en
í framleiðslugalla.
Hafa bætur gengið langt út fyrir
hefðbundna ábyrgð þannig að fram-
leiðendur verða að greiða mjög há
iðgjöld af framleiðslu sinni og á þetta
sérstaklega við stóru fyrirtækin.
Forráðamenn Cessna hafa lýst því
yfir að fyrirtækið mun ekki hefja á
ný framleiðslu smáflugvéla fyrr en
breyting hefur orðið á löggjöfinni
varðandi ábyrgð framleiðenda, en
frumvarp þess efnis hefur verið til
umfjöllunar í bandaríkjaþingi nú um
marga ára skeið án þess að hljóta
afgreiðslu.
Evrópskir framleiðendur smáflug-
véla íhuga æ meira að notfæra sér
það tómarúm sem hefur skapast við
minnkandi framleiðslu vestan hafs.
Frakkar hafa náð lengst í því að
selja smáflugvélar til Bandaríkjanna
og hafa t.d. Tobago- og Trinidad-vél-
ar Aérospatiale nú náð talsverðum
vinsældum vestra. Velgengni þess-
ara véla vestan hafs er að stórum
hluta því að þakka að vöntun er á
áþekkum flugvélum úr smiðju
Bandaríkjamanna sjálfra.
Ein þeirra evrópsku flugvéia sem
framleiðendur binda vonir við að nái
umtalsverðri sölu í Bandaríkjunum
er Ruschmeyer R90-230RG. Hún er
alveg ný af nálinni, hönnuð og fram-
leidd af Þjóðveijunum Horst Rusch-
meyeg. Ruschmeyer R90-230RG er
fjögurra sæta lágþekja knúin 230
ha. Lycoming-hreyfli og er mjög
hefðbundin að ytra útliti. En þegar
inn er komið skilur að því smíðaað-
ferðin er öðruvísi en er viðhöfð við
framleiðslu hefðbundinna vélknú-
inna flugvéla. Við smíði R90-230RG
notar Ruschmeyer trefjagler og
„vinylester" í stað málma,. en þjóð-
veijar hafa mikla reynslu í smíði
Morgunblaðið/PPJ
Þýski flugvélahönnuðurinn og framleiðandinn Horst Ruschmeyer framan við R90-230RG-flugvél sína á
Reykjavíkurflugvelli.
sviffluga úr koltreljum og öðrum
trefjaefnum. Með notkun slíkra efna
er hægt að móta vélina þannig að
loftmótstaðan verður minni en ella
og þannig ná fram betri afköstum
og minni eldsneytiseyðslu með sama
hestaflafjölda. Ennfremur hefur
Ruschmeyer tekist að draga úr háv-
aða frá vélilnni, en það gerir hann
m.a. með því að nota nýja gerð af
fjögurra blaða loftskrúfu og sér-
hannað útblásturskerfi.
Ruschmeyer er nú lagstur í
vesturvíking á flugvél sinni og ætlar
að sýna Bandaríkjamönnum R90-
230RG á flugsýningunni í Oshkosh,
sem hefst innan fárra daga. Þessi
fiugsýning er úölsóttasta flugsýning
heims og höfðar fyrst til áhugaflug-
manna og þeirra sem hafa yndi af
hverskyns smáflugvélum, bæði nýj-
um og gömlum, endurbyggðum sem
heimasmíðuðum. Átti Ruschmeyer
leið um Reykjavík í vikunni á leið
sinni vestur um haf á vélinni. Gafst
íslenskum flugáhugamönnum þarna
sjaldgæft tækifæri til að skoða
glænýja flugvélategund í návígi.
Vakti R90-230RG vélin almenna
hrifningu þeirra sem skoðuðu hana
og voru menn sammála um að hér
væri á ferðinni fallegt og vandlega
smíðað farartæki. En að öllum lík-
indum verður bið á því að slík vél
verði keypt hingað því grunnverð
vélarinnar frá verksmiðju án blind-
flugstækja og án virðisaukaskatts
verður um 11 milljónir íslenskar
krónur.
PPJ.
Lögreglustjórinn i Reykjavík:
Sérsveit lögreglumanna kom-
ið á til höfuðs ólátamönnum
„VIÐ ERUM ákaflega ánægðir að heyra hvað borgarstjórinn er áhuga-
samur,“ sagði Böðvar Bragason Iögreglustjóri, eftir fundinn með
Markúsi Emi Antonssyni borgarstjóra, um ástandið í miðborginni um
helgar. Sagði Böðvar að komið yrði á sérsveitum lögreglumanna til
höfuðs þeim er væm með illindi og óspektir í miðborginni. Lagt er til
að söluopum og pylsuvögnum verði lokað kl. 1 eftir miðnætti og að
séð verði fyrir nægilegum leigubílum í borginni á þeim tíma sem vín-
veitingastaðir loka.
Séð á mælaborð nýju þýsku smá-
flugvélarinnar Ruschmeyer R90-
230RG.
