Morgunblaðið - 29.02.1992, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRUAR 1992
Kristín Siguijónsdótt-
ir, Tindum — Minning
Fædd 22. apríl 1915
Dáin 19. febrúar 1992
Hún elsku amma okkar er dáin
og ætluðum við systkinin varla að
trúa þessari sorgarfrétt, þegar
hringt var til okkar snemma morg-
uns 19. febrúar.
Síðast höfðum við verið öll saman
á aðfangadagskvöld eins og vant
var og engum datt í hug að það
væri í síðasta sinn.
Hún amma var svo sérstök, alltaf
hress og kát og við gátum alltaf
leitað til hennar með alla hluti og
trúað henni fyrir öllu. Henni var
umhugað um menntun okkar, svo
okkur gæti farnast sem best í lífinu
og studdi hún okkur eins og hún
gat í þeim efnum. Við vonuðum
alltaf að hún fengi að lifa það að
fá að sjá árangur af skólavist okkar
en æðri máttarvöld tóku þar-í taum-
ana.
Við eigum henni ömmu okkar svo
margt að þakka og engin kemur í
hennar stað.
Guð geymi elsku ömmu.
Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást,
að hugir í gegnum dauðann sjást.
Vér hverfum og höldum víðar,
en hittumst þó aftur - síðar.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Barnabörn.
í dag kveðjum við í hinsta sinn
Kristínu Sigurjónsdóttur, húsfreyju
á Tindum, eða Stínu á Tindum eins
og við í ættinni ætíð kölluðum hana.
Hún lést á Héraðshælinu á Blöndu-
ósi eftir stutta legu.
Kristín fæddist 22. apríl 1915 á
Tindum í Svínavatnshreppi. For-
eldrar hennar voru Guðrún Erlends-
dóttir og Siguijón Þorláksson,
bændur á Tindum. Guðrún var ætt-
uð frá Beinakeldu í Þingi, og Sigur-
jón úr Skagafirði. Börn Guðrúnar
og Sigurjóns voru sjö, Kristín er
það fjórða af þeim sem kveður
þennan heim. Kristín gekk í hús-
mæðraskólann á Blönduósi á sínum
ungdómsárum auk þess sem hún
var við nám í vefnaði. Ennfremur
fékk hún tilsögn í hljóðfæraleik.
Kristín giftist 18. febrúar 1937
Lárusi Sigurðssyni bónda, f. 21.
apríl 1906, d. 14. október 1983, þau
eignuðust 3 böm. Sigurjón, bónda
á Tindum, f. 7. september 1937;
Gunnar, f. 1. janúar 1942, d. 19.
mars 1948; Gunnhildi, f. 22. janúar
1951, húsfreyja á Blönduósi. Henn-
ar maður er Sigurður Ingþórsson
frá Uppsölum í Þingi, þeirra börn
eru Lárus, Sigurjón og Kristín.
Lárus á Tindum hafði mikla per-
sónu til að bera sem gaman var að
heimsækja og vera í samvistum við.
Hann var flugmælskur og góður
ræðumaður, sannur bændahöfðingi.
Eftir giftingu hófu þau hjón bú-
skap á Hamri á Ásum og bjuggu
þar til ársins 1944 að þau tóku við
fannst mjög gott að vera í návist
afa og gott að vita af honum. Mig
langar að enda þetta með fyrsta
og síðasta erindinu úr Fákum eftir
Einar Ben. Það var síðasta ljóðið
sem afi bað mig að lesa fyrir sig á
Landakotsspítalanum nokkrum
dögum áður en hann dó.
I morgunljómann er lagt af stað.
Állt logar af dýrð, svo vítt sem er séð.
Sléttan, hún opnast sem óskrifað blað,
Þar akur ei blettar, þar skyggir ei tréð.
- Menn og hestar á hásumardegi
í hóp á þráðbeinum, skínandi vegi
með nesti við bogann og bikar með.
Betra á duðlegi heimurinn eigi.
Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest
og hleyptu á burt undir loftsins þök.
Hýstu aldrei þinn harm. Það er bezt.
Að heiman, út, ef þú berst í vök.
Það finnst ekki mein, sem ei breytist og
bætist,
ei böl, sem ei þaggast, ei lund, sem ei kætist
við fjörgammsins stoltu og sterku tök.
Lát hann stökkva, svo draumar þíns hjarta
rætist.
Maddý.
