Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.02.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992 17 um. En eftir þessa ályktun leituðu allmargir læknar til Bretiands og Bandaríkjanna til frekara náms. Enda hefur íslenska heilbrigðiskerf- ið notið þess í ríkum mæli hve fjöl- breytta menntun sérfræðingar þess hafa fengið. Til fróðleiks má geta þess að rösklega helmingur núver- andi kennara við læknadeild Há- skóla íslands hefur hlotið fram- haldsmenntun sína á Bretlandi eða í Bandaríkjunum. Sögulegt yfirlit: 3. þáttur En skjótt skipast veður í lofti. Stjóm LIN færði hinn 3.9. ’91 eft- irfarandi „vinnureglu" til bókar: „Námsaðstoð er að öllu jöfnu ekki veitt til starfsnáms eða starfsþjálf- unar, þegar um launað starf er að ræða meðan á nártii stendur, þ.e.a.s. ef umsamin mánaðarlaun (skv. náms- eða starfssamningi) eru hærri en grunnframfærslan (sdr. gr. 3.1.1.)“. Þessi vinnuregla virðist eingöngu hafa komið niður á lækn- um í framhaldsnámi. í bréfum Lár- usar Jónssonar hefur hvergi komið fram að þessi vinnuregla hefurþað í för með sérað ekki er lengur tek- ið tillit til fjölskyldustærðar lækna í framhaldsnámi, heldur er miðað við framfærslu einstaklings. Áfram var höggvið í sama knér- unn. I bókun frá 3.2. ’92 segir: „Vegna umræðna í fjölmiðlum um mál þetta vill stjómin benda á að læknar í sérnámi erlendis, eða aðrir sem njóta hárra styrkja hefðu feng- ið óskerta aðst'oð sjóðsins á sama tíma, sem framfærslulán hjá flest- um lánþegum sjóðsins hafa verið skert um 16,7%. Ástæðan er sú að skv. reglum á skólaárinu 1990/91 fengu þessir styrkþegar yfirleitt ekki framfærslulán en nutu ferða- styrkja og frestunar af afborgunum af fyrri lánum. Það getur vart tal- ist sanngjarnt að reglur séu óum- breytanlegri gagnvart námsmönn- um með háa námsstyrki en hinum sem fyrst og fremst treysta á lán sjóðsins sér til framfærslu.” Læknar skilja bága stöðu LÍN ekki síður en aðrir og að sjálfsögðu hefðu þeir sætt sig við sömu skerð- ingu og aðrir námsmenn á sínum réttindum. En ófært er að þeir séu einir um að glata allri námsaðstoð. Nú er þeim gert að greiða af náms- lánum sínum af tekjum sem í mörg- um tilfellum hrökkva rétt til fram- færslu einstaklings. Jafnframt þurfa þeir að framfleyta fjölskyldu sinni af sömu tekjum enda maki sjaldnast með vinnu. Enn bágborn- ara verður ástandið þurfí einnig að greiða af láni maka. Sögulegt yfirlit: 4. þáttur Stjórnarmenn FUL áttu fund •bílbelti og hjálma, að lækna gigt. Jafnframt kemur fram að hver króna sem lögð er til gigtlækninga skilar sér fertugfalt til baka. Það er mun meiri árangur en af öllum krabbameinslækningum og árang- ursríkara en baráttan við tóbak og áfengi. Vert er að geta þess að banda- rísku arðsemisútreikningarnir voru gerðir á byijunarskeiði liðaskurð- lækninga og ónæmisbælandi með- ferðar við liðagigt en á síðustu árum hefur þessum lækningum fleygt með Gunnari Birgissyni formanni stjórnar sjóðsins og Lárusi Jónssyni framkvæmdastjóra hans 1.11. ’91 þar sem að sjónarmið beggja aðila veru rædd. Virtist fullur skilningur vera á athugasemdum stjórnar FUL við breytta túlkun á úthlutunarregl- um sjóðsins. Báðir fullyrtu að lækn- um í framhaldsnámi yrði ekki gert að greiða af námslánum meðan á námi stæði. Óskað var eftir skrif- legri staðfestingu á þessu frá þess- um æðstu starfsmönnum sjóðsins. Hún hefur aldrei fengist þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þess í stað ber- ast læknum í framhaldsnámi rukk- unarbréf frá heiðursmönnunum tveimur. Á þeim tíma sem hefur liðið frá þessum fundi hafa þó verið birt svör Lárusar Jónssonar við tveim greinum Steingerðar Sigurbjörn- dóttur læknis og leiðara Morgun- blaðsins er fjallað hafa um þetta mál. Engar röksemdir hafa komið fram hjá honum um ástæður þess að ekki skuli tekið tillit til fjölskyld- ustærðar íslenskra lækna í fram- haldsnámi erlendis við mat á fram- færslugrunni eins og annarra há- skólanema er þiggja námsaðstoð hjá lánasjóðnum. Röksemd hans um að afturköllun á lánshæfi fram- haldsnáms