Markús Örn Antonsson borgar-
stjóri sagði, að fundurinn með lög-
reglustjóra hefði verið mjög gagn-
legur og að viðbrögð lögreglunnar
væru mjög jákvæð. Sér hafi virst
sem ástandið í miðbænum um helg-
ina líktist því sem einu sinni varð á
17. júní og mönnum blöskrað. Það
var undantekning en nú væru það
tvö kvöld í viku og á því þyrfti að
taka. Fyrir næsta fund yrði farið
yfir þá þætti sem snúa að borginni.
„Við erum mjög sammála ég og
borgarstjóri um markmiðin í þessum
efnum, sem eru að reyna að auka
öryggi þeirra, sem þarna eru og
ekki síður að reyna að sjá til þess
að fólk hafi ekki of langa viðveru í
miðborginni á þessum nóttum,"
sagði Böðvar. Sagði hann að rætt
hafi verið um leiðir til að bæta
ástandið og bæjarbrag á þessum
fyrsta fundi. Af hálfu lögreglunnar
munu þeir verða teknir í auknu
mæli, sem eru með illindi og óspekt-
ir, ungir sem gamlir og aðrir þeir
sem eru verulega ölvaðir. „Ef um
verulega ungt fólk er að ræða þá
Allt að 20% munur á af-
komu fiskvinnslustöðva
MIKILL munur er á afkomu þeirra fiskvinnslustöðva sem best standa
að vígi og þeirra sem verst eru stödd, eða allt að 20.% munur. Amar
Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka fiskvinnslustöðva, segir
að best reknu húsin séu rekin með allt að 5% hagnaði en önnur með
15% tapi. Eins og fram kom í Morgunblaðinu sl. laugardag segja tals-
menn samtakanna að fiskvinnslan sé í heild rekin með 5% tapi.
Amar sagði að það væri ekki
aðeins stærð húsanna sem réði af-
komu þeirra heldur væri einnig stór
þáttur hvemig vinnsla færi fram í
þeim. „I meðaltalinu er reiknað með
blönduðum rekstri, í þeim hlutföllum
sem saltfiskvinnsla og frysting er í
heildinni. Einnig getur það ráðið
miklu hvemig húsin fara út úr sínum
hráefnisinnkaupum,“ sagði Amar.
Hann sagði að í besta falli væru
bestu húsin enn rekin með hagnaði,
þótt hann hefði farið minnkandi á
þessu ári, en lökustu húsin með
halla. Miðlungshúsin væru rekin með
í kringum 5% tapi. Hann sagði að
allt upp í 20% munur hefði verið á
rekstri bestu og lökustu húsanna og
að þar réði miklu skuldastaða hú-
sanna og ijármagnskostnaður
þeirra. Hann sagði að fyrirsjáanleg-
ar skerðingar á aflaheimildum
myndu gera fiskvinnslustöðvarnar
að óhagkvæmari rekstrareiningum
og rekstur húsanna myndi enn
þyngjast.
„Það er samdóma álit þeirra sem
hafa talað við okkur að reksturinn
hefur verið að þyngjast sl. vetur og
vor. Ég heid þar eigi stóra sök sá
skriður sem varð í hráefnisverðum
í mars sl. en jafnframt því hefur
verðið farið lækkandi á mörkuð-
unum,“ sagði Amar.
Samtök fiskvinnslustöðva stóðu
fyrir könnun á þróun þorskverðs og
fengu svör frá um 30 fiskvinnslu-
stöðvum. Að sögn Arnar varð niður-
staða sú að frá því í fyrrihluta mars
til júnímánaðar varð 3,3% hækkun
á þorski þrátt fyrir um 10% verð-
lækkun á fiskmörkuðunum, en um
20% af sölunni fer fram á mörkuð-
um. Inni í þessari hækkun væri
2,57% hækkun Verðlagsráðs frá því
í byijun júní. Þorskverð hefði m.ö.o.
lítið hækkað frá því í byijun mars
í beinum viðskiptum. Þetta væri
mjög eðlilegt með tilliti til lækkunar
á fiskmörkuðum og erlendum mörk-
uðum. Engu að síður væri hráefnis-
verðið hér orðið of hátt og það væri
ein aðalástæða þess að fiskvinnslan
væri rekin með tapi. Hlutur hráefnis-
kostnaðar væri að meðaltali orðinn
um 60% í rekstri húsanna.
í milliuppgjöri fyrir 3-4 fyrstu
mánuði ársins hjá fimm fiskvinnslu-
húsum sem Sigurður Stefánsson
endurskoðandi framkvæmdi fyrir
Samtök fiskvinnslustöðva kom í ljós
að húsin voru að meðaltali rekin á
núllinu. Um var að ræða fimm af
stærstu fiskvinnsluhúsum landsins.
