Morgunblaðið - 24.12.1991, Side 38

Morgunblaðið - 24.12.1991, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1991 Skerðing sj ómannaafsláttar orðin að lögum á Alþingi Stjórnir sjómannasamtaka hvetja til verkfallsboðunar SKERÐNG sjómannaafsláttar var lögfest á Alþingi aðfararnótt sunnudags þegar frumvarp um breytingar á tekju- og eignaskattslög- um var samþykkt eftir að samkomulag náðist um breytingatillögur og var enginn þingmaður stjórnarflokkanna á móti afgreiðslunni. Þingmennirnir Guðjón A. Kristjánsson formaður Farmanna- og fiski- mannasambandsins og Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómann- afélags Reykjavíkur og varaformaður Sjómannasambandsins greiddu atkvæði með frumvarpinu í endanlegri mynd. Stjórnir FFSÍ og Sjómannasambandsins gagnrýndu þessa afgreiðslu harðlega á fundum um helgina og hafa hvatt aðildarfélög sín að afla sér heim- ildar til verkfallsboðunar. líiðurstaðan á Alþingi fól í sér þá breytingu, að í stað þess að miða við daga á sjó er nú miðað við þá daga sem skylt er að lögskrá áhöfn á skip og stærri báta og að sjómenn sem skráðir eru a.m.k. 245 daga á ári fái fullan sjómannaaf- slátt en hlutfallslega séu lögskrán- ingardagar færri. Að sögn Guð- mundar Hallvarðssonar felst í þessu að hver lögskráður dagur til sjós er margfaldaður með 1,49 sem leið- ir til þess að af hveijum 10 lög- skráðum dögum sjómanns fær hann 15 daga metna til sjómannaafslátt- ar. Auk þess haldi sjómenn afslætt- inum í veikinda- og slysaforföllum. Að mati ijármálaráðuneytisins má ætla að skerðingin geti sparað ríkissjóði 180-200 millj. kr. á næsta ári eins og gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var lagt fram. Skv. upp- lýsingum hjá Sjómannasambandinu og FFSÍ er vandmetið og alls óvíst hver hin aunverulega skerðing verð- ur. Guðmundur sagði að ýmsir aðilar hefðu notið afsláttarins, sem ekki hafi verið vilji löggjafans á sínum tíma. „Við tókum þátt í þessu í þeirri trú að ekki verði frekar geng- ið á sjómannaafsláttinn," sagði hann. Sameiginlegur fundur stjórnar FFSÍ og formanna aðildarfélaga á sunnudag mótmælti þessari skerð- ingu harðlega og skoraði á.aðildar- félög sambandsins að afla sér heim- ildar til verkfallsboðunar þegar í stað. Framkvæmdastjórn Sjó- mannasambandsins sendi frá sér ályktun gegn skerðingunni á laug- ardag með áskorun til aðildarfélag- anna um að afla sér heimildar til verkfallsboðunar. Þá samþykkti fundur í Vélastjórafélagi Suður- nesja harðorða ályktun á sunnudag, og var stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins veitt heimild til verkfalls- boðunar vegna kjarasamninganna. Guðmundur sagði eðlilegt að sjó- menn bregðist við kjaraskerðingu með þessum hætti en sagðist vona að fundir sem haldnir verða á milli jóla og nýárs muni leiða í ljós að sjómenn verði fyrir lítilli sem engri skerðingu. „Þeir sem eru skemur til sjós en hálft árið verða þó óneit- anlega fyrir nokkurri skerðingu. Hin eiginlega sjómannastétt getur ekki staðið gegn því,“ sagði Guð- mundur. Þingstörfum lauk á sunnudagsnótt Aþingi gerði hlé á sínum störfum og þingmenn komust loks í jóla- leyfi að afloknum 59. fundi Al- þingis aðfaranótt síðastliðins sunnudags. þjóðþingið