Morgunblaðið - 29.02.1992, Side 19

Morgunblaðið - 29.02.1992, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRUAR 1992 19 Þetta er mjög þekkt fyrirbrigði er- lendis. En þótt vestrænar þjóðir hafi búið við góða velferð þá held ég að menn geri sér grein fyrir að þeir verði að hafa eitthvert öryggis- net gagnvart ellinni og fráfalli maka. Eg held að það sé líka stefna fólksins að vera sem óháðast ríkis- valdinu varðandi þessa lífsstöðu sína og með því að vera í þessum sjóðum komist menn nær því að hafa eitthvað vald yfir þessu. Á Vesturlöndum eru þessir sjóðir geysilega öflugir og miklu virkari þátttakendur í atvinnulífinu heldur en lífeyrissjóðir á íslandi hafa verið til þessa. T.d. má nefna það að líf- eyrissjóðir General Motors skila meiri tekjum en bílaframleiðslan sjálf. Ég held að það sé einnig mjög þýðingarmikið í sambandi við lífeyr- issjóðina að þess sé gætt að engin misnotkun geti átt sér stað. Þar hafa félagslegir sjóðir reynst betri því annað eftirlit er með þeim en með fyrirtækjasjóðum. Það nægir að líta til Englands til að sjá hvað gerðist með fyrirtækjasjóði hins fræga blaðaútgefanda Roberts Maxwells. Þó sjóðsfélagar séu ekki nægilega mikið í beinni snertingu við sjóðina eru fulltrúar í stjórn hér kjörnir af helstu aðildarfélögum og þar eru reikningarnir lagðir fram. Þeir eru einnig lagðir fram á aðal- fundum samtaka vinnuveitenda. Síðan eru hér bæði félagslegir og löggiltir endurskoðendur. Þá fylgj- ast fjármálaráðuneytið og Seðla- bankinn einnig með ársreikningum og endurskoðun sjóðanna." Mikilvægast fyrir ungt fólk að vera í sameignarsjóði - Hvernig myndir þú ráðleggja ungu fólki að haga sínum lífeyris- málum? Er ekki bráðnauðsynlegt fyrir fólk að byggja upp sinn eigin lífeyrissjóð með reglulegum sparn- aði? „Það er mikilvægast fyrir ungt fólk að vera í sameignarsjóði þann- ig að það búi við fuilkomna trygg- ingavernd gagnvart hugsanlegum áföllum. Ég ráðlegg ungu fólki að vera í sjóðum sem skapa grundvall- artryggingu. Hins vegar kemur það mjög vel til álita hjá þeim sem hafa góð efni og gott svigrúm, að bæta við sig þeirri viðbótartryggingu sem felst í sparnaði. En jafnframt tekur það þátt í annarskonar áhættu. Það er ekkert öruggt að fá mikið meira til baka með sérsparnaði frekar en félagslegum sparnaði. Sá sem yrði óvinnufær um fimmtugt myndi éta upp sérsparnaðinn á nokkrum árum. Hver á að borga mismuninn sem upp á vantar. Við verðum að hafa þetta öryggisnet.“ - En er ekki ástæða til að hvetja til þess að lífeyrissjóðir renni saman og þeir verði stærri og styrkari? „Jú, mér sýnist að reynslan af Lífeyrissjóði verzlunarmanna sanni að það er mjög þýðingarmikið að hafa stóra lífeyrissjóði. Bæði er það betra út frá tryggingarlegu sjónar- miði, áhættudreifingin verður meiri, reksturskostnaðurinn mun minni og stóru sjóðirnir eru í mun betri að- stöðu til að semja um sín mál hvort sem það er í sambandi við ávöxtun eða annað. Það er nauðsynlegt að alþingi íslendinga fari að ganga frá frum- varpi til laga sem er búið að liggja fyrir í mörg ár en enginn hefur þorað að taka endanlega afstöðu til. Það er orðið brýnt nauðsynja- mál fyrir okkur.