Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRIL 1992 Ný gerö bamabílstóla * Fyrir böm frá fæðingu til 5 ára aldurs. * Þægilegar 5 punkta fest- ingar með axlapúðum. * Stillanlegur. * Stólnum má snúa með bakið fram (->9kg.) eða ciftur (9-18kg.). * Má hafa frístandandi. * Vasi á hlið, fyrir leikföng eða annað. * Auðvelt að taka áklæðið af og þvo það. * Viðurkenndur. * Verð kr. 9.997 - Borgartúni 26 Síml: (91) 62 22 62 Mynds.:(91) 62 22 03 Við getum þaggað niður í þeim flestum Sendum í póstkröfu! Gott verð — Gæðaþjónusta ÍSETNING Á STAÐNUM Sverrír Karls- son - Minning Fæddur 11. apríl 1936 Dáinn 7. apríl 1992 Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Kær vinur og samstarfsmaður er kvaddur. Þegar dauðinn kveður dyra stöndum við ráðvillt, spurn- ingar vakna en fátt er um svör. Síminn hringdi og okkur var tjáð að Sverrir væri dáinn. Þetta var reiðarslag fyrir okkur vini hans í Blindrafélaginu. Það sem eftir var dags var gengið hljóðlega um dyr með söknuð í hjarta. Sverrir var vinsæll maður jafnt meðal ungra sem aldinna. Hann var m.a. félags- málafulltrúi og aðstoðarmaður blindraráðgjafa og þurfti því vegna starfs síns að sinna fólki á öllum aldri, innan félagsins og aðkomu- gesta sem eru margir, m.a. börn af leikskólum og frá ýmsum fram- haldsskólum borgarinnar sem kynna sér starfsemi þá sem fram fer í Hamrahlíð 17. Hann sinnti þessum hópum auk ýmissa innan- félagshópa með stakri ró og þolin- mæði með bros á vör. Með sinni hugljúfu framkomu, nærfærni og hlýju vann hann hug og hjörtu þeirra sem til hans leit- uðu. Það er á engan rýrð kastað þó við félagar hans teljum að Sverr- ir hafi á ýmsan hátt verið einstak- ur, í annan stað mikið ljúfmenni og hinsvegar hinn glettni og hlátur- mildi Sverrir. Það voru á vissan hátt einstök forréttindi að fá að kynnast honum og eiga hann að vini og samstarfsfélaga. Við mun- um sakna vinar í stað. Vottum við Kolbrúnu konu hans, börnunum, móður hans sem hann reyndist svo vel og allri fjölskyld- unni innilega samúð okkar. Megi góður guð styrkja þau í þeirra miklu sorg. Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira; drottinn minn gef dauðum ró en hinum líkn sem lifa. (Úr Sólarljóðum.) F.h. samstarfsfólks hjá Blindra- félaginu og Blindravinnustofunni, Dóra Hannesdóttir. Það eru nú að verða bráðum þrír áratugir síðan ég fór að taka fullan þátt í félagsstarfi Blindra- félagsins. Þar hef ég kynnst mörgu afbragðsfólki, sem hefur skólað mig til og kennt mér að sanngirni, hógværð og réttsýni eru þeir eigin- leikar, sem ég ætti að tileinka mér. Stundum hefur það reynst full erfítt eins óstýrilátur og ég er á köflum. Sverrir Karlsson var einn þeirra manna, sem komst þangað sem hann ætlaði sér með hógværðinni einni saman. Ég á eina minningu um hann, sem situr föst í huga mér. Þannig er að Sverrir var einn þeirra sem upplifði að hafa fulla sjón, missa hana smátt og smátt, þangað til hún hvarf alveg og fá síðan litla sjón eftir augnaðgerð, en hann var alveg blindur í ein 6 ár. Sverrir sat eitt sinní skemmti- nefnd Blindrafélagsins. Það