Morgunblaðið - 25.02.1992, Síða 39

Morgunblaðið - 25.02.1992, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRUAR 1992 39 Minning: Bjargey Pálsdóttir Christensen Fædd 24. október 1905 Dáin 14. febrúar 1992 Elskuleg móðursystir mín, Bjarg- ey Pálsdóttir Christensen, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag. Bjargey fæddist á Skólavörðustíg 8 í Reykjavík 24. október 1905. Foreldrar hennar voru Páll Árna- son, lögregluþjónn, og Kristín Árnadóttir. Bjargey var næstelst af níu systkinum. Elst var Þor- björg, sem lést 1991, þá Bjargey, Árný Jóna, sem lést 1987, Arni, Inga, Kristín, sem lést 1991, Pálí Kr., Auður, sem lést 1966, og yngst er Sigríður. Stórt skarð hefur verið höggvið í systkinahópinn nú, þar sem þijár systur, þær Kristín, Þor- björg og Bjargey, hafa látist frá því í nóvember síðastliðinum. Bjargey hóf snemma píanónám hjá Páli ísólfssyni og fór síðan utan og nam meðal annars við hið norska Konservatorium í Osló. Árið 1930 fluttist hún til Danmerkur, þar kynntist hún Sigurd Christensen og giftu þau sig árið 1935. Stofn- uðu þau heimili sitt í lítilli en þægi- legri íbúð á Friðriksbergi, þar sem þau voru allan sinn búskap. Sigurd var lengst af yfirkennari við Skt. Annæ Gymnasium í Kaupmanna- höfn. Bjargey og Sigurd varð ekki barna auðið. Bjargey og Sigurd komu oft til íslands og ferðuðust um landið, er gift Jóni Helgasyni og eiga þau þijú börn. Þegar ég sat við rúm Ásu frænku minnar daginn sem hún dó og sá að hún var að kveðja þetta líf, fannst mér næstum óhugsandi að Ása frænka færi frá honum Halla, svo samrýmd sem þau höfðu verið. Öll myndum við sakna hennar mikið, en þarna var að ljúka fallegasta hjónabandi sem ég hafði þekkt. Þau voru svo mikl- ir vinir og félagar og alltaf svo hlý og góð hvort við annað. Ég hafði oft orð á því við frænkur mínar Unni og Érnu sem báðar giftust til útlanda að þær þyrftu litlar áhyggjur að hafa af foreld- rum sínum þau hefðu það svo gott saman. Ása og Halli nutu þess að ferðast til dætra sinna, fylgjast með dætrasonum og skoða sig um í heiminum. Svo lifandi voru frásagnir þeirra er heim var komið að mér finnst sem ég hafi komið á marga af þessúm fjarlægu stöðum. Ég sakna þess nú að eiga ekki eftir að heyra oftar þessar fjörmiklu ferðafrásagnir. Hugur minn er fullur þakklætis fyrir allt það góða sem Ása hefur gefið mér. Svo langt aftur sem ég man hefur hún verið hluti af lífi mínu og nú við þessi kaflaskil streyma minningarnar fram. Dekrið við mig sem barn, öll skemmtilegu ferðalögin sem fjölskyldur okkar fóru í saman og hvað það var gaman að fá að vinna í Hallabúð heilt sumar þegar ég var aðeins 12 ára. Haraldur maður Ásu rak matvöruverslun á Mánagötu í mörg ár. Ása hafði fallega, hlýja og gef- andi framkomu og hafði lag á að láta fólki líða vel nálægt sér. Frá henni fóru allir eitthvað svo glaðir í hjarta með jákvæð og góð við- horf í veganesti. Nú er Ása farin og ég á þess ekki kost að þakka nægilega fyrir mig. Minningamar á ég samt enn og þær eru dýrmæt- ur fjársjóður sem ekki mun glat- ast. