Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.02.1992, Blaðsíða 56
J 50 !fálfpÓsfÍlÓLf01.^5 / 4 a'í'/ÍK YM: HAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Svæðissamtök við Eystrasalt; Danir hafna álieyniarað- ild Islands M S wr HVÆSIR SA KULVISI Morgunblaðið/RAX Viðræður íslendinga og Færeyinga um veiðiheimildir: Færeyingar bjóða íslending- um 2.000 tonna síldarkvóta Þórshöfn í Fœreyjum, frá Hirti Gíslasyni blaðamanni Morgunblaðsins. FÆREYINGAR hafa opinberlega boðið íslendingum heimildir til Jfc'eiða á 2.000 tonnum af síld innan færeysku lögsögunnar og hafa jafnframt ítrekað þær veiðiheimildir sem íslendingar hafa á makr- íl við Færeyjar en tilboð þetta er liður í því að halda sem mestu af kvóta Færeyinga við ísland. Sá kvóti er nú um 9.000 tonn, þar af 1.500 tonn af þorski. Jón B. Jónasson, skrifstofustjórW sjávarútvegsráðuneytinu, ræddi við John Petersen, sjávarútvegs- Börn náttúrunnar: Sex milljón- ir veittar til kynningar A FUNDI ríkisstjórnarinnar í gærmorgun var ákveðið, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins, að veita Friðrik Þór Friðrikssyni kvikmynda- gerðarmanni sex milljóna króna styrk til að kynna mynd sína, Börn náttúrunn- ar, en myndin hefur sem kunnugt er verið útnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin. Friðrik Þór Friðriksson sótti ■ um tíu milljóna króna styrk til að kynna mynd sína. Upplýsingarnar um styrk- veitinguna fengust ekki stað- festar í menntamálaráðuneyt- inu í gær en samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins hyggst menntamálaráðherra tilkynna um styrkinn í hófi með aðstand- endum myndarinnar kl. 17 í dag. ráðherra Færeyja, í gærdag og var kvótinn við ísland aðalmálið. John Petersen sagði í samtali við Morgunblaðið að loknum fund- inum að fundurinn hefði verið afar gagnlegur og hann væri bjartsýnn á að Færeyingar héldu kvóta sín- um við ísland, lítt eða ekkert skert- um. Með Jóni B. Jónassyni í þessum viðræðum var Vilhjálmur Vil- hjálmsson, framkvæmdastjóri Aflamiðlunar. Þeir ræddu auk kvótans um framkvæmd eftirlits með veiðum Færeyinga við ísland en meðal íslenskra sjómanna hafa verið uppi ásakanir um að Færey- ingar færu fijálslega með tölur um afla. Jafnframt var rætt um mögulegar landanir íslenskra skipa við Færeyjar en leyfi til land- ana íslenskra skipa í erlendum höfnum er bundið því að fiskurinn sé seldur á svokölluðum gólfmark- aði en enginn slíkur er enn í Fær- eyjum. John Petersen sagði að loknum fundinum að veiðar Færeyinga við ísland væru þeim afar mikilvæg- ar. Nokkrir tugir skipa byggðu afkomu sína á þeim og umtalsverð vinna skapaðist í landi. Hann sagði að nú áraði illa í færeyskum sjáv- arútvegi og sér þættu leiðar þær raddir sem hann heyrði af íslandi þess efnis að menn vildu reka Færeyinga úr íslensku lögsögunni. Menn sem væru þeirrar skoðunar væru greinilega búnir að gleyma því að þegar íslendinga skorti bæði sjómenn og fískverkafólk til að gera sem mest úr mögulegum fiskafla sínum hefðu færeyskir sjó- menn og verkamenn streymt yfir til íslands þeim til aðstoðar. Jón B. Jónasson sagði viðræður þessar gagnlegar. Ýmis mál hefðu skýrst en engin ákvörðun hefði verið tekin á þessum fundi um kvóta Færeyinga við ísland. ís- lenska ríkisstjórnin myndi gera það síðar. Eins og áður sagði er kvótinn um 9.000 tonn, þar af 1.500 af þorski, 450 af lúðu en megnið er keila, ufsi og langa. Færeyingar hafa ekki nýtt sér til fulls þorsk- veiðiheimildir sínar