var á jólaskemmtun félagsins sem ég man eftir honum. Hann gekk þá um með hvítan staf og var dulítið nokkuð hikandi í göngulagi. Ég skynjaði að hann héldi sig vera fyrir framan einhveija hindrun, því hann lyfti öðrum fætinum nokkuð hátt upp, eins og hann ætlaði að stíga yfír þröskuld. En þröskuldur- inn var ekki fyrir, svo að fóturinn skall niður og Sverrir varð mjög vandræðalegur og seig saman, eins og við gerum stundum, sem sjáum lítið eða ekkert og verður á einhver klaufavilla að okkar mati. Þetta atvik grópaðist inn í vitund mína og einhvern veginn get ég ekki gleymt þessu. Svo var það nokkrum árum síðar að Sverrir gekkst undir augna- aðgerð hjá Herði Þorleifssyni augn- lækni og fékk nokkra sjón á annað augað. Þegar Sverrir var farinn að venjast því að sjá svolítið, hellti hann sér út í störf hjá Blindrafélag- inu af heilum hug. Hann var mað- ur sáttfýsinnar, ráðhollur með-af- brigðum og vildi veg allra sem mestan. Hann var mikill tilfinn- ingamaður og bar hug sinna skjól- stæðinga mjög fyrir bijósti, enda leituðu menn óspart til hans með ýmis málefni. Blindrafélagið hefur um nokk- urra ára skeið staðið fyrir opnu húsi fyrir aldrað blint og sjónskert fólk og hefur blindraráðgjafi félagsins séð um það. Sverrir varð fljótlega aðstoðarmaður blindrar- áðgjafa eftir fráfall Rósu Guðmundsdóttur fyrrum formanns Blindrafélagsins og sinnti öldrun- armálum félagsins af fullum krafti. Hann varð svo vinsæll að allir dáðu hann og gömlu konurnar A opna húsinu elskuðu hann Sverri sinn og karlarnir áttu í honum hvert bein. Við, sem unnum með Sverri, vissum að hann gekk ekki heill til skógar. Hann hafði fengið hjarta- áfall fyrir allmörgum árum og nú síðasta árið var hann mjög þjáður af liðagigt. Stundum var hann svo kvalinn að hann gat varla borið af sér, en mætti þó til vinnu, þegar stætt var. Samt kvartaði hann aldr- ei, sagði í mesta lagi „æ, ég er alveg að farast í verkjum“. Hann ræddi veikindi sín eins og hvern annan sjálfsagðan hlut og sýndi mikið æðruleysi. Það var skömmu eftir hádegi á þriðjudaginn var, sem okkur var tilkynnt um lát Sverris. Það dró dökkt ský fyrir sólina og öll félags- miðstöðin í Hamrahlíð 17 lagðist í þunga sorg. Þó rofaði ögn til, ský- ið sveif burt, en eftir situr heið- ríkja góðra minninga um mikinn og góðan starfsfélaga og vin sem við, er störfum í Hamrahlíð 17, söknum sárt. Við erum afar þakk- lát fyrir að hafa kynnst slíkum manni sem Sverrir var. Gísli Helgason. Mig langar að kveðja með nokkr- um orðum kæran vin og samstarfs- mann, Sverri Karlsson, varafor- mann Blindrafélagsins. Sverrir varð bráðkvaddur á Grensásdeild Borgarspítalans að morgni þriðju- dagsins 7. apríl sl. langt fyrir aldur fram. En þar hafði Sverrir dvalið undanfarnar vikur vegna meðferð- ar á erfíðri liðagigt. JÓA BOURNIR KOMNIR HAGKAUP Sverrir var elstur þriggja sona þeirra hjónanna Karls Gísla Gísla- sonar verkstjóra hjá Mjólkursam- sölunni og eiginkonu hans Nönnu Einarsdóttur, en Sverrir fæddist hér í Reykjavík þann 11. apríl 1936. Yngri bræður Sverris eru þeir Ólaf- ur yfirendurskoðandi