Morgunblaðið - 29.02.1992, Qupperneq 47
fUM-
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRUAR 1992
47
félk f
fréttum
Barbra
Streisand og
Nick Nolte
leika saman
i nýju kvik-
myndinni
The Prince
of Tides sem
Barbra leik-
stýrðijafn-
framt.
AFMÆLI
Þau eiga afmæli fjórða hvert ár
Fólkið á myndunum er allt úr
Ólafsvík og eiga auk þess
sameiginlegan afmælisdag sem er
í dag, 29. febrúar. Þessi dagur er
að sjálfsögðu sérstakur þar sem
hann ber aðeins upp fjórða hvert
ár og því þykir það nokkuð sér-
stakt að fimm manns á svo litlum
stað eigi þennan sama afmælis-
dag. Á myndinni eru, efst frá
vinstri: Sumarliði Örn Rúnarsson
og Sigurdís Benónýsdóttir og í
neðri röðinni eru Þorsteinn Gunnar
Gunnarsson og Hákon Þorri Her-
mannsson. Á innfelldu myndinni
er Sigríður Sigurðardóttir. Það
sem einnig er mjög sérstakt er að
Sigurdís, Sumarliði og Sigríður
halda öll upp á tvítugsafmæli sitt
í dag og Þorsteinn og Hákon eru
báðir tólf ára. Þess má einnig
geta að Hákon og Sumarliði eru
systkinabörn. Þessi dagur er því
sérstakur fyrir þau og við óskum
þeim öllum innilega til hamingju
með daginn.
HÆFILEIKAR
Barbra Streisand leikstýrir
og leikur í nýrri kvikmynd
Morgunblaðið/Alfons
Barbra Streisand hefur nú lokið
við gerð kvikmyndarinnar The
Prince of Tides, en hún bæði leik-
stýrir og leikur eitt aðalhlutverkið
í myndinni ásamt leikaranum Nick
Nolte og hefur kvikmyndin fengið
góða dóma vestanhafs. Barbra hef-
ur greinilega ýmsa hæfileika en auk
þess að vinna við kvikmyndir hefur
hún sungið sig inn í hjörtu fólks
um allan heim með söng sínum.
Þegar hún var aðeins 27 ára gömul
var hún eina manneskjan sem hafði
unnið Tony-verðlaunin, Grammy-
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Skátar í Hveragerði ganga fylktu Iiði um götur Hveragerðis.
HVERAGERÐI
Skátar í hressilegu
afmælisskapi
Skátar í Hveragerði héldu upp
á 80 ára afmæli skátahreyf-
ingarinnar síðastliðinn laugar-
dag eins og fjölmargir aðrir skát-
ar í landinu.
Skátarnir gengu fylktu liði
undir íslenska fánanum frá fé-
lagsheimili sínu, um götur
Hveragerðisbæjar og að Ölfus-
borgum þar sem fram fór sam-
koma með veitingum, söng og
annarri skemmtan. Þar mættu
fjölmargir foreldrar og mikið var
sungið. Þarna fengu nokkrir nýl-
iðar afhentan gula klútinn sem
viðurkenningarvott á góðu starfi.
í lok samkomunnar skutu fé-
lagar í Hjálparsveit skáta í
Hveragerði 80 flugeldum.
Sig. Jóns.
Húsfyllir var í ölfusborgum á afmælissamkomunni.
OLAFSVIK
Þijú hundruð
manns blót-
uðu þorra
Mikið og veglegt þorrablót var
haldið í félagsheimili Ólafs-
víkur fyrir skömmu. Hin ýmsu fé-
lagasamtök á Ólafsvík stóðu að
þorrablótinu og að sjálfsögðu var
borinn fram hinn hefðbundni ís-
lenski þorramatur sem verslunin
Hvammur sá um. Einnig var mikið
um heimatilbúin skemmtiatriði. Alls
blótuðu um þrjú hundruð manns
þorra þetta kvöld en hápunktur
þess var karlakórinn Rjúkandi sem
kom fram og söng við miklar og
góðar undirtektir gesta og voru
þeir félagar margsinnis klappaðir
upp. í karlakórnum eru 19 manns
en stjórnandi hans er Helgi E.