en mestur hef- ur afli þeirra á íslandsmiðum síð- ustu árin verið um 21.600 tonn. UFFE Ellemann-Jensen, utan- ríkisráðherra Danmerkur, hef- ur hafnað málaleitan Jóns Bald- vins Hannibalssonar utanríkis- ráðherra um að íslendingar fái áheyrnaraðild á stofnfundi svæðissamtaka ríkja við Eystra- salt sem haldinn verður í Kaup- mannahöfn 6. mars næstkom- andi. Jón Baldvin sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að svæðissam- tök þessi yrðu stofnuð að frum- kvæði Þjóðverja en Danir væru fundarboðendur ásamt þeim. Upp- haflega var gert ráð fyrir þátttöku allra þeirra þjóða sem eiga land að Eystrasalti en síðar bættust Norðmenn við. Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi í vikynni að sækjast eftir áheymaraðild á stofnfundinum til að fylgjast með þróuninni. Elle- mann-Jensen hafnaði þessari málaleitan og vísaði til þess að þrýstingur hefði verið á fundar- boðendur að Tékkar og Hvítrússar fengju að vera með en því hefði verið hafnað og með sama hætti yrði að neita íslendingum um áheyrnaraðild. Jón Baldvin sagði að sjá mætti fyrir þá þróun að íslendingar ein- angruðust frá norrænu samstarfi, hin Norðurlöndin myndu brátt eiga nóg með að skipuleggja aðild að Evrópubandalaginu og hin nýju svæðissamtök við Eystrsalt. Kvaðst utanríkisráðherra búast við að Davíð Oddsson forsætisráð- herra og Eiður Guðnason um- hverfisráðherra vektu athygli á því á Norðurlandaráðsþingi í Hels- inki í næstu viku að þetta kynni að boða að íslendingum yrði ekki til setunnar boðið í norrænu sam- starfi framtíðarinnar. Sjá samtal við utanríkisráð- herra á bls. 27. Ríkisstjórnin um verktöku fyrir varnarliðið: Sömu reglur o g í NATO- ríkjum á kjörtímabilinu Einkaleyfi til verktöku á Keflavíkurflugvelli þá afturkallað RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt stefnumótun vegna verktöku fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli, þar sem m.a. er gert ráð fyrir að samskonar reglur muni taka gildi um verktöku fyrir varn- arliðið á Keflavíkurflugvelli og gilda í öðrum NATO-ríkjum, áður en kjörtímabil ríkisstjórnarinnar rennur út, vorið 1995. í sam- þykkt ríkisstjórnarinnar segir að þessar tillögur um stefnumótun séu í fullu samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar sem mótuð sé að frumkvæði núverandi utanríkisráðherra um að breyta fyrir- komulagi verktöku í sjálfstæðisátt og afnema einokunina. I samþykkt ríkisstjómarinnar segir að verktökumál varnarfram- kvæmda verði aðlöguð venjulegum háttum innan NATO-ríkja á þessu kjörtímabili. Á aðlögunartímanum verði tekin upp undirverktaka á samkeppnisgrundvelli í allt að 90% þeirra verka, sem eru áætluð til samninga á þessu ári og síðar. í þriðja lagi samþykkir ríkisstjómin að erlend efniskaup verði boðin út í alþjóðlegum útboðum. í fjórða lagi verði samkomulag um að ræða endurskoðun á álagningar- reglum í núgildandi fyrirkomulagi verktökunnar. Ríkisstjómin telur, samkvæmt upplýsingum Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, að hún komi til móts við þær athugasemdir sem einstök Atlantshafsbandalagsríki hafa gert við fyrirkomulag verk- töku á Islandi, jafnframt því sem tekið sé tillit til hagsmuna allra samningsaðila. í samþykktinni segir einnig að ríkisstjórnin bendi á að fmmkvæð- ið að breytingunni hafi verið ís- lenskt og hafi hafist áður en nokkrar bandalagsþjóðir íslend- inga hafi sett fram óskir um slíkar breytingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.