Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.12.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1991 UNIFEM - þróunarsjóð- ur til styrktar konum Kikuyu-kona eftir ElluD. Bjarnason Hvaða manneskjur eru það sem líða mestan skort í heiminum? Það eru fátækar konur til sveita í þróun- arlöndunum. Heilsufar þeirra er lakara og ólæsi almennara en karia á þessum svæðum og þær hafa færri tækifæri tii að bæta lífskjör sín. Vinnudagur þeirra er gífurlega langur, og það eitt að sækja drykkj- arvatn tekur margar klukkustundir á dag. Daglega þurfa þær að sækja eldivið, yrkja jörðina, þreskja og mala korn, annast börn o.fl. Hvert þessara starfa um sig tekur margar klukkustundir og eru byrðar sem þessar konur bera á bakinu ótrúlega þungar. Aigengt er að kona sem vegur 60 kg beri 40 kg byrði, en til samanburðar er bakpoki ferða- manns á íslandi sjaldan yfir 15-20 kg. Vegalengdin sem þær þurfa að fara lengist sífellt vegna minnkandi skóglendis og vegna þess að vatns- ból þverra. Margar konur eyða 2.000 til 5.000 klst. á ári í það eitt að sækja vatn, eldivið og flytja matvöru til og frá markaði. Á kvennaáratugnum frá 1976- 1985 var athygli manna beint að kjörum kvenna og þá sérstaklega í þróunarlöndunum. Hugmyndin um sérstakan kvennasjóð kom strax fram og var sjóðurinn stofnaður á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna árið 1976 og nefndist þá Sjóð- ur kvennaáratugarins („Volunt- ary Fund for the UN Decade for Women“). Þegar kvennaáratugnum lauk árið 1985 var ljóst að verkefn- in voru óþijótandi og að ekki var hægt að hætta við svo búið. Því var ákveðið að halda áfram starfi sjóðs- ins og 1985 breyttist nafn sjóðsins í „UNIFEM, þróunarsjóður Samein- uðu þjóðanna til styrktar konum" (UN Development Fund for Wom- en) yfirieitt stytt í UNIFEM. Nú starfar UNIFEM sem sjálfstæð stofnun innan þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (United Nat- ions Development Programme) og er markmið sjóðsins tvíþætt: Ánn- ars vegar að veita Ijárhagslega og tæknilega aðstoð til samvinnuverk- efna kvenna á sviði atvinnurekst- urs, fæðuframleiðslu, við orku- og drykkjarvatnsöflun ásamt heilsu- gæslu og hins vegar til að tryggja að jafnt tillit sé tekið til þarfa kvenna og karla í hinum ýmsu þró- unarverkefnum. Sjóðurinn er fjármagnaður af fijálsUm framlögum og kemur stærsti hlutinn frá ríkisstjórnum aðildarlanda Sameinuðu þjóðanna, eða frá alls 103 löndum. Á sl. ári voru Norðmenn og Finnar með hæstu fjárframlög til UNIFEM, um 75 milljónir ísl. kr. frá hvoru landi. Þess má geta að fjárframlag Is- lenska ríkisins til UNIFEM á þessu ári var 1,1 milljón króna og vonast er til að það verði ekki minna á næsta ári. Einnig hafa ýmis félög og félagasamtök óháð stjórnmálum Var einn vitdngurinn þeldökkur? Svona er stundum spurt því sum- ar myndir af vitringunum eru þann- ig- Þetta vitum við ekki, en annað vitum við með vissu: Þeir sem koma til Jesú þesa dagana, tilbiðja hann og færa honum góðar' gjafír, eru mjög mismunandi að hörundslit og uppruna. Á annan jóladag eigum við von & góðum gestum í heimsókn á barnahátíðina í Dómkirkjunni hér í Reykjavík. Þeir ætla að segja