Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1991
oo
lést 21. júlí. t JÓN STEFFENSEN prófessor, Aragötu 3, Reykjavík,
Aðstandendur.
t
Móðir mín,
HELGA JAKOBSEN,
Bólstaðarhlíð 9,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Suhnuhlíð, Kópavogi, laugardaginn
20. júlf.
Ólafur Eyjólfson.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
GUNNLAUGUR KRISTJÁNSSON
aðstoðarbankastjóri,
Kaplaskjólsvegi 67,
lést í Borgarspítalanum 21. júlí.
Hallgerður Sigurgeirsdóttir,
Jón Bragi Gunnlaugsson, Björgvin Gunnlaugsson,
Heiða Dögg Jónsdóttir.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma,
EVA KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Mánagötu 5,
Reykjavík,
andaðist í Borgarspítalanum þann 20. júlí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Óskar Páll Ágústsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
EIRÍKUR ÞORSTEINSSON,
Glitstöðum,
lést á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, mánudaginn 22. júlí.
Katrín Jónsdóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn,
GUNNAR JÓNSSON,
Glæsibæ 2,
andaðist 21. júli.
Þóra Sigurbjörg Erlendsdóttir.
t
Útför eiginmanns mfns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
ÓSKARS GUÐMUNDSSONAR,
Melgerði 30,
Kópavogi,
sem lést 13. júlí, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
24. júlí kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á heimahlynningu Krabba-
meinsfélagsins.
Kristín Óskarsdóttir,
Eygló Óskarsdóttir,
Sigríður Óskarsdóttir,
Friðbjörg Óskarsdóttir,
Guðmundur Óskarsson,
Jófrfður Magnúsdóttir,
Bjarni Guðbjörnsson,
Haukur Ingólfsson,
Erlingur Björnsson,
Þorsteinn Andrésson,
Alice Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær sonur okkar,
JÓN FINNUR KJARTANSSON,
Laugarnesvegi 110,
sem lést 11. júlí sl., verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni f Reykjavík
í dag, þriðjudaginn 23. júlí, kl. 13.30.
Kristín Guðjónsdóttir,
Kjartan Magnússon.
Minning:
Pórunn S. Hans-
dóttir Wíum
Fædd 16. október 1928
Dáin 11. mars 1991
Bernskustöðvamar eru öllum
kærar hafi þeir búið þar við góða
umönnun og atlæti. Grunnmunstur
vitundarlífs og allrar lífsskynjunar
mótast af fyrstu áhrifum og um-
hverfi. Af þessari ástæðu er Mjói-
fjörður þeim kær sem þar hafa átt
sín fyrstu spor og alist þar upp.
Áhrif hans hafa reyndar verið
afar sterk og grípandi því að þar
hafa mannlíf og landshættir verið
mjög samofin. Grösugar brekkur
fjallanna sem umljúka fjörðinn og
engjarnar ólu búsmalann sem
ásamt fiskinum í sjónum gaf lífs-
björgina. Þar lifði samheldið fólk
sem lét sig varða hag hvers ann-
ars og miðlaði nægtum sínum og
skorti.
Þó margir hafí flust þaðan úr
einangraðri byggðinni síðustu ára-
tugina eiga flestir þeirra þar djúp-
ar rætur.
Þórunn Stefanía Hansdóttir
Wíum hafði farið þaðan ung að
árum vegna veikinda sinna og orð-
ið að setjast að í Danmörku. Hún
hafði samlagast vel mannlífí þar
en hvert sem hún fór bar hún upp-
runa sínum fagurt vitni og var
fyrst og fremst góður og gegn ís-
lendingur og Mjófírðingur. Og í
Mjóafírði þar sem hún var upp-
runnin vildi hún að legstaður sinn
yrði.
Laugardaginn 15. júní sl. voru
því samankomnir í Mjóafjarðar-
kirkju nánir venslamenn hennar
og vinir að minnast hennar frammi
fyrir Drottni, og koma svo duft-
keri hennar fyrir í vígðri mold.
Flestir þeirra höfu komið siglandi
frá Norðfírði í björtu veðri og sáu
Reyki þar sem ijölskylda Þórunnar
hafði síðast búið nú einan þeirra
bæja sem verið höfðu sunnan meg-
in fjarðar en norðan megin gaf enn
á að líta hluta þeirrar byggðar sem
þar hafði verið og kirkjan var á
sínum stað sem fyrr fögur að sjá
í grösugum slakkanum, kirkjan
sem er á þann veg hyrningarsteinn
mannlífsins í fírðinum mjóa að hún
tengir saman kynslóðimar í fortíð
og nútíð frammi fyrir frelsaranum
krossfesta og upprisna, þá sem á
undan fóru við þá sem nú lifa.
Þórunn lést á heiniili sínu á
Fanö 11. mars. Þá var enn vetur
og fasta samkvæmt kirkjuári en
skammt þó til vorsins og páskanna.
Altaristafla Mjóafjarðarkirkju
sýnir Jesúm á krossinum og konur
kijúpa við krossinnn og er fögur
mynd í látleysi sínu. Hún minnir á
hver það er sem hægt er að leita
ásjár hjá. Það er frelsarinn kross-
festi og upprisni og hann vill helga
hvert mannlegt líf elsku og eilífð
sinni, vekja þau viðbrögð gagnvart
sér og gefa þá sýn sem lýst er í
þessari játningu og orðum, sem
allir viðstaddir tóku syngjandi und-
ir í kirkjunni.
Ég fell að fótum þinum
og faðma lífsins tré.
Með innri augum mínum
ég undur mikil sé.
Þú stýrir vorsins veldi
og verndar hveija rós.