Tindajörðinni eftir fráfall Siguijóns
föður Kristínar. Þau tóku við jörð-
inni í því ástandi sem jarðir voru í
á þeim tíma, húsa- og ræktunarlitl-
ar, en jarðnæði allgott til ræktun-
ar. Hófu þau hjónin uppbyggingar-
starf á jörðinni sem leiddi til þess
að þegar þau hættu búskap var
jörðin ein sú besta þar um slóðir.
Eftir að Kristín hætti búskap
sjálf gerðist hún ráðskona hjá Sig-
uijóni syni sínum og gegndi því þar
til nú eftir áramót að hún varð að
fara á sjúkrahús. Það má því segja
að hún hafi allt sitt líf verið á sama
staðnum, það er á Tindum. Ekki
fór hún mikil ferðalög um dagana
frekar en aðrar alþýðukonur þess
tíma, samt sem áður var alveg ótrú-
leg þekking hennar á staðháttum
víðs vegar um landið. Þessarar
þekkingar aflaði hún sér með m.a.
með lestri og því að hafa afburða-
minni alveg fram á síðasta dag.
Það eru margir unglingarnir sem
hafa verið í dvöl á Tindum um dag-
ana, bæði skyldir og óskyldir. Allir
bera hlýhug til þessarar dvalar og
margir hafa bundist Tindaheimilinu
viðvarandi vinarböndum eftir dvöl-
ina.
Sérstök voru þau tengsl sem alla
tíð voru milli þeirra systkina Krist-
ínar við Tindaheimilið. Einkanlega
voru tengsl foreldra minna við
Tindaheimilið mikil. Síðustu árin
dvöldu þau oft langtímum saman á
Tindum.
Kristín var ekki mikið fyrir að
troða sér fram meðal almennings,
en þegar hún gerði það var það
með skörungsskap og festu, hún
kom skoðunum sínum þannig fram
að enginn var í vafa um þær.
Mjög voru Kristínu ræktunarmál
hugleikin og hafði hún yndi af að
sýsla við garðrækt.
Á Tindum voru til hljóðfæri frá
gamalli tíð, m.a. orgel og síðan for-
láta píanó, á þessi hljóðfæri lék
Kristín oft, þó aðallega fyrir sjálfa
sig eins og hún sagði oft. Veit ég
til þess að hún samdi bæði lög og
texta ef svo bar undir, án þess þó
að mér sé kunnugt um að þeir hafi
verið varðveittir. Hún var organisti
í Svínavatnskirkju árum saman.
Okkur frænd- og vinafólkinu hér
fyrir sunnan er söknuður í huga
þegar við sendum henni bestu
kveðjur með þakklæti fyrir góða
viðkynningu. Um leið og við vottum
börnum hennar, tengdasyni og
barnabörnum, okkar innilegustu
samúð biðjum við Guð að fylgja
henni á leið til ljóssins.
Blessuð sé minning hennar.
Gisli Erlendsson,
Jónína Hjartardóttir
og fjölskylda.
Ekkert fær stöðvað framvindu
tímans og enginn fær varist kalli
hans. Nú er hún Kristín á Tindum
ekki lengur meðal okkar og hefur
skilið eftir sig tómarúm í lífi okkar
sem eftir stöndum sem aldrei verð-
ur fyllt á þann hátt sem henni var
einni lagið. ;
Ég sem hef álist upp og búið sem
nágranni hennar og hennar fjöl-
skyldu allt mitt líf og notið þeirrar
miklu vináttu og hlýju sem alltaf
hefur, ríkt milli heimila okkar, og
aldrei hefur borið skugga á get
ekki látið hjá líða að minnast henn-
ar í örfáum orðum nú að leiðarlok-
um.
Kristín fæddist 22. apríl 1915.
Dóttir hjónanna Siguijóns Þorláks-
sonar sem var skagfirskrar ættar
og Guðrúnar Erlendsdóttur frá
Beinakeldu í Torfulækjarhreppi.
Hófu þau búskap á Tindum í Svína-
vatnshreppi 1909 og bjuggu þar
meðan bæði lifðu. Siguijón var hinn
mestu hagleikssmiður jafnvígur á
tré og járn sem var ómetanlegur
styrkur bónda á þeim tíma þegar
bændur þurftu að vera sjálfum sér
nægir um alla hluti.
Kristín er því alin upp á Tindum
í hópi sjö systkina en eru nú fjögur
þeirra á látin, eftir lifa þau Ásta,
Guðrún og Þorlákur.