okk- svo og styrktarfélög UNIFEM lagt mikið fé af mörkum til sjóðsins, t.d. lagði finnska styrktarfélagið fram 14 milljónir kr. árið 1989. Árið 1985 jókst starfssvið UNIFEM er Allsheijarþing Samein- uðu þjóðanna óskaði eftir að UNIF- EM beindi kröftum sínum einnig að þátttöku kvenna í þróunarverk- efnum. Sífellt er verið að bæta við verkefnum, t.d. er nú lögð áhersla á umhverfisverkefni. Eitt þessara verkefna nefnist „Konur, umhverfi og þróun" (WED: Women, Environ- ment and Development), en ljóst er að lífsafkoma kvenna I þróunar- löndum er mjög háð náttúrunni hvað varðar útvegun vatns, eldiviðs og ræktunar lanbúnaðarafurða. Þær eru líka fómarlömb náttúru- spjalla, svo sem gróðureyðingar, vatnsmengunar, uppblásturs o.fl. Hins vegar geta konur haft veruleg áhrif á þessa þætti og hefur UNIFEM ákveðið að helga áratug- inn 1990-2000 umhverfísvernd og þróun. UNIFEM styrkir fátækar konur í þróunarlöndum til sjálfshjálpar. Hér er einkum átt við lönd Suður- Ameríku, Afríku, Asíu og eyjar í Karíba- og Kyrrahafínu. Aðstoðin getur verið margs konar eftir að- stæðum og þörfum hveiju sinni. Rík áhersla hefur verið lögð á það að konurnar átti sig í byijun á því hver stærstu vandamálin em, og komi síðan með tillögur um hvers konar starfsemi henti best þeim og því samfélagi sem þær búa í. Mikil- vægt er að starfsemin samræmist siðum þeirra og venjum. Síðan em verkefnin skipulögð og þeim hrint í framkvæmd með aðstoð hinna ýmsu sérfræðinga og/eða lánum frá UNIFEM. Lánafyrirgreiðsla er oft- ast í formi víkjandi lána, en konur í þróunarlöndum eiga sjaldnast greiðan aðgang að bankakerfínu. Lán til slíkra verkefna em oftast þannig að ef verkefnið skilar hagn- aði er lánið endurgreitt og pening- arnir notaðir til að styrkja ný hlið- stæð verkefni. Einnig er veitt tæknileg aðstoð svo sem útvegun tækja og kennsla á notkun og við- haldi þeirra eins og t.d. kvörnum, vatnsdælum, olíupressum o.m.fl. Einnig er unnið að þjálfun kvenna í ýmsum viðskiptum, svo sem rekstri atvinnufyrirtæka, bókhaldi o.fl. sem þarf til smáatvinnurekst- urs. Einnig vinnur UNIFEM með stjórnum hinna ýmsu landa og al- þjóðahjálparstofnunum f' til að tryggja að tekið sé tillit til þarfa kvenna jafnt sem karla við skipu- lagningu þróunarverkefna, en þar til. fyrir nokkram ámm var lítill gaumur gefinn að beinum áhrifum þróunarverkefna á fjölskyldur í við- komandi löndum. Ellefu styrktarfélög Sá árangur sem UNIFEM hefur náð með starfsemi sinni vakti fljótt athygli og varð til þess að stofnuð hafa verið styrktarfélög í hinum ur frá jólahaldi í heimalöndum sín- um í Afríku og Asíu og kenna okk- ur söngva þaðan. Margt annað er á dagskránni, m.a. flytja börn helgileik um jólaat- burðina. Öll börn eru velkomin á þessa jólahátíð og okkur langar sérstaklega til að hafa börn af er- lendum upprana, t.d. frá Afríku eða Asíu, með okkur í Dómkirkjunni annan jóladag kl. 14. Barnastarf Dómkirkjunnar. ýmsu löndum. í lok ársins 1990 voru styrktarfélögin orðin 11 og þar af fímm á Norðurlöndum og er hið finnska þeirra elst, en 10 ár eru liðin frá stofnun þess. Félag UNIFEM á íslandi var stofnað 18. desember 1989, en þann dag vom 10 ár liðin frá því að Alþjóðasamn- ingur Sameinuðu þjóðanna um af- nám alls misréttis gegn konum var „UNIFEM reynir að beita kröftum sínum beint að hinu fátæka fólki, fremur en láta framlög sín renna gegnum greipar ríkis- sljórna þessara landa.