Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRIL 1992 9 FERMINGARGJAFIR i ÚRVALI TTLDÆMIS: HANDSMÍÐAÐIR14 K HRINGIR MEÐ PERLU 6.900 HRINGIR MEÐ STEINI 7.900 Jön Slpmuniisson Skortpripoverzlun LAUGAVEG5-101 REYKJAVÍK SÍMI 13383 TOSHIBA Áttþú ekkí < örbylgjuofn ? Þeir sem eiga TOSHIBA örbylgjuofn segja aö það sé tækið, sem þeir vildu síst vera án. TOSHIBA eru mest seldu örbylgjuofnarnir á Islandi og þeim fylgir ókeypis kvöldnámskeið hjá Dröfn H. Farestveit hússtjórnarkennara. Hvernig væri að láta drauminn rætast og fá sér slíkan kostagrip ? Við bjóðum yfir 10 gerðir af TOSHIBA örbylgjuofnum á verði og kjörum, sem allir ráða við! Einar Farestveit & Co.hf Borgartúni 28 í* 622901 og 622900 VIP forVIP • VIP forVIP • VIP forVIP • VIP forVIP • VIP forVIP • vip. ÓDÝR ALVÖRU VATNSDÆLA TIL HEIMILISNOTA HAGSTÆTT VERÐ ‘dlA • dlÁuod dlA • dlAUOJ dlA • dlAM0J dlA • dlAUOJ dlA* dlAUOJ dlA' Til hreingerninga á húsinu, girðingunni, stéttinni, garðhýsinu, bílnum, kerrunni, bátnum ofl. HÚN BORGAR SIG STRAX UPP! Efnahagssamruninn og staða íslands Evrópubandalagsríkin stefna að efnahagslegri og peningalegri sameiningu fyrir aldamót. Skilyrði hafa verið sett fyrir því að aðildarríkin geti tekið þátt í þessu samstarfi. Þ>ótt við íslendingar séum ekki á leið inn í Evrópubandalagið eða peninga- legt samstarf Evrópuríkja árið 1996, er fróðlegt að sjá hvort við uppfyllum að einhverju leyti þau skilyrði, sem EB-ríkjunum sjálfum eru sett til þess að þau geti verið þátttakendur í þessu sam- starfi. Og þótt ótrúlegt megi virðast erum við ekki fjarri því að uppfylla þessi skilyrði. Kannski er efnahagsástandið ekki jafn slæmt og sagt er! Vangaveltur í forystugrein I forystugrein Morg- unblaðsins 3. apríl sl. var fjallað um viðskipLihalla þjóðarinnar, gjaldeyris- stöðu og erlenda lána- byrði. I niðurlagi hennar segir m.a.: „Evrópubandalagsrík- in stefna nú að efnahags- legri og peningídegri sameiningu fyrir alda- mót. Þau hafa sett ákveð- in skilyrði fyrir því að aðildarríkin geti .tekið þátt i því samstarfi. Eitt þeirra er að skuldir hins opinbera mega ekki nema meiru en 60% af þjóðarframleiðslu en Italir skulda nú um 100% miðað við þjóðarfram- leiðslu. Hér skal ekkert fullyrt um það, hvort sú 60% skuldatala, sem Þor- valdur Gylfason nefnir í grein sinni, er á einhvern hátt sambærileg við skil- greiningu Evrópubanda- lagsins, en óneitanlega væri fróðlegt að sjá hver staða okkar er gagnvart þeim skilmálum. Fyrir nokkru birtust upplýs- ingar frá OECD, sem bentu til þess að ríkis- sjóðshalli væri í meðal- lagi í hópi aðildarríkja.“ Skilyrðin í erindi, sem Ólafur Davíðsson flutti á ráð- stefnu Félags frjáls- lyndra jafnaðarmanna í lok marzmánaðar um Is- land og EB, fjallar hann um sömu atriði og koma fram í forustugreininm og þykir Morgunblaðinu því rétt að birta þann kíifla erindis hans hér á eftir. Ólafur Davíðsson sagði: „Árið 1996 niun leið- (ogafundur EB skera úr um hvaða ríki geta tekið þátt í myntsambandinu. Ef færri en sjö lönd upp- fylla sett skilyrði, verður upptöku á sameiginleg- um gjaldmiðli frestað til ársins 1999. Þá verður liins vegar ekki gefiim frekari frestur og þau lönd, sem þá hafa ekki uppfyllt sett skilyrði, verða skilin eftir. Skilyrðin, sem upp- fylla þarf, eru eftirfar- andi: 1. Verðbólga má ekki hafa verið meiri undan- gengna 12 mánuði en 1,5% umfram meðaltalið í þeim þremur löndum þar sem hún er niinnst. 