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alll og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) þvert og endilangt enda voru ferða- lög þeirra líf og yndi. Bjargey missti mann sinn í júlí síðastliðnum. Ákvað hún þá að flytj- ast tii íslands og eyða sínu ævi- kvöldi hér. Fékk hún inni á Elii- heimilinu Grund í nóvember síðastl- iðnum og bjó þar, þar til yfir lauk. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst frænku minni betur, þessar vikur sem hún dvaldi hér heima og sakna þess eins og þær urðu ekki fleiri. Bjargey var sterkur persónu- leiki, dugleg og næm. Blessuð sé minning Bjargeyjar Pálsdóttur Christensen. Inga Sólnes. Bjargey Pálsdóttir Christensen hefur lokið lífshlaupi sínu í faðmi fóstuijarðarinnar. Þegar örlögin höfðu skilið hana eftir eina síns liðs á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn á miðju síðasta sumri stefndi hugur- inn heim. Ung skyldmenni í Borg- inni við Sundin með Ingu Björk Sólnes í fararbroddi undirbjuggu ferð Bjargeyjar heim til ættlands- ins. Eftir rösk sextíu ár erlendis kom þessi aldna frænka okkar til íslands til að deyja. Foreldrar hennar voru þau Krist- ín Árnadóttir og Páll Árnason, lög- regluþjónn, sem bjuggu allan sinn búskap á Skólavörðustíg 8, þar sem myndarlegur barnahópur komst á legg. Þau voru Þorbjörg (1904- Guð geymi elsku frænku mína og launi henni allt það góða sem hún gaf mér. Inga Rósa. Þriðjudaginn 18. febrúar andað- ist í Landspjtalanum Ásdís Krist- jánsdóttlr. Ásdís eða Ása eins og hún var kölluð var móðir bestu vinkonu minnar Ernu. Ernu kynnt- ist ég á unglingsárunum og urðum við upp frá því bestu vinkonur. Margar hlýjar hugsanir og minn- ingar koma upp í huga minn þeg- ar ég lít til baka. Alltaf var gott að koma á heimili Ásu og Halla, þar mætti mér mikil hlýja, gleði og gestrisni og fyrir það vil ég þakka. Fjölskylda Ásu var mjög sam- heldin sem kom ekki hvað síst fram í veikindum hennar undan- farin ár. Þau gáfu henni mikla ástúð og styrk. Elsku Halli, Erna, Sissí, tengda- börn og barnabörn, ég sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur á þessum erfíðu tímamótum og bið Guð að gefa ykkur styrk. Jóna Guðrún Oddsdóttir. 1991), Bjargey (1905-1992), Árný (1907-1987), Arni (1908), Inga (1910), Kristín (1911-1991), Páli Kr. Pálsson (1912), Auður (1914- 1966) og Sigríður (1918). Gestkvæmt var á Skólavörðustíg 8, enda komu ættingjarnir úr Ár- nes- og Rangárvallasýsiu margra erinda til höfuðstaðarins. Heimilis- bragurinn var hressileg blanda af gamni og alvöru, þar sem tónlistin var í hávegum höfð, enda urðu Bjargey og yngri bróðir hennar bæði tónlistarmenn að atvinnu. Öll komust systkinin prýðilega til manns. . Bjargey hleypti snemma heim- draganum og fór utan árið 1925 til framhaldsnáms tii Bergen í Nor- egi. Sennilega hefur það einhverju ráðið um val á skóla, að í borginni var við nám í veðurfræði Jón Ey- þórsson, en kona hans, Kristín Filip- usdóttir, var náfrænka Bjargeyjar í móðurætt. Nám sitt stundaði Bjargey af kappi við Bergen Kon- servatorium undir skólastjórn Sverre Jordan. Að loknu tónlistar- kennaraprófi hélt hún heim tii Reykjavíkur og hóf kennslu. Þjóð- hátíðarárið 1930 deyr Páll Árnason frá sinni ástríku fjölskyldu og Bjargey fer utan í hamingjuleit. Hélt hún fyrst suður í álfuna en kom auralítil aftur norður á bóginn og dvaldi um hríð og safnaði kröft- um hjá æskuvinkonu sinni, Maríu Markan, sem þá var við nám