Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992 42 Kolrössur fagna öruggum sigri. • • Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Oruggur stúlknasigur Fyrsta stúlknasveit í níu ár bar sig- ur úr býtum í Músíktilraunum MÚSÍKTILRAUNUM Tónabæjar og Rásar 2 lauk sl. föstudag með tilheyrandi viðhöfn. Þá kepptu átta bílskúrssveitir um hljóðverstíma sem gætu gert þeim kleift að komast út úr skúrnum. Úrslitin komu ekki svo ýkja á óvart, þó ekki hafi endilega verðugustu sveitir lent á verðlaunapalli frekar en endranær. Til úrslita kepptu átta sveitir eins og áður er sagt, Cremation, Baphomet, Niturbasarnir, Kolrassa krókríðandi, Inflammatory, Skíta- mórall, In Memoriam og Clockwork Diabolus. Sveitimar kepptu um 30 tíma í Sýrlandi í fyrstu verðlaun, 25 tima í Gtjótnámunni í önnur verðlaun og 20 tíma í Stúdíói Stef í þriðju verðlaun. Taugatitringur var all áberandi hjá flestum sveitanna og léku sum- ar lakar en í undanúrslitum, á meðan aðrar hertu sig. Þannig var með Cremation, sem var fyrsta hljómsveit á svið, því sveitin var allmiklu betri en kvöldið áður, þeg- ar hún komst í úrslit. Næsta sveit, Baphomet, sem einnig komst í úr- slit kvöldið áður, var og gríðarlega góð og reyndar besta dauðarokk- sveit þessara Músíktilrauna; geysi- þétt og keyrslan yfirgengileg. Frá- bær sveit. Þriðja tilraunasveitin, Niturbas- arnir, vakti mikla athygli í undan- úrslitum, en sveitin var ekki eins sannfærandi nú; nokkuð skorti á villta pönkkeyrsluna sem fleytti henni í úrslit Stúlknasveitin Kol- rassa krókríðandi, sem leysti Nitur- basana af, var þéttari en í undanúr- slitum, og ekki að sjá að þær væru úr hófi taugaóstyrkar. Sveitarmenn í dauðarokksveitinni Inflammatory voru hins vegar allir á nálum og gerðu sig seka um ótrúleg mistök, sem skrifa má á reynsluleysi, því þar fór yngsta sveit tilraunanna að þessu sinni. Sveitin lofar góðu, þó lítið hafi farið fyrir spilagleði og tónlistin ófrumleg. Einnig virtist andinn innan sveitarinnar ekki góð- ur eins og sannaðist í ótrúlegu upphlaupi söngvara sveitarinnar. Næsta sveit, Skítamórall, var vel þétt og ákveðin, en lagasmíðar eru ekki til þess fallnar að vekja áhuga, enda áheyrendur eins og á tann- læknastofu. Annað var upp á ten- ingnum hjá In Memoriam, því sveit- armenn voru gríðarlega öruggir og samhentir; best spilandi sveit kvöldsins. Annað og þriðja lag sveitarinnar voru af hæsta gæða- flokki og gaman verður að fylgjast með sveitinni í framtíðinni. Lokaorðin í Músíktilraunum að þessu sinni átti Clockwork Diabol- us, Hið djöfuliega gangvirki, sem var ékki sannfærandi og iangt frá sínu besta. Úrslit Músíktilrauna 1992 gátu ekki komið mjög á óvart, í það minnsta ekki tvö efstu sætin, því Kolrassa krókríðandi sigraði ör- ugglega og In Memoriam varð í öðru sæti. I þriðja sæti varð svo Inflammatory. Ástæða er til að geta um þátt starfsmanna Tónæbæjar sem tryggðu að tilraunirnar færu vel fram og voru þetta að mörgu leyti verið best heppnuðu Músíktilraunir til þessa. Þá er bílskúrssveita um land allt að hefja undirbúning að þátttöku næsta ár, og verður þá harður atgangur, ef marka má áhugann á þessum tilraunum, en sérstaklega ættu kvennasveitir að taka við sér. _ Árni Matthíasson Inflammatory án spilagleði. Frábær Baphomet. Samstaða í Skagafirði ÆES-samningar í þjóðaratkvæði Stjórn Samstöðu í Skagafirði um óháð Island hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Eins og sagan greinir frá, flýðu forfeður okkar frá Noregi til íslands undan ofríki Noregskonunga. Þeir stofnuðu hér