Morgunblaðið - 29.02.1992, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 29.02.1992, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. PEBRÚAr! 1992 23 Þegar bandormurinn var til um- ræðu á Alþingi kom Oryrkjabanda- lag íslands að því máli hvað varð- aði þann hátt, sem skjólstæðinga þess snerti. í þingnefnd voru helztu áherzluatriði reifuð rækilega og síð- an fylgt eftir með ályktun. Sem einstakri aðgerð til sparnaðar ein- göngu var henni mótmælt, enda ekki í neinum tengslum við heild- stæðar aðgerðir í tryggingamálum almennt. I öðru lagi var bent á að hinir lakast settu fengju enga upp- bót og trúlega hefur sú ábending orðið til þess að tekjutrygging var smávegis hækkuð í stað frítekju- marksins í frumvarpinu upphaflega. í þriðja lagi var bent á ósamræmið í þessum aðgerðum, þegar ekki væri tekið á skattamálum almennt, þegar hvorki væri lagt út í að skatt- leggja ijármagnstekjur né heldur að taka upp hærra skattþrep á hæstu tekjur. Hins vegar lýsti Öryrkjabanda- lagið sig reiðubúið til umræðu um jöfnunaraðgerðir innan trygginga- kerfisins, þ.m.t. tekjutengingu grunnlífeyris, ef tilteknum skilyrð- um yrði fullnægt, svo sem réttlát- ari skattlagningu í samfélaginu og nýjum sem og auknum réttarbótum í tryggingalöggjöfinni. Það boð stendur og spurning hvort stjórn- völd treystist til þess að koma svo til móts við skilyrði Öryrkjabanda- lagsins að viðræðugrundvöllur skapist. Það er hins vegar ljóst af öllum fréttum að verið er að vinna af fullum krafti í endurskoðun tryggingalaga án þess að Öryrkja- bandalagið sé þar í nokkru kallað til ráða. Við skulum a.m.k. vona að ekki ríki þar slíkur sparnaðar- eða niðurskurðarandi að ekki þyki hollt að láta hagsmunaaðila vera með nefnið niðri í þeim verkum. Stjórnvöld á hverjum tíma þurfa að hafa samráð og samstarf við þá aðila_ í þjóðfélaginu, sem málefnið varðár hveiju sinni. Það er affara- sælast, þó það sé nú ótæpt boðað, að bezt sé stjórnað að ana áfram án alls tillits til allra aðila, sem hagsmuna eiga að gæta. Það á að sýna vott um einhveija stjórnvizku, sýna styrkleikann, valdið, að ekki sé undir áhrifum neinna verið. Það á eftir að koma mönnum í koll, þó einhveija langi að leika ofurmenni og raunar einmitt þess vegna. í viðkvæmum málaflokkum, eins og tryggingamálum, þar sem tekju- grunnur er slíkur hjá miklum fjölda fólks, að ekkert má út af bera, svo út af sporinu sé farið, þá þarf virki- lega að fara varlega. Þar duga eng- ir alvizkustælar ofurmenna í að- haldsleik án ábyrgðar. Við skulum vona að sú verði ekki raunin. Höfundur er upplýsingafulltrúi Oryrkjabandalags Islands. ' Brids__________________ Umsjón Arnór Ragnarsson Bridsdeild Barðstrendinga Staða efstu sveita þegar einni um- ferð er ólokið er eftirfarandi: Þórarinn Árnason 285 Guðmundur Sigurvinsson 274 Leifur Kr. Jóhannesson 237 Vigfús Gíslason 236 Sigurður Isaksson 226 Anton Sigurðsson 225 Ragnar Björnsson 223 Ágústa Jónsdóttir 223 Vilhelm Lúðvíksson 219 Bridsfélag Hreyfils Að loknum 16 umferðum af 27 í barómeter-tvímenningnum er staða efstu para þessi: Sigurleifur Guðjónsson - Helgi Straumfjörð 201 Sigurður