Morgunblaðið - 25.02.1992, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 25.02.1992, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRUAR 1992 BOKHALDS- OG REKSTRARNÁM 6VIKUR Námið er hnitmiðað og sérhannað með þarfír atvinnulífs- ins í huga. Markmið námsins er að útskrifa nemendur með víðtæka þekkingu á bókhaldi, ásamt hagnýtri þekk- ingu á sviði verslunarréttar. Námsgreinar: ★ Hlutverk bókhalds, bókhaldslög ★ Bókhaldsæfingar og reikningsskil ★ Verslunarreikningur ★ Launabókhald ★ Virðisaukaskattur ★ Raunhæft verkefni - afstemmingar og uppgjör ★ Tölvubókhald ★ Réttarform fyrirtækja ★ Samningagerð ★ Viðskiptabréf, ábyrgðir, fyrning skulda. Ef þú vilt auka þekkingu þína á bókháldi, styrkja stöðu þína á vinnumarkaðinum, vera fullfær um að annast bók- hald fyrirtækja eða starfa sjálfstætt, þá er þetta nám fyrir þig. Viðskiptaskólinn býður uppá litla hópa, (hámark 9) - ein- ungis reynda leiðbeinendur - bæði dag- og kvöldskóla - sveigjanleg greiðslukjör. Grunnnámskeið byrjar 2. mars Bókhalds- og rekstrarnámið byrjar 6. mars. Viðskiptaskólinn Skólavörðustíg 28, Reykjavík sími 624162. SUMARHUS ÍBÚÐARHÚS Okkarreynsla er þinn hagur Við höfum sumarhús til sýnis á lóð okkar við Fífuhvammsveg í Kópavogi. A staðnum er tæknideild og fagmenn sem veita ráðgjöf og gera verð- og efnisáætlanir. K ÞINUR Trésmiðjan Þinur hf. v. Fífuhvammsveg í Kópavogi Sími 4 35 21 Við kjósum ckki eftir á eftirÁstu Snorradóttur Eitt mesta hagsmunamál stúd- enta í dag er að tryggja framtíð Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Áform núverandi ríkisstjórnar er að bæta verulega fjárhagsstöðu LIN sem hefur farið hnignandi með ári hveiju. Menntamálaráðherra hefur þegar mælt fyrir frumvarpi þar að lútandi sem námsmenn geta engan veginn sætt sig við. Fortíðarvandi Slæm fjárhagsstaða LÍN stafar m.a. af því að námslán voru til árs- ins 1976 óverðtryggð og brunnu því upp í óðaverðbóígu þess tíma. Eins er það svo að ríkisvaldið tekur erlend lán sem bera háa vexti til þess að fjármagna lánasjóðinn. Þetta er sá fortíðarvandi sem núverandi ríkis- stjórn vill að námsmenn nútíðar og framtíðar greiði fyrir. Það vilja þeir gera með.því að leggja vexti á námsl- án, innheimta lántökugjald og herða endurgreiðslur þannig að í stað þess að endurgreidd séu 3,75% af árstekj- um verði greidd 8% af árstekjum. Við í Röskvu, samtökum félags- hyggjufólks við Háskóla íslands, teljum að slíkar aðgerðir muni veru- lega skerða meginmarkmið sjóðsins sem er að tryggja jafnrétti til náms. Hvemig koma tillögurnar við námsmenn? Það er ljóst að tillögur ríkisstjóm- arinnar um vexti og endurgreiðslur muni koma harðast niður á þeim tekjulægstu. Útreikningar sýna að tekjulægri hópar geta lent í því að greiða niður höfuðstól námslánanna aðeins að litlum hluta þó að þeir séu að greiða af námslánunum allt sitt líf. Tekjuhærri hópar hafa hins veg- ar endurgreitt lánin með vöxtum við 40-50 ára aldurinn. Þessir útreikn- ingar miða við að námi sé lokið við 24 ára aldur. Einnig er það ljóst að flöt endurgreiðsluprósenta bitnar meira á þeim tekjulægstu. Þá sem hafa um 80.000 krónur í ráðstöfun- arfé á mánuði munar meira um 8% af þeirri upphæð en þá sem hafa helmingi hærri ráðstöfunartekjur. 80.000 krónur í ráðstöfunarfé er ekki óraunhæf tala fyrir stóran hóp einstaklinga. Þá verður að hafa í huga að margir af þessum einstakl- ingum þurfi að framfleyta fleirum en sjálfum sér. 0BOSCH Sértilboð GBH 2/20 RLW Höggborvél „SDS Plus" með ryksugu. Þreplaus hraðastilling afturábak og áfram. 500 W. Aukahlutir: Vinkildrif, meitil- stykki, meitlar. Höggborvél „SDS Plus“. Þreplaus hraðastilling afturábak og áfram. 