Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRIL 1992 49 Petrína Magnús- dóttir - Minning Fædd 21. apríl 1911 Dáin 20. mars 1991 Síðbúin hinsta kveðja Það er liðið ár síðan elskuleg vin- kona mín kvaddi þennan heim. Þau umskipti urðu mér erfið, mér varð orða vant. En tíminn hjáipar manni að takast á við það óumflýjanlega. Okkar kynni hófust á Hvítár- bakkaskóla í Borgarfirði árin 1929-30. Þar áttum við saman ljúf- ar stundir, báðar ungar, önnur að vestan, hin að norðan. Þar lærðum við að takast á við lífið og tilveruna og bundumst vináttu sem stóð í 60 ár. Vera okkar á Hvítárbakka var ævintýri líkust. Minningarnar streyma fram. Þar dönsuðum við vikivaka, fórum á skauta á sýkinu fyrir neðan skólann, skoluðum þvottinn í Hvítá og svona mætti lengi telja. Þegar leiðir skildu eftir skólann voru skrifuð bréf með hverri ferð. Ekki má gleyma fyrsta vetrardegi ár hvert. Þá komum við saman hér í bænum nokkur skóla- systkini til að minnast gömiu góðu dagana á Hvítárbakka. Eg ætla ekki að rekja lífshlaup vinkonu minnar hér, það er áður búið að gera það á myndarlegan hátt. Nei, það er sú gæfa, sem ég var aðnjótandi að eiga hana að vin- konu öll þessi ár, sem ég minnist nú. Það var gott að mega koma í tíma og ótíma á fallega heimilið hennar á Birkimelnum og létta af sér áhyggjum og kvíða, ef svo bar undir. Alltaf átti hún gullkorn til að sá og sýna fram á lausn mála. Annar besti kafli á okkar sam- veru var þegar hún Peta mín flutti á Hofteig 16 með fjölskyldunni. Þar iærðu börnin að þekkja hennar góðu kosti og manndóm sem þau búa að og kunna að meta. Einnnig náði það til barnabarnanna. Eitt sagði: Skemmtilega konan er í símanum, og annað sagði: Hún bakar svo góðar pönnukökur, nú fæ ,ég þær aldrei meir. Þriðja skrifaði minning- argrein um hana látna. Þetta sýnir best hennar persónutöfra, sem hún átti í svo ríkum mæli. Síðastliðið haust stóð ég í stór- ræðum. Þá dreymdi mig vinkonu mína dansandi af ánægju, hún sýndi svo oft tilfinningar sínar á þennan hátt. Ég veit að hún stóð með mér þá, því enginn vissi betur en hún hvað undir bjó. Að eiga vináttu sem nær út yfir gröf og dauða, það er blessað. Mér er efst í huga þakklæti fyrir öll síðustu kvöld ársins, sem við áttum saman á Birkimelnum eftir að ég varð ekkja^ Þar ríkti sannur kærleiksandi'. Einnig minnist ég þess þegar síminn hringdi á hveiju kvöldi áður en við gengum til náða. Þá var spjallað um það sem var efst á baugi dag hvern. En nú er röddin þögnuð, allt er hverfult nema Friófinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. S(mi 31099 Opið öll kvöld tíl ki. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. minningarnar, þær lifa. Þær eru margar og ljúfar eftir löng og góð kynni. Farið í ferðalög meðan heHs- an leyfði, á hljómleika, leikhús og að ógleymdum veislunum á Birki- melnum. Margt er enn ósagt, en þess bet- ur geymt. Ég bið guð að styrkja ástvini hennar, þeir hafa allir misst mikið. Mig langar að enda þessa kveðju með ljóði sem Peta skrifaði í minningarbók mína þegar við skildum á Hvítárbakka: A meðan saman lá hér vegur vor, það voru mínar bestu sólskinsstundir. Ég man og þakka þær við hvert eitt spor, uns þrýtur leið og sólin gengur undir. (Þ.E.) Guð blessi minningu minnar, Petru. vinkonu Kristín Ólafsdóttir. t Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaðir og afi, SVEINN BJARNASON frá Hafragili, til heimilis i Grenihlíð 9, Sauðárkróki, lést 3. apríl sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Helga Hinriksdóttir, Kristfn Sveinsdóttir, Gunnar Sveinsson, Jóhanna Sveinsdóttir, Árni Ingimundarson, Kári Sveinsson, Margrét Guðmundsdóttir, Bjarni