Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1991 35 ungir sem gnðirnir elska. Við vottum aðstandendum hans innilegar samúðarkveðjur. Harpa og Laufey. Þegar það var hringt í mig frá Islandi fyrir viku og mér sagt að Jobbi væri dáin neitaði ég að trúa því. Fyrir hugsjónum mínum vökn- uðu allar minningamar úr gaggó, böllin, skólaferðalögin og tískusýn- ingin í 9. bekk sem þurfti að æfa svo oft, allir þeir hlutir sem ’73 ár- gangurinn í Laugalæk brallaði sam- an. Eftir að grunnskóla lauk fórum við hvert í sína áttina en það var alltaf jafn gaman að hittast aftur þó það væri ekki jafn oft og áður. Það er erfitt að hugsa til þess að við munum ekki hittast öll aftur, það hefur verið höggvið stórt skarð í hópinn, með aðeins tveggja mánaða millibili dóu vinirnir Sjonni og Jobbi. Ég, eins og allir hinir mörgu vinir og félagar sem Jobbi átti, mun sakna hans mjög mikið og sendi ég að- standendum öllum mínum dýpstu samúðarkveðjur. Fyrir hönd skólasystkina úr Laug- alækjarskóla, Hólmfríður Kristjánsdóttir, fyrrv. formaður nemendafé- lagsins. Ég trúi því varla ennþá að Jón Finnur sé farinn og komi ekki aft- ur. Hann kom tveim kvöldum áður en hann dó í heimsókn með ömmu og var hress og kátur. En svo tveim dögum seinna hringir Gunnar og segir að Jobbi frændi sé dáinn. Við vorum ný komin heim af ættarmóti í Dýrafirði og Jobbi var þar hress eins og venjulega. Jón Finnur var yngsti bróðir mömmu og var aðeins 18 ára. Hann var alltaf góður við alla, hann kom oft með manni út í körfu eða fót- bolta. Við munum- öll sakna hans innilega. Þóra Kristín Halldórsdóttir eiga góða vini og um Óla vil ég nota orð Henrys Fords: „Besti vinur þinn er sá sem kallar það besta fram í sjálfum þér.“ Óli hafði alltaf mikinn áhuga á hestum og tók mikinn þátt í félags- störfum hestamánna. Þegar börnin náðu þeim aldri að geta farið á bak, tók hann fjölskylduna sífellt meir með sér í hestamennskuna. Þau hjónin reistu sér glæsilegt hús fyrir hesta fjölskyldunnar í Víðidal. Und- anfarin sumur hafa þau unnið mikið við að koma sér upp unaðsreit aust- ur í Grímsnesi, þar sem þau voru öllum stundum yfír sumarið í ná- grenni við hestana sína. Maður lendir stundum í þeirri stöðu að skilja ekki tilgang lífsins. Óli og Villa hafa unnið hörðum hönd- um við að koma sér fyrir og skapa sér aðstöðu til þess áð geta notið lífsins með börnunum í starfi og leik með hestunum sínum út í náttú- runni. Þegar markið blasti við, þá hrynur veröldin og maður veltir fyr- ir sér til hvers var maður að þessu og lífíð verður eitthvað svo tilgangs- laust. En illviðri gengur niður og sólin kemur upp, ég vona að góður guð gefi þér Villa og bömunum styrk til þess að komast í gegnum þá miklu sorg sem að ykkur steðjar. Guðmundur Gunnarsson ----------------- Leiðrétting í minningargrein um Þórð Eyjólfs- son á Goddastöðum, brenglaðist frá- sögnin er upp voru talin börn hans. