Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992 Flamenco - Funheitur dans _______Listdans Ólafur Ólafsson Flamenco-dansar. Dansarar: Ýmsir dansarar og nemendur Dansstúdíós Sóleyjar. Leiðbein- andi og stjórnandi: Paco Moral- es. Dansað í húsnæði Islenska dansflokksins á Engjateigi 1, 4. apríl sl. íslendingar hafa jafnan tekið suðrænum straumum opnum örm- um. Líklega hefur köld veðrátta okkar þar nokkuð að segja. Þetta kom glögglega í Ijós, þegar aug- lýst var námskeið og leiðsögn í flamencodönsum. Áhuginn var mikill og aðsóknin góð. Afrakstur þessa alls gaf svo að líta laugar- dagskvöldið 4. apríl. Útkoman var stórkostleg kvöldstund með heitu og spennandi spönsku ívafi. Upphaf málsins má rekja til þess, að Sóley Jóhannsdóttir leit- aði aðstoðar spánska konsúlsins á íslandi til að útvega flamenco- dansara og kennara frá Spáni. Fyrir milligöngu menntamála- ráðuneytisins í Madrid var haft samband við Paco Morales, dans- ara og danshöfund, sem kom svo til landsins í janúar sl. í fram- haldi af því voru auglýst nám- skeið og voru þau sótt af bæði byijendum og þjálfuðum dönsur- um. Þarna gafst tækifæri til að kynnast spánskri danslist og menningu í návígi. Paco Morales kemur úr spánskri dansaraljölskyldu. Hann tarfar sem dansari og stjórnandi við Spánska þjóðarballettinn. Hann á að baki ferii sem dans- ari, m.a. í níu ár við Harkness-bal- lettinn í New York og einnig við Stuttgart-ballettinn og víðar. Hann starfar einnig víða um lönd sem danshöfundur og leiðbein- andi. Héðan heldur hann til New York til að semja dansa við La Traviata og síðan til Stokkhólms. Það er gæfa að fá til landsins sannan listamann, sem leggur al- úð og metnað í starf sitt og sinnir um leið menningararfleifð lands síns. Margir halda, að flamenco sé dans, sem framleiddur sé sem skyndibiti fyrir ferðamenn. En flamenco á sér djúpstæðar rætur í menningu Spánar og dansinn á sitt fasta form. Hann hefur sínar grunnstöður og segja má, að við hirð Lúðvíks XIV. í Frakklandi hafi hinn spánski „Escuela Bol- era“ verið sá grunnur, sem hinn klassíski ballett þróaðist frá. Flamenco er dansaður af tjáning- arþörf, en ekki vélrænt. Dans má drepa með tækni, ef tilgangurinn gleymist. Flamenco-dansinn er kraftmikill. Hann gerir karlmenn karlmannlegri og konur kven- legri. Hann er miðill, þar sem gólfið og líkaminn er notaður til að segja frá — til að tjá sig. Til- finningin þarf að berast frá gólf- inu um líkamann til hjartans og þaðan til áhorfandans. Þannig lætur góður flamenco engan ós- Spánski dansarinn Paco Mora- les. nortinn, heldur hrífur og heillar. Sýning hópsins hófst með góðu hópatriði, sem gaf tóninn fyrir það sem í vændum var. I kjölfarið kom kvendans, þar sem hver dansari fékk sitt tækifæri. í þessum dansi var sterk tjáning og undravert, hve góðum tökum hópurinn náði á tækninni. Ástrós Gunnarsdóttir dansaði af krafti og næmni. Þessi dansstíll hæfir henni vel. Það var greinilegt að þjálfuðustu dansar- arnir í hópnum höfðu lagt hart að sér við undirbúninginn og sú vinna skilaði