Morgunblaðið - 25.02.1992, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. PEBRÚAR 1992
11
Lífræn form
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
í listhúsinu flotta á Skóla-
vörðustíg 15, sem hefur hlotið
nafnið Gallerí G 15, hefur
undanfarið staðið yfir sýning á
nokkrum verka Grétars Reyniss-
onar.
Grétar er löngu vel þekktur
sem málari og enn betur þekktur
sem leikmyndahönnuður enda
hefur hann verið atkvæðamikill
á báðum vettvöngum undanfarin
ár. Þessi sýning Grétars byggist
fyrst og fremst á röð lítilla stefja
við ákveðna grunnhugmynd, en
auk þess hefur eitt sporöskjulaga
málverk fengið að fljóta með.
Málverkið er mjög í anda þess,
sem menn sáu á síðustu sýningu
Grétars, sem dijúga athygli
vakti. Það er hnitmiðað í einfald-
leika sínum og minnir sterklega
á einhveija ákveðna hringrás úit
í geiminum, jafnvel svarthol.
Hvað litlu stefin snertir þá er
hér um að ræða formæfingar,
þar sem gengið er út frá liinu
lífræna og minnir ferlið dálítið á
stækkaðar öreindir, sem hafa
brugðið á leik við hin ýmsu frum-
form, sem eins og halda þeim í
skeíjum í myndfletinum.
Þetta er ekki stór sýning en
vert er að vekja athygli á henni
fyrir hin léttu og einlægu vinnu-
brögð, þar sem upplifunin skiptir
meginmáli og myndaröðin kann
að marka nýtt landnám í list
Grétars Reynissonar.
Sýningin fellur vel að hinum
litla kjallarasal og er i einu og
öllu hin notalegasta heim að
sækja og skal þeim mörgu sem
fylgjast af áhuga með framvind-
unni hjá þessum listamanni sér-
staklega bent á hana.
Grétar Reynisson
Textar í mannhafinu
___________Bækur_________________
Jón Stefánsson
Kristján Hreinsson: MANNHAF.
Ljóð. Eigin útgáfa. 1991.
Þeir eru ekki margir sem halda
tryggð við hið gullna tríó; stuðul,
höfuðstaf og rím, en Kristján
Hreinsson er einn af þeim. Og
svona lýsir hann skrifum sínum:
Minn skáldaandi skapar Ijóð,
ég skrifa þau á blað
og les þau fyrir land og þjóð.
Ég læt mig hafa það.
Ég skrifa Ijóðin skiljanleg
um skáldsins línudans.
Og lifi míni leyni ég
í ljósi sannleikans.
Ég held að það væri full rausnar-
legt að kalla þessar línur skáld-
skap, miklu nær væri að tala um
textagerð. Fyrra erindið er rímuð
lýsing höfundar á vinnuaðferðum
sínum, ósköp almennt orðað en
eitthvað er síðasta línan vand-
ræðaleg. í síðari erindinu slær
Kristján um sig með líkingu; „Og
lífí míni leyni ég/í ljósi sannleik-
ans“. Er hægt að leynast í ljósi?
Sumar ljóðabækur eru bara
hugdettur bókhneigðra ungmenna
sem lesa Stein á menntaskólaárum
sínum og telja sjálfum sér trú um
að þeir séu skáld. Flestir sjá fljót-
lega að sér, afgreiða bókina sem
bemskubrek og láta síðan nægja
að yrkja ofaní skúffuna. Kristján
Hreinsson lét sér ekki segjast eft-
ir fýrstu bók og heldur áfralíí að
yrkja. En honum hefur enn ekki
tekist að senda frá sér góða ljóða-
bók og því miður breytir Mannhaf-
ið ekki þeirri staðreynd. Kristjáni
er þó ekki alls vamað, hefur til
dæmis þokkalegt vald á bragfræð-
inni og gæti því samið texta fyrir
hinar ýmsu hljómsveitir. Sum
kvæði hans í Mannhafi minna
reyndar mjög á dægurlagatexta:
Um hafið ég sigli og hugsa til þín,
ég heyri í blásandi vindum
er Venus mín stjama í vestrinu skín
og vitund mín fyllist af myndum.
