Morgunblaðið - 23.07.1991, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1991
' ' * •••■• . ~ * '
_______________________________
Frá niðjamóti afkomenda Orms og Helgu.
Fáskrúðarbakkakirkj a:
Börn Orms Ormssonar og' Helgu
Kristmundsdóttur gefa hátalarakerfi
Borg í Miklaholtshreppi.
/>- Fáskrúðarbakkakirkju barst
vegleg gjöf fyrir nokkru. Börn
Orms Ormssonar og Helgu
Kristmundsdóttur frá Laxár-
bakka gáfu til minningar um
foreldra sína hátalarakerfi í
kirkjuna, sem er vegleg og dýr-
mæt gjöf. Á þessu ári eða þann
4. mars sl. voru 100 ár frá fæð-
ingu Orms sáluga.
Ormur Ormsson rafstöðvarstjóri
og rafverktaki í Borgamesi var
fæddur 4. mars 1891 í Efriey í
Meðallandí i Vestur-Skaftafells-
sýslu, dáinn 26. desember 1965.
Kona hans var Helga Krist-
mundsdóttir fædd 19. desember
1897 í Nýjabæ í Vestmannaeyjum,
dáin 3. maí 1977. Árið 1931 fluttu
þau hjón frá Reykjavík að Hof-
Listasafn Siguijóns Ólafssonar:
Píanókonsertar Mozarts
Á NÆSTU þriðjudagstónleikum
í Listasafni Siguijóns Olafssonar
þann 23. júlí nk. kl. 20.30 verða
fluttir báðir píanókvartettar
Mozarts, annar í g-moll K 478
og hinn í Es-dúr K 493. Flytjend-
ur eru Hlíf Siguijónsdóttir fiðlu-
leikari, David Tutt píanóleikari
og Svisslendingarair Christian
Giger sellóleikari og Lorenz
Hasler víóluleikari.
Hlíf lauk einleikaraprófi frá Tón-
listarskólanum í Reykjavík árið
31974 þar sem kennari hennar var
Björn Ólafsson. Næstu sex árin var
hún við framhaldsnám í Bandaríkj-
unum og Kanada. Hlíf hefur haldið
tónleika víða og hefur starfað með
erlendum kammersveitum meðal
annars í Þýskalandi og Sviss. Hún
er löngu landsþekkt sem einleikari
og í samleik. Hlíf hefur verið kon-
sertmeistari íslensku hljómsveitar-
innar, íslensku óperunnar og
Kammersveitar Seltjarnarness og
hefur leikið einleik við mörg tæki-
færi, meðal annars með Sinfóníu-
hljómsveit Islands.
David Tutt hefur oft haldið tón-
leika á íslandi. Hann stundaði
.píanónám í heimalandi sínu Kanada
" 'Síi lauk BA-prófi ffá Háskólanum
í Indiana. Kennari hans var Georgy
Sebok. David hefur unnið til
margra verðlauna og hefur leikið
einleik með sinfóníuhljómsveitinni
í Toronto, Edmonton og Calgary
og með útvarpshljómsveitinni í
Budapest. Árið 1988 hélt hann ein-
leikstónleika í Wigmore Hall í Lon-
don og gerði upptökur fyrir BBC.
Christan Giger er nemandi hjá
prófessor Boris Pergamenschikow
í Hochschule fur Musik í Köln og
hefur auk þess numið kammertóni-
ist hjá Amadeus-kvartettinum.
Christian hefur unnið til fjölda
verðlauna og hefur meðal annars
leikið einleik með sinfóníuhljóm-
sveitunum í St. Gallen og Wintert-
hur.
Hlíf, David og Christian hafa
unnið saman undanfarin ár og hafa
komið fram sém píanótríó, bæði á
íslandi og í Sviss. Á þriðjudagstón-
leikunum bætist í hópinn svissneski
fiðlu- og víóluleikarinn Lorenz
Hasler, sem mun vera íslendingum
að góðu kunnur, því hann er félagi
í kvintettinum I Salonisti, sem lék
í Listasafni Siguijóns á Listahátíð
í fyrra við frábærar undirtektir.
Lorens Hasler er nýkominn úr tón-
leikaferð með I Salonisti til París-
ar, en hópurinn ferðast víða um
heim.
(Fréttatilkynning)
Ættarmót
í Logalandi
ÆTTARMÓT niðja Maríu Frið-
riksdóttur og Jóhanns Stefáns-
sonar, útvegsbónda frá Skálum
á Langanesi, verður haldið
helgina 26.-28. júlí á Logalandi
í Borgarfirði.
Nánari upplýsingar gefa: Krist-
ín Indriðadóttir, María Vilhjálms-
dóttir og María Friðriksdóttir.