mun koma saman á nýjan leik 6. janúar næst- komandi. Samkomulag um afgreiðslu þingmála fyrir jólaleyfi Alþingis: * Asættanleg fyrir alla aðra en formann Alþýðubandalagsins - segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra „RÍKISSTJÓRNINNI tókst að ná fram forgangsmálum sínum og láta reyna á ágreining innan stjórnarandstöðunnar því það var auðheyrt á samtölum í þinginu seinustu sólarhringana fyrir jóla- leyfi að þingmenn Framsóknarflokks og Kvennalista voru tilbún- ir til efnislegs samkomulags, sem og flestir forystumenn Alþýðu- bandalags fyrir utan formanninn. Sú staðreynd að það náðist samkomulag um þessa efnislegu niðurstöðu var því vel ásættan- leg fyrir alla aðra en formann Alþýðubandalagsins og stjórnin má því allvel við una,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra í samtali við Morgunblaðið, er hann var inntur álits á samkomulagi um afgreiðslu þingmála fyrir jólaleyfi alþingis- manna, sem náðist á milli stjórnar og stjórnarandstöðu á laugar- dagskvöld. Samið var um afgreiðslu fjárlaga fyrir jól gegn því áð afgreiðslu lánsfjárlaga, og fleiri mála er tengjast fjárlögum yrði frestað fram yfir áramót. Morgunblaðið innti forystumenn stjórnmálaflokkanna álits á samkomulaginu. Davíð Oddssonforsætisráðherra segir það alls ekki vera áfall fyrir ríkisstjórnina að þurfa að fresta afgreiðslu lánsfjárlaga og aðgerð- um um ráðstafanir í ríkisfjármál- um fram yfír áramót. „Auðvitað hefði verið best að afgreiða þessi mikilvægu mál fyrir jól en aðal- atriðið var að afgreiða ijárlaga- frumvarpið og það tókst. Vegna frestunar álversframkvæmda tafðist fjárlagaumræðan í þinginu og stjórnarandstaðan nýtti sér það með þeim afleiðingum að lánsíjár- lög, lög um hagræðingarsjóð og aðgerðir í ríkisíjármálum verða að bíða þar til þing kemur aftur sam- an eftir áramót. Það má því búast við að þessi mál verði komin í gegnum þingið um miðjan jan- úar,“ sagði forsætisráðhen'a. Halldór Ásgrímsson varafor- maður Framsóknarflokksins telur að frumvörp ríkisstjómarinnar, sem samþykkt voru rétt fyrir jóla- leyfi alþingismanna, hafi almennt verið illa undirbúin og sé ýmislegt óljóst um forsendur þeirra. „Sem dæmi er hægt að nefna lögin um tekju- og eignarskatt sem kveður á um að arður sé ekki lengur frá- dráttarbær hjá fyrirtækjum heldui' skattfijáls hjá móttakanda. Þetta er algjörlega vanhugsað ákvæði sem mun hafa truflandi áhrif á hlutabréfamarkaðinn og ríkis- stjórninni var það fullkomlega ljóst. Svona málum er kastað fram í miklum flýti í þinginu og þeim breytt eftir hentugleika fram á síðustu stund eins og gert var með sjómannaafsláttinn. Eg á von á því að þessi fjótræðisvinnubrögð sem einkenndu störf ríkisstjórnar- innar í desember eigi eftir að koma betur í ljós í janúar þegar meiri alvara kemst í viðræður á vinnu- markaði. Fjárlagahallinn er alvai'- legt vandamál og ég er hræddur um að hann verði mun hærri en fjórir milljarðai', jafnvel helmingi hærri,“ sagði Halldór Ásgrimsson. Olafur Ragnar Grímsson for- maður Alþýðubandalagsins segir það vera áfall fyrir ríkisstjórnina að hafa ekki náð fram í þinginu þeim mikilvægu málurn sem að var stefnt fyrir jól. „Það, að keyra fjárlögin í gegn fyrír