sér í stílhreinum fun- heitum dansi. Paco Morales dans- aði einnig langt sóló, þar sem meðal annars mátti sjá (og heyra) „skódans" eins og hann gerist hvað bestur. í lokin dansaði svo hópurinn allur og stöðugt bættust við ný og ný erindi í lokasönginn og stemningin í húsinu var orðin stórkostleg. Þessi kvöldstund rennur þeim seint úr minni, sem hennar nutu. Þetta framtak Sóleyjar Jó- hannsdóttur að standa fyrir þessu námskeiði og sýningu er lofsvert. Sérstaklega vegna þess að í hlut átti jafngóður fulltrúi spánskrar menningar og leiðbeinandi og Paco Morales. Honum og dönsur- unum ber að þakka stórgóða sýn- ingu. Eina kvöldstund lá við, að Engjateigur 1 yrði spánskari en Spánn. FASTEIGIMASALA Sudurlandsbraut 10 Ábyrgð - Reynsla - Öryggi Hilmar Valdimarsson. SÍMAR: 687828 OG 687808 ltantar eignir á skrá. Skoðum og verðmetum samdægurs. Einbýli ÁLFTANES Vorum að fá í sölu glæsil. einbhús v/Norðurtún. Húsið er 173 fm. Bílsk. 55 fm. 4 góð svefnherb. Vandaðar innr. og gólfefni. Verð 14,3 millj. LINDARBRAUT Mjög gott einbhús á einni hæð. Hús- ið er 145 fm auk 30 fm blómaskála. Bílsk. 35 fm. Arinn í stofu. Parket. Fallegur garður. V. 16 m. Skipti möguleg á 3ja-4ra herb. íb. í góðu lyftuhúsi. LANGHOLTSVEGUR Einbhús á einni hæð, 124 fm auk 43 fm bílsk. Góður garöur. V. 10,5 m. Raðhús HRAUNBÆR Vorum að fá í sölu mjög gott enda- raðh. á einni hæð. 137 fm. Nýtt parket.* Bílskréttur. Skipti á góðri 3ja-4ra herb. íb. koma til greina. GRASARIMI Til sölu sérstakl. fallegt parh., hæð og ris m/innb. bílsk. V. 12,7 m. Áhv. 6,0 m. BREKKUBYGGÐ V 8,5 M. Vorum að fá í sölu raðhús á tveimur hæðum, samt. 90 fm, auk bílsk. 4ra—6 herb. ENGIHJALLI Til sölu 4ra herb. 107 fm íb. á 5. hæö í lyftuh. Laus nú þegar. ESKIHLÍÐ Vorum aö fá í sölu góða 4ra-5 herb. 108 fm íb. á 3. hæð í fjölbhúsi. UÓSHEIM AR Vorum að fá í sölu mjög góða 4ra herb. endaíb. á 7. hæð. Parket á stofu. Skipti á minni eign mögul. NEÐSTALEITI Til sölu stórglæsil. 4ra-5 herb. íb. 121 fm. Parket á gólfum. Þvottaherb. innaf eldh. Tvennar svalir. Stórkostl. útsýni. Stæði í lokuðu bílahúsi. 3ja herb. KJARRHÓLMI Falleg 3ja herb. íb. á 4. hæð. Sér- þvottaherb. í íb. Stórar suðursv. Laus rtú þegar. GRUNDARGERÐI Falleg 3ja herb. risíb. Sérinng. V. 4,2 m. 2ja herb. SKÚLAGATA 2ja herb. 50 fm íb. ó 1. hæð. Suð- ursv. V. 3,7 m. HLÍÐARHJALLI Glæsil. 2ja herb. 60 fm íb. á 1. hæö. Stórar suöursv. RAUÐARÁRSTÍGUR Til sölu ný 2ja herb. 60 fm íb. á 1. hæð í lyftuh. Stæði í lokuðu bílahúsi. íb. selst tilb. u. trév. eða fullb. íb. er tilb. u. tréverk í dag en getur afh. fullb. eftir ca 2 mán. LYNGMÓAR GBÆ Til sölu mjög falleg 2ja herb. 60 fm íb. á 3. hæð (efstu) ásamt innb. bílsk. Parket á gólfum. Stórar suðursv. Laus fljótlega. V. 6,3 m. Hilmar Valdimarsson, Sigmundur Böðvarsson hdl., Brynjar Fransson, hs. 39558. Vesturbær - nýtt á skrá Vorum að fá í sölu 107 fm efri hæð ásamt hálfu risi. íbúðin er í góðu ástandi. Á hæðinni eru 2 stofur, hol, 2 svefnherbergi (inn af öðru er fataherbergi), baðher- bergi og mjög stórt endurnýjað eldhús. í