Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRIL 1992 munmn Hann ætlar að líkjast föður sínum, blessaður ...? Ef þú þarft að vita það, er ég að grafa rafmágnsgítar- inn minn og hátalara ... BKÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Upp, upp mín sál Frá Sigfúsi B. Valdimarssyni: „Upp, upp, mín sál og allt mitt geð, upp mitt hjarta og rómur með. hugur og tunga hjálpi til. Herrans pínu ég minnast vil. Þannig byijar Hallgrímur Péturs- son Passíusálma sína. Ég elska Passíusálmana og ég er þákklátur Ríkisútvarpinu fyrir flutning þeirra. Boðskapur þeirra er sígildur, því hann er eingöngu byggður á kenn- ingu Biblíunnar um pínu og dauða Jesú Krists til frelsunar syndugum mönnum, þeim sem við því vilja taka. „En öllum þeim, sem tóku vð honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, sem trúa á nafn hans“, Jóh. 1:12. Hróp hans frá krossinum á Golgata: „Það er full- komnað“, Jóh. 19:30, sannar okkur að hjálpræðisverkið var og er í dag fullkomið, því „Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami“, Hebr. 13:8. „Það er fullkomnað," svo hrópar hann hátt. Hann, sem á Golgata dó. Höfuð að bijósti sér hneigir hann lágt. Hæðir hann múgurinn þó. Beiskur var hörm- unga bikarinn hans. Bikar, sem tæmdur þó var. Þegar á höfðinu þyrnanna krans. Þungan og sáran hann bar. (Sigurbj. Sveinsson). „En hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða, hegningin, sem vér höfðum til unn- ið kom niður á honum“, Jesaja 53:5. Það er vel við hæfi á föstunni, og ætti reyndar að vera alla okkar daga, að fylgjast vel með innihaldi Passíusálmanna. „Krossferli að fylgja þínum, fýsir mig Jesús kær.“ Ég vona að fleiri geri það með mér. Vð vitum samkvæmt orðum Jesú að hann er „vegurinn, sann- leikurinn og lífið, og að enginn kem- ur til föðurins nema fyrir hann“, Jóh. 14:16. Þarna er ekki nokkur millivegur eða hliðargötur. Guð hef- ur opinberað elsku sína og kærleika til mannanna að opna þeim þennan möguieika til sannrar hamingju hér á jörð, og eilíft líf að lokum heima í dýrð hjá sér. „Því svo elskaði Guð heimfnn, að hann gaf son sinn ein- getinn, til þess að hver, sem á hann Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon SÓLSKIN OG SKUGGAR trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf, Jóh. 3:16. En í því er hið eilífa fólgið, að þeir þekki þig, liinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesúm Krist“, Jóh. 17:3. „í þessu er kærleikurinn: ekki að vér elskuð- um Guð, heldur að hann elskaði oss og sendi son sinn til að vera frið- þæging fyrir syndir vorar... Og vér höfum séð og vitnum, að faðir- inn hefir sent soninn, til að vera frelsari heimsins. Hver sem játar, að Jesús sé Guðs sonur, í honum er Guð stöðugur og hann í Guði“, 1 Jóh. 4:9-15. „í Drottni ef viltu deyja. Drottni þá lifðu hér.“ Hver og einn verður að endurfæðast sagði Jesús við ráð- herrann forðum. Þetta gildir enn í dag, og það ætti fólk að athuga í alvöru, því mikið er í húfi. Svo virð- ist þó sem margur gjöri það ekki. „Steini harðara er hjartað það“, sem heyrir um Jesú pínu. Gefur sig þó þar ekki að „ann meir gjálífi sínu“. Það er þetta gjálífi alls konar sem ræður mestu hjá mörgum, því mið- ur. En „Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jes- úm Krist“, 1 Kor 15:57. Nú berst þetta blessaða fagnaðarerindi frá kristinni kirkju víðar út um heiminn en nokkru sinni fyrr. „Beinum því sjónum vorum til Jesú, höfundar og fullkomnara trúarinnar, til hans, sem í stað gleði þeirrar, er hann átti kost á, leið þolinmóðlega á krossi, mat smán einskis, og hefur sezt til hægri handar hástóli Guðs. Virðið því fyrir yður þann, sem þolað hefur slík andmæli gegn sér af syndurum, til þess að þér þreyt- ist ekki, lémagna á sálum yðar.“ SIGFÚS B. VALDIMARSSON, Pólgötu 6, ísafirði. HÖGNI HREKKVÍSI SAGOt HrtNN ? " Víkverji skrifar að er mikið af skemmtilegum myndlistarsýningum í borg- inni um þessar mundir. Aður hefur verið minnzt á sýningu á verkum Finns Jónssonar í Listasafni ís- lands, sem ástæða er til að hvetja fólk til að sækja. En jafnframt hef- ur Listasafnið opnað sýningu á höggmyndum eftir Nínu Sæmunds- son. Hún naut velgengni í Banda- ríkjunum en ekki verður það sama sagt um þær viðtökur, sem hún fékk hér heima. Fyrstu sýningu hennar eftir stríð var fálega tekið en mesta áfall Nínu hér heima hef- ur áreiðanlega verið, þegar haf- meyjan í Tjörninni var sprengd í loft upp. Sá atburður hlýtur að hafa verið mjög erfiður fyrir listakonuna. Hvaða áhrif hefur það á tilfinninga- líf listamanns, þegar verk hans hlýt- ur slíkar móttökur? Og hvað skyldi valda því, að ný afsteypa var ekki gerð af myndinni og henni komið fyrir á sama stað í Tjörninni? Bæði Finnur Jónsson og Nína Sæmundsson urðu að búa við mis- jafnar undirtektir hér heima. Hvernig erum við íslendingar sam- an settir?! Eigum við erfitt með að taka vel á móti íslenzkum lista- mönnum, sem hafa hazlað sér völl erlendis, nema þeir séu alveg áreið- anlega orðnir heimsfrægir?! Hvað sem þessu líður verður eng- inn svikinn af því að skoða_ þessar tvær sýningar í Listasafni íslands. xxx Sýning Jóhannesar Jóhannesson- ar í Gallerí Borg er sérlega skemmtileg. Þar eru fallegar og vandaðar myndir og alveg sérstak- lega þótti Víkverja mikið til koma fyrstu myndarinnar til vinstri, þeg- ar komið er inn í sýningarsalinn en myndin er merkt nr. 1. Þá er athyglisverð sýning ungs listamanns, Sigurbjörns Jónssonar í Nýhöfn í Hafnarstræti. Hann hef- ur lokið mastersnámi í myndlist í Parsons í New York, en sá skóli er starfræktur þar í borg, í Los Angeles og í París og hafa allmarg- ir íslendingar stundað nám við skól- ann. Sýning Rúrí á Kjarvalsstöðum er óvenjuleg svo að ekki sé meira sagt. Myndverkin eru unnin úr blýi að verulegu leyti og minnist Vík- veiji þess ekki, að hafa áður séð myndverk unnin úr því efni. Myndir Heiga Gíslasonar, sem einnig eru sýndar á Kjarvalsstöðum eru fallegar margar hveijar, ekki sízt þær, sem unnar eru úr bæði málmi og gleri. Það er mikil grózka í myndlistar- lífi hér en engu að síður fátítt, að svo margar skemmtilegar sýningar séu á ferðinni á sama tíma. xxx að var mikið af fólki við Tjörn- ina um helgina og á brúnni á milli Iðnós og ráðhússins nýja. Þetta má sjá helgi eftir helgi og er vís- bending um, að ráðhúsið eigi eftir að verða mikið aðdráttarafl fyrir fólk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.