“ samþykktur. Tilgangur félagsins er: 1) Að kynna og auka áhuga almennings á starfsemi UNIFEM. 2) Að vera málsvari kvenna í þróun- arlöndunum með það að leiðarljósi að störf þeirra sé óijúfanlegur hluti efnahags- og félagslegrar framþró- unar. 3) Að afla ijárframlaga til UNIFEM frá hinu opinbera og einkaaðilum. Félagar í UNIFEM á íslandi eru nú um 60 talsins og geta bæði einstaklingar og félaga- samtök gengið í félagið. Sum UNIFEM-félögin á Norðurlöndum eru mjög öflug og hafa tekið að sér sjálfstæð styrktarverkefni. Til dæmis má nefna aðstoð við konur í Sahel-löndunum (í Vestur-Afríku) við að þróa nýja gerð af orkuspar- andi ofnum til eldunar. Konunum þar var einnig kennt að framleiða og not'a þessa ofna. Þróunarverkefni UNIFEM hafa yfírleitt verið ódýr og komið mörg- um að beinu gagni. Kostnaður við hvert verkefni hefur verið á bilinu 120 þúsund og upp í 24 milljónir ísl. króna. Styrkt hafa verið meira en 400 verkefni í 104 Iöndum síðan sjóðurinn var stofnaður. Peningarn- ir hafa þótt nýtast mjög vel í þess- um verkefnum og em þau á grasrót- argrunni, ef svo má segja. Það er alkunna að hin miklu og stóm þró- unarverkefni í hinum ýmsu löndum, svo sem bygging raforkuvera og ýmiss konar verksmiðja, lagning hraðbrauta og bygging annarra mannvirkja hafa ekki komið hinu fátæka fólki að neinu gagni hvað varðar bætt lífskjör, nema síður sé. UNIFEM reynir að beita kröftum sínum beint að hinu fátæka fólki, fremur en láta framlög sín renna gegnum greipar ríkisstjórna þess- ara Ianda. Olæsi er ein aðalhindrun fram- þróuhar í þróunarlöndum. Árið 1985 voru tæplega 600 milljónir kvenna taldar ólæsar og ólæsir karlar um -350 milljónir. Hlutfall af ólæsum konum er hæst í löndum Suður- og Vestur-Asíu og löndum Afríku sunnan Sahara, en þar em 70% kvenna yfír 25 ára aldri ólæs. Fólksfjölgunin er svo mikil í mörg- um þessara Ianda að menntakerfínu tekst ekki að halda í við fíölgun nemenda og fer því ólæsum ein- staklingum fjölgandi þar. Það sem kemur í veg fyrir skólagöngu stúlkna er hinn mikilvægi þáttur þeirra í matvælaframleiðslu heimil- anna. Þær em oftar látnar hætta námi fyrr en drengir, auk þess sem meðganga og fæðing bindur oft endi á skólagöngu stúlkna í þessum löndum. Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum deyja um 40.000_ böm á degi hveijum í heim- inum. Í Tanzaníu einni deyja árlega 250.000 börn undir 5 ára aldri, en þessi fjöldi er svipaður og öll ís- lenska þjóðin. Stór hluti barnanna deyr vegna þekkingarskorts mæðr- anna, þ.e. á hreinlæti, næringu, heilsuvernd o.fl. Mörgum þessara barna væri hægt að bjarga með einföldum aðgerðum, svo sem bólu- setningu við algengustu barnasjúk- dómum, eins og við eigum að venj- ast og með því að útvega þeim hreint drykkjarvatn. Fyrst og fremst þarf því að fræða mæðurn- ar, svo þær geti tryggt börnunum sem eftir lifa einhveija framtíð. Kornmyllurnar í Gambíu Mörg dæmi má taka