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Börn hans eru: Eyjólfur búsettur í Reykjavík, kvæntur Svanborgu Tryggvadóttur frá Ólafsvík. Hann á tvær stjúpdætur. Guðmundur Heiðar í Búðardal, kvæntur Báru Aðal- steinsdóttur frá Torfastöðum í Vop- nafirði. Þau eiga tvö börn. Gísli Sig- urvin, bóndi á Spágilsstöðum. Sam- býliskona hans er Ingibjörg Eyþórs- dóttir frá Borgarnesi. Þau eiga tvö börn. Ársæll, bóndi á Goddastöðum. Sambýliskona hans er Guðrún Vig- fúsdóttir og eiga þau eina dóttur. Erla, búsett á Akranesi var gift Pétri Óskarssyni og áttu þau 5 böm. Sambýlismaður hennar er Guð- mundur Gunnarsson frá Hofsstöðum í Helgafellssveit og eiga þau tvö börn saman. BIO-SELEN UMB.SIMI: 76610 ÁBRIFUÍKUR J HÁRIÚR ífc s-i VÍTSKÍN, ctciuccui tX T R * STEINEFNI NarindftirML OG JURTIR. tiinl nel. WI&' FYRIR HÁR, HUBOG NEGLUR naust BOBGARTUNI 26. SIMI 62 22 62 Jónína B. Guðlaugs- dóttir - Minning Fædd 21. október 1904 Dáin 15. júlí 1991 Jónína Björg Guðlaugsdóttir lést á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudag- inn 15. júlí, en þar hafði hún dvalist síðastliðið hálft annað ár. Jóna, eins og hún var jafnan nefnd, fæddist í Lónakoti, Garða- hreppi, 21. október 1904, og ólst þar upp. Lónakot var sjávarjörð sunnan Straumsvíkur, kostarýr landskiki í jaðri hraunsins við sjávarsíðuna, op- inn fyrir vindi og brimi Atlantshafs- ins, sem oft lék ábúendur grimmt, enda er jörðin nú komin í eyði. Foreldrar Jónu voru Guðríður Jónsdóttir (1871-1960) og Guðlaug- ur Engilbert Sveinsson (1883-1955) og var Jóna eina bam þeirra. Foreldr- ar hennar tóku í fóstur son nágranna sinna, Guðjón Gunnlaugsson, þegar foreldrar hans misstu heilsuna. I uppvextinum bjó Jóna við kröpp kjör, eins og margir alþýðumenn á Islandi á framanverðri öldinni. Ung þurfti hún að fara að vinna fyrir sér, en skólaganga þessarar gáfuðu og vel gerðu konu, sem vildi svo gjarnan komast til mennta, var mjög stutt. Hún þurfti að sækja skóla um langan veg, þar sem býlið Lónakot tilheyrði Garðahreppi, þó það stæði nær Hafn- arfírði en Görðum. Af þeim sökum var henni gert að sækja skóla í Görð- um þar sem nú stendur Garðakirkja, og ganga með fjörunni í gegnum Hafnarfjörð og út á Garðaholt, rúma 15 km til og frá skóla. í dag þætti það með öllu ótækt og ekki sæmandi að leggja slíkt ferðalag dag hvem á skólabam, hvernig sem viðraði. Uppvaxtarárin settu mark sitt á Jónu allt tíð og þótt hún og maður hennar Sveinn Þorbergsson kæmust vel af, var henni nýtnin í blóð borin og fór vel með allt sitt. Hógværð og lítillæti einkenndu hana, alla tíð og ekki vildi hún láta aðra hafa neitt fyrir sér, en vildi öllum gott gera. Jóna gat þó verið manna hressust í íjölskyldusamkvæmum og naut þess að þiggja heimboð bama sinna og annarra nákominna og gat þá verið hrókur alls fagnaðar. Jóna giftist Sveini Þorbergssyni vélstjóra árið 1932, en hann hafði flutt frá Bíldudal til Hafnarfjarðar fjórum árum áður. Sveinn fæddist á Klúku í Ketildalahreppi í Barða- strandarsýslu 12. apríl 1899, sonur Sigríðar Guðnýjar Sveinsdóttur og Þorbergs Bjarnasonar bónda og sjó- manns sem lést er Sveinn var á fyrsta ári. Eftir það fluttist hann að Selárd- al í Arnarfirði og ólst að hluta til upp hjá vandajausum og lét misvel af þeirri vist. Á Bíldudal tók Sveinn mótorvélstjórapróf, og vann alla tíð ötullega að málefnum vélstjóra og var einn af _stofnendum Mótorvél- stjórafélags íslands, en Sveinn lést 10. febrúar 1984. Þau hjónin Jóna og Sveinn bjuggu mestallan sinn búskap í Hafnarfirði, lengst af í myndarlegu timburhúsi á Öldugötu 