Morgunblaðið - 25.02.1992, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRUAR 1992
35
Ár liðið frá Eyði-
merkurstorminum
eftir eftir Henry
E. Catto
Stríð getur aldrei verið fyrsti val-
kostur stjórnmálamanna eða al-
mennings. Stríð var síðasta úrræðið
sem bandarísk stjórnvöld gripu til
eftir að írakar hrintu af stað grimmi-
legri innrás sinni í Kúveit. George
Bush Bandaríkjaforseti kannaði, í
nánu samráði við Sameinuðu þjóð-
irnar, til þrautar alla aðra möguleika
á friðsamlegri lausn deilunnar. Því
miður reyndist stríð óumflýjanlegt.
Nú, ári síðar, halda sumir því fram
að vegna þeirra fjölda vandamála
sem enn eru óleyst í þessum heims-
hluta geti varla talist að sigur hafí
unnist í Persaflóastríðinu. Hemaðar-
átök fela alltaf í sér bæði sigur og
harmleik (eins og segir í titlinum á
síðasta bindi endurminninga Winst-
ons Churchills) en í Persaflóastríðinu
náðist höfuðmarkmiðið og stríðið
hafði í för með sér meiri umbætur
en flest önnur stríð gera nokkurn
tímann. Lítum yfír sviðið:
• Kúveit var frelsað þökk sé 43
daga stríði í lofti og 100 klukkutíma
stríði á landi sem var skipulagt og
framkvæmt af snilld. Sérstaka at-
hygli vakti hversu fáir óbreyttir
borgarar urðu fórnarlömb stríðsins.
• Mjög hefur verið dregið úr valdi
Saddams Husseins, og möguleikum
hans á að skapa óstöðugleika í þess-
um mikilvæga heimshluta.
O Tortímingarvopnum íraka hefur
að mestu verið eytt og möguleikar
þeirra á að framleiða kjarnorkuvopn,
sem voru í augsýn fyrir ári síðan,
hafa verið þurrkaðir út um ókominn
tíma.
O Bandaríkin og bandamenn þeirra
vörðu olíulindir Mið-Austurlanda; að
öðrum kosti, ef innlimun Kúveit í
írak hefði verið látin afskiptalus,
hefðu írakar ráðið yfir 20% af öllum
olíuauðlindum jarðar og meira en
helmingi þeirra ef þeir hefðu náð
undir sig auðlindum Saudi-Arabíu
og máttarminni nágranna þeirra.
O í samvinnu við Breta og önnur
aðildarríki Sameinuðu þjóðanna
tókst Bandaríkjunum að byggja upp
sögulega alþjóðlega samstöðu gegn
árásargimi og ágengni íraka.
O Fyrstu íjölþjóða samningavið-
ræðurnar með þátttöku ísraela og
araba eru hafnar. Of snemmt er að
segja til um hvaða árangur verður
af þessum viðræðum en augljóslega
er hafinn nýr kafli í sögu Mið-
Austurlanda.
O Iran .og önnur ríki brugðust við
breyttum aðstæðum í kjölfar Persa-
flóastríðsins með því að tryggja á
tiltölulega skömmum tíma lausn
allra bandarískra gísla í Líbanon.
John Keegan, breskur höfundur
og sérfræðingur í herfræðum, hefur
ef til vill best lýst aðalávinningnum
af Persaflóastríðinu. I grein sinni í
Sunday Telegraph hinn 12. janúar
sl. bendir hann á að nú sé komin á
ný heimsskipan þar sem þeim sem
stofna til ófriðar og sýni árásargirni
verði refsað og þeir afvopnaðir, svo
lengi sem vilji hins alþjóðlega samfé-
lags er til staðar og Bandaríkin og
bandamenn þeirra standi saman við-
búin til að bregðast við af krafti og
með hraði. Flestir sem líklegir voru
til að fylgja í fótspor Saddams Hus-
seins virðast hafa fengið skilaboðin.
Það hefur Saddam að minnsta
Henry E. Catto.
kosti gert. Draumar hans um aukin
völd og áhrif hafa orðið að engu,
dagar hans eru taldir. Vissulega
leysti Persaflóastríðið ekki öll vanda-
mál Mið-Austurlanda. En í kjölfar
þess er útlitið í þessum heimshluta
og reyndar öllum heiminum, mun
vænlegra. Það er ekki svo lítill
árangur og endurskoðunarsinnar
ættu að hugleiða það.
Höfundur er fyrrum sendiherra
Bandaríkjanna íBretlandi og
núverandi forstjóri
Upplýsingaþjónustu
Bandaríkjanna í Washington.
♦ ♦ ♦------
Síðasta orð-
ið vantaði
I grein Gylfa Pálssonar um
stangveiði, „Lengi er von á einum",
sem birtist sl. sunnudag, vantaði
síðasta orðið. Síðasta setningin í
heild er svohljóðandi: Hvað sem því
líður var þessu lax bráðfeigur.
Er beðist velvirðingar á mistök-
unum.
Austurlensk teppi
Nýjar sendingar
Sérverslun með mottur og teppi
■ FORELDRA- og kennarafélag
Foldaskóla í Reykjavík fordæmir
harðlega fyrirhugaðan niðurskurð í
grunnskólum landsins. Minni
kennsla ásamt fjölgun nemenda í
bekkjardeildum eru í hróplegu ósam-
ræmi við ný grunnskólalög sem sam-
þykkt voru samhljóða á Alþingi síð-
astliðið vor. Niðui’skurðurinn lýsir
yfirþyrmandi skammsýni valdhafa í
skólamálum og gerir skólum lands-
ins aldeilis ófært að sinna þeim
skyldum sem samfélagið leggur á
þá. Það er því skýlaus krafa okkar
að hætt verið við allar hugmyndir
um niðurskurð í grunnskólunum þar
sem lagður er grunnur að framtíð
uppvaxandi kynslóðar.
