Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992 27 Heilbrigðis- o g tryggingamálaráðuneyti: 3,7 milljónirí kynningarstarf HEILDARKOSTNAÐUR við fundi og kynningar heilbrigðis- og tryggingaráðherra frá 1. janúar 1992 til 23. mars sl. er 3,7 miiljón- ir kr. Þetta kom fram í svari Sighvats Björgvinssonar heilbrigðis- og tryggingaráðherra við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar al- þingismanns á Alþingi um kostn^ð við fundaherferð og kynningu á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Fram kom í svari ráðherra að heildarkostnaður við auglýsingar í dagblöðum var 1,5 milljón kr., heildarkostnaður við auglýsingar í útvarpi og sjónvarpi 231 þúsund kr. og kostnaður við aðrar auglýs- ingar var 134 þúsund kr. Kostnaður við leigu á fundarsölum og annar beinn kostnaður við fundahald, þar með taldar veitingar, var 407 þús- und kr. Ferðakostnaður nam sam- tals 486 þúsund kr., þar af 240 þúsund kr. í fargjöld og 245 þúsund kr. í gistingu og fæði. Annar kostn- aður, svo sem gerð rita og prent- kostnaður nam 923 þúsund kr. Hinn nýi skíðaskáli í Hveradölum. Skíðaskálinn í Hveradölum: Formleg opnun sum- ardaginn fyrsta SKÍÐASKÁLINN í Hveradölum verður formlega opnaður al- menningi sumardaginn fyrsta, eða 23. apríl n.k. Um þessa helgi verður staðurinn hinsvegar „prufukeyrður" eins og yfir- þjónninn orðaði það, með tveim- ur veislum. Elí Másson yfirþjónn í Skíða- skálanum segir áð eftir opnun verði staðurinn rekinn bæði sem veislu- staður fyrir þá sem það vilja svb og veitingahús fyrir almenning og er ætlunin að bjóða upp á ódýran og fjölbreýttan matseðil. Húsinu verður skipt í þrennt. I kjallara, eða jarðhæð, verður inngangur, snyrtiaðstaðarbar og aðstaða fyrir starfsfólk. Á miðhæð- verða tveir veislusalir, tekur annar þeirra 180-200 manns í sæti en hinn um 70 manns í sæti. í risinu verður svo stór bar. Endurbygging Skíðaskálans hefur staðið yfir allt frá því að gamli skálinn brann fyrir rúmlega ári síðan. EIí segir að áætlanir við endurbygginguna hafi að mestu staðist en um töluverðar breyting- ar sé að ræða, bæði innan' og utan húss, frá því sem var í gamla ská- lanum. Bólusett gegn ónæm- um bakteríustofnum LANDLÆKNIR segir að með vaxandi tíðni lungnabólgu af völdum bakteríustofna sem eru ónæmir fyrir sýklalyfjum sé rétt að benda fólki á að heilsugæslu- stöðvar hafa boðið upp á bólu- setningar gegn slíkum sýking- um. í Morgunblaðinu á fimmtudag var skýrt frá því að æ fleiri stofn- ar bakteríu, sem getur valdið alvar- legum sýkingum, s.s. lungnabólgu, væru ónæmir fyrir pensillíni og öðrum sýklalyfjum. Sjúklingar sem fengju sýkingar af völdum slíkra bakteríustofna þyrftu því jafnve! að leggjast inn á sjúkrahús tn meðferðar með stungulyfjum. „Landlæknisembættið, í sam- ráði við farsóttanefnd ríkisins, ákvað síðasta haust að ráðleggja bólusetningu gegn lungnabólgu- bakteríum,“ sagði Ólafur Ólafsson landlæknir í samtali við Morgun- blaðið. „Það er eina ráðið sem við höfum þegar bakteríur eru ónæm- ar fyrir lyfjum, fyrir utan að fá ný lyf, sem ekki er alltaf auðvelt eða ódýrt að framleiða. Bólusetn- ingar sem boðið er upp á á heilsu- gæslustöðvum veita hins vegar að minnsta kosti 70% vernd næstu 5-10 árin.“. Hvað er ArmaSlex Það er heimsviðurkennd pípueinangrun í hólkum, plötum og límrúllum frá Ármúla 29 - Múlatorgi - Sími 38640 Passíusálm- ar Hallgríms Péturssonar HÖRPUÚTGÁFAN hefur sent frá sér nýja prentun Passíusálma séra Hallgríms Péturssonar. Hér er um að ræða 80. prentun. Engin bók önnur hefur verið prentuð svo oft á íslenska tungu. 1. prentun kom út á Hólum árið 1666. Helgi Skúli Kjartansson sá um útgáfuna. I inngangsorðum segir m.a. „Passíusálmamir eru orðnir sí- gilt rit, hlekkur í íslenskri menningu sem ekki verður á brott numinn.“ Prentun og bókband er unnið í Prent- smiðjunni Odda hf. Bókskreytingar gerði Bjami Jónsson listmálari. Bók- in er 285 bls. jtb faibm tádia Stúlkumar Karen Ragland, Hollies Payseur og Linda Lloyd sérhæfa sig í að syngja gömlu góðu Supremes-lögin, sem allir kannast við. Þótt þær kalli sig ekki The Supremes, heldur The Fabulous Sound Of Supremes, tengjast þær allar gömlu góðu söngsveitarinni á einn eða annan hátt, því að þær voru allar einhvern tíma í The Supremes þau tuttugu og tvö ár sem sveitin starfaði. Þær skapa ósvikna Supremes-stemmningu með frábærri sýningu sem farið hefur víða um heim að undanförnu. Supremes eiga fjöldann allan af „topplögum", sem setið hafa í efsta sæti vinsældalista Bandaríkjanna svo vikum og mánuðum skiptir. Topplögin eru eftirfarandi: BABY LOVE, STOP IN THE NAME OFF LOVE, YOU KEEP ME HANGING ON, I HEAR SYMPHONY, THEREIS NO STOPPING US NOW, WHERE DID YOUR LOVE GO, BACKIN MY ARMSAGAIN, COME SEE ABOUT ME, LOVEIS HERE AND NOW YOU'RE GONE, SOMEDAY j/VE'LL BETOGETHER, YOU CAN'T HURRY LOVE, THE HAPPENING, LOVECHILD, QUIT. MISSIÐ EKKIAF EINSTÖKU TÆKIFÆRI TIL AÐ SJÁ „íhe faluCouí fouub of Xke fupkeutes" Á HÓTEL ÍSLANDI. Sýningar á heimsmælikvarða á Hótel íslandi. HLJÓMSVEITIN TODMOBILE LEIKUR FYRIR DANSI. HOT LiLl MD Miðasala og borðapantanir ( síma 687111.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.