Morgunblaðið - 25.02.1992, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 25.02.1992, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRUAR 1992 37 Bláu augun og „yfirburð- ir“ norræna kynstofnsins eftir Svein Baldursson Það er ekki á hverjurn degi, sem maður rekst á ómengaða kynþátta- stefnu í greinum dagblaðanna. Því var það að undirritaður og reyndar allmargir aðrir ráku upp stór augu við að sjá grein Magnúsar Þor- steinssonar, bónda í Grímsnesi, sem bar heitið „Vemdun norræna kyn- stofnsins“ og birtist í Morgunblað- inu 3. september sl. Ég nenni ekki að býsnast yfir því að hann hafi þessa skoðun og aðrar sem tengjast kynþáttahatri og aðskilnaðarstefnu, því hver og einn verður að hafa sína skoðun í friði. Rökum hans er á hinn bóginn ekki hægt að kyngja mótbárulaust, sér í lagi vegna þess að hann ber þau á torg öllum til auglitis, þar sem þau geta hæglega sáð fræjum þjóðernishyggju og kynþáttahaturs í huga ómótaðra ungmenna og þeirra, sem ávallt eru Sammála síð- asta ræðumanni. Tengslin við hug- myndir Hitlers í grein Magnúsar eru færð rök fyrir harðari aðskilnaðarstefnu en þekkist í jafnvel hvítustu Suður- Afríku. Hugtakið „hreinleiki" virð- ist Magnúsi ofarlega í huga og sýn- ist honum að kynblöndun okkar við aðra kynstofna sé „mengun“. Hann segir orðrétt: „En þeir [stjórnmála- menn] gleyma alltaf því, sem er ennþá mikilvægara, en það er að við höldum þjóðarstofni okkar hreinum og óblönduðum. Og þegar talað er um mengun og umhverfis- vernd gleymist alltaf að nefna þá mengun sem hættulegust er, en það er mengun kynstofnsins vegna kyn- blöndunar.“ Enn segir Magnús: „Nú eru augu margra hugsandi manna á Vesturlöndum að opnast fyrir því, að ef norrænn kynstofn á ekki að líða undir lok þarf að stöðva innflutning á þessu fólki og koma sem flestu af því úr landi.“ Minna ofangreind orð helst á hugmyndir Hitlers, en hann mun hafa sagt í bók sinni „Barátta mín“: „Öll hámenning fyrri tíma hefur lið- ið undir lok, þar sem hinn uppruna- legi skapandi kynþáttur týndist vegna blóðskemmda." Og nú óttast Magnús að hinn bláeygi kynstofn týnist vegna „blóðskemmda“ eða „mengunar" svo notað sé hugtak hans orðrétt. Helför hvíta mannsins Magnús segir: „Margt bendir til þess, að menning og velmegun Vesturlanda sé mannkostum nor- ræna kynstofnsins að þakka.“ Kynleg eru þau gleraugu, sem Magnús skoðar tilveruna gegnum. Hvað bendir svo sem til þess að „velmegun“ Vesturlanda sé nor- rænum kynþætti að þakka? Ef ekki væri fyrir að þakka púðrinu, sem Kínveijar fundu upp en vildu ekki nota öðruvísi en til að hræða óvini sína, þá hefðu barbararnir á Vestur- löndum aldrei getað vaðið yfir lönd þriðja heimsins með eldi og eimytju og orðið þeir nýlendurherrar, sem þeir urðu. Nýlendurnar gat hvíti maðurinn notað sem efnahagslega vogarstöng til að lyfta sér upp fyr- ir önnur ríki í tækni, verslun og viðskiptum. Og árangurinn, þessi svonefnda „menning og velmegun“, lætur ekki á sér standa. Atgangur hvíta mannsins í „velferðar“-kapphlaupi sínu er með þeim ósköpum að það verður vart annað kallað en hin hatrammasta helför gegn náttúr- unni og þessum gjöfula hnetti, sem ætti með ágætum að geta fóstrað okkur öll. Helför