Frá þínum ástareldi
fá allir heimar ljós.
(Davíð Stefánsson)
Þórunn Wíum átti sannarlega
þessa tilverusýn, og lifði í samræmi
við hana. Hún var einstaklega
fórnfús og kærleiksrík og lét sig
varða hag og heill þeirra sem hún
hitti fyrir á lífsleiðinni og þeir voru
æðir margir. Þó raunsæ væri hafði
hún einstakt lag á því að sjá björtu
hliðar tilverunnar og láta þær njóta
sín og var það víðsýn að sjá mann-
gildið i hveijum og einum hvernig
sem fyrir honum var komið.
Þegar Þórunn var að alast upp
á Asknesi í Mjóafirði þar sem hún
fæddist 16. október árið 1928 var
víða búið í fírðinum bæði sunnan
megin og norðan megin fjarðar og
í fjarðarbotninum og ekki hefur
hún fundið til þess að sjónhringur
hennar væri þröngur því það var
svo margt að sjá og skoða, fjöllin,
hæðardrög og leiti, fjörur og íjörð,
ölduna og sjávarlöðrið, ár og læki,
lyng og blóm, fugla og húsdýr sem
hún leit á sem sérstaka vini sína.
Þórunn rifjaði oft upp uppvaxtar-
árin sín. Það gerði mynd fjarðarins
svo einkar skýra í huga hennar.
Hún minntist foreldra sinna, Hans
Guðmundssonar og Önnu Jóns-
dóttur með sérstakri þökk og virð-
ingu. Hún lýsti föður sínum sem
yfirveguðum og rólyndum manni,
traustum og heilsteyptum, og móð-
ur sinni sem festu- og skörulegri
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
BENEDIKT JÓNSSON
verkstjóri,
Auðbrekku 23,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju
miðvikudaginn 24. júlí kl. 15.00.
Björg Benediktsdóttir,
Jón Benediktsson,
Áslaug Benediktsdóttir,
Þór Benediktsson,
Kristjana Benediktsdóttir,
Hafdfs Benediktsdóttir,
Elín Benediktsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
Haraldur Skjóldal,
Jónína Jónsdóttir,
Sæmundur Bjarnason,
Sólrún Guðjónsdóttir,
Garðar Ingólfsson,
Guðmundur Grettisson,
Sævar Ver Einarsson,
og barnabarnabarnabarn.
t
Maðurinn minn og faðir,
ÞÓRÐUR KRISTJÁNSSON
kennari,
Sporðagrunni 5,
Reykjavík,
sem lést sunnudaginn 14. júlí, verður jarösunginn frá Áskirkju
miðvikudaginn 24. júlí kl. 10.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega bent á Minningar-
sjóð Áskirkju.
Ásdís Vilhelmsdóttir,
Valgerður Þórðardóttir.
er hefði jafnframt nauðsynjaverk-
unum lesið ljóð og sögur og sagt
vel frá. Þau höfðu kennt barna-
hópnum sínum stóra að virða lífið
og höfund þess og sýna ábyrgðar-
kennd og elsku.
Þórunn mun snemma hafa orðið
hugmikil og rösk í verkum sínum.
Hún liðsinnti foreldrum sínum og
yngri systkinum svo sem hún
mátti. Hún hafði notið þess að að
vinna úr ullinni mjúku, pijóna og
sauma, haft yndi af því að búa til
nýtilegar flíkur. Hún hafði fengið
að dveljast á Brekku meðan hún
sótti skóla og einnig nokkru eftir
að hún fermdist, hlotið þá tilsögn
þar í hannyrðum sem hún var afar
þakklát fyrir, því sú tilsögn hafði
stælt kjark hennar til að læra
meira í þeim listum.
Þegar Þórunn hefur sem ung
stúlka horft út Mjóafjörðinn og
hugsað um fjarlæg lönd og átt sér
drauma um að komast þangað
hafa þeir verið ólíkir því sem varð.
En á unglingsaldri hafði hún farið
utan fársjúk til lækninga eftir að
hafa áður dvalist á sjúkrahúsum í
Vestmannaeyjum og Reykjavík.
Og það hafði verið skáldið. góða
frá Fagraskógi sem öðrum fremur
hafði uppörvað hana og glatt á
siglingunni enda var Davíð Stef-
ánsson henni ávallt síðan sérlega
kær og fögru ljóðin hans. Þeirra
kynni voru sem fyrirboði þess sem
síðar varð að hun kynntist vel og
blandaði geði við framsækna ís-
lenska listamenn i Kaupmanna-
höfn. Þórunn hefur einnig litið á
læknana sem önnuðust hana sem
sérstaka listamenn því að þeim
tókst að bjarga lífí hennar og létu
sig mjög varða um velferð hennar
eftir það.
Þórunn var fjarri sínum og sam-
skipti allt önnur þá en nú tíðkast
á milli landa. Hún fékk bréf að
heiman og skrifaði heim og gat
sagt frá því að vel væri fyrir sér
komið. Hún var í góðum höndum
og safnaði nýjum kröftum. Það
voru listamennirnir sem höfðu tek-
ið hana upp á sína arma og hún
var einlæg og opinská og féll vel
að því skapandi andrúmslofti sem
umþá lék. Hún hafði ícomist í
þekktan handíðaskóla, lært kjóla-
saum og komið á fót eigin sauma-
stofu og vakið athygli fyrir list-
rænt handbragð og hæfni. En
BLOM
SEGJA ALLT
Mikið úrval
blómaskreytinga
fyrir öll tækifæri.
Opið alla daga frá kl. 9-22.
Sfmi 689070.