risi er sérher- bergi, sérgeymsla og sameiginleg snyrting og íbúðar- herbergi. Á lóðinni er sér bifreiðastæði. Lóð er snyrti- leg og ræktuð. LAUFÁS FASTEIGNASALA SÍÐUMÚLA 17 812744 Atvinna við þjóðveginn Til sölu vel búið íbúðar- og gistiheimili á Suður- landi. Húsið er mjög vel staðsett í mesta ferða- mannabæ landsins. Miklir möguleikar að lengja ferðamannatímabilið á sviði heilsuræktar, nám- skeiðahalds og afþreyingar. í viðbyggingu er rek- in vaxandi framleiðsla á vinsælum ferðamanna- vörum sem gætu fylgt með í kaupunum. Gefandi starf með mikla framtíðarmöguleika fyrir duglegt fólk sem vill byggja upp sjálfstæðan atvinnurekst- ur. Skipti möguleg á eign í Reykjavík. nTCTfTTTT^TTTra^ SUÐURVE Rl SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. 1 KH 91 Ví) L*RUS Þ' VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASÍJÖRF.Á j L\ I Ov“L I 0 / V KRISTINNSIGURJONSSON,HRL.löggilturfastéiG'nÁ^M-T Nýjar eignir á söluskrá: Glæsilegt raðhús við Brekkusel , vel byggt og vel með farið 238,6 fm nettó á þrem hæðum með 6-7 svefnherb. Tvennar svalir. Á jarðhæð (ekki kjallari) má gera litla séríb. Góður upphitaður bílsk. m/geymslurisi. Eignaskipti mögul. Skammt frá Borgarleikhúsinu úrvals séríb. 3ja herb. á 1. hæð 109 fm nettó. Rúmg, stofa m/stórum sólskála. Sérinng. Sérlóð, sólverönd. 40 ára húsnlán kr. 1,7 millj. Stór og glæsileg við Næfurás 2ja herb. ib. á 1. hæð um 70 fm. Parket á gólfum. Sérþvhús. Sólsvalir. 40 ára húsnlán kr. 2,4 millj. Laus 1. júli. Mikið útsýni í suðurátt. í Fossvogi - sérþvottahús - bílskúr Á útsýnisstað v/Hulduland 5 herb. ib. á 2. hæð 120 fm. 4 svefnherb. Góðir skáþar. Sólsvalir. Endurbætur nú yfirst. utanhúss. Tilboð óskast. Glæsileg sérhæð f þríbýlishúsi neðri hæð v/Stigahlíð 6 herb. 146,8 fm. 3 svefnherb. og forstherb. m/sérsnyrtingu. Allt sér. Allar innr. og tæki eru 11 ára. Góður bílsk. Nýleg íbúð í vesturborginni í 10 ára fjölbhúsi v/Meistaravelli 3ja herb. íb. á 1. hæð tæpir 80 fm nettó. Sólsvalir. Góðir skápar. Nýtt parket. Þvhús á hæð. Góð geymsla í kj. Hentar m.a. þeim sem eiga erfitt með stigagang. Ræktuð lóð. Heiðraðir boðsgestir og aðrir Reykvíkingar! Til hamingju með Ráðhúsið. • • • Opið á fimmtud. kl. 10-16 og á laugard. á sama tíma. Fjöldi fjársterkra kaupenda. • • • LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 ALMENNA FflSTEIGWASAlAH KARLAKOR REYKJAVÍKUR _________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Karlakór Reykjavíkur hélt sína vortónleika í síðustu viku og fór undirritaður á laugardagstónleik- ana 11. apríl. Á efnisskránni voru íslensk, rússnesk og norræn karla- kórslög, tvö lög eftir Verdi og eitt úr söngleiknum My Fair Lady. Einsöngvarar með kórnum voru Katrín Sigurðardóttir og Hjálmar Kjartansson en samleikur á píanó var í höndum Önnu Guðnýjar Guð- mundsdóttur. Stjórnandi kórsins er Friðrik S. Kristinsson. Tónleikarnir hófust á fjórum ís- 51500 Hafnarfjörður Öldugata Gott timbureinbýlishús, kj., hæð og ris. Ekkert áhv. Álfaskeið Góð 4ra herb. rúml. 100 fm íb. á 3. hæð auk bílsk. Áhv. ca 3,0 millj. Verð 7,6 millj. Breiðvangur Góð 4ra-5 herb. íb. á 3. hæð. Gott útsýni. Blómvangur Glæsil. efri sérh. í tvíbhúsi ásamt bílsk. Smyrlahraun Gott eldra timbureinbh., ca 170 fm kj., hæð og ris. Verð 9,0 millj. Hjallabraut Góð 4ra-5 herb. ca 110 fm íb. á 1. hæð. Drangahraun Höfum fengið til'sölu gott iðn,- og/eða versl.