Ólafsson — Flosi Ólafsson 171 Daníel Halldórsson - Valdimar Elíasson 142 Ágúst Benediktsson - Rósant Hjörleifsson 125 Næsta umferð hefst mánudaginn 2. mars í Hreyfilshúsinu kl. 19.30. Bridsfélag Eskifjarðar og Reyðarfjarðar Þriðjudaginn 18. febrúar var spiluð sjötta umferð í aðalsveitarkeppni fé- lagsins. Úrslit urðu eftirfarandi: 6. umf. Eskfírðingur-OttarGuðmundsson 25:3 Kokteill—Aðalsteinn Jónsson 15:15 Ámi Guðmundsson - Jóhann Þórarinsson 25:0 Jónas Jónsson - Svala Vignisdóttir 25:2 Þriðjudaginn 25. febrúar var spiluð sjöunda umferð í aðalsveitakeppni fé- lagsins. Úrslit urðu eftirfarandi: 7. umf. Jóhann Þórarinsson - Óttar Guðmundsson 25:4 Kokteill - Svala Vignisdóttir 25:5 Ámi Guðmundsson - Aðalsteinn Jónsson 21:9 JónasJónsson-Eskfirðingur 16:14 Lokastaðan: Sv. Kokteils 157 Sv. Jónasar Jónssonar 134 Sv. Árna Guðmundssonar 132 Sv. Aðalsteins Jónssonar 116 Sv. Eskfirðings 100 Reykjanesmót í tvímenningi Reykjanesmótið í tvímenningi verð- ur haldið í samkomuhúsinu í Sand- gerði 7. marz nk. og hefst kl. 10. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 3. marz til Helga Viborg í Kópavogi, Huldu Hjálmarsdóttur í Hafnarfirði, Eyþórs Jónssonar í Sandgerði eða til Gísla ísleifssonar í Keflavík. Bridsdeild Húnvetningafélagsins Úrslit í aðalsveitakeppninni. Sveit Magnúsar Sverrissonar 256 - Sveit Guðlaugs Nielsen 247 Sveit Ólafs Ingvarssonar 240 Sveit Valdimars Jóhannssonar 229 Sveit Þorleifs Þórarinssonar 212 Sveit Loga Péturssonar 210 Miðvikudaginn 4. mars nk. hefst hjá okkur 5 kvölda barómeter. Skrán- ing hjá Valda í síma 37757, sem fyrst. Bridsfélag Reykjavíkur Aðaltvímenningur BR er nú liðlega hálfnaður, lokið 27 umferðum af 47. Staðan er nú þessi: Sigtryggur Sigurðsson - Bragi Hauksson 395 Jón Ingi Bjömsson - Karl Logason 325 Björn Eysteinsson - Magnús Ólafsson 282 Sævar Þorbjömsson - Karl Sigurhjartarson 257 Hjördís Eyþórsdóttir - Ásmundur Pálsson 198 Ómar Jónsson- Guðni Sigurbjarnason 171 Gylfi Baldursson - Sigurður B. Þorsteinsson 169 HermannLárusson-ÓlafurLárusson 168 Helgi Jónsson — Helgi Sigurðsson 157 Sigurður Siguijónsson - Júlíus Snorrason 150 Frændurnir Helgi Jónsson og Helgi Sigurðsson tóku hæstu skorina síðasta spilakvöld og hækkuðu þeir sig úr miðjum hóp upp í 9. sætið. Hæsta skor síðast: Helgi Jónsson — Helgi Sigurðsson 158 Sævar Þorbjömsson - Karl Sigurhjartarson 149 Jón Ingi Bjömsson - Karl Logason 147 Páll Hjaltason — Oddur Hjaltason 145 Haukur Ingason - Ragnar Hermannsson 135 MagnúsTorfason-EgillGuðjohnsen 103 SigtryggurSigurðsson-BragiHauksson 95 Staðir : Akranes: Bifreiðav. Brautin (laugardag ) Vestmannaeyjar: Bifreiðav. Muggs Húsavík: Skipaafgr. Húsavíkur Nœsta helgi: 7. mars laugard og 8. mars sunnud . Staðir: Egilsstaðir: Shellskálinn Akureyri: B. S. A. ísafirði: Bílatangi Höfn í Homafirði: Olísskálinn Sauðárkrókur: Bifreiðav. Aki Keflavík: Bílakringlan PnG/obus? Lágmúla 5. Sími 68 15 55. ORION 4 dyra ,stallbakur. Sýningar hjá umboðsmönnum : 29. febrúar laugardag og I. mars sunnudag . UM HELGINA . Kynning á "Frankfurter" pylsumfrá Meistaranum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.