2. Vextir, ni.v. nafn- vexti á ríkisskuldabréf- um, skulu undanfarna 12 mánuði ekki hafa verið meira en tveimur pró- sentustigum hærri en meðaltal slíkra vaxta í þeim þremur aðildaríkj- um þar sem verðbólga er minnst. 3. Halli á búskap hins opinbera, ríkis og sveit- arfélaga, má ekki vera umfram 3% af vergri landsframleiðslu og skuldir hins opinbera mega ekki vera meiri en nemur 60% af vergri landsframleiðslu. 4. Gengi gjaldmiðils verður að liafa verið inn- an venjulegra frávika, 2,25%, í evrópska mynt- samstarfinu a.m.k. und- angengin tvö ár og geng- ið má ekki hafa verið fellt. gagnvart öði-um niyntum í myntsamstarf- inu á þeim tínia. Hér er um afar ströng skilyrði að ræða og ein- ungis fá ríki Evrópu- bandalagsins uppfylla nú öll skilyrðin. Þau munu hins vegar einsetja sér að ná því marki að verða gjaldgeng í myntsam- bandinu þegai' þar að kemur. Fyrir sum ríkj- anna verður það þungur róður. Staða íslands En hvernig skyldum við Islendingar standa gagnvart. þessum skilyrð- um? Síðustu 12 mánuðina er verðbólga á íslandi 6,9%, sem er nokkru nieira en l'/2% umfram meðaltal þriggja lægstu landa í EB. Síðustu 6 mánuðina er árshraði verðbólgunnar 3,2%, sem er innan viðmiðunar. Að því er vextina varðar, gildir hið saman. Litið til síðustu 12 mánuða erum við yfir mörkum en um þessar mundir erum við innan marka. Vonir standa til að á þessu ári verðum við innan marka á báða þessa mælikvarða. Þótt halli á ríkisbú- skapnum hafi verið mik- ill að undauförnu, upp- fyllum við sennilega skil- yrðið um það að halli á búskap hins opinbera verði ekki umfram 3% af landsframleiðslu og skuldir hhis opinbera ekki umfram 60% af landsframleiðslu. Hallinn hefur verið rétt innan við 3% síðustu árin og skuld- irnar tæpar 40%. Það er þó nokkuð álitamál livernig skilgreina skuli þessi skilyrði. Að því er fjórða skyl- yrðið, gengisskilyrðið, snertir erum við ekki þátttakendur í evrópska myntsamstarfinu og því uppfyllum við ekki form- lega þetta skilyrði. I reynd hefur hins vegar gengi krónunnar verið óbreytt, án fi-ávika, gagnvart þeii-ri gengis- vog, sem við notum, í meira en tvö ár eins og kveðið er á um í skilyrð- inu. Jafnan gjald- gengir Þegar á allt er litið, erum við ekki fjarri því að uppfylla skilyrði Evr- ópubandalagsins fyrir þátttöku í efnahags- og myntsambandi framtíð- arinnar. Það má því segja að íslensk stjómvöld ættu í framtíðinni að setja efnahagsstefnunni það markmið að við vær- um jafnan gjaldgengir þátttakendur í myntsam- bandinu. Þessi markmið má setja aigjörlega óháð þvi livort við hyggjumst sækja um aðild að EB eða ekki. I sumum tilvikum gætum við reyndar þurft að setja okkur enn strangari skilyrði, t.d. að því er varðar opinbera búskapinn, þar sem stefnt verður að lialla- lausum fjárlögum á næsta ári.“ Þessi fallegi pels í öllum stærðum Kr. 125.000,- PElSINNrWl Kirkjuhvoli • sími 20160 LJJL! lÞar sem vandlátir versla\ Mínúta til stefnu! Minolta til taks! Miriolla er harðsnúið lið Ijósritunarvéla og í þeim hópi finnur þú örugglega eina tegund sem þér hentar. Hraði, hleðsla, heftun og flokkun - allt ettir þínu höfði. Ljósritunarvélarnar eru jafn fljótar með einföld tveggja og þriggja lita afrit og einlit. Innbyggt minni sparar baeði tíma og fyrirhöfn. Með þvl að geyma allt að 10 algengar skipanir er Ijósritunarvélin alltaf tilbúin. Það tekur tæpa mínútu að sannfærast um yfirburði Minolta! l iiiliilil. klúr.- Eiiiraldlrgu klár! MINOLTA KJARAN Skrifstofubúnc&ur SIÐUMÚLA 14 • SIMI (91) 813022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.