í sjálfu sér er lítið hægt að setja
út á svona texta, hann rennur ljúf-
lega og átakalaust áfram. En þetta
er og verður bara texti sem á lítið
erindi í ljóðabók. Nú kann ein-
hveijum að þykja ég full dómharð-
ur, en Mannhaf er nú einu sinni
sjötta ljóðabók Kristjáns og því
hlýtur að vera óhætt að gera þá
kröfu að hann sendi frá sér eitt-
Kristján Hreinsson
hvað annað og meir en snotra
dægulagatexta. Eða stirðlegar lýs-
ingar á Adolf Hitler:
Hann Adolf var dæmalaust orðheppinn
snáði.
Hann átti sér drauma um frama og völd.
Með metorðagirnd var svo margt sem hann
þráði
-Hann mætti í heiminn á nítjándu öld.
Ég get auðvitað ekki bannað
Kristjáni Hreinssyni að gefa út
ljóðabækur, en ef hann gerir ekki
betur en í Mannhafi getur hann
varla búist við að fá hrós hjá rit-
dómurum.
DAGBÓK
ÁRNAÐ HEILLA
Q /\ára afmæli. í dag, 25.
OU febrúar, er áttræð
María Júlíusdóttir, Ránar-
götu 20, Akureyri. Maður
hennar var Guðmundur Jón-
atansson málarameistari.
Hann lést árið 1989. Hún tek-
ur á móti gestum nk. laugar-
dag 29. þ.m. í Litla sal Fiðlar-
ans, Skipagötu 14 þar í bæn-
um kl. 15-20.
/?/\ára afmæli. í dag, 25.
þ-m., er sextugur
Haraldur Baldursson,
bankaútibússtjóri, Urða-
stekk 3, Reykjavík. Eigin-
kona hans er Gyða Guð-
mundsdóttir. Þau taka á móti
gestum í dag, afmælisdaginn,
í Akóges-salnum, Sigtúni 3,
kl. 17-19.
pT /\ára afmæli. í dag, 25.
tll/ febrúar, er fimmtug-
ur Þorsteinn Eggertsson,
Skipholti 18, Reykjavik,
blaðamaður og rithöfund-
ur. Hann og kona hans Jó-
hanna Fjóla Ólafsdóttir taka
á móti gestum í kvöld eftir
kl. 20.30. á Hótel íslandi.
/*/\ára afmæli. Aðal-
OU steinn Aðalsteins-
son bóndi á Varðbrekku í
Jökuldalshreppi er sextugur
á morgun, miðvikudag 26.
febrúar. Kona hans er Sigríð-
ur Sigurðardóttir. Þau eru að
heiman á afmælisdaginn.
HÓTfl þg,T,AND
NÆSTU
HELGI:
FÖSTUDAGS- 0G
LAUGARDAGSKVÖLD
THE BYRDS
Fyrsta lag hljómsveitarinna Mr.
Tambourine Man eftir Dylan, sló í gegn
og seldist í meira en 2 milljónum
eintaka. Síðan kom hvert lagið af öðru;
Turn Turn Turn, Eight Miles High, So
You Want to be a Rock'n Roll Star,
Lady Friend, lagið úr Easy Rider og
Jesus It's Just All Right with Me svo
aðeins fáein séu nefnd.
7. NIARS - SIÐASTA SYNING
STÓRSÝNINGI
Pétur
Daníel Berglind
Nú fer hver að
verða síðasfur
að sjá þessa
stórskemmtilegu
sýningu
Páll Óskar
Móeiður
13., 14., 20., 21., 27.08 28. NIARS 0G 3. og 4. APRÍL
THE PLATTERS
Missið ekki af þessu einstaka tækifæri
til að sjá og heyra í hinum stórkostlegu
The Platters. Hver man ekki eftir lögum
eins og The Great Pretender, Only You,
Smoke Gets in Your Eyes, The Magic
Touch, Harbor Lights Enchanted, My
Prayer, Twilight Time, You’ll never
Know, Red Sails in the Sunset,
Remember When.. o.fl.
10.0G11.APRÍL
DR. HOOK
EIN ALVINSÆLASTA HLJÓMSVEIT
SEM TIL LANDSINS HEFUR
KOMIÐ.
Hver man ekki eftir: Sylvia s mother, The cover
of the Rolling stones, Only sixteen, Walk right
in, Sharing the night together, When you are in
love with a beautiful woman, Sexy eyes,
Sweetest of all o.fl. o.fl.
Hljómsveitin
STJÓRNIN
er nú aftur komin á
sviðið á Hótel íslandiog
leikur fyrir dansi á
laugardagskvöldið.
Sýningar á
heimsmælikvarða
á Hótel íslandi
HÓm fj,LAND
Miðasala og borðapantnanir i síma 687111