áramót en fresta hins vegar mikilvægum ■ máium sem snerta aðgerðir í rík- isfjármálum, Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins og lánsfjárlögum, er að mínu mati undarlegt. Segja má að allt kjöt sé af beinunum þegar fjárlögin em samþykkt með þessum hætti. Glíman um þessi mikilvægu mál heldur svo áfram eftir áramót og þá fyrst kemur í ljós hvort ríkisstjórnin kemur þeim í gegnum þingið. Kristín Einarsdóttirþingmað- ur Kvennalistans telur, að á síð- ustu dögum þingsins fyrir jólaleyfi hafi ríkisstjórnin séð að gagnrýni stjórnarandstöðunnar á ýmis mik- ilvæg stjórnarfrumvörp væri á rökum reist og því hafi hún kosið að fresta afgreiðslu þeirra fram yfir áramót. „Þessi stjórnarfrum- vörp voru kynnt allt of seint og við kvennalistakonur lögðum mikla áherslu á að þau yrðu ekki afgreidd fyrr en að höfðu samráði við sem flesta hagsmunaaðila. Ég lít ekki á það sem áfall fyrir stjórn- ina að ýmsum stórum málum verði frestað fram yfir áramót. Miklu fremui' verður það áfall fyrir þjóð- ina ef aðgerðir stjórnarinnar, í rík- isfjármálum til dæmis, ná fram að ganga í janúar. Stefnan sem kemur fram í nýsamþykktum fjár- lögum ber vott um það að ráðast eigi á þá sem síst skyldi. Tækni- lega er einnig ýmislegt athugavert við fjáiiögin. Margar forsendur þeirra eru kolrangar og áformaður niðurskurður að mörgu leyti óraunhæfur. Ég tel að það séu hreinir draumórar hjá stjórnarlið- um að halda því fram að fjárlaga- halli næsta árs verði innan fjögurra milljarða króna,“ sagði Kristin Einarsdóttir. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra segir að ríkis- stjórnin megi allvel una við sam- komulagið. Með því hafi tekist að ná helstu forgangsmálum hennar fram en þau hafi ótvírætt verið fjárlög og tekjustofnafrumvörp. „Um lánsfjáiiög er það að segja að frestun þeirra er afturhvarf. til fyrri tíðar. Það á að afgreiðá lánsf- járlög með fjárlögum en frestun þeirra kemur ekki efnislega að sök. Bandormurinn svonefndi er fyrst og fremst staðfesting á margvíslegum ákvörðunum ríkis- stjórnarinnar í tengslum við fjár- lög en ekkert þeirra atriða er tíma- sett þannig að frestun fram í jan- úar er vel ásættanleg. Frestun á lögum um hagræðingarsjóð sjáv- arútvegsins kemur heldur ekki á sök ef tekst að afgreiða þau fyrir miðjan janúar. Hitt er annað mál að niðurstöður fjáiiagafrumvarps- ins eru á tæpasta vaði og ég siæ þvi föstu að í tengslum við kjara- samninga sem verða vonandi gerð- ir í byijun árs þurfi enn að herða á ýmsum hnútum. Það er nauðsyn- legt vegna þess að tilgangur fjárlaganna við ríkjandi kringum- stæður er fyrst og fremst að styðja við stöðugleika í gengi og greiða fyrir kjarasamningum með því að draga stórlega úr lánsfjárþörf rík- isins og stuðla þar með að lágri verðbólgu og lækkun vaxta,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson. MMM Síðastliðið laugardagskvöld og sunndagsnótt var samþykkt sem lög frá Alþingi frumvarp til fjárlaga árið 1992. Einnig var samþykkt frumvarp um breytingar á lögum um tekju- og eignaskatt. Það frum- varp gerir m.a. ráð fyrir skerðingu á barnabótum, einnig er þar kveðið á um nokkra þrengingu á sjómanna- afslætti en þó minni en upphaflega hafði verið