Sigurður kvaðst telja að næstu mán-
uðir sem á eftir kæmu hefðu reynst
þessum stöðvum hagstæðari.
verður haft samband við foreldranna
og kannað hvort þeir vilja skipta sér
af málum,“ sagði Böðvar. „Þetta
teijum við að sé innan þess ramma
sem við höfum með mannafla og
aðstæður. Auk þess munum við á
næstunni gera út sérstaka lögreglu-
menn sem verða á gangi í miðborg-
inni. Þeim er ætlað að hafa afskipti
af ribböldum sem eru líklegir til lík-
amsárása eða eru þekktir af slíku
og munum við reyna að koma í veg
fyrir að þeir komi fram sínum
ásetningi."
Söluopum verði lokað kl. 1
Lögreglustjóri benti á að starfandi
er samstarfsnefnd borgaryfirvalda
og lögreglu, þar sem þessi mál hafa
flest öll verið rædd. „Við erum með
nokkrar ábendingar sem við teljum
að séu til bóta og eru á hennar valdi
að aðstoða með,“ sagði Böðvar. „Það
er, að söluopum og pylsusölu verði
lokað kl. 1 eftir miðnætti en þeir
hafa opið til kl. 4 eins og er. Það
að opið er til kl. 4 teljum við að
hafi engan annan tilgang en að tefja
fólk við að komast til síns heima
þegar það kemur af veitingahúsum
borgarinnar. Við teljum mjög mikil-
vægt að þetta verði reynt.
Að auki verði reynt að sjá til þess
að ætíð verði nægur leigubílafjöldi
fyrir hendi eftir kl. 1:30 til að flytja
fólk úr miðborginni til síns heima.
Það ber mjög á því að ekki eru til
bílar á þessum tíma. Það hefur þeg-
ar verið rætt við bifreiðastöðvar í
borginni og samtök leigubíistjóra en
ekkert orðið úr framkvæmdum.
Þetta eru gamlar lummur sem við
erum enn að bera fram en teljum
að myndu stórlega bæta ástandið."
Aukin götulýsing
Þá var rætt um að auka lýsingu
í borginni og að borgaryfirvöld að-
stoði lögreglu við að koma upp
myndavélum í miðborginni og auka
þannig enn eftirlit svo að fyrr verði
hægt að grípa til viðeigandi ráðstaf-
ana ef eitthvað fer úrskeiðis.
Til að bæta umgengni er lagt til
að fleiri ruslatunnum verði komið
fyrir í borginni og að starfsmenn
borgarinnar tíni jafn óðum upp það
sem hent er. „Þessir hlutir valda oft
skaða þegar þeir eru notaðir sem
barefli ef út af bregður," sagði Böð-
var. Sagði hann jafnframt að Guð-
mundur Guðjónsson yfirlögreglu-
þjónn hafi tekið saman athugun á
umgengni, eðli og orsökum ofbeldis-
verka og styddi sú athugun ekki þær
fullyrðingar fjölmiðla að ofbeldi fari
vaxandi í borginni.
Eðli miðborgarinnar hefur
verið breytt
„Við lögðum áherslu á það við
borgarstjóra, að í dag væri ástand
í miðborginni breytt frá því sem var
þegar Hallærisplanið var í umræð-
unni,“ sagði Böðvar. „Það er búið
að gerbreyta eðli miðborgarinnar að
næturlagi með því að heimila rekstur
19 vínveitingastaða, sem geta haft
opið til kl. 3 aðfaranætur laugardaga
og sunnudaga. Hámarks gestafjöldi
þessara staða er 4.285 manns. Að
auki eru 13 matsölustaðir sem hafa
vínveitingaleyfí. Þeir loka fyrr en
gestafjöldi þeirra er 900 manns.
Þannig að við bendum á, að þar sem
ákveðið hefur verið að koma upp
skemmtihverfi í miðborginni, þarf
engan að furða þó að fjöldi ölvaðra
gesta sé á götunum um miðjar næt-
ur þegar starfseminni lýkur. Ég veit
ekki hvort Reykvíkingar gera sér
almennt grein fyrir þessum tölum.
Ég er að tala um leyfilegan fjölda
gesta. Mikill íjöldi reynir að fá inn-
göngu en kemst ekki vegna þess að
staðirnir eru fullir. Fólkið sem þarna
er, eru ekki börn. Þannig að sú stöð-
uga síbylja um að þarna séu ein-
göngu unglingar á ferðinni, er rök-
leysa. Þarna er þverskurður af þjóð-
inni, sem leitar í miðborgina í aðal
skemmtihverfi borgarinn og ungl-
ingar sækja líka í sviðsljósið. Það
er því spurning um hver þeirra að-
staða er.“
Lögreglumönnum veröi
fjölgað
Lögreglustjóri sagði, að þrátt fyr-
ir erfiðan fjárhag ríkisins hafi emb-
ættið farið fram á að lögregumönn-
um yrði fjölgað um 20 til að_ reyna
að mæta þessum vanda. „í raun
erum við að tala um að ná sama
hlutfalli lögreglumanna í borginni
og var fyrir nokkrum árum,“
sagði Böðvar.