Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRUAR 1992 42 Hjónaminning: Sumarliði Sveinsson Sigríður Runólfsdóttir Sumarliði Fæddur 10. október 1893 Dáinn 22. febrúar 1992 Sigxíður W Fædd 1. desember 1899 Dáin 16. ágúst 1987 Það var 9. október 1893 að októ- bersólin lék um litbrigðafjöld Meðal- landsins eins og bogi meistarans um strengi töfra fiðlunnar. Þótt októbersólin sveipaði hvorki hrynjandi fossa né svipmikla hamra purpuraslæðu haustlitanna, var feg- urð Meðallandsins ólýsanleg, þar sem hvert strá átti sitt litarafbrigði og laufblað blæbrigði, en heiður him- inbláminn speglaðist í ám og tjöm- um. Enginn gleymir heldur vetrar- kvöldunum með bragandi norðurljós- um, blikandi stjömum og dansandi mánageislum um hvítar hjamsléttur Meðallandsins. Eftir vetur kemur sumar með sól- arbros í dögg fífla og sóleyja og angandi vorið, með margradda kór náttúrunnar frá suði þerriflugunnar, ástaróð vorsins og hljómkviðu svan- anna. Já og sandamir áttu einnig sína fegurð og ævintýri, hillingamar, sem gátu breytt hversdagslegum mela- kollum í glæsilegar ævintýrahallir, dularfulls kynjalands. í þessu fagra umhverfi, að Melhól (Undirhrauni) fæddist Sumarliði, 9. október 1893, og ólst þar upp við vögguljóð Kúðafljóts, og hinn fagra íjallahring í fjarska. Foreldrar Sumarliða vom hjónin Sveinn Þorsteinsson, f. 1861 í Sand- aseli, d. 1944 á Feðgum og Guðrún Eyjólfsdóttír, f. 1857 á Grímsstöð- um, d. 1934 á Feðgum. Melhólsbærinn stóð nokkuð frá næstu bæjum Meðallandsins, en á 'vetuma hurfu fjarlægðirnar, þegar sléttlendið var ísilagt. Sumarliði minntist þess á efri ámm hversu skemmtilegt það var, þegar unglingamir hópuðust saman og fóm á skautum á milli bæjanna. Þar var hann vel liðtækur og smíðaði sjálfur skauta, enda smiður góður, en þá var aðeins um heima- gerða skauta að ræða og stóðu ei öðram að baki, þegar vel vom smíð- aðir. Árið 1910 fluttu þau Sveinn og Guðrún frá Melhól að Feðgum í pMeðallandi, en Feðgar stóðu á syðri bakka Eldvatnsins. " Áður en dragferja eða brú kom á Eldvatnið lá þjóðleiðin um Feðga, en á Feðgum var aðalvaðið á Eld- vatninu. Ósjaldan þurftu Feðgamenn að aðstoða ferðamenn, einkum þegar ísrek var og vegna sandbleytu og dæmi er um það að Sumarliði hafi borið mann yfir vatnið. Feðgaheimilið var myndar og rausnar heimili og það hvíldi einhver hlýr blær yfir heimilinu, sem bauð gestinn hjartanlega velkominn. Guðrún á Feðgum var glæsileg höfðingskona, virðuleg í framkomu og hjartahlý og Sveini manni hennar • var tamara að létta lund manna en þyngja og erfði Sumarliði þá eigin- leika hans, því að hann var jafnan mannakætir. Auk Sumarliða áttu þau Guðrún og Sveinn 3 dætur, yngsta dóttirin Pálína, f. 1900, d. 1904. Hinar dæt- ur þeirra vom; Eyjólfína Guðrún, f. 1897, fyrri maður hennar (16.12.1922) var frændi hennar, Jón Ingibergsson Þorsteinssonar, dmkknaði 15.8.1923 víð Langanes. Seinni maður Eyjólfínu var Einar Jónsson bóndi í Moldnúp undir Eyja- fjöllum. Elst bama