sú er raunar efni í aðra grein. Mannkostir hins nor- ræna kynstofns? Og hvaða mannkostum skyldi svo hið norræna kyn vera búið umfram önnur kyn? Eru það þeir hinir sömu mannkostir og fengu hina norrænu landnema á Islandi til að bera út börnin sín? Eða sömu mannkostir og fengu menn til að höggva með- bræður sína „af því þeir lágu vel við höggi“? Eða ef til vill sömu mannkostir og fengu menn til að leggja á ráðin um vígaferli, morð, rán og nauðganir? Voru Merðir Valgarðssynir þessa lands ef til vill allir brúneygir? Nu og hvað er svo hægt að segja um hinn norræna kynstofn á Is- landi í dag? Það hljóta að vera hin- ir norrænu mannkostir, sem valda því að landinn drekkur mikið og illa, eða eru slíkir menn bara brún- eygir? Og eru það bara brúneygir íslendingar, sem farga samferða- mönnum sínum í fjáröflunarskyni, misnota börn sín og annarra, og bijóta fingur skólabræðra sinna? Ógnarlíferni okkar Magnús hefur miklar áhyggjur af „ógnarfjölda“ þess fólks, sem gistir þriðja heiminn. Ég hef meiri áhyggjur af „ógnarlíferni“ þess fólks, sem gistir iðnríki þessa hnatt- ar og er hvíti maðurinn þar fremst- ur í flokki. Einhvers staðar las ég að hver Breti væri að jafnaði þijá- tíufalt dýrari fyrir vistkerfið en hver Indveiji og að munurinn væri fimmtíufaldur milli Bandaríkja- manna og Indveija. Samkvæmt þessum tölum, þá jafnast 57 millj- ónir Breta á við 1.710 milljónir Ind- verja, en þeir eru nú um 820 milljón- ir, svo samkvæmt þessum tölum, þá eru Bretar einir meira en tvö- falt dýrari fyrir vistkerfið en næst- Ijölmennasta þjóð hnattarins. Ekki batnar samanburðurinn, þegar litið er á Bandaríkjamenn og Indveija. Þá jafnast 250 milljónir Bandaríkja- manna á við 12.500 milljónir eða 12,5 milljarða Indveija, en það er rúmlega tvöfalt hærri tala en sem nemur fjölda ailra jarðarbúa. For- sendurnar fyrir þessum útreikning- um má hártoga, þ.e. hversu marg- faldur ofangreindur munur sé, en engum ætti að dyljast að munurinn á auðlindanotkun og úrgangsfram- leiðslu okkar er miklum mun meiri en það sem gengur og gerist í þriðja heiminum. Og ef þjóðarframleiðsla er einhver mælikvarði á neyslu, þá má hafa það hugfast að þjóðarfram- leiðsla á mann í Bandaríkjunum er sextíufalt hærri en í Indlandi og er þjóðarframleiðsla á mann í Ind- landi þó hærri en í Kína. Eitt er víst: Það er líferni okkar Vesturlandabúa, sem er að eyða ósonlaginu og auka gróðurhúsa- áhrifin. Það er líferni okkar íslend- inga, sem veldur hinni hörmulegu gróðursnauð á landi voru. Ekki amast bóndinn Magnús við því þótt rollurnar nagi gróður landsins upp til agna* Nei, vandamál okkar er að Magnúsar mati að finna í hætt- unni á því að íslendingar verði „svarthærð, brúneygð, mókollótt kynblendingaþjóð", mælandi á „ein- hverskonar íslensku". Það hlýtur hreinlega að hafa far- ið framhjá Mágnúsi að nú þegar eru til ljóshærðir og bláeygir íslend- ingar, sem finnst ekki „meika sens“ annað en að tala „klín kött“ ís- lensku! Það þarf nefnilega alls enga kynblöndun til að menn noti orð eins og „sjitt", „ókey“, „töff“, „smart“, og þar fram eftir götun- um. Ömurleiki fábreytninnar Á meðan líffræðingar telja hveiju vistkerfi mikilvægt að hafa ríkulegt