Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRIL 1992 47 eftirfarandi ljóðlínur eftir Jónas Hallgrímsson í kistu hans. Flýt þér vinur, í fegri heim. Kijúptu að fótum friðarboðans og fljúðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Með þessum sömu ljóðlínum kveðjum ég og fjölskylda mín með innilegri þökk fyrir allt sem hún skildi eftir í vitund okkar. Guðrún Sveinsdóttir. Sigríður Jónsdóttir frá Ökrum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu sem lést 5. apríl sl. verður jarðsung- in frá Einarsstaðakirkju í dag. Fundum okkar Sigríðar bar fyrst saman þegar ég, barn að aldri, var sendur í sveit. Það var í upphafi seinni heimsstyijaldarinnar að börn úr Reykjavík voru send úr borginni af ótta við að þeim kynni að stafa hætta af loftárásum Þjóðveija. Ás- valdur föðurbróðir minn og Sigríður bjuggu þá, ásamt börnum sínum 7 að tölu, í þinghúsinu á Breiðumýri og þótt vafalaust hafi þar verið þröngt í koti man ég ekki til þess að hafa orðið var neinna erfiðleika þótt þeim hjónum hafi óvænt bæst , enn eitt barn til að hugsa um. Hjá Sigríði og Ásvaldi leið mér vel. Þarna opnaðist mér ný veröld og upphófust nánari kynni við náttúr- una en ég áður átti að venjast. Naut ég þar tilsagnar og hand- leiðslu Sigríðar í ríkum mæli, sem ég ávallt mat mikils. Þar kynntist ég t.d. geitabúskap en þau munu hafa verið með þeim síðustu í land- inu til að halda geitur. Þar sá ég einnig hunangsfluguna í fyrsta sinn, stóra fallega, gulröndótta flugu, sem ég vildi góma og skoða betur. Ég reyndi það bara einu sinni enda sveið mig illilega í lófann eft- ir þá tilraun og þá bar Sigríður smyrsl á sárin. Margt fleira bættist í minn reynsluheim þann stutta tíma sem ég dvaldi hjá þessum ágætu hjónum og börnum þeirra áður en ég hélt þaðan til föðursyst- ur minnar, Þuríðar í Klambraseli. Sigríður fæddist 15. apríl 1903, dóttir Jóns Péturssonar bónda á Auðnum í Laxárdal og konu hans, Hildar Benediktsdóttur. Hún giftist Ásvaldi Þorbergssyni frá Litlu- Laugum 28. desember 1924 og hófu þau búskap á Einarsstöðum en árið 1926 flytja þau að Breiðu- mýri og þar búa þau uns þau flytja að Ökrum árið 1944. Á Ökrum fæddist þeim yngsti sonurinn en alls varð þeim níu barna auðið. Sig- urveig, f. 4. ágúst 1925, giftist Sig- urgeir Péturssyni bónda á Gaut- löndum. Hún lést 23. júlí 1982. Hrólfur, f. 14. desember 1926, átti Guðrúnu Sveinsdóttur. Hann lést 5. desember 1982. Jörgen, f. 30. janúar 1928, d. 3. október 1945. Hildur Guðný, f. 23. júlí 1929, gift Böðvari Jónssyni bónda á Gautlönd- um. Ásta, f. 12. október 1930, gift Magnúsi Kristjáni Guðmundssyni bónda í Tröð í Öriundarfirði. Þor- móður bóndi á Ökrum, f. 6. mars 1932, kvæntur Ingigerði Kristínu Jónsdóttur. Þuríður, f. 18. júlí 1933. | Ingjaldur, f. 27. ágúst 1940, var kvæntur Guðbjörgu Elíasdóttur en þau eru nú skilin. Þorbergur, f. 25. | mars 1946, kvæntur Bjarnfríði ' Björnsdóttur. Þau búa í Reykjavík. Eftir að Ásvaldur lést, langt um aldur fram, liðlega 50 ára, 18. ágúst 1949 bió Sigríður áfram á Ökrum með dyggri aðstoð barna sinna. Sérstaklega hafa Þuríður og hjónin, Þormóður og Ingigerður verið henni til aðstoðar á efri árum. Sigríður var svo jákvæð í allri hugsun og um leið afar sterk og heilsteypt kona og hafa þeir eiginleikar áreið- anlega nýst henni vel þegar hún, 45 ára gömul, missti mann sinn frá 8 börnum, og gert henni kleift að komast svo vel, sem raun varð á, í gegnum erfiðleikana sem það hafði , í för með sér. Sigríður hafði mikið yndi af blómum og fallegar voru rósirnar í litla gróðurhúsinu hennar . við bæinn. Það var um mig svo sem um marga unga menn, að lítil rækt var lögð við fjölskyldutengslin og sam- I band okkar Sigríðar var minna en skyldi um all langt skeið en síðustu áratugina höfum við hjónin heim- sótt Sigríði og frændfólkið á Ökrum Minning: Lovísa Norðfjörð Jónatansdóttír í hvert sinn er við höfum farið norð- ur. Alltaf tók Sigríður okkur opnum örmum á sinn einstaklega hlýja og kærleiksríka hátt og marga kaffi- bollana og blábeijaskálarnar höfum við