þeirra Sveins og — Guðrúnar var Sveinborg fædd 1891, hún giftist aldrei. Hún var með af- brigðum vönduð og vel verki farin og sá um heimili foreldra sinna í elli þeirra og hjúkraði móður sinni sem var lengi veik. Hún fluttist með bróður sínum til Hveragerðis og voru þau systkinin alla tíð undir sama „þaki“, nema tvö síðustu æviár hennar þegar hún var á sjúkrahúsi. Sumarliði var einn af stofnendum Ungmennafélags Meðallendinga og tók virkan þátt í félagslífi ungra manna t.d. æfði hann glímu. Hann lék oft á harmoniku á böll- unum, en böll voru þá tíð, enda sveit- in þá fjölmenn og margt ungra manna og var oft dansað af kappi framundir morgun. Fyrstu harmonikuna keypti Sum- arliði í Vík í Mýrdal, hún var með 10 nótum og 2 bössum. Hann lék einnig á orgel og var söngmaður góður og söng jafnan í Langhoitskirkju í Meðallandi meðan hann var á Feðgum. 26. maí 1921 gekk Sumarliði að eiga Sigríði Runólfsdóttur, f. 1. des- ember 1899 í Neðri-Dal í Biskups- tungum, d. á Selfossspítala 16. ágúst 1987. Foreldrar hennar vom hjónin Runólfur Bjamason, f. 1866 og Guðrún Markúsdóttir, f. 1873. Foreldrar Runólfs vom hjónin Bjarrii, f. 1838, Jónsson, bóndi í Efri-Ey í Meðallandi og Kristín f. 1841 Runólfsdóttir. Kristín, móðir Runólfs, var dóttir RunólfS Sveinssonar í Klauf, Eiríks- sonar óg vom smiðir og söngmenn í þeirri ætt. Sigríður var glæsileg kona, hátt- prúð og siðfáguð, hógvær og virðu- leg í framkomu, miklum mannkost- um búin og orðlagt valmenni, hjarta- hlý og alltaf reiðubúin að rétta hjálp- arhönd. Hún var vel gefin til munns og handar og var t.d. organisti í Lang- holtskirkju frá 1933-1945. Feðgaheimilið var orðlagt fyrir gestrisni og myndarskap, það var eitt af þessum gömlu skaftfellsku heimilum, sem gáfu gestunum eitt- hvað annað og meira en hinar rausn- arlegu veitingar, sem á borðum vom. Sigríður lét ekki merkið falla þeg- ar hún fluttist að Feðgum, hún var rausnarleg myndar húsmóðir, mót- tökumar vom höfðinglegar, hver sem í hlut átti og þeirri reisn hélt hún meðan líf entist. Enginn sem kom á heimili þeirra Sigríðar og Sumarliða gleymir virðu- leika og alúð húsmóðurinnar og létt- leika húsbóndans í orði og viðmóti og innilegri móttöku þeirra hjóna. Skömmu eftir að Sumarliði og Sigríður giftust byggðu þau íbúðar- hús í félagi við foreldra hans. Þetta vom 2 sambyggð rennuhús, bæjar- dymar í því eystra og stofa til hægri þegar inn var gengið. Innst var eld- húsið með 2 eldavélum og glugga á norðurstafni. Það var allstórt og gengið í suðurhluta baðstofunnar um stiga syðst í eldhúsinu. Baðstof- an var tvískipt og vesturgluggi á norðurhlutanum, þar sem yngri hjónin bjuggu, en suður gluggi á hinum. Fjósið var undir baðstofuloft- inu og þarna því sæmilega heitt. í þessum húsum bjuggu þau Sig- ríður og Sumarliði til 1945 er þau fluttu til Hveragerðis vegna sand- ágangs. Með þeim fluttist til Hveragerðis Sveinborg, systir Sumarliða og Guð- rún Markúsdóttir móðir Sigríðar, en hún andaðist