Ættarmót niðja Maríu Friðriks-
dóttur og Jóhanns Stefánssonar
verður haldið á Logalandi, helg-
ina 26.-28. júlí.
görðum í Staðarsveit og bjuggu
þar í fimm ár. Síðan flytja þau að
Laxárbakka í Miklaholtshreppi og
búa þar í tíu ár til ársins 1946.
Síðan flytja þau í Borgarnes og
búa þar til dauðadags. Þeim varð
12 barna auðið, allt gott og traust
fólk í bestu merkingu þess orðs.
Þótt árin hér í Miklaholtshreppi
hafi ekki verið nema 10 þá er sá
tími í endurminningum systkin-
anna sá besti og bjartasti og ógley-
manlegur í þeirra huga. Þau vilja
á myndarlegan hátt færa kirkjunni
á Fáskrúðarbakka þessa fallegu
gjöf sem áður er lýst. Því þar sem
fyrstu spor æskunnar eru stigin
eru endurminningar hlýjar og
verma þeim sem til þeirra hugsa,
þegar aldur færist yfir.
20. júní sl. komu afkomendur
þeirra hjóna saman á niðjamót að
Breiðabliki. 165 afkomendur eru
komnir út af Ormi og Helgu. Veð-
urblíða lék við fólkið þennan dag.
Sveitin góða var sólu vafin í hita
og logni, efstu tindar Ljósufjalla
með smá skafla, en Rauðakúla og
Kattareyra að mestu auð.
------♦ ♦ ♦
Námskeið í
skyndihjálp
Reykjavíkurdeild Rauða
kross Islands gengst fyrir nám-
skeiði í skyndihjálp fyir almenn-
ing sem hefst miðvikudaginn
24. júlí klukkan 20 og stendur
yfir í fjögur kvöld.
Kennsludagar verða 24., 29. og
31. og 1. ágúst. Námskeiðið verð-
ur haldið í Fákafeni 11, 2. hæð.
Öllum 15 ára og eldri er heimil
þátttaka.
Meðal þess sem kennt verður á
námskeiðinu er blástursmeðferðin,
hjartahnoð, hjálp við bruna, blæð-
ingum, beinbrotum og mörgu
öðru. Einnig verður fjallað um það
hvernig má koma í veg fyrir slys.
Sýnd verða myndbönd um helstu
slys.
Nú eru sumarleyfin framundan
hjá mörgum og ekki fráleitt að
læra skyndihjálp áður en farið er
í frí. Við vitum aldrei hvenær
hjálparinnar er þörf, segir í frétta-
tilkynhingu frá Rauða krossinum.
Talið er æskilegt að fara á nám-
skeið i skyndihjálp á 2 ára fresti
til að halda þekkingunni við.
Að námskeiðinu loknu fá nem-
endur skírteini sem hægt er að fá
metið í ýmsum framhaldsskólum.
Tekið skal fram að Reykjavíkur-
deild RKÍ útvegar leiðbeinendur
til að halda námskeið fyrir fyrir-
tæki og aðra sém þess óska.
ÚR DAGBÓK
LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK:
19.-22.júlí 1991
Helgin gekk nokkuð vel fyrir sig
þrátt fyrir mikið annríki, sérstak-
lega aðfaranótt laugardags, eins
og reyndar oft áður þær nætur
vikunnar.
Veður var gott og mikill mann-
fjöldi í miðborg Reykjavíkur bæði
helgarkvöldin, þó sérstaklega að-
faranótt laugardagsins, en þá fjölg-
aði verulega upp úr klukkan hálf
tvö og var margt í bænum fram
undir morgun. Töluverð ölvun var
báðar næturnar en ekki bara í
miðborginni heldur um allan bæ.
Lítið var um líkamsmeiðsl og
skemmdarverk og með ólíkindum
hvað lögreglunni tókst að halda
utan um ástandið miðað við 'mann-
fjöldann og ölvunina. Töluvert var
um það að lögreglan væri að hirða
upp mikið ölvað fólk og t.d. voru
26 í fangageymslu lögreglunnar á
laugardagsmorguninn. Mjög lítið
var af unglingum yngri en 16 ára
í miðborginni þessar nætur. Fjögur
ungmenni voru þó færð á lögreglu-
stöðina þar sem foreldrar þeirra
sóttu þau. Allflestir í miðborginni
virtust í góðu skapi og án allra
vandræða, en með nokkrum undan-
tekningum þó. Einn aðili var hand-
tekinn aðfaranótt laugardags fyrir
rúðubrot og slagsmál í miðborginni
og sætif málið rannsókn. Síðla að-
faranótt laugardags var ekið yfir
fætur stúlku við gatnamót Lækjar-
götu og Bankastrætis. Ökumaður-
inn ók af vettvangi en náðist
skömmu síðar. Meiðsli stúlkunnar
munu vera minni en ætla mátti í
fyrstu.
Alls fengu 10 manns dómsátt.