fengið við eldhúsborðið hennar. Sigríður var alltaf mikil vinkona foreldra minna og einkar minnis- stætt er okkur hjónum, þegar við ásamt föður mínum heimsóttum Sigríði árið 1977 í sambandi við jarðarför Þuríðar í Klambarseli. Pabbi og Sigríður léku á als oddi er þau rifjuðu upp gamlar minning- ar. Sú stund var þeim báðum mik- ils vit'ði og saman fóru þau svo í heimsókn til eins kunningja þeirra frá æskuárunum. Ég vil fyrir hönd okkar hjón- anna, s^stkina minna; Agnars, Svönu, Ásu og maka þeirra, votta aðstandendum Sigríðar okkar dýpstu samúð, en við erum þess fullviss að minningin um góða móð- ur, tengdamóður, ömmu og langömmu verði þeim styrkur um ókomin ár. Að lokum kveðjum við hana með þessu fallega erindi Matthíasar Joc- humssonar. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir sálu mina, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. Sigurður Jörgensson. Fædd 10. júlí 1920 Dáin 3. janúar 1992 Þegar ég hugsa um Lúllu tengdó, sé ég alltaf fyrir mér glaðlegt og brosandi andlit hennar flautandi eða raulandi einhveija létta laglínu með Hauki Morthens, Ragga Bjarna, Tom Jones eða Engilgert Humperdinck eins og hún gerði svo oft. Én þeir voru úppáhlads söngv- arar hennar. Hún var ein jákvæð- asta manneskja sem ég hef nokkru sinni kynnst. Og undrast ég það þegar ég hugsa um alla þá erfið- leika og lífshörku sem hún þurfti að þola. Við það að tala við hana fékk maður alltaf mikinn innblástur og fylltist jákvæðum hugsunum. Annað var bara ekki hægt jafn létt og skemmtileg sem hún var. Þegar maður heyrði einhvern tala um hana var það alltaf á svipuðum nótum og þetta, hvort sem það var mann- eskja af yngri eða eldri kynslóð- inni. Svona var hún, alltaf létt og skemmtileg. Ég kynntist Lúllu fyrst þegar ég bjó í Eyjum og vorum við ekki lengi að ná sömu bylgjulengd. Alltaf þeg- ar við hittumst var slegið á létta strengi og var sjaldan hægt að fá hana til að tala um einhver þung alvörumál. En þó gerðum við það einu sinni eða tvisvar svo ég muni. Sérstaklega man ég eftir einu skipti sem við ræddum slík mál undir fjór- um augum. Þá kynntist ég hinni hliðinni á henni, mikilli lífsreynslu og göngu í gegnum misskemmtileg tímabil. Ég hef velt því fyrir mér að ef ævisaga hannar væri skrifuð væri hægt að skrifa tvennskonar sögur, eina gamansögu og eina sorgarsögu. Þetta upplifði hún hvort tveggja á sinn hátt. Lúlla var algjör bingósjúklingur og fór alltaf í bingó þegar hún mögulega gat. Stundum tók hún eittvert barna okkar með og skemmtu þau sér alltaf hið besta, bæði hún og börnin. Eitt sinn tók hún yngsta barnið, hana Eddu Rós, sem þá var tveggja ára, með sér í bingó og talaði hún mikið og hló að þeirri bingóferðinni. Sérstaklega af því að barnið átti til með að hrópa upp í miðjum spenningnum „BINGÓ“ eða „BJARNI 14“ og truflaði það náttúrulega fólkið sem raðaði sælgæti í barnið svo það þegði. Henni þótti mjög gaman að dansa og fór hún stundum á gömlu- dansana og dansaði eins mikið og _ hún gat. Stundum sagði hún manni frá því eftir dansleik að hún hefði dansað við herra sem dansaði svo ofsalega vel. Þegar miðdóttir okkar, hún Anna Dóra, vissi að ég ætlaði að skrifa minningargrein um ömmu sína vildi hún endilega að ég minntist á það fyrir hana hvað henni þótti alltaf gott að vera í fanginu á ömmu sinni og kúra, því hún var svo blíð og góð. Lovísa fór frá okkur mjög snögglega. En þannig dauðdaga hafði hún alltaf óskað sér, þótt þetta hafi verið allt of snemma, því hún var yfirleitt við ágæta heilsu og hefði getað átt mörg góð ár til viðbótar. Oft talaði hún um það að hún hugsaði ekki vel til þess ef hún ætti eftir að verða ósjálfbjarga gamalmenni og upp á aðra komin á einhverri öldrunarstofnuninni. Ég votta öllum sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls Lovísu, mín- ar dýpstu samúðarkveðjur. En gleymum ekki lífsstíl hennar, verum lífsglöð og jákvæð eins og hún ávallt var. Örnólfur Lárusson. yoy&ME ö _ Yoa^ CfiU utaglEÐ,n HaAís HANZ KRINGLUN N I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.