Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 31
30 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992 Plírr0muMal>il> Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Framsýnir og raun- sæir kjara- samningar Stjórnir launþegafélaga í Borgarnesi og á Selfossi stóðu á dögunum að viðhorfs- könnun meðal verkafólks og verzlunarmanna til stöðunnar í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði, sem og til þess, hvern veg skuli við brugðizt. Þetta vinnulag er lofsverð ný- breytni. Það er rökrétt með til- liti til þess að félagsfundir, sem eru misvel sóttir, spegla ekki endilega meirihlutavilja félags- manna. Það er virðingarverð tilraun til að ná fram stefnu- mörkun hjá þeim breiða fjölda sem málin varða fyrst og frefnst. Niðurstaðan í þessari við- horfskönnun er einkar athyglis- verð, ekkert síður en vinnulagið. Mikill meirihluti þeirra, sem af- stöðu tóku í könnuninni, vill hefja viðræður á nýjan leik og sem fyrst við vinnuveitendur á svipuðum nótum og þegar upp úr slitnaði viðræðunum fyrir skömmu. Það virðist ráðandi viðhorf að freista þess að ná fram lítils háttar lagfæringum á því, sem ASÍ telur að vinnu- veitendur séu tilbúnir til að fall- ast á, og undirrita samninga eins fljótt og kostur er. Innan við fimmtungur svarenda vill hörð átök, það er boð» til verk- falla, eins og mál horfa við á líðandi stundu í Samfélaginu. Þessi niðurstaða sýnir rétt mat á stöðu 'atvinnu- og efna- hagsmála á fimmta samdráttar- árinu í röð í þjóðarbúskap okk- ar. Líkur á skjótum efnahags- bata eru nánast engar. Það er borin von að búast megi við auknum sjávarafla, sem er hornsteinninn í verðmætasköp- un landsmanna. Nýjustu upp- lýsingar um stöðu þorskstofns- ins taka af öll tvímæli í þeim efnum. Ekki eru heldur líkur á því að hægt verði að breyta orkunni í fallvötnum okkar í störf, verðmæti og lífskjör næstu misserin, umfram það sem þegar er gert, eins og horf- ir á mörkuðum orkufreks iðnað- ar. Umtalsverður efnahagsbati í helztu viðskiptalöndum okkar, sem gæti haft jákvæð áhrif á stöðu okkar, er heldur ekki sjá- anlegur. Raunar er viðskipta- staða okkar út á við ekki jafn örugg og vera þyrfti, þótt nú sjái að vísu til himins gegnum óvissuský hins Evrópska efna- hagssvæðis. Þar ofan í kaupið er atvinnu- leysi í landinu meira en verið hefur í tvo áratugi. Um 4.000 manns voru án atvinnu hér á landi í fyrsta mánuði líðandi árs. Atvinnuleysið nær til flestra starfsgreina. Hjá Ráðningar- skrifstofu Reykjavíkurborgar voru 1.370 einstaklingar úr,40 starfsstéttum skráðir atvinnu- lausir 3. marz síðastliðinn, þar af um 670 karlar og 500 kon- ur. Og senn flykkist skólafólkið á vinnumarkaðinn. Atvinnuleysi er hryggilegt böl fyrir einstakl- inga og heimili, sem fyrir verða. Og það dregur óhjákvæmilega úr verðmætasköpun í þjóðarbú- skapnum, enda er menntun og starfshæfni fólksins helzta auð- lind hverrar þjóðar. Rekstraröryggi atvinnuveg- anna og atvinnuöryggi almenn- ings eru tvær hliðar á sama fyrirbærinu. Þegar hvoru tveggja á undir högg að sækja, eins og nú gerist, bæta hörð átök á vinnumarkaði, eins og verkföll, sízt úr skák. Þvert á móti. Slík átök stefna í tvísýnu