Kristín stundaði nám við Kvenna-
skólann á Blönduósi á árunum
1933-1935, undir handleiðslu frú
Huldu Stefánsdóttur, en hjá henni
lærði hún meðal annars að spila á
hljóðfæri, en Kristín var ákaflega
músíkölsk og þrátt fyrir tiltölulega
lítið tónlistarnám var hún fær að
spila á píanó og orgel, og hef ég
það fyrir satt að ekki hafi verið til
það merki í tónfræði sem hún kunni
ekki góð skil á. Hún var organisti
í Svínavatnskirkju um nokkurra ára
skeið.
Um það leyti sem Kristín var á
Kvennaskólanum var hún sumar-
langt á Þingeyrum.
Þann 5. febrúar 1937 giftist
Kristín Lárusi Sigurðarsyni sem þá
hafði hafið búskap á Hamri í Svína-
vatnshreppi. Bjuggu þau þar mynd-
arbúi í fimm ár og ræktuðu mikið
og byggðu meðal annars steinsteypt
íbúðarhús.
Árið 1944 kaupa þau Tinda föð-
urleifð Kristínar en Siguijón faðir
hennar hafði dáið árið áður. Þau
Kristín og Lárus eignuðust þijú
börn. Þau eru: Siguijón, fæddur 6.
september 1937, bóndi á Tindum
og oddviti Svínavatnshrepps; Gunn-
ar, fæddur 1. janúar 1942, dáinn
10. mars 1948; og Gunnhildur,
fædd 22. janúar 1951, búsett á
Blönduósi, gift Sigurði Ingþórssyni
og eiga þau þijú börn, Lárus, Sigur-
jón og Kristínu, sem öll nutu mikill-
ar umhyggju og kærleiks ömmu
sinnar á Tindum.
Kristín og Lárus bjuggu miklu
myndarbúi á Tindum. Byggðu al-
gerlega upp öll hús af miklum
myndarskap og ræktuðu stórt tún.
Þau hófu mjólkurframleiðslu strax
og farið var að taka á móti mjólk
á Blönduósi, sem þau gerðu síðan
samhliða stóru sauðfjárbúi og
hrossabúskap. Siguijón sonur
þeirra hefur búskap með foreldrum
sínum strax og unglingsárunum
sleppir og hefur búið með móður
sinni á Tindum síðan Lárus féll frá
árið 1984.
Kristín á Tindum var ákaflega
sjálfstæð persóna, hafði ákaflega
fastmótaðar skoðanir um menn og
málefni og lét hvergi sitt eftir liggja
þar sem hún kom nærri, hún fylgd-
ist alltaf mjög vel með öllu sem
fram fór heima og heiman og var
mjög fróð og vel heima um marga
hluti.
Mikil og falslaus vinátta var á
milli heimila foreldra minna og
Tindahjónanna sem hefur viðhaldist
óbreytt við þau kynslóðaskipti sem
orðið hafa og vil ég sérstaklega
þakka Kristínu fyrir þá hlýju og
tryggð sem hún hefur ætíð sýnt
mér og minni fjölskyldu.
Kristín ræktaði sinn garð af mik-
illi trúmennsku bæði í yfirfærðri
merkingu og orðsins fyllstu merk-
ingu. Hún lagði ætíð metnað sinn
í það að Tindaheimilið og allt þess-
umhverfi væri sem snyrtilegast og
var það hennar verk öðrum fremur
hversu alltaf var snyrtilegt og vel
til haft heim að líta á Tindum.
Myndarlegur tijágarður sunnan- og
austan við húsið ber þess glöggt
vitni. Hennar síðasta verk í garðin-
um var að fá garðinn stækkaðan
út yfir þann blett sem gamli bærinn
á Tindum stóð og rifinn var fyrir
stuttu og plantaði þar tijám. Við
það verk var hún síðastliðið sumar
er ég kom að Tindum og dáðist ég
að þeim mikla krafti sem ennþá bjó
í henni þrátt fyrir aldur og var mér
hugsað til þess að mér fyndist hún
ekkert hafa elst síðan ég man hana
fyrst.
En tíminn lætur ekki að sér
hæða og er ég kom að Tindum nú
í byijun þorra frétti ég að hún
væri komin á spítala og ekki yrði
aftur snúið. Mér var þá litið á stóru
þingvíðistrén sunnan við húsið sem
hún átti svo sannarlega hveija grein
í og sé að þau eru að bytja að laufg-
ast. En svo kom frost og brumið
kól og allt í einu var allt búið. Krist-
ín var horfin frá okkur. Þá fannst
mér eins og trén hefðu verið að
kveðja fóstru sína með sínum hætti
þrátt fyrir árstíma.