hjá Pósti og síma og Ásbjörn kennari við Fjöl- brautaskólann á Sauðárkróki. Þá átti Sverrir tvo hálfbræður sam- feðra. Aðeins fímm ára að aldri missti Sverrir sjón á öðru auga vegna slyss. Eins og oft vill verða daprað- ist Sverri síðan sjón á hinu auganu þar til að lokum að hann varð al- blindur aðeins fertugur að aldri. Fyrir nokkrum árum gekkst Sverr- ir undir aðgerð á augndeild Landa- kotsspítala með þeim ótrúlega árangri að hann fékk nokkra sjón aftur. Sverrir tengdist snemma Mjólk- ursamsölunni, aðeins tólf ára að aldri var hann byijaður að vinna þar á sumrin við ýmsa snúninga, sópaði hann meðal annars portið og kynntist þá bílstjórunum og öðrum þeim sem unnu þá við út- keyrslu á mjólk. Síðan starfaði hann sem útkeyrslumaður fyrri hluta ævi sinnar uns hann varð að láta af störfum vegna blindu. Margar skemmtilegar minningar átti Sverrir frá þessum útkeyrsluá- rum, en þá var mjólk keyrð í mjólk- urbúðir hér í Reykjavík og ná- grenni. Skemmtilegasta og dýr- mætasta minning Sverris frá þess- um starfsárum tengdist þó kynnum hans og eftirlifandi eiginkonu hans, Kolbrúnu Gunnarsdóttur, en hún var afgreiðslustúlka í einni mjólk- urbúðinni. Seint á árinu 1968 gengu þau Sverrir og Kolbrún í hjónaband og frá þeim tíma gekk hann tveimur börnum Kolbrúnar frá fyrra hjónabandi í föðurstað, þeim Skúla og Ragnhildi. Mikil ást og eindrægni ríkti einatt hjá fjöl- skyldunni. Sverrir hafði mikla gleði af þessum uppeldisbörnum sínum og ekki var það minna þegar þau eignuðust maka og barnabörnin tvö, Óli og Sverrir komu í heiminn, enda var Sverrir mikill og góður afakall. Sverrir missti föður sinn árið 1963 aðeins rúmlega fimmtug- an að aldri, en móðir hans lifir enn í hárri elli, rúmlega áttræð, og er ekki síst sár harmur að henni kveð- inn enda hef ég sjaldan vitað nokkurn mann sýna móður sinni meiri ást og umhyggju en Sverrir gerði. Ég kynntist Sverri fyrst á árinu 1976 en þá lágu leiðir okkar beggja í Blindrafélagið og höfum við starf- að þar saman ætíð síðan. Árið 1977 fór 26 manna hópur frá Blindrafé- laginu í ferð til Noregs, og vorum við Sverrir báðir með í þeirri ferð ásamt eiginkonum okkar. Á síðasta degi ferðarinnar fékk Sverrir hjartaáfall og var hann lagður inn á spítala, þau hjónin urðu því eftir í Noregi er við héldum heim. Þótt Sverrir næði sér af þessum veikind- um, má segja að hann hafí aldrei gengið heill til skógar síðan þótt hann hafi látið lítt á því bera. Alla tíð síðan Sverrir gekk í Blindrafélagið hefur hann tekið virkan þátt í starfsemi þess, setið í nefndum og í stjóm þess og síð- asta áratuginn sem varaformaður félagsins. Sverrir hefur lengst af starfað á vinnustofu Blindrafélagsins, en undanfarin ár hefur starfssvið hans breyst og víkkað. Hann var alltaf reiðubúinn að hlaupa í skarðið ef forföll voru. Þá snéri hann sér í síauknum mæli að félagsþjónustu og félagsstörfum. Hann hafði mik- inn áhuga á velferð aldraðs sjón- skerts fólks. Hann sat í Öldrunar- ráði íslands fyrir Blindrafélagið, ennfremur í stjórn elli- og hjúkrun- arheimilisns Eir sem nú er í bygg- ingu. Þá