Kristjánsson, skólastjóri Tónlistar-
skólans. Lokapunktur kvöldsins var
dansleikur með hljómsveitinni 7und
frá Reykjavík og stóð hann langt
fram undir morgun. - Alfons
COSPER
/V.b..&
.. ^
..
. ^ -—.
i ;
Cosper „N"*
, V, <C) PIB
- Hvað við fengum boltann? - Forstjóri Glerverk-
smiðjunnar gaf okkur hann.
verðlaunin, Emmy-verðlaunin, Ósk-
arsverðlaunin og Golden Globe-
verðlaunin. Sjálf segir Barbra að
röddin hennar sé gjöf frá Guði en
hún hefur aldrei lagt stund á söng-
nám.
Hún segir að allt sitt líf hafi fólk
sagt henni að hún myndi aldrei ná
langt þar sem hún hefði stórt nef
og væri ekki nógu falleg. Hún seg-
ist hins vegar hafa sannað hið gagn-
stæða í gegnum tíðina.
Barbra segist trúa því að ekkert
í lífinu sé tilviljun. Hún segir t.d.
að hún hafi ákveðið að taka að sér
leikstjórn nýju myndarinnar eftir
að ljósin í herberginu kviknuðu
sjálfu sér tvisvar sinnum eina nótt-
ina og daginn eftir tilkynnti hún
að hún ætlaði að taka að sér verk-
efnið.
Hún segir að þrátt fyrir að hún
eigi marga góða vini hafi hún fund-
ið fyrir einmanakennd þar sem
frægð og frami hennar hafi gert
fólk tortryggið gagnvart sér.
Bílamarkadurinn
Morgunblaðið/Alfons
Einn kórfélaganna, Erlingur
Helgason skipstjóri, tekur hér
létta sveiflu á lítinn saxafón.
Smiðjuvegi 46E
v/ReykjanesbrauU
Kopavogi, sími
671800
Willys '64, 8 cyl 350ci Allur endurnýjaður,
V. 580 þús., sk. á ód.
Honda Accord EXI 2,2 ’91,150 hö., sjálfsk.,
m/öllu, ABS, ek. 29 þ. V. 2,2 millj.
Honda Clvlc GTI ’88, topplúga
sumar/vetrardekk. Fallegur bíll.
V. 980 þ., skipti.
Peugout 205 Junior '91, hvítur, beinsk., ek.
11 þ. V. 590 þús.
Honda Prelude EX 2,0 ’88, ek. 28 þ. Ýmsir
aukahl. V. 1280 þús.
Daihatsu Charade CS ’88, 5 dyra, ek. 45
þ. V. 530 þús., sk. á ód.
Daihatsu Charade Sedan ’90, sjálfsk., ek.
18 þ. v. 820 þús., sk. á ód.
Daihatsu Rocky 4x4 ’85, 2000, vökvast.
ek. 86 þ. Gott eintak. V. 780 þús.
Honda Civic GLi Sedan ’91, 5 g., ek. 11 þ,
V. 1050 þús., sk. á ód.
MMC Colt GLX '85, 5g., ek. 50 þ.
V. 780 þús.
MMC L-300 8 manna ’88, úrvalsbíll.
V. 1280 þús., sk. á ód.
Toyota Corolla 4x4 Touring XL '90, ek,
30 þ. V. 1260 þús.
Mazda 323 1.8 Sedan 4x-4 ’91, ek. 16 þ
V. 1180 þús.
Dodge Aries LE ’88, 4 dyra, sjálfsk., ek.
52 þ. V. 820 þús.
Ford Bronco II XL ’88, 5 g., ek. 37 þ.
V. 1590 þús., sk. á ód.
MMC Pajero Turbo diesel ’ 88, ek. 82 þ,
Jeppi í sérfl. V. 1450 þús., sk. á ód.
Ath. 15-30% staðgreifisluafsláttur