Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRIL 1992
17
Brú yfir Kúðafljót mun hafa mikið
gildi fyrir byggðir austan Mýrdals-
sands og skapa þeim betri samkeppn-
isaðstöðu á ýmsum sviðum. Jafn-
framt mun hún styrkja grundvöll til
aukinna uppbyggingarmöguleika
m.a. í ferðaþjónustu, á tímum sam-
dráttar í hefðbundnum landbúnaði,
sem í dag er megin undirstaða
byggðanna.
Brú yfir Kúðafljót mun einnig
koma íbúum á Austurlandi tii góða,
einkum í ijósi þess að vetrarsam-
göngur á landi milii Austfjarða og
höfuðborgarsvæðisins verða greiðari,
enda hefur Hrífunesheiði oftar en
ekki verið ein helsta hindrunin á allri
leiðinni milli Egilsstaða og Reykja-
víkur.
Samkvæmt núgildandi vegaáætl-
un er fyrirhugað að brúa Kúðafljót
á árunum 1994—1995. Mjög álitleg-
ur kostur er að hefja framkvæmdir
með brúna fyrr, jafnvel strax haust-
ið 1992, einkum með skírskotun til
óvenju mikillar arðsemi framkvæmd-
arinnar, sem ekki var ljós þegar
vegaáætlunin var gerð. Ráðstöfunin
væri auk þess mjög í anda undanfar-
andi umræðan í þjóðfélaginu um að
ráðast í arðbærar opinberar fram-
kvæmdir til að vinna móti fyrirsjáan-
legum samdrætti í atvinnulífi.
Höfundur er verkefnisstjóri og
situr í samgöngunefnd Samtaka
sunnlenskra sveitarfélaga.
Gítartónlist á Háskólatónleikum
SJÖTTU og síðustu Háskólatónleikar misserisins verða miðvikudaginn
15. april í Norræna húsinu og hefjast kl. 12.30 að venju. Einar Krist-
ján Einarsson og Kristinn H. Árnason gítarleikarar spila verk eftir
Fernando Sor, Albeniz, Granados og de Falla.
Einar fæddist á Akureyri árið
1956 og hlaut sína fyrstu tónlistar-
menntun þar. Hann lauk burtfarar-
prófi í gítarleik frá Tónskóla Sigur-
sveins D. Kristinssonar árið 1982.
Að loknu framhaldsnámi erlendis
snéri hann til kennslu í Tónskóla
Sigursveins og Tónlistarskóla Kópa-
vogs.
Kristján er Reykvíkingur, fæddur
árið 1963. Hann lauk burtfararprófi
í gítarleik frá Tónskóla Sigursveins
árið 1983 og stundaði síðan fram-
haldsnám erlendis. Bæði hann og
Einar hafa víða komið fram á tón-
leikum, bæði hérlendis og erlendis,
og flutt tónlist í hljóðvarpi og sjón-
varpi.
Ljóst eða dökkt súkkulaði í páskaegginu þínu
GOTTOG
GAMAN...
Gómsæt súkkulaðiegg frá
NÓA-SÍRÍUS
úr besta hráefni, fyllt enn Ijúffengara innihaldi,
málshætti og límmiðunum vinsælu
með dýrunum hans Nóa.
Og nú hafa enn fleiri dýr bæst í hópinn!
Giafaverð
Kertastjakar
3 stærðir
Svaríir kr. 3.200,-
GyUtirkr. 4.500,-
b í r ó
s t e i n a r
SMIÐJUVEGI 2
200 KÓPAVOGUR
SÍMI 46600