Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.04.1992, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. APRIL 1992 fólk i fréttum GEÐVEIKI Weltman ofsækir Witt ei meir Starfsstúlkurnar úr Hraðfrystistöð Þórshafnar í góðu yfirlæti í pottinum góða ásamt Hilmari Þór Hilm- arssyni verksmiðjustjóra og Olsen, starfsmanni verkmiðjunnar. ÞÓRSHÖFN I nuddpotti í Loðnuverksmiðjunni Þórshöfn. að var heldur óvenjuleg sjón sem mætti fréttaritara um daginn þegar hann leit inn í Loðnu- verksmiðjuna. Það voru fjórar kon- ur í heitum nuddpotti á gólfínu í vistinni þar. Þarna voru komnar fjórar starfsstúlkur Hraðfrysti- stöðvarinnar til að slaka á eftir vinnudaginn og fengu þær með ljúfu geði afnot af potti verksmiðju- manna. Sögðu konurnar þetta vera bestu heilsubót eftir vinnudaginn og þó að dálítil bræðslulykt liggi í loftinu þá lætur sannur Þórshafnar- búi það ekki á sig fá. Hreinlætið í vélarsalnum er til fyrirmyndar enda ráða þar ríkjum mikil snyrtimenni. Funheitt er í Loðnuverkmiðjunni þegar verið er að bræða og mikil afgangsorka svo starfsmönnum datt í hug að koma sér upp heilsuhorni. Þeir suðu sam- an tvö gömul stór fiskikör og fóðr- uðu síðan að innan með plasti. Nóg var af heitu vatni og þar með var potturinn tilbúinn. Loftslangan var síðan sett ofan í annað veifíð til að nudda mannskapinn. Góðar sturtur eru til staðar og ágæt hreinlætisað- staða að öllu leyti. Hilmar Þór Hilmarsson verk- smiðjustjóri sagði pottinn vera hið mesta þarfaþing í vélasalnum og ekki bæri á því að afköst í verk- smiðjunni minnkuðu við tilkomu hans, en búið er að bræða 24.000 tonn frá áramótum. Potturinn er vinsæll og fær kvenþjóðin úr frysti- húsum stundum afnot af honum eins og núna má sjá. Ekkert sagð- ist þó Hilmar skilja í því að engin kvennanna hefur þegið boð þeirra verksmiðjustjóra um nudd og aðra þjónustu við pottinn góða! - LS Búið er að leiða til lykta máls- höfðun skautadrottningarinn- ar og kynbombunnar Katarinu Witt gegn atvinnulausum geðklofa að nafni Harry Weltman sem ofsótti hana á árunum 1990 og 1991. Weltman var dæmdur í allt að 30 ára fangelsi og var dómurinn svo stífur vegna þess að sönnunargögn staðfesti rökstuddan grun um að Weltman hafi verið með það næst á dagskrá sinni að myrða Witt. Síð- ustu bréf hans af mörgum innihéldu augljósar vísbendingar um ásetning hans og það varð til þess að banda- ríska alríkislögreglan lét til skarar skríða gegn honum. Weltman fékk Witt á heilann og áreitti hana linnulaust. Hann sendi Katarina Witt á ísnum. henni um hundrað bréf sem flest hver voru klámfengin og full af nákvæmum lýsingum á því hvað Weltman ætlaðist fyrir er hann kæmist yfir Witt. Hann sendi henni og klúrar nektarmyndir af sjálfum sér. Kvað svo rammt að ofsóknum Weltmans, að er Witt fór til sum- ardvalar í foreldrahús í Altenhof í Þýskalandi, seldi Weltman það eina í eigu sinni, forláta pallbifreið, til þess að kaupa sér farmiða fram og til baka. Síðan hreiðraði hann um sig nærri húsakynnum Witt-fjöl- skyldunnar og barði utan dyr og rúður á öllum tímum sólarhringsins öskrandi „Ég elska þig Katrín, ég elska þig.“ Alltaf fór offorsið vaxandi og þegar eitt bréfið barst, var lögregl- unni loks nóg boðið. Þar stóð m.a. -vertu ekki hrædd þegar guð leyfír mér að fjarlægja þig úr líkama þín- um og vefja þig örmum. Þá muntu kynnast þyí að til er líf utan líkam- ans.“ Og fleira miður kræsilegt var þarna að finna. Witt sagði í réttin- um að hún óttaðist Weltman mjög, hún hefði þrábeðið hann að láta sig í friði og hún tryði því að hann hefði ætlað að myrða sig. Dómarinn var henni sammála. Harry Weltman, 47 ára gamall. SAMYO SAMSTÆÐAN • 16 aðgerða þráðlaus fjarstýring. • Magnari; 2x60W með 5 banda tónjafnara. • Útvarp; FM/AM/LW, 24 stöðva minni og sjálfvirkur stöðvaleitari. • Segulband; tvöfalt með hraðupptöku, Dolby B og samtengdri spilun. • Plötuspilari; reimdrifinn, hálfsjálfvirkur. • Geislaspilari; með tvöfaldri „digital/analog" yfirfærslu, 16minni, lagaleit o.fl. • Hátalarar. 80 Watta, þriggja átta. Umboðsmenn um land allt Gunnar Asgeirsson hf. Borgartún 24 Sími: 626080 Fax: 629980 Reykjavfk, Heimilistæki hf. Sætúni 8, Frístund, Kringlan, Rafbúð Sambandsins, Holtagörðum, Kaupstaður I Mjódd ■ Akranes, Skagaradió • Borgarnes, Kaupfélag Borgfirðinga ■ ísafjörður, Póllinn hf. • Sauðárkrókur, Ratsjá • Ólafsfjörður, Valberg • Akureyrl, Radiónaust • Húsavfk, KÞ Smiðjan • Vestmannaeyjar, Brimnes • Selfoss, Kf. Árnesinga • Keflavfk, Radfókjallarinn. COSPER - Rétt hjá þér, pabbi, láttu hann fá stóra vatnsgusu. Dömu- og herrapennar í miklu úrvali, Penni er góð gjöf. MONT BLANC ÝPARKER VISA • KREDITKORT ■ SAMKORT * PÓSTKRÖFUR Laugavegi 118 við Hlemm, sími 19768,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.