þeim árangri í hjöðnun verð- bólgu, stöðugleika í efnahags- lífí, gengi og verðlagi, sem þjóð- arsáttin í febrúar 1990 færði okkur. En það er einmitt sá stöðugleiki sem er ljósið í dimmu erfiðleikanna. Hann er efniviður okkar í brú yfir til betri tíðar fyrir atvinnulífið í landinu, sem standa verður und- ir lífskjörum okkar í bráð og lengd. Oft var þörf en nú er nauðsyn að standa þannig að kjarasamn- ingum áð þeir auki en veiki ekki möguleika landsmanna til að vinna sig út úr efnahags- kreppunni. Sú óvissa á vinnu- markaði, sem grúft hefur og grúfír enn yfir atvinnulífinu, veldur því og með öðru, að fyrir- tæki og einstaklingar halda að sér höndum um framkvæmdir og starfsemi. Hugsanleg við- brögð stjórnvalda vegna ótryggs atvinnuástands tengj- ast og trúlega lyktum kjara- samninga. Það er mikilvægara en flest annað í þeim efnahagsþreng- ingum, sem við er að glíma, að fylgja fast eftir því tækifæri í annars erfiðri stöðu í þjóðarbú- skapnum, sem stöðugleikinn í efnahagslífínu gefur, með raunsæjum og framsýnum kjarasamningum. Það verður heldur ekki annað lesið út úr viðhorfskönnum launafólks í Borgarnesi og á Selfossi en að það geri sér þessar staðreyndir íjósar. Hugmyndin um bygg- ingu Ráðhúss Reykja- víkur vaknaði á 17. öld FYRSTI borgarstjórnarfundur- inn í Ráðhúsinu við Tjörnina verður haldinn í dag. Frá því að bæjarstjórn var stofnuð árið 1836 hafa fundir bæjar- og borg- arstórnar verið haldnir á fimm stöðum. Salurinn að Skúlatúni 2 þar sem fundirnir hafa verið haldnir sl. 34 ár verður látinn halda sér í óbreyttri mynd og verður væntanlega notaður fyrir fundi og ráðstefnur, aðallega á vegum embættis borgarverk- fræðings. Fyrirhugað er að koma upp bókasafni í tengslum við það, líklega þar sem áhorf- endapallarnir voru. Frá árinu 1836 til 1874 voru fundir haldnir í bæjarþingstofunni í austurenda Landsyfirréttarhúss- ins að Austurstræti 22. Á árabilinu 1874 til 1903 voru fundirnir haldnir í bæjarþingstof- unni í Hegningarhúsinu við Skóla- vörðustíg. Bæjarstjórn átti aðild að byggingu hússins enda var það kallað Dóm- og ráðhús Reykjavíkur ásamt því að vera hegningarhús. Hugmyndin um byggingu ráðhúss frá 17. öld Hugmyndin um að byggja eigin- legt Ráðhús Reykjavíkur var þá löngu vöknuð en talið er að hún hafi fyrst komið fram seint á 17. öld. Þó að hugmyndin væri reifuð að nýju síðar, komst málið ekki á rekspöl fyrr en árið 1918, þegar þáverandi bæjarstjóri, Knud Ziems- Frá 1932 til 1985 voru fundir bæjarstjórnar haldnir í kaupþingssaln- um á efstu hæð Eimskipafélagshússins við Pósthússtræti. Undanfarin ár hafa fundir borgarstjórnar verið haldnir í Skúlatúni 2. Frá árinu 1836 til 1874 voru bæjarstjórnarfundir haldnir í bæjarþingstofunni í austurenda Landsyfirrétt- arhússins að Austurstræti 22. Á árabilinu 1874 til 1903 voru fundirnir haldnir í bæjarþingstofunni í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. en, hafði forgöngu um skipun nefndar til að annast undirbúning byggingar ráðhúss. Bæjarstjórn taldi lóðina á horni Kalkofnsvegar og Hverfisgötu álitlega ráðhússlóð og falaðist. eftir henni við eigand- ann, stjórnarráðið, árið 1919. Ekk- ert varð þó af þessum