Morgunblaðið - 14.04.1992, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.04.1992, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992 Akranes: Heitavatnslögnin sprakk í sinueldum Ottast aö eldur komi upp á ný Heitavatnslögn til Akraness sprakk á 70-80 metra kafla á Lambhaganesi vegna sinuelda síðdegis í gær með þeim afleið- ingum að heitavatnslaust var á Drengur sag- aði í tvo fingur DRENGUR á níunda ári sagaði í tvo fingur þegar hann fór ásamt félögum sínum í óleyfi inn á byggingarsvæði í Grafarvogi um klukkan sjö á föstudagskvöld og setti í gang vélsög. Drengirnir fóru inn á byggingar- svæði við væntanlegt íþróttahús Fjölnis í Grafavogi, sem var hálf afgirt, að sögn lögreglu. Straumur var á vélsög, sem einn drengjanna gangsetti og fór við svo búið að saga spýtur. Þá festist peysa hans í sagarblaðinu með fyrr- greindum afleiðingum. Drengurinn var fluttur á slysadeild og lögregla lét slá út rafmagni á vinnusvæðinu. Akranesi í nótt. Viðgerð tók lengri tíma en áætlað var vegna erfiðra aðstæðna, en lögnin ligg- ur langt frá þjóðveginum á mýra- svæði þar sem erfitt er að koma við vinnutækjum. í fyrstu var talið að lögnin hefði sprungið á 40 metra kafla en síðar kom í ljós að hún var sprungin á 70-80 metra kafla. Verkstjóri hita- veitunnar á Akranesi taldi í gær- kvöldi ekki útséð með að viðgerð tækist í nótt, einkum vegna erfiðra aðstæðna. Lögnin er úr asbesti og var hún klædd með mold og torfí þegar hún var lögð. Moldin hefur með tíð og tíma orðið að mó og mjög erfiðlega gengur að slökkva glóðina í honum. Jafnvel var búist við að eldur kæmi upp aftur í þurr- um jarðveginum, að sögn starfs- manns slökkviliðsins á Akranesi. Lögreglan á Akranesi telur ástæðu til að brýna það fyrir fólki að kveikja ekki sinuelda. Jörð er víða mjög þurr og þarf ekki mikið að bera út af til að stórtjón hljótist af leik með eld. 43 ökumenn kærðir fyrir of mikinn hraða LÖGREGLAN kærði 43 ökumenn fyrir hraðakstur um helgina. Um miðnætti aðfaranótt mánudags- ins var bifhjólamaður sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið mældur á 130 kílómetra hraða á Miklubraut við Rauðagerði. Þá játaði ökumaður sem lenti í árekstri á Hverfisgötu við Frakkastíg að hafa ekið á 80-90 km hraða. Á laugardagskvöld var maður staðinn að því að aka á 117 km hraða á Breiðholtsbrdut og annar var mældur á 110 km hraða á Mjólkurfræðingar: Fundað hjá rík- issáttasemjara BÚIST er við að boðaður verði fundur í kjaradeilu mjólkurfræð- inga og viðsemjenda þeirra hjá ríkissáttasemjara í dag, en yfir- vinnubann mjólkurfræðinga hófst á föstudaginn var. Ékki er gert ráð fyrir öðrum fundarhöldum um kjarasamninga fyrir eða um hátíðarnar en reiknað er með að strax eftir páskana verði farið yfir stöðu samningamála á vettvangi Alþýðusambands íslands. Sæbraut við Holtaveg. 16 ára piltur sem var stöðvaður fyrir að aka á 112 km hraða á Vesturlandsvegi var grunaður um ölvun við akstur. Tveir bifhjólamenn mældust aka áTlOl kílómetra hraða við Hekluhúsið á Laugavegi á laug- ardagskvöld. ♦ ♦ ♦ Eddufell: Rekstrarleyfi hafnað fyrir leiktækjasal BORGARRÁÐ hefur samþykkt að hafna beiðni um að leiktækja- salur verði rekinn í Eddufelli 6 í Breiðholti. í umsögn félagsmálastjóra til borgarráðs er vísað til bréfa skóla- stjóra og starfsmanna Fellaskóla og starfsmanna Lögreglustöðvar- innar við Drafnarfell, en þar er lagst gegn leiktækjasal í húsnæðinu. Þá var lagt fram bréf frá stjórn for- eldrafélags Fellaskóla, þar sem einnig er lagst gegn leyfi fyrir slíkri starfsemi. Hún hafi óæskileg áhrif á þroska barna og unglinga. Jafn- framt er þess vænst að slík leyfi verði ekki veitt í framtíðinni. Morgunblaðið/Emilía Markús Örn Antonsson borgarsljóri í skrifstofu sinni í Ráðhúsi Reykjavíkur. Borgarskrifstofurnar eru íluttar í Ráðhúsið Formleg opnun hússins verður í dag STARFSMENN á borgarskrifstofunum unnu við flutninga í nýjar skrifstofur í Ráðhúsinu um helgina. í gær voru starfsmennirnir 75 að koma sér fyrir og átta sig á aðstæðum. Síðasti fundur borgarráðs í gamla húsnæðinu við Pósthússtræti verður á hádegi í dag en klukkan 15 hefst sérstök athöfn þegar húsið verður formlega tekið í notkun. Klukkustund síðar verður fyrsti fundur borgarstjórnar settur í nýja borgarsljórnarsalnum að viðstöddum gestum. „Mér Iíst mjög vel á húsið en það tekur tíma að venjast nýjum aðstæðum," sagði Markús Örn Antonsson borgarstjóri. „Þó ýms- ir komi til með að sakna gömlu