Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRIL 1992 13 Gamalt ráð sjómanna eftir Sigimiv Þór Sveinbjörnsson Aðfaranótt 1. mars 1972, laust fyrir k!. 3.00, var vélbáturinn Frigg VE 316, 49 tonna trébátur, að tog- veiðum 13 mílur NNV af Vest- mannaeyjum. SKipstjóri var einn í brúnni en aðrir skipveq'ar sofandi. Tekur skipstjóri eftir að bátur nálg- ast hann, en með sömu stefnu telur hann bátinn sleppa við sig. Þegar báturinn var kominn nær eða í um 100 m Qarlægð beygði hann í stjór og stefndi nú beint á mb. Frigg. Skipstjórinn brá við og setti á fulla ferð aftur á bak en engum togum skipti að bátur þessi, sem skipstjóri sá nú að var mb. Halkion VE 205 (250 tonna stálskip), keyrði á mb. Frigg og gekk stefnið skáhallt inn í stjórnborðskinnung framarlega. Við áreksturinn kom stórt gat á stjórnþorðskinnunginn á mb. Frigg og flæddi sjór þar inn, en skipstjóri reyndi að andæfa þannig að sem minnstur sjór færi inn í bátinn. Skip- veijar á Halkion voru fljótir að átta sig og hentu seglum yfir í Frigg til að setja yfir gatið og lak þá ekki inn í bátinn á meðan. Var nú haft samband við Vest- mannaeyjaradíó og beðið um Lóðs- inn og kom hann kl. 5.30 með kaf- ara og meira af seglum. Meðan beð- ið var eftir honum voru veiðarfæri dregin inn og haldið í átt að Eyjum í fylgd Halkions. Þegar Lóðsinn kom að skipunum voru seglin farin að rifna og sjór kominn inn í skipið. Tveir kafarar, sem komu með Lóðs- inum eins og áður segir, fóru með ný segl og annan útbúnað og lokuðu gatinu til bráðabirgða. Var síðan haldið til Vestmannaeyja í fylgd Lóðsins og gekk ferðin vel utan þess að þess að einu sinni þurfti að stoppa, lagfæra seglið og negla fyr- ir þar sem sjót' var farinn að flæða inn á ný. Þess skal éinnig getið að Lóðsinn kom með dælu sem ásamt lensum bátsins höfðu við lekanum. Skipstjórinn sagði eftir áreksturinn að mb. Frigg hefði aldrei komist hjálparlaus til hafnar. Ekki urðu slys á mönnum. En hvers vegna að riíja upp þetta 20 ára gamla slys hér og nú? Jú, tilgangurinn er að minna á þetta gamla ráð sjómanna að bjarga bát- um sínum með því að draga undir þá segl. Með viðræðum við gamla sjómenn og lestur bóka, sem íjalla um sjóslys, hef ég fundið mörg dæmi þess að bátum hefur verið bjargað hér við Vestmannaeyjar með þessari einföldu aðferð sl. 25 ár. Á síðustu árum hefur smábátum fjölgað mikið hér við land. Voru árið 1991 1.816 bátar. Þetta eru stórir og smáir plastbátar sem ganga 6-10 mílur og svo líka hraðskreiðir fiski- bátar sem ganga 18-25 mílur og svo þaðan af meira. Því miður hafa „Sjómenn: reynum að sýna meiri aðgætni og fækkum þessum smá- bátaslysum. Ef þau ger- ast, verum þá viðbúnir að takast á við þau og höfum segl um borð. Það er ódýrt en mikil- vægt öryggisatriði.“ slysa, né koma' á framfæri ráðum til að bjarga bátunum ef slys sem þessi gerast. Eins og dæmið sannar, sem rakið var í upphafi greinarinnar, hefur hér á árum áður bátum verið bjargað með því að draga undir þá segl. Þetta er ráð frá skútuöld og er í fullu gildi enn í dag. Það er trú mín að þetta ráð dugi vel og það sé mjög auðvelt að koma segli undir þessa plastbáta sem feng- ið hafa gat á botninn. Seglið þrýst- Segl koniið undir allan bátinn og bundið upp á síðurnar. Þannig er seglið látið fram fyrir bátinn og síðan siglt áfram þar til framskrið bátsins og þrýstingur frá sjónum leggur seglið að gatinu. verið tíð slys á þessum bátum og margir þeirra hafa sokkið eftir að liafa siglt á reköld, blindsker eða hreinlega í strand. Á árunum 1986- 1991 