í Þýskaiandi. Eftir þessa ferð má segja að Bjargey næmi land í Dan- mörku. Bjó hún í Kaupmannahöfn uns hún flutti heim ellimóð og sjúk í október 1991. Hafði Bjargey lengi framan að ævi atvinnu af píanóleik og kennslu, einnig eftir að hún árið 1935 gekk að eiga Sigurd Christ- ensen, síðar yfirkennara við Skt. Með þessum ljóðlínum langar mig til að minnast elsku frænku minnar sem ég kveð í dag með söknuði. Æ, autt er nú sæti þitt, hjartkæra vina, og augu vor laugast í tárum og hart er að þola þá hörmunga-hrinu sem harmurinn veldur oss sárum. Þó lengi þú stríddir við lasleika þann sem lamaði kraft til að vinna með hugprýði og þreki þá höndin þín vann að hagsældum astvina þinna. Æ, stirðnuð er höndin, og sorgin er sár við síðustu hvíluna þína en glitrandi sólstafi’ í gepum vor tár í Guðs dýrð við sjáum þér skína. Vor Herra mun þerra af hvörmunum tár og þjáningar vorar lina æ, vertu nú sæl, um öll eilífðar ár verið eigum þig hjartkæra vina. (ívar Halldórsson) Elsku Halli, Erna og Sissý, ég bið góðan Guð að styrkja ykkur og fjölskyldur ykkar á í þessum erfiða tíma og sefa sorg ykkar. Megi mín elskulega frænka hvíla í friði. Kristínn. Annæ Gymnasium í Kaupmanna- höfn. Þau bjuggu allan sinn búskap í lítilli en notalegri íbúð á Friðriks- bergi. Þeim varð ekki barna auðið. Tengslin við ísland voru góð alla tíð, ef frátalin eru stríðsárin síðari, en það var sem þau efldust eftir að friður komst á. Bjargey og Sigurd notuðu allar frístundir til ferðalaga og fóru um Evrópu þvera og endilanga. Þau komu til Islands öðru hvoru og ferð- uðust um landið full áhuga. Bæði voru þau bókhneigð og las Sigurd íslensku sér til gagns og talaði furðu vel, sérstaklega við börn. Tíminn flýgur hratt og ótrúlegt að röskir fjórir áratugir skuli liðnir síðan þau hjónin komu til að hitta hluta fjölskyldunnar seint á aðventú árið 1946. Var sá jólafagnaður í Stokkhólmi. Þangað komu þau frá Kaupmannahöfn á mótórhjóli með körfu. Sigurd prýddi síður leður- frakki, leðurhúfa, trefill, hanskar og stormgleraugu, en Bjargey þykk yfirhöfn og mikill höfuðbúnaður svo aðeins glitti í glettin augun. Þess utan var hún vafin inn í heilan ár- gang af dagblöðum ofan í körf- unni. Þessa var þörf því úti var um 20 stiga kuldi. Þetta voru tónlistar- rík jól og mjög ánægjuleg. Það var börnunum huggun, þegar þau hjón- in yfirgáfu Djursholm á þessum skrýtna farkosti, að þau áttu eftir að dvelja lungann úr næsta ári í Kaupmannahöfn. Þá var alltaf mesta tilbreytingin að koma á Gam- borgvej 7 og vera sendur eftir þeytt- um gervirjóma út í mjólkurbúð. Pönnukökur voru ekki pönnukökur án ijóma. Endurfundirnir urðu margir og ánægjulegir báðum meg- in Atlandshafsins er fram liðu stundir. Bjargey og Sigurd eignuð- ust bíl. Þá hófust lengri og þægi- legri ferðalög þeirra og alltaf voru þau jafn ferðaglöð. Mörg síðustu árin, eftir að Sig- Urd hætti að aka bifreið, fóru þau á hveijum jólum til Nice í Frakk- landi. Einnig fóru þau títt til sólar- landa. Heima í Kaupmannahöfn gengu þau hvern dag. Þegar aldur- inn færðist yfir bjuggu þau áfram á sama stað, þó nauðsynlegt væri að fara upp og niður stiga oft á dag. íbúðin var sem fyrr á fímmtu hæð og þvottahúsið á jarðhæðinni. Þau notuðu strætisvagna til að ferð- ast