-/skrifsthúsn., 382,5 fm. Fokhelt. Einbýlishús óskast í Hafnarfirði í skiptum fyrir efri sérh. ásamt risi ca 140 fm. Atvinnuhúsnæði Vantar atvhúsnæði ca 1000- 1500 fm. Helmingur lagerpláss. Vantar - vantar Höfum kaupendur að 2ja, 3ja og 4ra herb. íb. í Hafnarfirði. Kópavogur - Álfabrekka Gott einbhús á góðum stað á tveimur hæðum ca 270 fm þ.m.t. bílsk. Árni Grétar Finnsson hrl., Stefán Bj. Gunnlaugss. hdl., Linnetsstíg 3, 2. hæð, Hafn., símar 51500 og 51501. lenskum þjóðlögum, tveimur hesta- og dýravísum, útsettum af Jóni Leifs, Nú er ég glaður, í raddsetn- ingu Sigursveins D. Kristinssonar og Vatnsenda-Rósu, sem undirrit- aður bjó í búning. I síðastnefnda laginu var Katrín Sigurðardóttii' einsöngvari og flutti hún lagið fal- lega og af sterkri tilfinningu. Blómarósir eftir undirritaðan við kvæði eftir Helga Sæmundsson, var vel flutt af kór og undirleikara. Vorgyðjan kemur eftir Árna Thorsteinsson var mjög vel sungin af Katrínu Sigurðardóttur. Tæp- lega er hægt að tala um að radd- setningin sé eftir Pál P. Pálsson því í sjálfu laginu er engu breytt, aðeins bætt við kór-niðurlagi. Þetta vekur upp þá spurningu hvort ekki þurfi beinlínis að skil- greina þann mun, sem er á með- ferð manna á verkum annarra og geta verið aðeins umritanir, þar sem litlu er breytt nema flutnings- gerð og raddsetningar, þar sem hljóm- og raddskipan er alfarið nýunnin af raddsetjaranum. Tvö rússnesk þjóðlög voru á efn- isskránni, Rauða sarafaninn og Kaljinka, eitt af frægari lögum Don-kósakkana sem Hjálmar Kjartansson söng af fágaðri reisn með sinni hljómfallegu rödd. Eftir hlé söng Katrín Sigurðardóttir tvö lög eftir Grieg, En drom og Váren en auk þess söng hún í niðurlagi tónleikanna, La Vergine degli Ang- eli, úr Vald örlaganna eftir Verdi og var sá flutningur áhrifamikill og vel útfærður af öllum flytjend- um. Skandinavísku karlakórslögin voru Uti vár hage eftir Hugo Alv- én, Aftenstemning, fallegt lag eft- ir Carl Nielsen og Því er hljóðnuð þýða raustin? eftir Sibelius. Þessi lög eru ekki aðeins fallega gerð, heldur einkar vel útfærð fyrir karlakór. Uti vár hage og Aften- stemning voru mjög vel sungin en lag Síbelíusar er vandasamt hvað snertir hrynskipan, sérstaklega þar sem áherslur lagsins standast á við hrynskipan íslenska textans. Hvað sem þessu líður var mótun Friðriks á þessum lögum sannfær- andi og fallega unnin. Ég ætla að kvænast kellu á morgun, úr May Fair Lady var hressilega sungið og sama má segja um Sígaunakórinn í II Tro- vatore eftir Verdi. Besta lag tón- leikanna var La Vergine degli Angeli. Þessi „bæn“ er mjög áhrif- amikil og eins og fyrr segir var hún mjög vel flutt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.