hjá þeim 1965, 91 árs. Eftir að Sumarliði kom til Hvera- gerðis vann hann við smíðar, t.d. vann hann um 10 ára skeið í Tré- smiðju Hveragerðis. Fleiri voru það en íslendingar sem gistu á Feðgum, þar voru strand- menn tíðir gestir. Aldrei mun hafa strandað meira í Meðallandinu, en meðan Sumarlíði var á Feðgum og oft lenti hann í að bjarga strandmönnum. Einu sinni er hann fór á fjöra ásamt Ólafi Ingimundarsyni á Lang- holti fundu þeir þar strandaðan tog- ara og vom mennimir í skipinu í brimgarðinum. Björgunarbáturinn marraði fullur af sjó í flæðarmálinu, en taug úr honum lá út í skipið. Kútur var í bátnum og gátu þeir Sumarliði þurrausið bátinn með hon- um og bundið kaðli í aftari þóftuna. Þótt þeir væru aðeins tveir gátu þeir komið bátnum á flot og beint honum að skipinu. Skipverjar drógu bátinn til sín, en þeir Sumarliði héldu í kaðalinn, sem bundinn var í öft- ustu þóftuna. Fyrst fór einn strand- maður í bátinn, en þegar þeir sáu hve vel Sumarliða og Olafí gekk að draga bátinn til sín, þákomu þeir í 2 ferðum, en skipshöfnin mun hafa verið 12-14 menn. Sumarliði kom einnig fyrst til bjargar, ásamt Eyjólfí Eyjólfssyni hreppstjóra á Hnausum og þeim sem þetta skrifar, þegar franska skútan strandaði á Slýjafjöm og fímm menn fómst. Þarna var ömurleg aðkoma, tvö lík í fjömnni og aðframkomnir menn í hnipri undir melakolli. Erfitt var að koma hálfmeðvitundarlausum mönnunum til bæjar, áður en aðrir komu til bjargar. Ekki kom öllum á óvart þegar strandaði, t.d. dreymdi Sveinborgu systur Sumarliða eitt sinn, að máfa- flokkur kom þar í eldhúsið og vom þeir all ágengir og komust ofan í pottana. Auðvitað strandaði svo nóttina á eftir og nokkrir skipbrots- mannanna vom á Feðgum. Ekki má gleyma konunum sem komu við sögu þegar strandaði. Satt að segja hefur hlutur þeirra alltaf verið fyrir borð borinn. Að taka á móti hröktum og oft illa fömum strandmönnum var meira en rétt að segja það og kostaði marga vöku- nóttina. Og margir urðu þeir skip- brotsmennimir, sem nutu þeirrar miklu hlýju, sem einkenndi heimili þeirra Sigríðar og Sumarliða á Feðg- um. Þeim Sumarliða og Sigríði varð tveggja barna auðið. Sveinn sem fæddist 2. september 1922 á Feðg- um, kvæntur Lilju Bjamadóttur, f. 1933, nú látin og Guðgeir, f. 2. apríl 1929 á Feðgum, kvæntur Hrefnu S. Ólafsdóttur f. 1932. Vilhjálmur á Hnausum biður að heilsa aðstandendum hinna látnu. Við vottum þeim samúð, að baki er löng og traust vinátta þeirra Sum- arliða og Sigríðar, sem við þökkum. Blessuð sé minning þeirra. Ingimundur Stefánsson. Söknuður er fyrsta tilfinning sem ég finn þegar pabbi hringir og segir mér að afí sé dáinn. Svo kom tóm- leikinn, mig langar svo að faðma afa einu sinni enn, og það geri ég í huganum, en núna tuttugu og sex tímum eftir andlát afa finn ég svo sterkt til ömmu, ég finn brosið henn- ar og ég finn að það er bros sem er ætlað afa, hún er að taka á móti honum, ég finn fyrir hlýjunni í faðmi hennar, þráðan endurfund eftir