Sveinsson, Ragnheiður Haraldsdóttir og barnabörn. t Ástkaer eiginkona mín, móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA R. ÞORFINNSDÓTTIR, Engihjalla 9, Kópavogi, lést á heimili sínu 10. apríl. Sveinn A. Sæmundsson, Ómar Þ. Ragnarsson, Helga Jóhannsdóttir, Edvard S. Ragnarsson, Jón R. Ragnarsson, Ólöf Ragnarsdóttir, Guðlaug Ragnarsdóttir, Sigurlaug Þ. Ragnarsdóttir, Alda Sveinsdóttir, Ólína Sveinsdóttir, Jóhanna Magnúsdóttir, Petra Baldursdóttir, Ólafur J. Sigurðsson, Sigurjón Leifsson, Jóhann Vilhjálmsson, Jón Ingi Ragnarsson, Trausti Finnbogason. t Útför móður okkar og tengdamóður, SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Ökrum, Reykjadal, fer fram frá Einarsstaðakirkju í dag, þriðjudaginn 14. apríl, kl. 14.00. Börn og tengdabörn. t Ástkær eiginmaður minn og bróðir okkar, SIGURGEIR VILHJÁLMSSON frá Eyrarbakka, fyrrverandi vélstjóri, Boðahlein 22, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 15. apríl kl. 13.30. Guðbjörg Stefánsdóttir. Sofffa Vilhjálmsdóttir, Jóna Vilhjálmsdóttir. > t Móðir mín, tengamóðir, amma og langamma, MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR sem andaðist á sjúkrahúsi Bolungarvíkur föstudaginn 10. apríl verður jarðsungin frá Hólskirkju, Bolungarvík, miðvikudaginn 15. apríl kl. 14.00. Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, eru vinsam- lega beðnir um að láta sjúkrahús Bolungarvíkur njóta þess. Sigrún Einarsdóttir, Ragnar Haraldsson, Haraldur Rágnarsson, Rún Rúnarsdóttir, Anna Marfa Guðmundsdóttir, og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför systur minnar og frænku okkar, GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR, Stórholti 19. Þórunn JÓnsdóttir og systrabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og hjálp vegna andláts og útfarar mannsins míns, JÓNS HELGA JÓNSSONAR rennismíðameistara, Kveldúlfsgötu 3, Borgarnesi. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Guðný B. Sigvaldadóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞORVALDAR ÁRMANNSSONAR, Nóatúni 24, Reykjavík. Dagrún Þorvaldsdóttir, Björgvin Guðmundsson, Viktoría Þorvaldsdóttir, Magnús Sigurjónsson, Guðný Þorvaldsdóttir, Þórdór Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar og tengda- móður, SIGURBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR frá Skuld f Vestmannaeyjum. Kolbrún Skaftadóttir, Hörður Felixson, Stefanía Guðmundsdóttir, Ágúst Bergsson, Jóhannes Guðmundsson, Ana Christina Leite, Kjartan Þór Guðmundsson, Þórunn Oddsdóttir, Erna Björk Guðmundsdóttir, Ragnar Geir Tryggvason. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÞURÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Bæ í Steingrímsfirði, sem andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 9. apríl sl. verður jarðsungin frá Ás- kirkju miðvikudaginn 15. apríl kl. 10.30. Greftrað verður í Akraneskirkjugarði kl. 17.00. Gunnlaugur Magnússon, Skarphéðinn Árnason, Ragnheiður Björnsdóttir, Guðmundur Ragnar Árnason, Snorri Árnason, Kristmundur Árnason, Svanlaug Alda Árnadóttir, Ingibjörg Árnadóttir, Björn Árnason, Gunnar Árnason, Hrefna Ragnarsdóttir, Guðmundur G. Brynjólfsson, Óli Björn Hannesson, Sigurður Guðmundsson, Ásdfs Pétursdóttir, Kristfn Valtýsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.* ■A Lokað í dag milli kl. 10.00 og 12.00 vegna útfarar SVERRIS KARLSSONAR. Blindrabókasafn íslands, Sjónstöö íslands. Lokað Vegna útfarar SVERRIS KARLSSONAR, varafor- manns Blindrafélagsins, verður lokað í dag, þriðju- daginn 14. apríl, frá kl. 8.00-13.00. Blindrafélagið og Blindravinnustofan, Hamrahlíð 17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.