Einn fékk kr. 15.000 fyrir að klifra
upp á Nýja Bíóhúsið og leika þar
jafnvægislistir. Körfubíl slökkvi-
liðsins þurfti til að ná honum nið-
ur. Viðkomandi piltur verður kraf-
inn um greiðslu á þeim kostnaði
sem af hlaust. Annar fékk kr. 9.000
fyrir að henda flösku í miðborginni
en slys hefði getað hlotist af. Átta
aðrir fengu milli sex og sjö þúsund
króna sáttir fyrir ólæti og slags-
mál. Einn af þeim sem dómsátt
fékk vegna ofbeldisatburða og sem
átti sér stað á Klapparstíg á laugar-
dagskvöldið, áttii óuppgerða eldri
dómsátt, sem hann hafði sýnt lítinn
skilning á að þyrfti að greiða, þrátt.
fyrir eftirgangsmunij lögreglu.
Vararefsingunni var þýí beitt og
hann færður í fimm dagg varðhald.
Á sunnudagsmorgurijnn laust
fyrir kl. 6 voru tveir menn um tví-
tugt að sýna af sér ofbeldistilburði
í Austurborginni en þeir voru að
sveifia sverðum úr beini gegn ímyn-
duðum andstæðingum. Menn þessir
höfðu í fórum sínum ýmsa muni
sem þeir höfðu aflað sér með þjófn-
uðum bæði úr bílskúr og einnig
höfðu þeir farið inn í bíla og stolið
úr þeim. Einnig voru þeir með fulla
vasa af alls konar persónuskilríkj-
um óviðkomandi aðila, svo og tvö
seðlaveski sem ekki voru þeirra
eign. Viðkomandi voru færðir í
fangageymslu og síðan fyrir RLR.
Eldur kom upp í risi mannlausr-
ar íbúðar við Framnesveg. Slökkvil-
iði tókst að slökkva eldinn en tals-
verðar skemmdir urðu. Aðfaranótt
sunnudags voru tólf rúður brotnar
í Seljaskóla og þrír drengir hand-
teknir á staðnum grunaðir um
verknaðinn. Þeir neituðu að hafa
átt hlut að máli.
Alls voru 66 ökumenn kærðir
fyrir of hraðan akstur, 12 grunaðir
um ölvun við akstur og 12 kærðir
fyrir að aka gegn rauðu ljósi.
Styrkir úr Náms-
mannalími veittir
STYRKIR Námsmannalínu Búnaðarbankans voru afhentir við hátíð-
lega athöfn í fundarsal bankans þann 27. júní sl. Fjórum styrkjum
var úthlutað að þessu sinni, öllum til nemenda á síðasta ári í Há-
skóla Islands.
Sl. haust gerði Búnaðarbankinn
samning við stúdentaráð Háskólans
um sérstaka fjármálaþjónustu fyrir
háskólastúdenta. Þar var m.a. gert
ráð fyrir fjórum útskriftarstyrkjum
sem skiptast þannig: Einn styrkur
til stúdents í heilbrigðisgreinum,
annar til stúdents í verkfræði- eða
raunvísindanámi, sá þriðji til lög-
fræði- eða viðskiptafræðinema og
sá fjórði til nemenda í mannvísind-
um. Hver styrkur er nú kr. 125.000.
Þeir sem hlutu styrk að þessu
sinni eru: Bragi Þór Marinósson
sem lýkur námi í vélaverkfræði,
Brynhildur K. Ólafsdóttir í stjóm-
málafræði, Elínborg Björnsdóttir í
lögfræði og Engilbert Sigurðsson í
læknisfræði.
Dómnefndinni var vandi á hönd-
um að velja úr hópi góðra umsækj-
enda. Tekið var tillit til ýmissa
þátta, s.s. námsárangurs, framtíð-
aráforma, áhugamála og aðstæðna.
Dómnefndina skipuðu: Jón Adolf
Guðjónsson bankastjóri, Siguijón
Þ. Ámason formaður stúdentaráðs
og Sveinbjörn Björnsson nýskipaður
rektor.
í morgunverðarboði sem banka-
stjórn hélt styrkþegum sagði Jón
Adólf að Námsmannalínan hefði
notið mikilla vinsælda meðal stúd-
enta í Háskólanum og nú hefði ver-
ið undirritað samkomulag við stjórn
SÍNE um hliðstæða þjónustu sem
sniðin verður að þörfum íslenskra
námsmanna erlendis. Tveimur
námsstyrkjum verður bætt við og
úthlutað frá og með næsta vori.
Fremst á myndinm eru frá vinstn: Bragi Þór, Engilbert, Brynhildur
og Elínborg. Fyrir aftan er Jón Adólf ásamt Sveinbirni og Stein-
unni Oskarsdóttur, nýkjörnum formanni stúdentaráðs.