ríki, sem um margt var á undan sinni samtíð varðandi stjórnsýslu og skipulag. Vegna flokkadrátta og valdabar- áttu stjórnmálamanna þess tíma, sem leituðu eftir erlendum stuðn- ingi í valdabaráttu sinni, tapaði ís- lenska þjóðin sjálfstæði sínu um sjö ^dda skeið. Á þessum tíma lifði þjóð- in miklar hi rmungar, sem um síðir kom henni í skilning um að best mundi að hún réði sjálf sínum mál- um. Sjálfstæðisbaráttan hófst undir forustu hæfra manna, sem ekki spurðu um daglaun að kveldi. ísland varð sjálfstætt og full- valda ríki 1944. Síðan hafa hér orðið einhveijar stórstígustu framfarir sem um get- ur og þjóðin unnið hvern sigurinn á fætur öðrum í baráttu sinni fyrir sjálfstæði sínu. Kemur þá fyrst í hugann útfærsla landhelginnar úr þremur í tvö hundruð mílur. Meg- inástæða þess að svo vel hefur tek- ist sem raun ber vitni er vafalítið sú, að þjóðinni hefur alltaf verið ljóst að sjálfstæðisbaráttan hefur verið og verður ævarandi barátta, sem aldrei má í neinu kvika frá. Það undrar okkur því mjög að upp skuli vera vaxnir menn og ald- ir upp í Háskóla Islands, þessu óskabami þjóðarinnar, sem nú vilja skilgreina orðið fullveldi upp á nýtt. Vísum við þar til blaðaskrifa og ræðumennsku þeirra félaga; Gunn- ars Helga Kristinssonar, Jóhanns Haukssonar og fleiri. Við hefðum haldið að hlutskipti Háskólans mætti verða gæfulegra í hi'nni eilífu frelsisbaráttu þjóðarinnar. Skylt er þó að geta þess að til eru einnig menn við Háskóla íslands, sem skilja orðið fullveldi og einnig hvers virði það er fyrir hina íslensku þjóð. Má þar til nefna Sigmund Guð- bjarnarson, fv. háskólarektor, og fleiri. Fullvalda þjóð ræður ein landi sínu og nýtingu þess. Hún ræður málum sínum sjálf, setur sér lög og samskiptareglur. Hún ákveður sjálf þá þjóðfélagsgerð, sem hún telur æskilega og þjóðinni til heilla. FuIIvalda þjóð tekur ekki við erlend- um lagafyrirmælum eða tilskipun- um um framvindu mála í eigin landi. Samningur um EES felur í sér fullveldisskerðingu á ýmsum svið- um. Erlend lög verða rétthærri ís- lenskum lögum og þau ber að með- taka án þess að Alþingi megi breyta þar stafkrók. Samningurinn afsalar Islendingum hagstjórnartækjum og skuldbindur þjóðina til þess að hlíta erlendri hagstjórn í mörgum veiga- miklum atriðum. íbúar EB- og EFfA-landa fá sama rétt til bú- setu, starfa og eignarhalds á land- inu og íslendingar. Öll þessi atriði skerða fullveldi þjóðarinnar. Bein aðild að EB felur í sér full- veldisafsal og íslenskum stjórnmál- amönnum má aldrei líðast að skerða eða afsala fullveldi íslands. Þjóðin verður að hindra slík óhappaverk. Við skorum því á íslensku þjóðina að vakna til fullrar vitundar um tilverurétt sinn, veija dýrkeypt sjálfstæði lands og þjóðar og krefj- ast þjóðaratkvæðis um aðild Islands að evrópsku efnahagssvæði." Málverkasýn- ing á Ferstiklu REBEKKA Gunnarsdóttir opn- aði málverkasýningu á Fer- stiklu á Hvalfjarðarströnd laug- ardaginn 11. apríl sl. Rebekka hefur verið með í fjór- um samsýningum og einnig hefur hún verið með þijár einkasýningar á Ferstiklu árin 1988 og 1989 og á Akranesi 1990. Á sýningunni núna eru 37 vatnslitamyndir og eru þær allar til sölu. Sýningin stendur yfir í u.þ.b. 4 vikur. (Fréttatilkynning) Rabbfundur um nýja stöðu í utanríkismálum Ólafur Ragnar Grímsson al- þingismaður verður gestur Birt- ingarmanna á opnum rabbfundi um nýja stöðu í utanríkismálum þriðjudagskvöldið 14. apríl á Torf- uloftinu og má búast við snörpum umræðum. OPIÐ9-18 UU 10-14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.