Morgunblaðið - 14.04.1992, Síða 57

Morgunblaðið - 14.04.1992, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRIL 1992 57 Óhollar drykkjarvörur of: Frá Hallgrími Þ. Magnússyni: í viðskiptablaði Morgunblaðsins frá 27. febrúar kemur fram að neysla á Coca-Cola á íslandi er um 370 átta únsu flöskur pr. mann á ári en er það lang mest, miðað við þau lönd sem framkvæmdastjóri Coca-Cola á Norðurlöndum minnist á í ofannefndu viðtali. Marga aðra svipaða drykki drekkum við íslend- Pennavinir KRIMA NOUR-Eddine er nemandi í menntaskóla í Alsír og leggur stund á efnaiðnað. Hún hefur áhuga á bréfaskiptum á ensku eða frönsku við íslenska unglinga. Hún hefur áhuga á ferðalögum, tónlist, íþrótt- um, bíóferðum og vináttu. Heimilis- fang hennar er: Krima Nour-Eddine 18, Rue Palestine C.P. 0900-Blida Algerie LEIÐRÉTTING Kafli féll niður I minningargrein í laugardagsblaði um Sigríði Líndals brenglaðist eftir- farandi málsgrein í minningargrein þeirra Guðnýjar, Friðriks og Bjarna. Hún átti að vera svohljóðandi: „Sigríður var með afbrigðum tryggur vinur og fylgdist af lífi og sál með öllum sem hún kallaði sitt fólk. Yngri kynslóðin í þeim hópi fór síst varhluta af örlæti hennar og umhyggju. Hún var afburða- kennari, ósink á að miðla þekkingu og fróðleik og mannrækt var henni í blóð borin. Það var eftirsóknar- vert að fá að fylgja henni eftir og vera með henni í samverki. Ekki var slegið slöku við lestur á kvæðum og öðrum fagurbókmenntum þegar færi gafst og stundum greip Sigríð- ur gítarinn. Þá var sungið af hjart- ans list. Oft var hlegið og að öllu gaman.“ ingar í miklu magni. Þannig að við eram með mestu neyslu á svona drykkjum i veröldinni. Hvað eru þessir drykkir raunverulega? Vatn sem er kolsýrt og út í það er bætt alls konar verksmiðjuframleiddum efnum, en öll verksmiðjuframleidd efni eru dauð efni. Til þess að við getum drukkið þessa drykkí verða þeir síðan að vera ískaldir. Allra mikilvægasta starfsemi lík- amans er öndun, við öndum að okk- ur súrefni úr andrúmsloftinu og við öndum frá okkur koltvísýringi sem er eiturefni sem myndast hefur í líkamanum eftir bruna og við viljum losna við sem allra fyrst. Með því að drekka kók og aðra slíka drykki, þá erum við að vanvirða þessa lík- amsstarfsemi í okkur vegna þess að við drekkum þá koltvísýring en það gengur þvert ofan í þessa grundvallarstarfsemi líkama okkar og getur aldrei verið heilsusamlegt þrátt fyrir að koltvísýringur sé í litlu magni í þessum drykkjum og geti sem slíkt kannski ekki talist hættulegur skammtur, en ég segi, það sem er ekki gott fyrir okkur getur ekki verið gott í neinu magni. Öll önnur efni sem er að finna í þessum gosdrykkjum íþyngja lík- ama okkar og sér í lagi lifrinni, þau nota upp vítamín, steinefni og efna- hvata okkar, því ekkert af slíkum nauðsynlegum efnum er að finna í gosdrykkjum. Þannig að til þess að hreinsa líkamann af þessari dauðu efnasúpu þurfum við að nota orku líkamans en við fáum ekkert í stað- inn, svo að þegar við lítum ti! lengri tíma þá getur þetta aldrei orðið okkur til góðs. Einnig er vitað að kuldi hefur neikvæð áhrif á starfsemi líkamans og sér í lagi lifrarinnar og það er einn enn punktur í því sem segir okkur að rangt sé að neyta þessara gosdrykkja. En þeir eru jú stöðugt auglýstir Og er nú svo komið að fólk álítur nauðsynlegt að láta slíkar gos- drykkjaflöskur fylgja með í inn- kaupakörfum sínum, eins og þetta séu orðnir nauðsynlegir hlutir sem likaminn megi á engan hátt vera án. Erum við íslendingar virkilega orðnir svo heimskir að við höldum að kók og aðrir slíkir drykkir komi í staðinn fyrir vatn í líkamanum? Er ekki kominn tími til að við opn- um augu okkar? Það getur ekki verið heilsusamlegt að drekka steindauðan vökva sem vinnur á móti því lífi sem er í iíkama okkar. Er ekki kominn tími til að hætt- um þessari miklu gosdrykkjaneyslu og snúum okkur að okkar góða vatni, en við erum jú að reyna að selja það erlendis og getur það varla talist góð sölumennska að sjálf þjóðin sem segist eiga besta vatn í heimi sé í toppsæti hvað snertir neyslu á gosdrykkjum í veröldinni og að mínu áliti vinnur slík auglýs- ing mjög mikið á móti þeirri fullyrð- ingu að við eigum besta vatn í heimi. HALLGRÍMUR Þ. MAGNÚSSON, Hrólfsskálavör 9, Seltjarnarnesi. Vinningstölur 11. apríl 1992 Ipgr VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 1 2.744.668 Z. 4at5* m 476.916 3. 4af5 88 9.348 4. 3af5 3.458 555 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.963.398 kr. i upplýsingar:s!msvari91 -681511 lukkulIna991002 Verktakar, Iðnaðarmenn ! Nú geíió þiö hulclið utun um launakostnað Jyrir hvert verk jyrir sig. ERASTUSflytur launuútreikninga inn ú verk ú mjög einfaldan ogfljötvirkan hútt. 30 daga skilaréttur. Láunúforritið ERASTUS ‘Einfaldltfia þtzgtfcgTU M.Flóvent Sími: 91-688933 bg 985-30347 ÞEGAR ÞESSI KRUKKA ER TOM MUN EINHVER LÍTA BETUR ÚT Stendhal kynnir með stolti árangur vísindamanna, sem við eigum að þakka að þessi nýja kremlína varð til. Þetta er bylting í kremlínu sem styrkir húðina og dregur úr ótímabcerri öldrun. Og við getum sannað það. Stendhal DUGGUVOGI 2 sími 686334 ATAK FYRIR AFRÍKU MILLJÓNIR SVELTA! Þessi drengur þarfnast hjálpar þinnar. Gíróseðlar í bönkum og sparisjóðum. SE/ HJÁIPARSTOFNUN KIRKJUNNAR -rix

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.