fjög- urra og hálfs árs aðskilnað, sem var afa erfiður tími, hann saknaði henn- ar svo mikið, hann táraðist oft þeg- ar við töluðum um haria. Hún var fíngerð og falleg kona og frá henni stafaði hjartahlýju og kærleik sem fór ekki í manngrein- arálit. Afi var sonur Sveins Þorsteinsson- ar, f. 10. maí 1861, d. 4. febrúar 1944, og Guðrúnar Eyjólfsdóttur, f. 29. september 1857, d. 30. desem- ber 1934. Hann var næstelstur barna þeirra. Þau vom Sveinborg, f. 26. september 1891, d. 20. janúar 1985, Sumarliði, f. 10. október 1893, d. 22. febrúar 1992, Eyjólfína Guð- Fæddur 24. desember 1905 Dáinn 19. janúar 1992 Afi minn, Magnús Grímsson, lést 19. janúar síðastliðinn. Mig langar til að lýsa sambandi mínu við afa og þakka honum fyrir yndislega samferð síðastliðin 37 árin. Afi var mjög góður afi og mér er hugsað til allra stundanna sem ég átti með afa og vil ég þá þakka honum sérstaklega fyrir þau ár sem hann ól mig upp, en ég flutti til afa og ömmu þegar ég var á 9. aldursári og bjó ég hjá honum þang- að til ég flutti á hæðina fyrir ofan hann. Ég man svo vel eftlr stundunum þegar afi var að kenna mér að lesa og skrifa. Einnig eru mér minnis- rún, f. 9. janúar 1897, d. 27. maí 1967, og Pálína, f. 20. desember 1900, d. 13. júlí 1904, þau áttu eina hálfsystur, Margréti Stefánsdóttur, f. 7. desember 1883, d. 18. desem- ber 1959. Amma var dóttir Runólfs Bjama- sonar, f. 12. mars 1866, d. 17. sept- ember 1903, og Guðrúnar Markús- dóttur, f. 2. júní 1874, d. 10. desem- ber 1965. Hún var næstelst þeirra bama. Þau vom: Þorgerður, f. 27. nóvember 1895, d. 7. september 1966, Sigríður, f. 1. desember 1899, d. 16. ágúst 1987, Guðný, f. 11. janúar 1902, d. 15. ágúst 1953, og Runólfur, f. 21. apríl 1904, d. 26. október 1933, sem var ófæddur þeg- ar faðir þeirra dmkknaði á ferjustað á Iðu. Afi og amma vom bæði Skaftfell- ingar, þau giftu sig í Langholts- kirkju í Meðallandi 26. maí 1921 og vom því búin að vera gift í 66 ár þegar amma lést. Þau hófu búskap á Feðgum með foreldrum afa og þar fæddust þeim tveir synir, Sveinn f. 3. september 1922, kvæntur Lilju Bjarnadóttur, f. 9. febrúar 1933, hún er látin. Böm hans em: Þorvaldur, f. 19. maí 1950, Dagbjartur, f. 10. desember 1955, og Halldóra Sigríð- ur, f. 14. apríl 1960. Guðgeir, f. 2. apríl 1929, kvæntur Hrefnu Ólafsdóttur, f. 9. janúar 1932, þeirra börn em: Jenný, f. 24. mars 1952, Sigrún, f. 9-. ágúst 1953, Edda, f. 24. september 1954, Auð- ur, f. 19. maí 1959, og Þorkell, f. 27. apríl 1962. Bamabamabömin em nú fimm- tán talsins. Afi og amma fluttu til Hveragerð- is sumarið 1945, og hjá þeim bjuggu lengst af langamma, Guðrún Mark- úsdóttir sem lést 91 árs, og Borga, systir afa, sem lést 92ja ára. Við bamabömin vomm mikið hjá þeim líka, stundum tvö og þtjú í einu og elstu bamabamabömin nutu einnig hlýjunnar í afahúsi. Hvergi hefur mér liðið eins vel og hjá afa og ömmu í Hveragerði þar var ylur í gólfinu sem gott var að verma kalda fætur á þegar kom- ið var