áformuð; nú er við það miðað að sjómaður njóti sjómannaaf- sláttar eftir fjölda lögskráningar- daga, og séu þessir dagar 245 eða fleiri allt árið skuli hann njóta fulls afsláttar. Inni í því frumvarpi var ákvæði um að arðgreiðslur megi ekki draga frá skattskyldum tekjum fyrirtækja en gildistaka þess ákvæð- is er háð því að tekinn verði upp skattur á fjármagnstekjur. Einnig var samþykkt frumvarp um fram- lengingu á jöfnunargjaldi. Mikið ósamkomulag hefur verið um afgreiðslu ýmissa þingmála, sér- staklega þeirra sem tengjast Ijárlag- afrumfrumvarpinu og ríkisljármál- unum. Var um það rætt að þingið yrði að koma saman milli jóla og nýárs svo þessi mál yrðu afgreitt. Að lokum tókst samkomulag milli stuðingsmanna ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar um að fresta afgreiðslu nokkurra mála fram yfir áramót, s.s. frumvarp til lánsfjárlaga og frumvarp um sérstakar ráðstaf- anir í ríkisíjármálum á næsta ári, ennfremur frumvarp um Hagræð- ingarsjóð Sjávarútvegsins. Síðastliðinn laugardag voru einnig samþykkt sem lög frá Alþingi nokk- ur mál sem ekki var ágreiningur um milli þingflokkanna: um Verðlagsráð sjávarútvegsins, um almannatrygg- ingar, um vatnsveitur sveitarfélaga, um meðferð einkamála. Jöfnunargjald fram- lengt í níu mánuði FRUMVARP um að fresta niðurfellingu jöfnunargjalds í níu mánuði á næsta ári var samþykkt á Alþingi um helgina. Tveir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, Vilhjálmur Egilsson og Ingi Björn Albertsson, greiddu einir þingmanna atkvæði á móti frumvarpinu en nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gengu til liðs við ríkisstjórnina og samþykktu frumvarpið eftir að sú breyting hafði verið gerð að gjaldið var fram- lengt í níu mánuði í stað sex eins og ríkissljórnin hafði gert tillögu um. í fjárlagafrumvarpinu var upphaf- lega gert ráð fyrir að jöfnunargjald á innfluttar iðnaðaivörur yrði fellt niður um áramót. Sú bréyting var svo gerð í meðferð Alþingis að fresta niðurfellingunni um sex mánuði og átti að afla með þvi 350 millj. kr. með gjaldtökunni. Hin endanlega afgreiðsla þýðir að áætlað er að inn- heimtai' verði 180 millj. kr. til viðbót- ar en jöfnunargjaldið verði svo fellt niður í lok september. Ingi Björn sagði að leggja hefði átt jöfnunargjaldið niður þegar virð- isaukaskattskerfinu var komið á. í ársbytjun 1990. „Þessi skattur er síðan framlengdur og er í mínum huga orðinn einn af þessum föstu framlengingarsköttum okkar, svipað og skatturinn á skrifstofu- og versl- unarhúsnæði. Þessi skattur heldur þar að auki uppi verðlaginu í Iand- inu. Því var ég á móti honum,“ sagði hann. Meginrök Vilhjálms gegn jöfnun- argjaldinu eru að það sé brot á frí- verslunarsamningum. íslands við EFTA og EB. Það hafi verið hugsað til að vega upp á móti uppsöfnunar- áhrifum söluskatts en þegar virðis- aukaskattinum hafi verið komið á hafi lagalegar forsendur fyrir gjald- tökunni brostið. Vilhjálmur er fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs Islands sem hefur boðað að verði gjaldið framlengt muni verslunarráðið láta reyna á fyrir dómstólum hvaða rétt- arstöðu fríverslunarsamningarnir veili.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.