17. Börnin urðu þtjú; Sigurbergur kvæntur Ingibjörgu Gísladóttur og eiga þau börnin Pálínu Hjördísi, Rósu, Svein og Gísla Þór; Guðmann sem á soninn Svein Loga og Ásdís gift Þórarni Sófussyni og eiga þau bömin Björk, Guðjón Karl og Svein. Þar sem Sveinn stundaði sjó- mennsku lengstum, fyrst á árabát- um, síðar á skútum, mótorbátum, togurum og síðast á varðskipum Landhelgisgæslunnar, voru fjarvist- alla ævi samkvæmt því. Lífíð fór um hana ómjúkum höndum í æsku. Þegar fram liðu stundir kynntist hún Sveini afa og hagur hennar vænkaðist til muna. En hún hafði ekki geð í sér til að láta tímann draga sig á tálar og var sjálfri sér samkvæm. Lífíð gaf henni þá nægj- usemi sem kynslóðirnar hafa lifað við og hún lifði samkvæmt lögmál- um hinna lítillátu alla tíð. Með hlýju í hjarta og ljúfri lund gaf hún okk- ur allt sem hún átti af hógværð og rausnarskap í senn. Lífsþægindi mat hún lítils, en mannkosti og gott hjartalag taldi hún gulli betra. Þetta eru kostir sem eru fátíðir í dag á tímum lífsgæðakapphlaups og streitu. Við þökkum henni ömmu okkar fyrir allar samverustundirnar og vitum í hjarta okkar að hún mun eiga góða vist í öðrum og betri heimi. Guð blessi sálu hennar. Barnabörn HITACHI SLÍPIR0KKAR Óvirkur dempari getur aukið stöðvunarvega- lengd um 2,6 m. VELDU tMONROEF • 125- 180 mm» • 5 gerðir • • Léttir - Sterkir • 1 Rofar vel staðsettir • •Verðfró 12.880.-* IVÖLUSTEINNhf Faxofen 14, Slmi 679505 Umboðsmenn um allt land. irnar miklar. Jóna annaðist búið og börnin sem var hlutverk ófárra sjó- mannskvenna. Hún tók móður sína inn á heimili sitt og voru þær mæðg- ur mjög nánar alla tíð. Auk húsmóð- urstarfanna sem Jóna stundaði mest- an hluta ævinnar, starfaði hún við hefðbundin fiskvinnslustörf, áður en hún stofnaði heimili með Sveini. Jóna undi alla tíð hag sínuin vel á Öldugöt- unni og vildi litlar breytingar. Hún kunni einföldu lífemi best og barst aldrei á um dagana. Svo lítilþæg og nægjusöm var hún síðustu mánuði og vikur ævi sinnar að jafnvel þótt ýmsir kvillar ellinnar væru farnir að gera vart við sig kveinkaði hún sér sjaldan og lét það ógert að hringja bjöllunni við sjúkrarúm sitt þó eitt- hvað bjátaði á. Hún var hvers manns hugljúfí og afar þakklát fyrir að ein- hver skyldi muna eftir sér í hvert sinn sem ættingjar eða starfsfólk Hrafnistu og vinir litu inn til henn- ar. Eftir langa ævi var Jóna þakklát fyrir allt sem lífið hafði fært henni og tilbúin var hún að mæta skapara sínum, þegar stundin rann upp. Megi Jóna hvíla í friði og öðlast sælu í himnum. Jónatan Garðarsson Það er komið að leiðarlokum. Nú hefur Jóna amma kvatt þetta líf eftir rúmlega 86 ára dvöl á þess- ari jarðarkringlu. Hún fæddist rétt eftir aldamótin síðustu, þegar tíminn stóð enn í stað. Hún lifði það að sjá þær mestu breytingar sem orðið hafa á einni mannsævi í þessu landi, langt norð- ur í höfum. Hún amma var samt ætíð barn sinnar kynslóðar og lifði Dictaphone A Pitney Bowes Company • Gæðatæki til hljóðupptöku, afspilunar og afritunar • Fagleg hönnun • Vandaðar upptökur • Umboö á Islandi: OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 ■ 105 Reykjavik Simar 624631 / 624699 ,«li» fdV6"” fro 0\cW I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.