lækna hafi átt að jafna niðurskurð á framlögum til sjóðsins milli lánþega og forða þeim tekju- lægstu frá gjaldþroti er með öllu óskiljanleg. Islenskir læknar eru að hrökklast frá framhaldsnámi vegna þessara ráðstafana. Lokaorð Læknar í framhaldsnámi hafa aldrei farið fram á nein forréttindi umfram aðra námsmenn. Læknar munu þó ekki sætta sig við að verða dregnir í dilka ójafnaðar án þess að fyrir því séu skýr rök eða laga- bókstafir. _ Geðþóttaákvarðanir stjórnar LÍN hafa valdið gríðarleg- um vanda og virðast engir náms- menn aðrir en læknar í framhalds- námi hafa fengið slíka útreið. Aðstöðumunur fjölskyldna lækna í framhaldsnámi og annarra náms- manna er óréttlátur. Stjórn Félags ungra lækna hvetur stjórn LÍN ein- dregið til að endurskoða núverandi túlkun á lánshæfi lækna í fram- haldsnámi eða ella færa rök fyrir núverandi túlkun sinni með hliðsjón -af úthlutunarreglum sjóðsins og lögum nr. 72 frá 1982 sem sjóðnum er gert að starfa eftir. Breyti stjórn LÍN ekki túlkun sinni verðum við að leita réttar okkar eftir öðrum leiðum. Höfundur er formaður Félags ungra lækna. fram. Því ætti arðsemi gigtlækn- inga að vera ennþá meiri í dag. Það er því engum blöðum um það að fletta að það er ekki bara þjóðhags- lega hagkvæmt að veita auknu fé til þessa málaflokks heldur þjóð- hagslega nauðsynlegt í stað þess að greiða offjár fyrir vinnutap og örorku. Auk þess sem okkur ber skylda til þess að lina langvinna þjáningu gigtarsjúklinga. Skorað er hér með á ráðamenn að veita þessum sjúkdómum aukna athygli, tryggja aukið fé til gigtar- rannsókna, áframhaldandi upp- byggingu gigtardeilda og endur- hæfingarstöðva gigtsjúkra hér á landi og stuðla að aðgerðum er koma í veg fyrir vinnutap og lang- varandi örorku vegna gigtarsjúk- dóma. Bandarískir arðsemisútreikningar Taflan sýnir arðinn af þeim fjár- munum sem varið er til að fyrir- byggja og lækna sjúkdóma Bílbelti 1351,4 Mótorhjólahjálmar 55,6 Gigt 43,5 Ölvun við akstur 21,5 Krabbamein í leghálsi 9,0 Lungnakrabbamein 5,7 Bijóstakrabbamein 4,5 Ristilkrabbamein 0,5 Höfundur er sérfræðingur í gigtarsjúkdómum og stnrfar hjá Tryggingastofnun ríkisins og á Grensásdeild Borgarspítala. „Það þykir fullsannað að fátt borgi sig betur í beinhörðum peningum en að lækna gigt. Bandarískir arðsemis- útreikningar hafa leitt það í ljós (sjá töflu) en samkvæmt þeim borgar sig best, næst á eftir því að fyrirbyggja slys með því að nota bílbelti og hjálma, að lækna gigt. Jafnframt kemur fram að hver króna sem lögð er til gigtlækninga skilar sér fertugfalt til baka.“ NÝ ATVINNUTÆKIFÆRI TRimpoRm VHtþú starfa með þetta tæki? Trimform má auðveldlega nota í tengslum við annan rekstur, s.s. nuddstofur, sólbaðsstofur, snyrti- stofur og sjúkraþjálfun, svo eitthvað sé nefnt. Einnig er auðvelt að hefja eigin rekstur í heimahúsi með tækinu. Tækið hefur skilað umtalsverðum árangri á undanförnum árum. Tækið hentar sérlega vel við endurhæfingu ýmiss konar, s.s. vöðvabólgu, bakverk, gigt og lélegt blóðrennsli. Einnig er notagildið mikið við grenningarmeðhöndlun. Námskeið fyrir verðandi notkunaraðila, svo og þá sem hafa tækið í sinni þjónustu, verður haldið helgina 27.-29. mars. Hringdu í síma 91-676869 og leitaðu upplýsinga. HEFUR ÞÚ AÐSTÖÐU? Á íslandi eru 25 aóilar sem bjóða upp á trimform meðhöndlun. Þessi þróun hefur átt sér stað á sl. 5 árum. Vió auglýsum eftir aöilum á eftirtöldum stööum sem vilja slást í þennan hóp og um leiö skapa sér ný atvinnu- tækifæri eða bæta um betur vió þaó sem fyrir er. Siglufjörður Ólafsfjörður s i 311 \ %• Sauðárkrókur Da,vík • • • Raufarhöfn ... jr • Kópasker Húsavík rshöfn Ólafsvík StyMsMlmur Blönduós Hvammstangi Búðardalur Akureyri 'rundarfjörður • Borgarnes **jkkranes Seyðisfjörður Egilsstaðir« • EskifjörðurJt Reyðarfjörður* « Fáskrúðsfjörðut• Stöðvarfjörður ^ s*ir 7 ur , Helia Hvolsvöllur Vestmannaeviar TRimPonm - nær árangri - Alþjóða Vcrslunarfélagið hf. Fákafeni 11, 128 Reykjavik, s. 676869 mynds. 679588

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.