um það hvernig styrkir frá UNIFEM hafa breytt og bætt líf einstaklinga í þróunarlöndunum og um leið haft góð áhrif á samfélagið í heild. I Gambíu gjörbreyttu kornmyllur t.d. lífi kvenna og fjölskyldna þeirra, en þar var skipulagt verkefni sem var framkvæmt af UNIFEM og ít- ölsku stjórninni. AÐ mylja korn í mjöl er mjög tímafrek vinna ef nútíma tækni er ekki fyrir hendi. Eftir að kornið hefur verið skorið tekur um 2 klst. að þreskja það, síðan fer um 1 klst. í að hreinsa hismið frá og um 4 klst. í að mylja korn í dagskammt fjölskyldunnar. Alls fara því 7 klst. daglega að útbúa korn til brauð- og matargerð- ar fyrir eina fjölskyldu. Auk þessa þurfa konurnar að sækja vatn, ann- ast börn og að öllu jöfnu er vinnu- dagurinn 16-18 klst. allan ársins hring. Hvorki meðganga né fæðing veitir þeim frí frá þessum störfum. UNIFEM útvegaði 15 þorpum í Gambíu fé til að kaupa dísel-knúnar kommyllur. í staðinn fýrir að mylja komið sjálfar gátu konurnar nú farið með það í mylluna og fengið það malað og sparað sér 4 klst. vinnu. Myllurnar reyndust það vel, að konur í nálægum þorpum komu til að fá kornið sitt malað. Gambíu- konurnar segja þetta mestu gæfu sem þær hafa orðið aðnjótandi, og þeim finnst þær vera hraustari og yngri en áður. Einnig hefur fylgi- kvillum í kjölfar fæðinga fækkað til muna. Nú geta konurnar eytt meiri tíma í að sinna börnum sínum, einnig hafa þær meiri tíma til rækt- unar og geta því aukið fjölbreytni í matvælaframleiðslunni auk þess sem það hefur gert þeim kleift að selja umframframleiðslu. Díselmyll- urnar em reknar af konum og fengu þær í byijun víkjandi lán frá UNIFEM til verkefnisins, en eftir því sem þær hafa endurgreitt lánin, hefur peningunum verið varið til að kaupa fleiri myllur. Myllurnar hafa vakið mikla athygli í Gambíu og að minnsta kosti 50 þorp til við- bótar hafa keypt kornmyllur. í framhaldi af þessum árangri hafa kvennasamtök í Gambíu með aðstoð UNIFEM skipulagt jarð- ræktarverkefni og fengið til þess 7 milljónir dollara (420 milljónir ísl.kr.) lán hjá Alþjóðabankanum, og er þetta í fyrsta sinn sem bank- inn veitir !án til kvennaverkefnis. Þannig hefur lítið ■ verkefni sem upphaflega kostaði 8 milljónir fsl. kr. orðið grundvöllur að ennþá stærra þróunarverkefni sem mun koma jafnvel allri gambísku þjóð- inni til góða. Mörg önnur dæmi mætti taka þar sem starfsemi UNIFEM hefur haft áhrif ti! góðs í hinum fátækari ríkjum heims. Til að halda starfsemi sem þessari áfram þarf bæði íjár- muni og dugmikið fólk til starfa. UNIFEM á Islandi er ungt félag, en félagar þess trúa því áð meðal Islendinga hljóti að vera fjölmargir sem vilja leggja konum í hinum fátækari hlutum heims lið. í því sambandi er vert að minnast þess að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Heimildir: Ársskýi'sla UNIFEM, United Nat- ions Development Fund for Women, 1990. The Worlds Women 1970-1990 Trends and Statistics, United Nations, New York, 1991. The Girl Child — An Investment in the Fut- ure, UNICEF, New York, 1990. Ýmsar skýrslur frá UNIFEM. Höfundur er sjúkraþjnlfari og í stjórn félags UNIFEMá íslnndi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.