áformum og var málið ekki tekið upp að nýju fyrr en árið 1941. Góðtemplarahúsið við Vonar- stræti var fundarstaður bæjar- stjórnar frá 1903 til 1932 en fund- ir voru aflagðir í húsinu eftir Gúttó- slaginn. Þá voru þeir fluttir í kaup- þingssalinn á efstu hæð Eimskipa- félagshússin við Pósthússtræti þar sem þeir voru haldnir til ársins 1958. Ráðhúsnefnd skipuð og efnt til samkeppni um bygginguna Á þessum tíma höfðu áform um byggingu ráðhúss verið tekin upp að nýju en árið 1941 var skipuð sérstök ráðhússnefnd. Eftir tveggja ára starf lagði nefndin til að ráðhús yrði byggt við norðurenda Tjarnar- innar á svæðinu milli Lækjargötu og Tjarnargötu. í desember 1945 ákvað bæjar- stjórn að efna til samkeppni um ráðhús. Þrjár lóðir komu til greina, við norðurenda Tjarnarinnar, í Gijótaþorpi gegnt Austurstræti og í Gijótaþorpi norðan Túngötu. Keppnin fór fram árið 1946 en engin tillaga hlaut fyrstu verðlaun. Arið 1952 lagði svokölluð sam- vinnunefnd um skipulagsmál til að ráðhúsi yrði valin staður við norður- enda Tjarnarinnar. Nefndin hafði áður athugað 16 lóðir undir fyrir- hugað ráðhús. Sex arkitektar hanna ráðhús á átta árum í árslok 1955 samþykkti bæjar- ráð einróma að ráðhús skyldi byggt við Vonarstræti sunnanvert á svæð- inu milli Lækjargötu og Tjarnar- götu og kaus 5 manna undirbún- ingsnefnd. Ætlunin var sú að nefndin stæði fyrir samkeppni með- al arkitekta, en mál þróuðust þann- ig að 6 arkitektum var boðið að Góðtemplarahúsið við Vonarstræti var fundarstaður bæjarstjórnar frá 1903 til 1932. hanna ráðhúsið undir forystu Þórs Sandholts, arkitekts, semjafnframt var framkvæmdastjóri ráðhúss- nefndarinnar. Arkitektarnir 6 lögðu tillögu sína fyrir borgaryfirvöld á ársbyrjun 1964. Þar var gert ráð fyrir ráð- húsi við norðurenda Tjarnarinnar. Borgarstjórn samþykkti tillöguna með 12 atkvæðum gegn einu en tveir fulltrúar sátu hjá. Ekkert varð þó úr framkvæmdum og um 1970 voru þessi áform lögð á hilluna. Árið 1984 kynnti Davíð Oddson, þáverandi borgarstjóri, hugmynd sína um ráðhúsbyggingu á Bárulóð, Tjarnargötu 11. Undanfarin 34 ár eða frá 6. febr- úar 1958 hafa fundir bæjar- og borgarstjórnar’ verið haldnir að Skúlatúni 2. Þar voru haldnir sam- tals 675 fundir eða að meðaltali tæplega tuttugu fundir árlega. Sal- urinn verður nú í óbreyttri mynd notaður sem funda- og ráðstefnu- salur borgarverkfræðingsemb- ættisins og er fyrirhugað að koma upp bókasafni í tengslum við það. Samningurinn um EES staðfestur í Brussel í dag Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMNINGUR Evrópubandalagsins (EB) og Fríversl- unarbandalags Evrópu (EFTA) verður staðfestur af aðalsanmingamönnum bandalaganna í Brussel í dag. Gert er ráð fyrir að samningurinn verði undir- ritaður af ráðherrum í byrjun maí annaðhvort í Portúgal eða Brussel. Reikna má með því að leggja megi samninginn fyrir þjóðþing aðildarríkja banda- laganna beggja til staðfestingar fljótiega eftir undir- ritun hans. Hannes Hafstein, sendiherra í Brussel, sagðist telja að samningurinn væri endanlega í höfn. Sá samningahópur'sem farið hefur með lagamál og dómstóla í samningaviðræðunum kom saman til fundar í Brussel í gær þar