Morgunblaðið - 14.04.1992, Page 16

Morgunblaðið - 14.04.1992, Page 16
I 16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRIL 1992 Svínabógar Hamborgarhryggir 499« V Q 1.098« Nautafile (UNl) Q 1.375- 1.098 Innralæri - Roast Beef - pr.kg. MAHmilUU" THICK&iUCH iSftUCE I Hangikiöt Úrbeinað - læri 998p“g Páskalamb - Af nýslátruðu Nýslátrað Svínakjöt og hangið^ og Nautakjöt. Hamborrarar m/brauði prstk / U " Barbequesósur , 9 u 8- lOteg. Á útigrillið 1 QK- bjóðum við ljúfmeti! . , Lambakjöt/Svínakjöt Tomatsosa marineraðmeðHuntsBarbequesósum. í\) § 680g Grillaðir samaa® Sqf Skafís 21tr. ^yyprstk Salatsósur ( / 389- allar gerðir —,——— dressmg Qlæsilegt úrval Jl Jl 4 250ml fiskrétta! í forrétti: i sjóeídislax 99 - 129- í heilu 40Q - Opiðídagfrákl. 9-19 k KAA á miðvikud. frá 9-20 í sneiðum 5 [) álaugard. f.páskafrákl. 10-18 MATVÖRUVERSLUNIN HmYk Rauðkál Agúrkusalat 570 g. 570 g. 750g pr.kg. msjxmmf Veríð vandlát - það erum við wnm BRU YFIK KÚÐAFLJÓT eftir Árna Jón Elíasson Að undanförnu hefur stytting hringvegarins um ísland verið tals- vert til umræðu. Hingað til hefur nokkuð skort á að augljóst gildi góðs hringvegar hafi verið metið sem skyldi í uppbyggingu vegakerfis landsins. Brýn verkefni á hringvegin- um víða um land hafa þannig gjarn- an orðið að víkja fyrir öðrum, í for- gangsröðun vegaframkvæmda á undangegnum árum, vegna þröngra kjördæmabundinna sjónarmiða. Því ber að fagna áhuga núverandi sam- göngumálaráðhen'a á að gefa þess- um þætti samgöngumálanna betri gaum. Af hugmyndum um framkvæmdir sem fram hafa komið og myndu leiða til styttingar hringvegarins á leiðinni Reykjavík — Akureyri — Egilsstaðir má nefna uppbyggingu Svínvetn- ingabrautar (allt að 10 km), breyt- ingar við Grímsstaði á Fjöllum (stytt- ing um 4 km) og við Jökulsá á Dal (stytting um 3 km) að ógleymdum Hvalfjarðargöngum (stytting um 45 km). Af hugsanlegum framkvæmd- um sem leiða til styttingar á leiðinnj Egilsstaðir — Höfn — Reykjavík má nefna veg yfir Öxi (stytting um 60 km) og breytingu á vegi í Hornafirði (stytting um 11 km) og við Svínafell í Óræfum (stytting um 7 km). Sam- tals er hér um að ræða nálægt 140 km_ styttingu hringvegarins. Ótalin er sú framkvæmd, sem væntanlega kemur fyrst til með að líta dagsins ljós, en það er fyrirhug- uð brúargerð yfir Kúðafljót í Vestur- Skaftafellssýslu. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á Kúðafljótsbrú, þar sem um er að ræða tiltölulega ódýra framkvæmd, sem orsakar umtalsverða styttingu hringvegarins og skapar verulegar og knýjandi samgöngubætur á viðkomandi svæði. Forhönnun á nýrri veglínu og brú yfir fljótið er hafin og benda fyrstu hugmyndir um lengd brúarinnar til að hún verði um 300 m löng, en lengd nýs vegar að brúnni beggja vegna samtals um 11 km. Nýi vegurinn mun leysa af hólmi tæplega 20 km vegarkafla af núverandi hringvegi. Framkvæmdin mun því samkvæmt nýjustu mælingum stytta hringveg- inn um 8,4 km auk þess að sneiða hjá einum versta vegarkaflanum sem Árni Jón Elíasson „Brú yfir Kúöafljót mun hafa mikið gildi fyrir byggðir austan Mýrdalssands og skapa þeim betri samkeppnis- aðstöðu á ýmsum svið- um.“ nú er á hringveginum á sunnanverðu landinu. Er þar m.a. um að ræða löngu úreltan veg yfir Hrífunesheiði í Skaftártungu og þröngar og vara- samar brýr á Hólmsá, Tungufljóti og Eldvatni. Þessar brýr fullnægja hvergi nútíma kröfum um stofn- braut, sem þar að auki er eina sam- gönguleið viðkomandi svæðis. Núverandi kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir að öll framkvæmdin, þ.e. brúin sjálf, vegagerð beggja vegna og nauðsynleg uppbygging varnar- garða, muni kosta um’250 milljónir króna á verðlagi 1992. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerð ríkisins er útreiknuð arðsemi miðað við nýj- ustu forsendur mjög há eða líklega yfir 30% en það er mun meiri arð- semi en gert var ráð fyrir þegar núgildandi vegaáætlun var gerð. Svo mikil arðsemi er með því hæsta sem gerist í vegagerð á íslandi. Við tikomu nýja vegarins mun byggðin í Skaftártungu verða úr þjóðbraut og þarf því samhliða fram- kvæmdinni að tryggja umræddri byggð öruggt vegasamband. Mogginn í fýlu eftirMagnús Óskarsson Langt er síðan hinn upphaflegi Víkvetji Morgunbiaðsins skrifaði árvissan pistil, hugðnæman en örlítið væminn um komu kríunnar á Tjörnina í Reykjavík. Víkverji þessi gerðist svo starfsmaður Sameinuðu þjóðanna og fluttist til New York. Segir sagan að árið eftir þegar krían kom, hafi starfs- menn Morgunblaðsins sent honum svohljóðandi skeyti: „Krían er komin hvað á að gera?“ Nú er Ráðhúsið komið við Tjörnina og í stað þess að gleðjast yfir því eins og kríunni er Mogginn í fýlu og veit ekkert hvað hann á að gera. Þetta brýzt út í tveimur leið- urum blaðsins sl. sunnudag. Blað- ið virðist miður sín út af því að Ráðhúsið skuli opnað með form- legri athöfn í stað þess að „bjóða borgarbúum öllum að skoða það“ eins og það er orðað. Getur það hafa farið framhjá þeim á Mogganum að í febrúar sl. fór íbúaijöldi Reykjavíkur yfir hundrað þúsund? Eða meinar blaðið það virkilega að ekki megi taka Ráðhúsið formlega í notkun nema bjóða hundrað þúsund manns? Annar ritstjóri Morgunblaðsins stóð fyrir þjóðhátíðinni 1974. Hann vill kannski riija það upp Magnús Óskarsson fyrir okkur sem erum farnir að gleyma, hvort þá voru haldnar veizlur, t.d. í Valhöll á Þingvöllum, án þess að bjóða allri þjóðinni; eða var e.t.v. örfáum „útvöldum" boð- ið ? Það skammast sín enginn fyrir að opna Ráðhúsið með viðhöfn og bjóða síðan borgarbúa alla vel- komna að skoða það næstu daga. Okkur, vinum Morgunblaðsins, finnst hins vegar leiðinlegt að það skuli vera í fýlu þegar aðrir gleðj- ast og skiljum ekki hvers vegna. Höfundur er borgarlögmadur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.