genasafn, til þess að tegundir eigi betra með að aðlaga sig síbreytileg- um aðstæðum, þá vill Magnús hreinrækta hinn norræna kynstofn burtséð frá allri úrkynjunarhættu. Mikið held ég að það yrði þá leiðin- legt að ganga niður Laugaveginn, þar sem hin mannlega flóra endur- kastaði frá sér engu öðru en bláum lit augnanna og ljósum lit hárs og hörunds. Bláeygir öðrum fremri? Ekkert sé ég, sem bendir til þess að bláeygir menn séu öðrum æðri eða fremri. Hafa skal í huga að Sveinn Baldursson „Ekkert sé ég, sem bendir til þess að blá- eygir menn séu öðrum æðri eða fremri. Hafa skal í huga að sagan kennir okkur það að á gervöllum hnettinum hafa menningarskeið risið og hnigið rétt eins og öldur úthafanna.“ sagan kennir okkur það að á gervöll- um hnettinum hafa menningarskeið risið og hnigið rétt eins og öldur úthafanna. Fyrir mörgum árþús- undum voru Kínveijar til dæmis miklu fremri forfeðrum okkar að menningu og tækni. Ef telja ætti allar þær „nýjungar" (þær voru það á sínum tíma), sem borist hafa frá Kínveijum til Vesturlanda, þá yrði það langur listi og fróðlegur og væntanlega kæmi þar margt á óvart. Benda má til dæmis á að Kívneijar fundu upp púðrið, pappír- inn og prentlistina mörgum öldum áður en slíkt varð þekkt í Evrópu. Okkar menning mun hrynja Þótt vestræn menning hafi risið hátt á efnahagslegan mælikvarða, þá er eins víst að hún mun hníga og þá munu önnur menningarsam- félög bruna fram úr okkur og gefa hugtökunum „efnahagur" og „tækni“ alveg nýja merkingu. Þá mun jafnvel verða talað um hrun iðnaðarþjóðfélagsins, hrun kapítal- ismans, hrun vestrænnar menningar eða eitthvað álíka. Ekki er það ólík- legt að talað verði um slavneska efnahagsundrið eða þá hið rússn- eska. Hveijum hefði dottið japanska efnahagsundrið í hug í lok seinni heimsstyijaldarinnar? Genamarkaður framtíðarinnar Framfarir í erfiðavísindum eru slíkar og þvílíkar að nú þegar hafa átt sér stað tilraunir á mönnum þar sem afmarkaðir erfðagallar eru lag- færðir og lofa tilraunir þessar góðu. Þess verður ekki langt að bíða að við munum ráða yfir þeirri tækni að bjóða upp á arfbera (gen) til sölu. Þá geta þeir sem viljað fengið sér blá augu og ljóst hár handa sér eða afkomendum sínum. Ég vona bara að genaneytendur framtíðarinnar verði ekki svo smekklausir og hænd- ir að frábreytninni að þeir velji sér allir blá augu. Höfundur er töivunarfræðingur og nuddfræðingur. ^AROMAZON nuddmeðferðin Ótrúlega þægileg meðhöndlun sem eykur sogæðaflæðið, blóðstreymið (og þar með súrefnisflutninginn). Losar stíflur og uppsöfnuð eiturefni. Styrkir húðina.lagar línurnar og eykur vellíðan. Notaðar eru virkar ilmolíur og AROMAZONE krem. Láttu þér líða betur nátic andlits- brjóst- og líkams- meðferð. }/má Nýjar neglur Gæði í sérflokki. Eðlilegar.sterkar og léttar með náttúrulegum gljáa. ■ Andlitsböð Kínverskt nudd ■ Húðhreinsun ■ Slökunarnudd ■ Vaxmeðferð ■ Svæðanudd ■ Förðun ■ íþróttanudd ■ Fótaaðgerðir ■ Vöðvabólgunudd ■ Litun ■ Handsnyrting TILBOÐSPAKKAR --1------ WÆFJBrfr Verið velkomin. Opið virka daga frá 9-7 einnig laugardaga. SNYRTI- OG NUDDSTOFAN PARADÍS Laugarnesvegi 82 Sími31330

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.