inn úr kuldanum, það var gaman austurí hjá langömmu þegar hún var að flétta sína löngu fléttu stæðar þær stundir þegar afi suss- aði á sængina mína og las fyrir mig sögur og söng fyrir mig á kvöldin. Það er mér ógleymanleg stund þegar afi fór með mér að kaupa dúkkuvagn. Hann sagði; þú mátt velja þér vagn, og ég valdi mér þann fallegasta dúkkuvagn sem ég hef séð. Ég labbaði upp Skólavörðustíginn með afa mér við hlið, keyrandi nýja dúkkuvagninn og nú fannst mér ég eiga heiminn. Mér fannst afi svo ofsalega stór, alveg ná upp i himininn. Ég man eftir pökkunum sem ég fékk frá afa í sveitina, smá lakkrís malt og ávextir og bréf eða kort. Mér fannst alltaf svo góð lykt upp úr þeim. Á kortunum stóð mjög oft neðst „mundu svo að gefa krökkun- Kveðjuorð: Magnús Grímsson og vefja hana svo um höfuð sér, eða horfa á hana kemba ullina og spinna á rokkinn, eða læra að snúa snæld- unni, og líka var gaman vestrí hjá Borgu að fá að skoða alla fallegu munina hennar og hlusta á sögur hjá henni. Það em margar vísumar sem amma söng fyrir okkur sem ekki gleymast, afi og amma spiluðu mik- ið á orgelið í stofunni og klukkan á þilinu bauð mig alltaf velkomna. Það var ljúft að vera lítil og fá að hjálpa til við kleinubaksturinn eða sitja- á gólfinu með kvömina og mala kaffið eða fara út í skúr til afa og horfa á hann smíða og laga hluti, og á kvöldin að ganga austur fyrir hús að horfa á stjömumar og ljósin á Stokkseyri, Eyrarbakka og í Þor- lákshöfn, eða lauma litlum lófa í höndina hennar ömmu og trítla með henni niður í kaupfélag að kaupa mjólk á brúsa, eða fara með afa þegar hann fór í eitthvert húsið að lagfæra það sem þurfti, fyrir aðra, þær era endalausar minningamar sem veita svo mikla hlýju. Amma og afi bjuggu í húsinu sínu, Feðgum, þar til þau fluttu til mömmu og pabba á Bitm þar sem þau bjuggu til hinsta dags. Hjá þeim hefur Sveinn bróðir pabba varið dijúgum tíma undanfarin ár og ég efa ekki að afa fannst gott að hafa báða syni sína svo mikið hjá sér eftir að hann var orðinn einn. Ég og Edda systir fómm nokkrar ferðir með ömmu og afa austur í Meðalland að heimsækja ættingja þeirra og vini og eftir að amma dó höfum við farið með afa, síðast í október ’90. Það vom fróðlegar og skemmtilegar ferðir og okkur var tekið þar á hveijum bæ sem þjóð- höfðingjum. Afí hafði gaman af að segja frá mönnum og atburðum, og Skaftáreldar og Kötlugos vom ekki löngu liðnir atburðir þegar hann tal- aði um þá, og löngu gengið fólk birt- ist ljóslifandi í frásögnum hans. Við barnabörnin og fjölskyldur okkar þökkum elsku afa og ömmu allt sem þau vora okkur, góð- mennsku, trú og kærleika sem þau gáfu okkkur, minninguna um þau munum við geyma í hjarta okkar. Sigrún Guðgeirsdóttir. um með þér“. Ég er mjög þakklát fyrir að fá að vera samferða afa í mörg ár. Ég sakna hans mikið, ég sakna hans í morgunkaffí. Mér finnst stórt skarð vera í mínu lífi núna. Mér < < I i í 1 í C
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.