“ - Telur þú einhveijar líkur á því að tryggingafélögin eigi eftir að : taka við hlutverki lífeyrissjóðanna á næstu árum? „Það þekkist erlendis að trygg- ingafélög vinna með lífeyrissjóðum sem og bankar og fjármálastofnan- ir. Það má vel hugsa sér það að tryggingafélögin komi til skjalanna í sambandi við áhættutryggingarn- ar. Hugsanlegt er að hægt væri að finna eitthvert form í því sambandi sem gæti jafnvel verið hagstæðara fyrir lífeyrissjóðina. Það mál er í könnun. Lífeyrissjóðirnir mega ekki staðna og daga uppi sem einhver nátttröll." Viðtal: Kristinn Briem Hr. Smith sendir skipin í land eftir Oskar Magnússon Hlutabréf í fjölmörgum íslensk- um sjávarútvegsfyrirtækjum eru seld hveijum sem kaupa vill hjá verðbréfafyrirtækjum. Svo er líka um hlutabréfin í olíufélögunum sem aftur eiga hlut í sjávarútvegs- fyrirtækjunum, oftast tilneydd vegna skuldbreytinga. Af hálfu viðskiptaráðuneytisins kom sú skoðun fram opinberlega í nóvem- ber á síðasta ári að ný lög um fjár- festingu erlendra aðila leiddu til þess að útgerðarfélög sem t.d. Olíuverzlun Islands hf. ætti hlut í misstu kvótann sinn. Þessi túlkun á lögunum er hugsanleg en leiðir ekki til skynsamlegrar niðurstöðu. Hér eru tvö tilbúin dæmi. Hlutabréfasjóðurinn hf. á hluta- bréf í Granda hf. Draupnissjóður- inn hf. á hlutabréf í Hlutabréfa- sjóðnum hf. Iðnþróunarsjóður á hlutabréf í Draupnissjóðnum. Og frændur okkar á Norðurlöndum eiga hlut í Iðnþróunarsjóði. Af þessu leiðir að Grandi má ekki veiða fisk. Hitt dæmið gæti litið svona út: Ég fer á verðbréfamarkað og kaupi hlutabréf í Olíufélaginu hf. (Esso) fyrir 100 þúsund krónur. Ég sel síðan bandarískum kunningja mínum, hr. Smith, hlutabréfin. Við það er Esso kom- ið í eigu útlendings og öll útgerðar- fyrirtækin sem félagið hefur fjár- fest í missa veiðiréttinn. Hr. Smith neitar að selja bréfin hvaða verð sem er bpðið og stjómar því veið- unum á íslandsmiðum. Sjálfsagt er óhætt að túlka lög- in rýmra þannig að afleidd eigna- raðild verði heimil að vissu marki. Um mörkin eru til skilgreiningar sem geta dugað og hafa raunar dugað ágætlega í tíð eldri laga. Auðvitað þarf að gæta fiskimið- anna. En ef menn ætla að gera það á þeirri forsendu að útlending- ar bíði í stórum hópum í spreng eftir að fjárfesta á íslandi þá verð- ur niðurstaðan ekki skynsamleg. Höfundur er lögmaður og stjórnarformaður Olíuverzlunar íslands hf. Öskar Magnússon 1 S Einingabréf FYRIR 100.000 KR. I tilefni 10 ára afmælis Kaupþings hf. síðar á árinu efnum við til létts spurningaleiks. Ef þú gerist áskrifandi að Einingabréfum áttu möguleika á að vinna 100.000 kr. Allt sem þú þarft að gera er að svara tveimur spurningum og senda svarið til Kaupþings hf., Kringlunni 5, 103 Reykjavík. Einnig getur þú gerst áskrifandi með því að hringja í síma 68 90 80. Dregið verður úr hópi ALLRA áskrifenda I. maí 1992 og verðlaunin eru Einingabréf fyrir 100.000 kr. Vertu með! KAUPÞING HF Löggilt verðbréfafyrirtœki Kringlunni 5, si'mi 689080 / / I eigu Búnaðarbanka Islands og sparisjóðanna SVARSEÐILL 1. Hvaða ár var Kaupþing stofnað?— 2. Hverjir eru eigendur Kaupþings hf.? Nafn:___________________________ Heimili: ----------------------- Póstnúmer:------------- Staður: Sími: ------------------------- Kennitala: --------------------- □ Ég óska eftir að gerast áskrifandi að Einingabréfum I □, 2 □ eða 3 □ að upphæð------------------ kr. á mánuði. □ Eg óska efiir að fá sendan gíróseðil. □ Ég óska eftír þvi að greiðslan verði skuldfærð mánaðarlega af greiðslukorti mínu. □ VISA □ EUROCARD □ SAMKORT Númer korts:_______________________________________________ Gildir út: ________________________________________________

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.