fórust 48 smábátar, þ.e.a.s. bátar styttri en 12 m. Á árinu 1991 urðu strönd 16 á bátum sömu stærð- ar og 6 bátar sigldu á rekald. Mörg slysin verða fyrir gáleysi og að ef ekki er staðinn dyggilegur vörður, en menn eru einir á þessum bátum í mörgum tilfellum. Komið hefur fyrir að þeir eru úti á dekki við vinnu með sjálfstýringu á og þannig hafa þeir siglt á reköld og sker. Vissulega væri hægt að fækka slysum af þessu tagi ef meiri aðgát væri höfð við siglingu en oft og tíðum eru þessir bátar á ferðinni í myrkri og slæmu skyggni á mikilli ferð. Þá er ekki undarlegt þótt menn sigli á reköld með fyrrgreindum afleiðingum. Það er því staðreynd að þessi slys verða og þá er spurningin: Hvað er til ráða til að bjarga þessum bátum? Ef ekkert er gert sökkva þeir á ótrú- lega skömmum tíma. Lítil umræða hefur verið um þessi slys nema þá á neikvæðum nótum. Gefið hefur verið í skyn að sjó- menn væru að sökkva þessum bátum viljandi. Mér er minnisstæð sú um- ræða sem var í morgunútvarpi Rás- ar tvö fyrir einu til tveimur árum, þar sem þetta var til umræðu. Það er mín skoðun að sjómenn sökkvi ekki undan sér bátum viljandi og setji sig þar með í lífshættu að óþörfu. Ég virði sjómenn meira en svo að ég ætli þeim slíkt. Slíkur málflutningur er einungis til þess ætlaður að lítillækka sjómenn og ber sjómönnum að mótmæla slíkum að- dróttunum. Þessi umræða skilar engu, nema kannski því að ekki er reynt að komast fyrir orsök þessara ist þá að gatinu og þéttir bátinn, minnkar lekann að minnsta kosti að mun. Ég er sannfærður um að bjarga hefði mátt mörgum smábátum sem sokkið hafa á undanförnum árum ef menn hefðu haft meðferðis segl og notað það. Tilraunir sem gerðar voru í Sund- laug Vestmannaeyja staðfestu þetta Sigmar Þór Sveinbjörnsson að mínu mati. Notað var líkan af plastbát og sett á hann nokkuð stórt gat, honum síðan sökkt og tíminn tekinn hve lengi hann var að sökkva. Þá var sami bátur látinn sigl.a með laust segl bundið upp að framan og framskrið bátsins látið halda seglinu að bátnum ásamt þrýstingi frá sjón- um; litlum flotum var komið fyrir á köntum seglsins svo það flaut upp með síðunni. Með þessum útbúnaði flaut báturinn tíu sinnum lengur en án segls. Síðan var segl sett undir bátinn og tekið upp á síður og bund- ið þar. Lak báturinn þá nánast ekk- ert. Það væri of langt mál að segja frá þessum tilraunum í heild en nið- urstöður urðu í stuttu máli þær að þetta virkaði mjög vel og sannfærði okkur, sem að þessu stóðum, að þetta gamla ráð sjómanna gæti bjargað mörgum smábátum og þá jafnframt mannslífum og sparað tugi milljóna króna. Sjómenn: reynum að sýna meiri aðgætni og fækkum þessum smá- bátaslysum. Ef þau gerast, verum þá viðbúnir að takast á við þau og höfum segl um borð. Það er ódýrt en mikilvægt öryggisatriði. Höfundur er stýrimadur í Vestmannaeyjum. aðalfundur SAMSKIPA verður haldinn miðvikudaginn 22. apríl kl. 14:00 að Hótel Sögu í ráðstefnusal A, 2. hæð. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Aðgöngumiðar og önnur aðalfundargögn verða afhent á skrifstofunni 21. og 22. apríl. Stjórn SAMSKIPA hf. tVSAMSKIP llollabakka við lloltavcg • 104 Rcykjavík • Sími (91) 69 83 00 GLÆSILEG SUMARHUS Við bjóðum traust og vönduð heilsárshús byggð á langri og farsælli reynslu. Fagmenn á staðnum veita allar upplýsingar. Opið virka daga kl. 8 -18 laugardaga kl. 13 - 16. SVMARHUS STOFNAÐ 1975 HJALLAHRAUNI 10-220 HAFNARFIRÐI - SÍMI 51070 - FAX 654980 ÁRATUGA REYNSLA TRYGGIR GÆÐIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.