sem gengið var frá nauðsynlegum breytingum á samningnum til að koma til móts við álit Evrópudómstólsins frá því á laugardag. Samkvæmt heimildum í Brussel var engin ágreiningu um þessar breytingar í hópnum og samningurinn telst þess vegna tilbúinn til staðfestingar í dag. Bæði bandalögin leggja áherslu á að endanlegum frágangi samningstextans verði lokið fyrir næstu mánaðamót. Heimildarmenn Morgunblaðsins herma að Portúgalir hafi lýst áhuga á að undirritun samningsins fari fram í Portúgal 1. maí í tengslum vð óformlegan fund utanríkisráðherra EB í Óportó. Samkvæmt sömu heimildum mun áhugi á því að svo geti verið innan formennskulands EFTA. Al- mennt hefur þó verið gert ráð fyrir undirritun samnings- ins á utanríkisráðherrafundi ERB í Brussel 11. maí. Strax að lokinni undirritun EES- samningsins er hægt að leggja hann fyrir þjóðþing aðildarríkjanna til staðfest- ingar. Óljóst er hvort samningurinn tekur gildi um næstu áramót þar sem ekki er útséð um það hvort, Sviss- lendingar nái að halda nauðsynlega þjóðaratkvæða- greiðslu fyrir þann tíma. Þjóðaratkvæðagreiðslan í Sviss- landi er fyrirhuguð 7. desember nk. en þá og því aðeins að þingið hafi lokið umfjöllun sinni. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar getur að öllum líkindum lagt samninginn fyrir Alþingi um miðjan maí eða strax og það hentar henni. Kristín Einarsdóttir: Enn frekari ástæða að skoða hvort EES standist stjórnar- skrána KRISTÍN Einarsdóttir þingmaður Kvennalista segir enn frekari ástæðu til þess nú en áður að skoða hvort samningur um evr- ópskt efnahagssvæði sé i samræmi við íslensku stjórnarskrána, eftir að Evrópudómstóllinn samþykkti samninginn nú um helgina. „Niðurstaða dómstólsins kom ekk- ert á óvart. Eins og við höfum sagt var síðasta útgáfa samningsins með þeim hætti að gengið var til móts við allar kröfur dómstólsins. Það var enn frekar hnykkt á um að EB hef- ur tögi og hagldir í öllum málum hvað varðar lagasetningu. Til dæmis var sett inn ákvæði um að lög EES séu æðri landslögum og að úrskurð- ir EB-dómstólsins séu bindandi sé til hans leitað. Það er því enn frekar ástæða til þess að athuga hvort samningurinn standist íslensku stjórnarskrána, en ég hafði þá skoð- un, áður en þetta kom til, að samn- ingurinn gerði það ekki,“ sagði Krist- ín Einarsdóttir. Hún sagði að nú væri enn skýr- ara en áður, að samningur- inn um evr- ópskst efnahags- svæði væri í raun ekki plagg sem ætti fram- tíð fyrir sér, heldur einungis anddyr- ið að Evrópubandalaginu. „Ég held að það sé rétt fyrir íslendinga að gera sér grein fyrir því að þarna verður ekkert stöðvast við, og við erum í raun að ræða um aðild að EB þegar verið er að ræða um EES, þótt menn vilji ekki viðurkenna það og séu enn að halda því fram að þetta geti orðið endastöð fyrir ís- land,“ sagði Kristín. Aðspurð sagði Kristín að Kvenna- listinn hefði ekki sérstaklega rætt um hugmyndir um að kalla saman sex vikna sumarþing til að ijalla um EES-samninginn. „Hins vegar er ljóst að það er fíarri öllum raunveru- leika að sex vikur nægi til að fjalla um þetta mál á Alþingi. Það þarf miklu lengri tíma til að fjalla um samninginn og öll þau frumvörp