Morgunblaðið - 24.12.1991, Page 10

Morgunblaðið - 24.12.1991, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1991 FASTÉIGNASALA SÍÐUMÚLA 17 812744 Fax: 814419 ViÖ óskum öllum viðskiptavinum okkar, nær og fjær, gleðilegrar jólahátíðar og farsæld- ar á nýju ári. Starfsfólk Laufáss. INNANSTOKKS OG UTAN JÓLAUÓSIV ALLT ER stórt í Ameríku var einu sinni viðkvæðið og enn gild- ir þetta að nokkru leyti. Að minnsta kosti komast fáir í hálf- kvisti við Kana í því skreyta fyr- ir jólin. eftir Jóhönnu Horðardóttur Eg las í bandarísku blaði um daginn að nú þætti þar enginn maður með mönnum nema að hafa að minnsta kosti þijú skreytl jóla- tré heima hjá sér.- Eitt í stofunni, annað í barnaher- bergi eða setu- stofu á annari hæð og það þriðja í garðinum. Þetta er nú eflaust eitthvað orðum aukið eins og gjarnan vill vera þegar menn segja frá í þriðju persónu, en þó fylgir öllu gamni einhver alvara. Við íslendingar viljum síst vera eftirbátar annarra þjóða í einu eða neinu og það sést meðal annars á jólaljósunum á aðventunni. Og satt best að segja veit ég ekki hveijir eiga að gera sér glaðan dag með ljósum ef ekki við sem búum við skammdegið á þessum tíma. Þegar ég var krakki voru eigin- menn gjarna sendir út með stiga til að setja upp jólaskreytinguna meðan Þorláksmessuskatan sauð, og oft hékk þessi skreyting uppi fram á vor og í einu húsinu hékk hún stundum milli jóla. Nú eru jóla- ljósin sett upp strax í byijun des- ember og hanga yfirleitt ekki nema fram í miðjan janúar, eða þangað til farið er að sjást að sól er að hækka á lofti. Þetta hlýtur að telj- ast mikil framför. Jólagleðinni dreift Jólahátíðin lífgar upp á skamm- degið og birtan sem þeim fylgir er einn veigamesti þátturinn í því. Jólin hafa verið kölluð ljóssins hátíð og þar er auðvitað átt við andlega þáttinn, en því verður aldrei neitað með rétti að sjálf jólaljósin færa okkur líka gleði í hjarta. Það er því svo sannarlega ástæða til að koma upp jólaljósum utan- húss, til að koma okkur sjálfum í hátíðaskap og gleðja þá sem fram- hjá fara. Einstaka hús er alveg óskreytt að utan um jólin og ekki sést á neinu að verið sé að halda jól innan dyra. Eigendum þeirra fínnst ef til vill nóg um tilstandið hjá öðrum og vilja ekki taka þátt í vitleysunni. Svo eru aðrir sem eiga stór hús, nóga peninga og barnslega sál og festa perusamstæðu eftir endilöngu þakskegginu þótt langt sé. Slík jóla- skreyting er tilkomumikil, en því miður er ekki endilega þar með sagt að hún sé hátíðleg eða til þess fallin að koma öðrum í jólaskap. Hinn gullni meðalvegur er auð- vitáð vandfundinn, en flestir reyna þó að koma sér upp einhvers konar jólalýsingu utanhúss. Þeir sem minnst hafa fyrir því setja litaðar perur í útidyrakúpulinn sinn, það gefur innganginum hátíðlegan blæ og gleður íbúana þegar þeir koma heim í myrkrinu. Flestir ganga þó FflSTFIf.N FR FRAMTÍFl iP SVERRIR KRISTJANSSON FASTEIGN ER FRAMTIÐ ÍT LÖGGILLTUR FASTEIGNASALI ödáeMt öfCóMi. yfeóifey'ui jéCa, ay fa'tá&CtCan á cujfjcc á/ic med jíöáá, fan&t ttideáifitiw á Ciótuwt á/uan. örlítið lengra og setja upp einhvers konar jólaseríu úti. Jólaserían í garðinum Það sést þegar ekið er um þétt- býlissvæði að jólaseríu má koma fyrir á ýmsum stöðum. Oftast er þeim komið fyrir í glugga þannig að Ijósin sjáist bæði innanfrá og utan. Þetta er auðvitað bráðsnjallt þar sem því verður við komið. Sumir nota þakskeggið eða svalahandrið til að festa jólaseríuna á og það er yfirleitt mjög traust festing og heppileg fyrir voldugar útiseríur með stórum perum. Litlum seríum með mörgum smáum perum er mun auðveldara að koma fyrir og margir kaupa þær til að festa á tré í görðum. Þessar seríur eru mjög fallegar á grenitij- ám og það er engin hætta á að þær skemmi trén. Þeim má líka koma fyrir í limgerði við innganginn eða festa þær á girðingu eða skjólvegg. Varúðarráðstafanir En það þarf að hafa gát á þegar rafmagnsljósum er komið yfir úti. Það verður seint oft brýnt fyrir fólki að nota aðeins seríur sem hafa ver- ið samþykktar af rafmagnseftirlit- inu og eru gerðar til að vera úti. Það er líka sjálfsagt að hafa leka- vara í íbúðinni og prófa hann nú fyrir jólin, því það eru því miður brögð að því að þeir bili. Stórar seríur:”Útiljósaseríur með 220 volta straumi eru mun hættu- iegri en lágspennuseríurnar með litlu perunum þótt þær stóru líti út fyrir að vera traustar. Þessar stói-u þurfa að vera mjög vel festar og þannig gengið frá þeim að perur geti ekki slegist í og brotnað. Ef pera brotnar standa vírarnir óvarðir út í loftið og spennan á þeim er lífshættuleg. Það er því mjög áríð- andi að vel sé frá þeim gengið. Ef serían er tengd við rafmagn hússins er eins gott að hafa lekavara í lagi. Litlar seríur: Lágspennuseríur eru að verða mun vinsælli en hinar og það er ef hinu góða þar sem þær hafa minni hættu í för með sér. Helsta öryggisatriðið við þær er að hafa spenninn innanhúss því hann getur orðið hættulegur í raka. Þegar framlengja þarf rafmagns- leiðslum úti verður svo auðvitað að nota vatnsþéttar klær og tengla. Það þarf líka að gæta að hvernig er gengið frá leiðslum. Það hefur komið fyrir að fólk hefur dottið illa um leiðslur sem eru látnar liggja lausar á jörðinni. Best er að leiða þær inn í húsið í þeirri hæð að eng- in hætta sé á að börn eða dýr kom- ist í þær. Það er líka sjálfsagt að festa þær niður með sterku límbandi hvort sem þær liggja hátt eða lágt svo þær þvælist ekki af stað. Ef seríur ’er settar í tré eða ann- ars staðar þar sem þær geta slegist til í vindi er vissara að þræða þær inn milli greinanna frekar en að láta þær liggja utaná trénu. Farið samt varlega því greinarnar eru oft stökkar á veturna. Og svona rétt að lokum,- munið að kaupa aukaperur áður en öllum búðum er lokað á aðfangadag því samkvæmt lögmáli Murphies brotna perur í jólaseríum helst eftir lokunartíma á jólum. Óskum öllum viðs kiptavinum okkar og lands- mönnum öllum, nær og f)ær, gleðilegra |óla og gæfuríks komandi árs. Þökkum við- skiptin á árinu sem er að líða. FÉLAG liFASTEIGNASALA Gunnar Gunnarsson, lögg. fasteignasali. Magnus Axelsson fasteignasali SKIPHOLTI 50B

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.