(Frcttatilkyiming)
Bókhalds-
nám
Markmið námsins er að þátttakendur
verði fullfærir um að starfa
sjálfstætt við bókhald og
annast það allt árið.
TVrVw ðfttt- ttyuttdf éóééttMt
éeAtne 4 Aénát&á* yt tuuutdmáéeát.
/
A námskeiðinu verður eftirfarandi kennfc
* Almenn bókhaldsverkefni
* Launabókhald
* Lög og reglugerðir
* Viröisaukaskattur
* Raunhæf verkefni, fylgiskjöl
og afstemmingar
* Tölvubókhald:
Fjárhagsbókhald
viðskiptamannabókhald
_______Launapókhald___________
Námskeiðið er 72 klst.
Næsta grunnnámskeið hefst 2. mars
og bókhaldsnámið 9. mars.
Innritun er þegar hafin.
BJÓÐUM UPP Á BÆÐI
DAG- OG KVÖLDNÁMSKEIÐ
11 ■ ....................
A TVINNUHUSNÆÐI
Til leigu eða sölu
er fyrrum húsnæði Málaskólans Mímis í
Brautarholti 4. Húsnæðið er 210 fm á 2.
hæð, vandað, hentar vel til hvers konar nám-
skeiðahalds, félags-, þjónustu- og funda-
starfsemi. Fyrirtaks skrifstofuhúsnæði með
kaffistofu. Rétt við Hlemm, póst og banka.
Upplýsingar í síma 25149 eftir hádegi dag-
lega.
NAUÐUNGARUPPBOÐ
Nauðungaruppboð
á eftirtöldum eignum:
Fjörður 6, Seyöisfirði, þinglesinn eigandi Helga Benjaminsdóttir, fer
fram mánudaginn 2. mars 1992 kl. 15.00 á eigninni sjálfri, eftir kröf-
um Búnaðarbanka íslands, Róberts Árna Hreiðarssonar, hdl., Seyðis-
fjarðarkaupstaðar, Byggingarsjóös rikisins, Gjaldheimtu Austurlands
og Sigriðar Thorlacius. Þriðja og siðasta.
Austurvegur 51, Seyðisfirði, þinglesinn eigandi Jón Þorsteinsson, fer
fram mánudaginn 2. mars 1992 kl. 16.00 á eigninni sjálfri eftir kröf-
um Magnúsar M. Norðdahl hdl., Seyðisfjarðarkaupsstaðar og Gjald-
heimtu Austurlands. Þriðja og síðasta.
Bæjarfógetinn á Seyðisfirði.
Sýslumaður Norður-Múlasýslu.
Nauðungaruppboð
annað og síðara, á eftirtöldum eignum fer fram i dómsal embættis-
ins, Aðalgötu 7, Stykkishólmi, föstudaginn 28. febrúar 1992 og hefst
kl. 11.00:
V/s Tungufelli SH-31, þingl. eigandi Tungufell hf., eftir kröfum Ósk-
ars Magnússonar, hdl., Landsbanka islands, Byggðastofnunar, Skúla
J. Pálmasonar, hrl. og Tryggingastofnunar rikisins.
V/s Helenu SH-103, þingl. eigandi Bjami Þórðarson, eftir kröfum
innheimtu rfkissjóðs og Fiskveiðasjóðs íslands.
V/s Má SH-127, þingl. eigandi Snæfellingur hf., eftir kröfu Björns
J. Arnviðarssonar, hdl.
Sýslumáður Snæfellsness-
og Hnappadalssýslu.
Bæjarfógetinn i Ólafsvik.
SWiOiauglýsingar
KENNSLA
Lærið vélritun
Morgunámskeið hefst 2.mars
Vélritunarskólinn, simi 28040.
Í~ FÉIAGSLÍF
□ EDDA 59922527 = 1
I.O.O.F. Rb. 1=1412258 - 9.0.
HELGAFELL 59922257 VI 2
□ FJÖLNIR 599202257 - 1 Frl.
Atk
Q HAMAR 59922257 - Frl.
AD KFUK
Fundur i kvöld kl. 20.30 á Holta-
vegi.
Á ferð um landið með
ferðapredikurum.
Susie Bachmann og Elísabet
Magnúsdóttir. Kaffi eftir fund. All-
ar konur hjartanlega velkomnar.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3S. 11798 19533
Kvöldvaka Fi
- Breiðafjarðareyjar
Á kvöldvöku i Sóknarsalnum,
Skipholti 50a, miðvikudaginn 26.
febrúar, mun Ævar Petersen
draga fram sérkenni Breiöa-
fjarðareyja i myndum með til-
heyrandi útskýringum. Ævar
skrifaði um „Náttúrufar Breiða-
fjarðareyja" í árbók Fi 1989 og
er manna kunnugastur dýralífi
og náttúrufari eyjanna. Missið
ekki af leiðsögn Ævars um þessa
„matarkistu" islendinga á fyrri
tíð; þar kemur margt forvitnilegt
í Ijós.
Myndagetraun verður á dagskrá
að vanda og getur þá fólk látið
reyna á þekkingu á landinu.
Aðgangur er kr. 500,- (kaffi og
meðlæti innifalið). Kvöldvakan
hefst kl. 20.30 stundvíslega. All-
ir velkomnir, félagar og aðrir.
Munið aðalfund Ferðafélagsins
miðikudaginn 4. mars nk. í
Sóknarsalnum. Venjuleg aðal-
fundarstörf.
Ferðafélag íslands.