Morgunblaðið - 29.02.1992, Side 48

Morgunblaðið - 29.02.1992, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRUAR 1992 STJORNUSPA eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú ræðir við maka þinn og ákveður að breyta fjárfesting- aráætlun þinni. Gerðu skyldu þína heima fyrir möglunar- laust. Naut ' (20. apríl - 20. maí) Þér fmnst maki þinn hafa rétt fyrir sér í því sem-hann hefur til málanna að leggja. Þú færð hvatningu frá öðru fólki"núna. Farðu vel með starfskrafta þína. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú getur orðið að snara út fyr- ir óvæntum aukakostnaði og þér hættir tíl að eyða of miklu í skemmtanir. Láttu letina ekki ná tökum á þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HH8 i Þú átt gott samfélag við sam- starfsmann eða ættingja í dag. Hafðu jafnvægi á milli vinnu og leiks í lífi þínu. Kvöldið kem- ur þér á óvart. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú átt erfitt með að Ijúka ákveðnu verkefni núna og hyll- ist til að ýta hlutunum á undan þér. Ættingi þinn gefur þér góð ráð, Farðu út á meðal fólks í kvöld. * Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú kannt að rekast á verðmæt- an hlut á skransölu eða flóa- markaði. Úfar kunna að rísa með þér og vini þínum vegna peningamála. r* T (23. sept. - 22. október) Þú kannt að fá gesti á óheppi- legum tíma núna. Sinntu mikil- vægum símtölum og svaraðu pennavinum sem eiga inni bréf hjá þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Sjálfsskoðun leiðir til þess að viðhorf þín breytast. Veittu umferðarreglum gaumgæfi- lega athygli þegar þú ert á ferð og flugi. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Einhver treystir þér fyrir leyndarmáli. Blandaðu þér ekki í peningamál vina þinna um sinn og eyddu ekki að óþörfu. Kvöldið kann að verða róman- tískt. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Farðu varlega með greiðslu- JR kortið þitt. Vinur þinn skiptir sér af þér og þér fínnst hann hafa nokkuð til síns máls. Sýndu öðrum umburðarlyndi og lifðu lífínu lifandi. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Þú færð góðar ráðleggingar sem koma þér vel í starfi þínu. Gefðu þínum nánustu það svig- rúm sem þeir þurfa á að halda til að gera það sem þá langar til. Fiskar ' (19. febrúar - 20. mars) Þú kannt að þurfa að fara í ferðalag vegna starfs þíns. Eyddu ekki of miklum pening- um vegna þátttöku þinnar í félagslífinu. Einhver kann að láta þig bíða núna. Stjörnusþána á að lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. DYRAGLENS SKVLCXJ GÆLUD^R /jNNARA HAFA SVOKLA QEÐSVEIFLUR? TOMMI OG JENNI FERDINAND 1 m—ms— 1 —r ^ SMAFOLK CHUCK ? CHAZ? CHAKLE5? UJHATEN/EK. Já, kennari „Sögur tveggja borga“ ' Kalli Dickens Chuck? Chaz? Charles? Gildir einu... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson \ Þú átt Axxx á móti Dxxxx og mátt engan slag gefa á lit- \ inn. Útilokað? Já, Imeð réttri vörn, en það sakar ekki að spila drottningunni og „svína“. Ef millihönd á Kx og bakhönd G10, er aldrei að vita nema þessi sví- virða heppnist. Einhverra hluta vegna er spilamennska af þessu tagi kölluð „kínversk svíning". Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♦ KG32 ▼ 9542 ♦ 108765 + - Vestur Austur ♦ 109 4 65 ▼ ÁDG ¥10876 ♦ ÁD43 ♦ KG ♦ D863 ♦ 109743 Suður ♦ ÁD874 ¥K3 ♦ 92 ♦ ÁKG5 Bandaríkjamaðurinn Billy (Broadway) Eisenberg spilaði 4 spaða í suður eftir opnun vest- urs á 15-17 punkta grandi: Vestur Norður Austur Suður 1 grand Pass Pass 2 spaðar Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Útspil: spaðatía. Þetta var fyrir nokkrum árum í Cavendish-klúbbnum í New York, og svo vildi til að Zia Mahmood sat á bekknum og horfði á. Því er þetta spil að finna í bók Zia, „Bridge my Way“. Útspilið sagði Eisenberg þá sögu að austur ætti a.m.k. ás eða kóng í tígli - ella hefði vest- ur lagt niður tígulásinn i upp- hafi. Þar með hlaut vestur að eiga hjartaásinn. Spilið virtist því dæmt til að tapast, en Eisen- berg var ekki á því að gefast upp. Hann tók fyrsta slagirm heima, spilaði út laufgosa og lét hann rúlla þegar vestur lagði ekki á. Einfalt og stílhreint. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Síðasta umferðin á stóra opna mótinu í Bern um daginn var tefld kl. 10 árdegis, en sá tími fellur skákmönnum misjafnlega vel. A.m.k. virtist ungverski stór- meistarinn Istvan Csom ekki sér- lega vel vaknaður í byrjuninni: Hvítt: Andrei Kharlov (2. 545), Rússlandi, svart: Csom (2.490), Sikileyjarvörn, 1. e4 — c5, 2. c3 — d5, 3. exd5 — Dxd5, 4. d4 — e6, 5. Ra3 - Rf6, 6. Rb5 - Ra6, 7. Be3 - cxd4, 8. Dxd4 - Bc5?? 9. Dxc5! — Dxc5, 10. Bxc5 — Rxc5, 11. Rc7+ — Kd8, 12. Rxa8 ' og nú hefði Ungverjinn getað gef- ist upp, en hann barðist í 25 leiki til viðbótar. Með þessum sigri sín- um náði Kharlov 7 v. og deildi öðru sætinu á mótinu. Það dugði honum til áfanga að stórmeistar- atitli. Csoni datt hins vegar niður í 13.-25. sæti. Alþjóðlegt skákmót hefst í fé- lagsheimili TR, Faxafeni 12, á sunnudaginn kl. 17.00. Níu stór- meistarar eru á meðal þátttak- enda, þ.á.m. 7. stigahæsti skák- maður heims, Lettinn Aleksei Shirov. Ásamt Gata Kamski er hann stigahæstur allra skák- manna undir tvítugu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.