um borgina og á sunnudögum var farið alveg út á Svanemöllen til að kaupa blöð dagsins. Þannig fundu þau sér erindi stór og smá, sem voru einnig stór liður í meðferð Bjargeyjar á Parkinsonveiki, sem þjakaði hana síðustu æviárin. Ekki er ár liðið síðan við Vilborg, kona mín, snæddum hádegisverð með þessum öldnu heiðurshjónum á veitingastað við Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn. Við hittumst þar sem strætisvagninn stöðvaðist. Þau voru orðin hæg í hreyfingum og lúin. Samt glöddust þau yfir að mega leggja þetta ferðalag á sig til að hitta okkur eins og svo oft áður. Maturinn var góður og sam- ræðurnar fjörlegar þrátt fyrir þverrandi heym. Þegar Bjargey var spurð, hvort þetta væri ekki of mikið álag fyrir hana að fara í strætisvagni svaraði hún að bragði um leið og hún tók súkkulaðipakka upp úr kápuvasanum: „Ég hef þetta alltaf með til að gæða bílstjórunum á. Þeir verða svo miklu þolinmóðari og elskulegri fái þeir eitthvað sætt.“ Frænku okkar var lítið að vanbún-.- aði. Það þurfti aðeins að hafa aðgát í nærveru bifreiðastjóranna. Er við sáum á bak þeim inn í vagninn aftur flaug okkur í hug sú spurning, hvort við ættum eftir að hittast aftur öll fjögur. Sigurd lést 8. júlí 1991 eftir stutt veikindi. Þau höfðu verið hvort öðru allt í meira en hálfa öld. Bjargey sat eftir særð og einmana, veik og hjálparvana. Hennar æðsta ósk var að komast heim og eyða hér ævi- kvöldi sínu. Með hjálp ættingja og vina tókst það. Frú Helga Gísladótt- ir og hennar ijölskylda sá svo um að Bjargey fékk inni á Grund í Reykjavík, þar sem hún lést þremur mánuðum eftir heimkomuna. Hún undi sér ekki í Kaupmannahöfn eftir lát Sigurd og því miður ekki í Reykjavík heldur. Hún var of veik og lasburða. Henni auðnaðist ekki að sjá vorið og sumarið á íslandi að þessu sinni. Síðustu ánægju- stundir voru ökuferðir með Ingu, yngri og eldri, og Sigríði um borg- ina og heimsóknirnar til þeirra um jólin og eftir áramótin. Bjargey Pálsdóttir verður lögð til hinstu hvíldar hjá foreldrum sín- um í gamla kirkjugarðinum við, Suðurgötu. Hún er komin heim í eilíft sumar. Eftir ljúfa minningar um kæra frænku okkar á Friðriksbergi og manninn hennar, sem að vanda fór á undan og varðaði leiðina. Blessuð sé minning þeirra. Hrafn Pálsson. AÐALFUNDUR GSFI Aðallundur Gæðastiórnunarfélags íslands verður haldinn í dag, briðjudag- inn 25. lebrúar, á Hallveigarstíg 1 (ráðstefnusal, niðri) kl. 15.00 Dagskrá: 15.00-16.15 Erindi og umræður um gæðastjðrnun á íslandi 1. Gæðastjórnun fró sjónarhóli stjórnvalda: Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu. 2. Gæðastjórnun í atvinnulífinu: Baldur Hjaltason, tæknilegur framkvæmdastjóri Lýsis hf. 3. Gæðastjórnun í atvinnulífinu: Elín Agnarsdóttir, gæðastjóri Hans Petersen. 4. Gæðastjórnun, lífsstíll eða fræði?-. Pétur K. Maack, prófessor við Háskóla íslands. 5. Þjóðarátak í gæðamálum: Davíð Lúðvíksson, formaður GSFÍ. 6. Fyrirspurnir og umræður. 16.15-17.00 Venjuleg aðalfundarstör! 0. Kjör fundarstjóra og ritara. 1. Lýst eftir málum. 2. Skýrsla stjórnar og áherslur í starfsemi. 3. Reikningar félagsins. 4. Ákvörðun félagsgjalda 1992. 5. Kjör stjórnar og endurskoðenda. 6. Önnur mál.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.