átti hann stóran þátt í opnu húsi, en það eru reglubundnar samkomur fyrir blinda og sjón- skerta sem eru haldnar hér í húsinu í Hamrahlíð 17. Þegar hópar barna og unglinga heimsóttu Blindrafé- lagið, stóð Sverrir fyrir móttöku og fræðslu þeirra. En sjaldan var Sverrir glaðari og kátari en þegar hópar frá bamaheimilum komu að skoða staðinn. Þá var Sverrir jafn- an með í för þegar farið var í skóla borgarinnar, barnaskóla, unglinga- skóla og jafnvel Lögregluskólann til þess að upplýsa og fræða um stöðu blindra í þjóðfélaginu. Þá var Sverrir fulltrúi Blindrafélagsins í stjórn Öryrkjabandalags íslands. Eins og sjá má á ofanskráðu er mikið skarð fyrir skildi hjá Blindra- félaginu við fráfall Sverris vinar okkar Karlssonar. Sverrir var óvanalega mikill mannkostamaður, drenglyndur, jákvæður og félags- lega sinnaður. Sverrir var jafnlynd- ur maður og orðvar og brá sjaldan skapi, þó gat hann brugðið hart við ef honum fannst litilmagnanum sýnd óvirðing og ósanngirni, hvort sem einstaklingur eða opinberir aðilar áttu þar hlut að máli. Á yngri árum sínum tók Sverrir þátt í starfsemi KFUM og átti margar góðar minningar frá þeim tíma. Trú og vinátta eru orð sem erf- itt er að skýra en hver einstakling- ur hefur sína tilfinningu fyrir. Sverrir var sannkristinn maður í allri hugsun sinni og framferði, þótt hann tæki ekki beinan þátt í trúarlegu starfi síðari árin. Öllum sem kynntust Sverri og nutu vináttu hans er það ómetan- legt. Ég og eiginkona mín Þorbjörg vottum vinkonu okkar Kollu inni- lega samúð okkar við fráfall góðs drengs. Aldraðri móður hans, upp- eldisbörnum, mökum þeirra og bamabörnunum og fjölskyldunni allri sendum við einnig innilegar samúðarkveðj ur. Halldór Sveinn Rafnar, framkvæmdasijóri Blindrafélagsins. í dag, þriðjudaginn 14. apríl, fer fram frá Fossvogskapellunni í Reykjavík útför Sverris Karlssonar, sem andaðist 7. þessa mánaðar á Grensásdeild Borgarspítalans. Sverrir fæddist hér í borginni 11. apríl 1936 og var þvi tæplega 56 ára, þegar kallið kom. Foreldrar Sverris voru hjónin Nanna Einarsdóttir húsmóðir, og Karl G. Gíslasson verkstjóri hjá Mjólkursamsölunni. Karl lést árið 1963, en Nanna lifir son sinn. Sverrir var elstur þriggja bræðra, þeirra Ólafs Karlssonar viðskipta- fræðings og Ásbjörns Karlssonar kennara. Sverrir hóf ungur störf hjá Mjólkursamsölunni og starfaði þar allt fram til þess að hann varð blindur. Þá hóf hann störf hjá blindrafélaginu og starfaði þar til dauðadags. Við sem þessar línur ritum minn- umst enn þess dags, er Sverrir fékk aftur sjónina, sjáum enn fyrir okk- ur ánægjuna og gleðina sem skein úr augum hans, þegar við ókum með honum um borgina og öll sáum við Reykjavík aftur og nú í nýju ljósi. Úr foreldrahúsum hlaut hann í arf trygglyndi, viðmótshlýju, hjálp- semi og gestrisni en alls þessa nutum við hjónin í ríkum mæli er við heimsóttum Sverri og fjölskyldu hans. Árið 1968 var mikið ham- ingjuár í lífi Sverris en 23. nóvem- ber það ár gekk hann í hjónaband með eftirlifandi eiginkonu sinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.