Kristín verður til grafar borin við
hlið Lárusar á Blönduósi í dag, laug-
ardaginn 29. febrúar.
Að lokum vil ég votta öllum ætt-
ingjum og aðstandendum Kristínar
samúð mína og segja að allar mínar
minningar um hana eru góðar. Þær
mun ég geyma en ekki gleyma.
Jón Gíslason,
Stóra-Búrfelli.
í dag, laugardaginn 29. febrúar,
er kvödd frá Blönduóskirkju Kristín
Siguijónsdóttir húsfreyja á Tindum
í Svínavatnshreppi. Hún lést á Hér-
aðshælinu á Blönduósi þann 19.
febrúar sl. en þar hafði hún dvalið
frá því snemma í janúar, heltekin
af þeim illræmda sjúkdómi sem svo
marga Islendinga leggur að velli.
Ekki datt mér í hug, þegar ég hitti
hana síðast, glaða og hressa heima
á Stóra-Búrfelli um páskana á sl.
ári, að við myndum ekki sjást fram-
ar, en svona er lífið. Stína, en það
var hún alltaf kölluð heima í sveit-
inni okkar, var fædd að Tindum
22. apríl 1915 og ólst þar upp með
foreldrum sínum, Guðrúnu Erlends-
dóttur og Siguijóni Þorlákssyni í
hópi 7 systkina, en nú eru aðeins
3 þeirra eftir á lífi. Hún gekk ung
í Kvennaskólann á Blönduósi eins
og svo margar aðrar húnvetnskar
stúlkur bæði fyrr og síðar og fékk
þar gott veganesti fyrir lífsstarfið.
Þann 5. febrúar 1936 giftist hún
Lárusi Sigurðssyni og hófu þau
búskap á Hamri í Svínavatnshreppi
og bjuggu þar til ársins 1944. Þá
fluttu þau að Tindum og tóku við
búi af foreldrum Stínu, og bjuggu
þar æ síðan, með miklum myndar-
brag, enda voru þau hjónin mjög
samhent og dugleg. Þau hjónin
eignuðust 3 börn, Siguijón bónda
á Tindum, en hann er ókvæntur,
Gunnar sem lést 6 ára að aldri og
Gunnhildi húsfreyju á Blönduósi,
en hún er gift Sigurði Ingþórssyni
og eiga þau 3 börn.
Stína var heimakær kona, hennar
staður var fyrst og fremst á heimil-
inu þar sem hún vann af miklum
dugnaði að velferð þess, bæði utan
húss og innan. Hún kom upp falleg-
um garði í kringum húsið, sem hún
hafði mikla ánægju af og sýndi mér
oft þegar ég kom í heimsókn. Mér
er Ijúft að minnast hvað alla tíð var
góð vinátta milli foreldra minna,
Ingibjargar og Gísla á Búrfelli, og
þeirra Tindahjóna. Ein af mínum
bestu bernskuminningum var þegar
mamma fór gangandi með okkur
systurnar í heimsókn út að Tindum
og var það oftast að vetrarlagi þeg-
ar minna var að gera á bæjunum.
Frá þessum ferðum man ég helst
eftir hvað vel var tekið á móti okk-
ur og hvað þær nágrannakonurnar
þurftu mikið að tala saman, svo
fannst mér alltaf svo fínt í stofunni
hjá henni Stínu. Þar var svo mikið
af púðum og myndum sem hún
hafði sjálf saumað enda mikil hann-
yrðakona, þótt varla hafi nú oft
gefist mikill tími til slíks á anna-
sömu sveitaheimili. Stína var einnig
mjög músíkölsk og spilaði á orgel,
bæði sér til ánægju og eins þegar
mannfagnaðir voru í sveitinni og
oregl var á staðnum. Einnig lék hún
undir við messusöng í Svínavatns-
kirkju um árabil. Ég ætla ekki að
rekja æviferil Stínu frekar, það eru
aðrir færari um að gera. Heldur
aðeins með þessum fátæklegu orð-
um að þakka hennar fjölskyldu alla
þá tryggð og vináttu sem þau ávallt
auðsýndu foreldrum mínum og okk-
ur systkinum.