sem nauðsynleg eru áður en hægt er að ganga frá samningum. Ég held að það sé óraunhæft að hægt verði að ganga frá samningnum fyrr en á næsta ári, enda held ég að okkur liggi ekkert á þar sem öll hin þjóð- þingin 20, sem fjalla þurfa um samn- ingin, munu ekki ljúka þeirri vinnu fyrir 1. janúar 1993,“ sagði Kristín Éinarsdóttir. Ólafur Ragnar Grímsson: Hinar EFTA— þjóðirnar hafa dæmt EES-samning- inn til dauða ÓLAFUR Ragnar Grímsson for- maður Alþýðubandalagsins segir að samningurinn um evrópskt efnahagssvæði (EES) hafi verið dæmdur til dauða af hinum EFTA-þjóðunum á meðan Evr- ópudómstóllinn var að fjalla um samninginn. Og margt benti til þess að vænlegast sé að hefja viðræður um tvíhliða samning við Evrópubandalagið (EB) nú áður en Norðmenn verði komnir EB- megin við borðið. „EES- samningur- inn, sem nú er verið er að tala um, er í raun allt annað en það sem rætt var um í upphafi. Á meðan Evr- ópudóm- stóllinn hef- ur verið að fjalla um málið, fyrst í haust og svo í vetur, hafa nokkur EFTA-ríki ákveðið að sækja um aðild að Evrópubandalaginu. Þar með er orðið ljóst að EES-samning- urinn hefur verið dæmdur til dauða af þorra EFTA-ríkjanna því stofnanaþáttur hans er á þann veg að ísland og Liechtenstein gætu ekki borið hann uppi. Því er sá EES-samningur sem nú kemur frá Evrópudómstólnum, í raun fyrirburi sem ekki er hugað líf nema í hæsta lagi tvö ár. Þá blasir við, jafnvel þótt samningurinn yrði samþykkt- ur, að ísland og Liechtensten yrðu að fara í flóknar viðræður við EB um tvihliða samning. Og það er aðeins barnaskapur af utanríkisráð- herra íslands að viðurkenna þetta ekki. Vandinn er sá að að utanríkis- ráðherra hefur bundið rnikinn pólití- skan metnað í að fá þennan samn- ing fram og lítið viljað gera úr þeim breytingum sem orðið hafa frá því lagt var upp í þessa för. Við þurfum þess vegna að meta það nú íslendingar: Er skynsamlegt fyrir okkur að sækja eftir samning- um við EB á meðan til dæmis Nor- egur, sem er samkeppnisaðili okkar í sjávarútvegi, er þar fyrir utan. Eða fara í slíkar viðræður eftir að EES-samningurinn hefur tekið gildi og Noregur er komin EB-megin við borðið til að gæta samkeppnishags- muna sinna gagnvart íslandi? Mér sýnist margt benda til þess að það kunni að vera vænlegra fyrir okkur að ræða við núverandi EB-ríki um framtíðarskipun þessara mála í krafti þess að hin EFTA-ríkin hafi í reynd skorist úr leik, heldur en gera það þegar Noregur verður kominn hinum megin við borðið,“ sagði Olafur Ragnar. Ólafur sagðist hafa lagt fram minnisblað á fundi utanríkismála- nefndar Alþingi í gærmorgun um álit ýmissa lögfræðistofnana í Sví- þjóð á EES-samningnum. Þar kæmi m.a. fram að lagadeild Stokkhóls- háskóla hefði sent sænsku ríkis- stjórninni það álit sitt fyrir rúmu ári, að samningurinn stangaðist á við sænsku stjórnarskrána, og fleiri þarlendar lagastofnanir og embætt- ismenn hefðu komist að svipaðri niðurstöðu. „Kjarninn í þessum greinargerð- um er að það ákvæði að EES-lögin skuli vera æðri en lög einstakra þjóðþinga samræmist ekki grund- vallaratriðum sænskrar stjórnskip- unar. Þetta er því enn á ný í þeirn farvegi, að þegar ein hindrun er ekki