skrifstofanna svona í fyrstu þá líður það fljótt hjá. Þetta hús er mun opnara og skrifstofurnar þannig staðsettar að samgangur starfsfólks verður mun meiri en áður. Ég er sannfærður um að fólk á eftir að átta sig og kunna að meta húsið og það sem það býður upp á,“ sagði borgarstjóri. í dag er móttaka fyrir boðs- gesti á vegum borgarstjóra og borgarstjórnar. Á miðvikudag verður móttaka fyrir iðnaðar- menn og verktaka sem unnið hafa að byggingu hússins. Skír- dag, laugardag fyrir páska og annan dag páska verður allt hús- ið opið fyrir almenning að skoða frá klukkan 12 til 18. Gefst fólki þá tækifæri til að líta inn á skrif- stofurnar og skoða allar aðstæð- ur. Sjá einnig grein í miðopnu. Samningurinn um EES staðfestur í dag: Forsætisnefnd fjallar um þinghald í sumar EKKI hefur verið tekin ákvörðun um hvort Alþingi komi saman í sumar til að fjalla um samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, sagði að verið væri að und- irbúa hvernig standa eigi að umfjöllun Alþingis um máiið. Fundur verður í forsætisnefnd í dag, en Salome sagði að nefndinni ætti eft- ir að berast ítarlegri upplýsingar um tæknileg atriði málsins og umfang þess. formenn þingflokkanna á það í gærmorgun að þetta mál þyrfti að ræða í góðu tómi. Hún átti hins vegar ekki von á því að ákvörðun lægi fyrir um þinghald í sumar fyrr en um næstu mánaðamót. Samningur Evrópubandalagsins og Fríverslunarbandalags Evrópu um Evrópska efnahagssvæðið verð- ur staðfestur af aðalsamninga- Fræðsluefni frá Afengis- varnarráði stolið úr bíl FRÆÐSLUEFNI frá Áfengisvarnarráði, sjónvarpstæki, hljóm- flutningstæki og radarvarar voru meðal þess sem stolið var í níu innbrotum í bíla um helgina. Innbrot í bíla hafa aukist undanfar- ið, að sögn lögreglu. Nokkur dæmi eru um það að bíllyklum hafi verið stolið með öðrum verðmætum úr fatnaði í útiklefum við sundlaugar í borginni. Síðan eru lyklarnir notaðir til að opna bíla á bílastæðum fyrir utan laugarnar og stela úr þeim. Brotist var inn í bíl fyrir utan hús í Hólahverfi um kvöidmatar- leytið á föstudagskvöid og stolið þaðan skjalatösku með bókum og ýmsu fræðsluefni frá Áfengi- svarnarráði. Ekki er vitað hver var að verki. Brotist var inn í tvo bíla við Lindargötu og úr öðrum þeirra var meðal annars stoiið sjónvarpi. Annars voru innbrot þessi framið víðs vegar um borgina. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, að- stoðaryfirlögregluþjóns, hafa inn- brot í bíla færst í vöxt undanfarið og skirrast þjófar ekki við að brjóta rúður í bílum eða skemma læsingar til að koma höndum yfir radarvara, hljómflutningstæki eða töskur sem blasa við. Ekki var brotist inn í bíla við sundlaugar nú um helgina en stol- ið var úr fatnaði tveggja sund- laugargesta. Frá öðrum þeirra var tekið tékkhefti og armbandsúr frá hinum. mönnum bandalaganna í Brussel í dag. Hins vegar munu ráðherrar væntanlega staðfesta samninginn í maí. Sá samningahópur, sem farið hefur með samningamál og dóm- stóla í samningaviðræðunum, kom saman í gær í Brussel, þar sem gengið var frá nauðsynlegum breyt- ingum á samningnum til að koma til móts við álit Evrópudómstólsins frá því á laugardag. Hannes Haf- stein, aðalsamningamaður íslands í Brussel, sagði í gær að hann teldi að samningurinn væri endanlega í höfn. Salome sagði að málið væri á algjöru byijunarstigi, forsætis- nefndin ætti eftir að heyra álit ríkis- stjórnarinnar og of snemmt væri að spá fyrir um hve lengi hugsan- legt sumarþing standi yfir. Viðræð- ur við þingflokka væru einnig nauð- synlegar áður en málið kæmist á ákvörðunarstig. Hún kvaðst telja að einhver áherslumunur væri á milli þing- manna um hvernig standa ætti að umfjöllun málsins. Þetta hefði hins vegar ekki verið rætt formlega inn- an þingsins. Hún kvaðst hafa minnt 9 sækja um stöðu flug- málastjóra * NIU menn sóttu um stöðu flug- málastjóra. Starfið var auglýst 10. mars síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út þann 10. apríl. Eftirtaldir sóttu um stöðuna: Erling Aspelund starfsmannastjóri SÍS, Grétar H. Óskarsson fram- kvæmdastjóri hjá Flugmálastjórn, Guðmundur Matthíasson fram- kvæmdastjóri hjá Flugmálastjórn, Haukur Hauksson varaflugmála- stjóri, Hörður Hafsteinsson, flug- maður, Þórður Óskarsson flugum- sjónarmaður, Þórður Örn Sigurðs- son framkvæmdastjóri hjá Flug- málastjóm, Þorgeir Pálsson pró- fessor og Þorsteinn Þorsteinsson verkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.