43
Lárus mann sinn missti Stína 14.
október 1983 og var það henni að
vonum mikið áfall, en ótrauð hélt
hún áfram búskapnum með Sigur-
jóni syni sínum allt til síðustun ára-
móta er hún kenndi síns bana-
meins. Að síðustu vil ég votta Sigur
jóni, Gunnhildi, Sigurði, barnabörn-
um hennar, systkinum og öðrurr
vandamönnum mína dýpstu samúc
og bið guð að blessa þau. Blessut
sé minning Stínu á Tindum og
megi hún hvíla í friði.
Ásgerður Gísladóttir fr;
Stóra-Búrfelli.
I dag verður jarðsungin frá
Blönduóskirkju föðursystir mín
Kristín Siguijónsdóttir frá Tindum
í Svínavatnshreppi. Kristín vai
fædd 22. apríl árið 1915 en sá dag-
ur bar þá upp á sumardaginn fyrsta.
Hún hélt æ síðan upp afmælið sitt
á sumardaginn fyrsta þó svo að sá
dagur bæri víst sjaldnast upp á hinn
raunverulega afmælisdag. Þetta
var táknrænt fyrir Kristínu þar sem
hún beið komu vorsins þegar sól
hækkar á lofti og gróðurinn fer að
taka við sér. Kristín var þriðja barn
af sjö börnum hjónanna frá Tindum,
þeirra Guðrúnar Erlendsdóttur og
Siguijóns Þorlákssonar, en systkini
Kristínar voru Ástríður, sem býr á
Selfossi, Erlendur, sem einnig bjó
á Selfossi en er nú látinn, Þorlákur
faðir minn, sem býr í Reykjavík,
Sigrún, sem féll frá aðeins 18 ára
gömul, Ingibjörg, sem nú er látin,
en hún bjó á Drangsnesi, og yngst
er Guðrún, sem býr í Reykjavík.
Skólaganga Kristínar var ekki löng,
ekki frekar en annarra barna á
þeim tíma, sem hún ólst upp á. Auk
venjulegrar barnafræðslu í formi
farkennslu stundaði hún nám í
kvennaskólanum á Blönduósi í bók-
legum og verklegum fræðum.
Um fermingaraldurinn hóf hún
nám í orgelleik. Kristín var um
nokkur árabil organisti við Svína-
vatnskirkju og fórst henni það vel
úr hendi eins og hennar var von
og vísa enda var hún músíkölsk.
Kristín hafði þá náðargáfu til að
bera að geta samið lög og texta
og voru lögin hennar oft sungin
þegar systkinin frá Tindum komu
saman á góðum stundum.
Kristín giftist 5. febrúar 1937
Lárusi Sigurðssyni frá Vöglum í
Vatnsdal. Fyrstu hjúskaparárin
bjuggu þau að Hamri í Svínavatns-
hreppi en árið 1944 þegar Sigurjón
faðir Kristínar fellur frá flytja þau
á æskuheimili Kristínar að Tindum
og búa þar allan sinn búskap. Lárus
fellur frá 14. október 1983 en hann
var fæddur 21. apríl 1906. Þeim
varð þriggja barna auðið. Elstur er
Siguijón, fæddur 1937, en hann býr
nú að Tindum og er oddviti sinnar
sveitar. Annar í röðinni var Gunn-
ar, fæddur 1942, en han lést aðeins
6 ára gamall og var hann þeim hjón-
um svo og öllum ættingjum mikill
harmdauði. Yngst er Gunnhildur,
fædd 1951, og er hún gift Sigurði
Ingþórssyni og búa þau á Blöndu-
ósi og eiga þau 3 börn, Lárus, Sig-
uijón og Kristínu Rós. Barnabörnin
voru þeim hjónum Kristínu og Lár-
usi einkar kær og voru börnin hjá
þeim öllum stundum, enda er stutt
og greiðfær leið frá Blönduósi að
Tindum.
Það var gaman að koma heim
að Tindum, enda tóku Kristín og
Lárus vel á móti öllum gestum og
gangandi. Bar Kristín jafnan mikla
umhyggju fyrir systkinum sínum
og afkomendum þeirra. Þau er nú
orðin mörg börnin, sem voru sumar-
langt hjá þeim hjónum Kristínu og
Lárusi og víst er að í dag hvarflar
hugur þeirra heim að Tindum á
útfarardagi Stínu, eins og hún var
ávallt kölluð. Ég, foreldrar mínir
og systkini kveðjum Kristínu Sigur-
jónsdóttur frá Tindum með virðingu
og þökk. Ég sendi Siguijóni og
Gunnhildi mínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fýlgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Sigrún Þorláksdóttir.