lengur við líði kemur önnur fram í dagsljósið jafnóðum,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. Steingrímur Hermannsson: Afstaðan til EES ræðst af mögu- leikum til að hafna EB Steingrímur Hermannsson for- maður Framsóknarflokksins seg- ir að það muni ráða mestu um endanlega afstöðu hans til samn- ingsins um evrópskt efnahags- svæði (EES), hvaða stöðu hann veiti íslendingum til að hafna aðild að Evrópubandalaginu (EB). Evrópudómstóllinn hefur nú sam- þykkt ÉES-samninginn, eftir brey- ingar sem gerðar voru á samningum eftir athugasemdir dómstólsins. í samtali við Morgunblaðið sagðist Steingrímur Hermannsson fagna því að dómstóllin hefði komist að niðurstöðu og hægt væri að snúa sér að því að skoða samninginn í endanlegu formi. „Ég held að það sé nú afar mikil- vægt að menn snúi sér að því að ná sem breiðustum sáttum með þjóðinni um þetta mál. Mér finnst af þeim viðræðum sem ég hef átt við æði mikinn fjölda fólks upp á síðkastið, að málið sé ekki vel kynnt. Nú þarf að kynna það mjög vel og skoða lagalega hlið þess. Mér finnst það mikill galli að við skulum ekki, eins og Svíar, hafa athugað samninginn með tilltiti til stjórnar- skrárinnar. Þar mega ekki verða nein slys,“ sagði Steingrímur Hann sagðist ekki sjá ástæðu til þess að kalla þingið saman í sumar til að fjalla um samninginn. „Mér finnst að það eigi að nota tímann til að kynna samninginn sem best, fjalla um hann í nefndum þingsins, til dæmis utanríkismálanefnd, kalla inn sérfræðinga, og fá þessar laga- breytingar fram. Það mætti svo kalla þingið saman eitthvað fyrr í haust,“ sagði Steingrímur. Þegar Steingrímur var spurður hvort afstaða hans til EES-samn- ingsins væri nú jákvæðari en fyrst eftir að samningurin lá fyrir, sagð- ist hann hafa sömu afstöðu til samn- ingsins og þegar hann tók þátt í að koma þessu máli af stað. „Ég vil fá að sjá fyrirvarana sem við vorum sam- mála um að setja eða lagabreyt- ingar sem ná sama til- gangi með girðingum, eins og t.d. í sambandi við landakaupin. Ég vil einnig fá að sjá sjávarútvegssamninginn [milli Islands og EB] áður en ég tek afstöðu til heildarsamningins svc menn ættu að vinda sér í að vinna hann. En í mínum huga, ef þessum fyrirvörum er öllum fullnægt, þá mun ráða mestu hjá mér hvar við stöndum best í því að hafna Evrópu- bandalaginu. Er það betra með svona samning eða er það verra? Ég vil einnig skoða það ef og þegar þegar hin EFTA-ríkin ganga inn í EB, hvort einhverjum erfiðleikum verður háð að fá inn breytingar svo þetta geti orðið eins og anddyri að sérsamningi. Þar held ég að helst þurfi að gera breytingar á stofnan- aköflum EES-samningsins en ég ímynda mér að viðskiptahlutinn gæti staðið að mestu leyti.“ — Hefur „Norðurlandahraðlest- in“ svokallaða inn í EB breytt af- stöðu þinni til samningsins um evr- ópskt efnahagssvæði? „Hún breytir afstöðunni þannig að við urðurn vitni að því í umræðu um skýrslu utanríkisráðherra að hún hefur mikinn sogkraft. Ég sá ekki betur en utanríkisráðhen-a væri kominn í kjölsogið svo það ei vonandi að það hafi tekist að koma á hann böndum," sagði Steingrímut Hermannsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.