500 W. Gunnar Ásgeirsson hf. Borgartún 24 Sími: 626080 Fax: 629980 Umboðsmenn um land allt Afstaða námsmanna Námsmenn gera sér grein fyrir að leysa þarf vanda lánasjóðsins. Það er hins vegar krafa námsmanna að ekki verði fallið frá markmiði lánasjóðsins sem félagslegs jöfnun- arsjóðs. Nám á háskólastigi á ekki að vera forréttindi efnameiri ein- staklinga. Þess vegna geta náms- menn ekki fallist á að frumvarpið um Lánasjóð íslenskra námsmanna, sem nú liggur fyrir Alþingi, fari óbreytt í gegn. Menntamálaráðherra hafa borist í hendur tvær tillögur frá náms- mönnum um hvernig hægt sé að bæta fjárhag sjóðsins. Önnur er frá samstarfsnefnd námsmannahreyf- inganna sem er málsvari 15.000 námsmanna í landinu en hin er frá Vöku, f.l.s. Vaka leggur m.a. til að lagt verði á lántökugjald, jafnframt að endurgreiðsluprósenta launa hækki með vissu millibili á endur- greiðslutíma, óháð því hvort laun einstaklings hækki að sama skapi. Raunhæfar tillögur námsmanna Röskva er aðili að tillögu sam- starfsnefndarinnar. Henni var skilað inn af lánasjóðsfulltrúa stúdenta við HÍ, Pétri Þ. Óskarssyni. Þar er lagt til að tekjuhærri einstaklingar greiði námslán sín hraðar til baka, endur- greiðsluprósenta verði 4% af 100.000 krónunum en 6% af 50.000 krónunum. Með því er komið í veg fyrir að endurgreiðslur bitni hraðast á þeim tekjulægstu og það er tryggt að markmið lánasjóðsins verður áfam að stuðla að jafnrétti til náms. Á sömu forsendum er samstarfs- nefndin andvíg því að vextir verði lagðir á námslán. Tillögur samstars- nefndarinnar munu skila lánasjóðn- um 400 milljónum króna í auknar tekjur á ári miðað við núgildandi endurgreiðslur. Tökum afstöðu Næstkomandi fimmtudag, 27. fe- brúar, ganga nemendur við Háskóla íslands til kosninga fulltrúa í stúd- enta- og háskólaráð. Þá fá stúdentar tækifæri til að sýna fram á hvori þeir treysti Röskvu eða Vöku betur til að fara með sín hagsmunamál. Eins og sést hér að framan greinir félögin á um hvemig best verði stuðl- að að jafnrétti til náms í gegnum Ásta Snorradóttir. „Námsmenn gera sér grein fyrir að leysa þarf vanda lánasjóðs- ins. Það er hins vegar krafa námsmanna að ekki verði fallið frá markmiði lánasjóðsins sem félagslegs jöfnun- arsjóðs.“ lánasjóðinn. Það er skoðun okkar í Röskvu að námsmannahreyfingar í landinu skuli vinna saman að sam- eiginlegum hagsmunamálum. Mál- efni LIN varða alla námsmenn í landinu jafnt. Ef við stúdentar við Háskóla íslands kljúfum okkur út úr samstarfsnefnd námsmanna- hreyfinganna erum við jafnframt að veikja stöðu okkar gagnvart ríkis- valdinu og almenningi. Það sást best á baráttufundi námsmannahreyfing- anna í Háskólabíói 13. febrúar sl. að sameinuð höfum við áhrif. Ég vil hvetja stúdenta við Háskóla Islands að hafa ofangreint í huga þegar þeir ganga til kosninga nk. fímmtu- dag. Höfundur er nemi í mannfræði við HÍ og skipar 3. sæti á framboðslista Röskvu til Stúdentaráðs Háskóla íslands. Læknafélag Reykjavík- ur mótmælir uppsögnum STJÖRN Læknafélags Reykjavík- ur mótmælir harðlega uppsögn- um sérfræðinga á bæklunardeild Landspítalans frá 1. apríl næst- komandi, en þær hafa fengist staðfestar. Ennfremur er mótmælt þeirri '92 ákvörðun stjórnamefndar ríkisspít- alanna um að loka lýtalækningadeild Landspítalans og færa þar með meðferð brunasjúklinga áratugi aft- ur í tímann. Stjórn Læknafélags Reykjavíkur varar við þeirri ískyggilegu þróun sem nú er hafin í sjúkrahúsmálum landsins, þar sem þrengt er æ meira að þjónustu við sjúka, án þess að fagleg eða siðferðileg rök liggi þar að baki. Verð frá: 969.000,- Greiðslukjör við allra hæfi Til sýnis núna að Vatnagörðum 24 virka daga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 — 15:00. Nánari upplýsingar í síma 68 99 00 E) ] HONDA Skorað er á stjórnarnefnd ríkissp- ítalanna að taka ofangreindar ákvarðanir nú þegar til baka. Stjórn félagsins er reiðubúin til samvinnu um mótun framtíðarskip- unar heilbrigðismála á höfðuborg- arsvæðinu verði þess óskað. NGK rafkerti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.