Morgunblaðið - 14.04.1992, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 14.04.1992, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992 29 Miklar breytingar á bresku ríkisstjórninm Loiulon. Reuter, The Daily Telegraph. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, kynnti nýjan ráðherralista sinn síðdegis á laugardag. Umfangsmiklar breytingar eru gerðar á ríkisstjórninni og tveimur nýjum ráðuneytum bætt við. Stjórnin var yngd upp verulega, meðalaldur hennar er 51 ár, sem er sá lægsti um langt skeið, og nokkrir gamlir ráðherrar frá Thatcher-tímanum látn- ir hætta. „Þetta er fyrst og fremst ríkisstjórn Johns Majors. Þetta er í fyrsta skipti sem liann getur ráðið ráðherralista sínum alfarið sjálf- ur. í fyrsta skiptið voru nokkrar hömlur á því,“ sagði háttsettur stjórn- arerindreki. Júgóslavneskur sambandshermaður ber gamla konu út úr flugvél skammt frá Belgrad. Hún er ein af mörgum, sem flúið hafa bardag- ana í Bosníu. Bosnía: Vopnahléð rof- ið á fyrsta desri Sarajevo. Reuter. ^ íjórir valdamiklir ráðherrar sem hafa átt sæti í ríkisstjórn um langt skeið voru látnir víkja, þeir Tom King varnarmálaráðherra, Peter Brooke írlandsmálaráðherra, Ken- neth Baker innanríkisráðherra og Lord Waddington, yfirmaður þings- ins. Þá á Chris Patten, formaður Ihaldsflokksins, ekki lengur sæti í stjórninni, en hann datt út af þingi JARÐSKJÁLFTI reið yfir vest- urhluta Þýskalands og hluta Belg- íu og Hollands snemma í gær- morgun og er hann sá mesti á svæðinu í rúmar tvær aldir. 21 maður varð fyrir meiðsluin vegna skjálftans og að minnsta kosti einn lést af völdum hjartaáfalls. í kosningunum. Meðal þeirra fimm nýju ráðherra, sem nú taka sæti í stjórninni, eru tvær konur, Virginia Bottomley, sem heilbrigðisráðherra, og Gillian Shep- hard, sem verður atvinnumálaráð- herra. Michael Heseltine, sem áður var umhverfismálaráðherra er nú ráð- herra iðnaðar og viðskipta. Nýr er fólk hringdi i lögreglu eða slökkvilið. Þetta er harðasti jarðskjálftinn á þessu svæði frá árinu 1756,“ sagði yfírmaður jarðskjálftastöðvar Köln- ar-háskóla. Talið er að spenna af völdum hægs sigs jarðhniksfleka undir Rínardal hafi valdið skjálftan- um. varnarmálaráðherra er Malcolm Rif- kind (áður samgönguráðherra), nýr innanríkisráðherra Kenneth Clarke (áður heilbrigðisráðherra), nýr menntamálaráðherra John Patten (áður undirráðherra í innanríkis- ráðuneytinu) og nýr írlandsmálaráð- herra er Sir Patrick Mayhew. Þá halda þeir Douglas Hurd ut- anríkismálaráðherra og Norman Lamont fjármálaráðherra embætt- um sínum. Nýju ráðuneytin tvö eru annars vegar ráðuneyti fyrir „þjóðararfinn", sem mun hafa yfirumsjón með Ijós- vakamiðlum, íþróttum og listum auk þess að skipuleggja nýtt ríkishapp- drætti. Hefur ráðuneytið, sem David Mellor stjórnar, verið kallað „skemmtiráðuneytið" af breskum fjölmiðlum. Þá hefur einnig verið stofnað ráðuneyti réttindaskrár borgara, sem William Waldegrave fer með. Herma heimildir að forsæt- isráðherrann ætli honum að þróa fram „Majorisma" sem hina pólitísku heimspeki Breta á þessum áratug. Meðal verkefna Waldegraves verður að tryggja að sú opnun á stjórnkerf- inu, sem íhaldsmenn lögðu áherslu á í stefnuskrá sinni, verði að veru- leika, auk þess að sjá um skipulags- breytingar á embættismannakerfi ríkisins. í margar vikur hefur verið á kreiki orðrómur um, að Mandela ætlaði að skilja við konu sína en hún hefur verið ákærð fyrir aðild að dauða ungs manns og nokkrir fjölmiðlar hafa einnig bendlað hana og lífverði hennar á sínum tíma við dauða lækn- is nokkurs. Á blaðamannafundinum í gær sagði Nelson Mandela, að vegna aðstæðna, sem þau hjónin hefðu ekki ráðið við, væri svona kom- BARDAGAR brutust út í Bosníu- Herzegovínu í gær þrátt fyrir vopnahléð, sem um samdist um hélgina. Var barist í úthverfum höfuðborgarinnar, Sarajevo, og ið en hann kvaðst ekki skilja við konu sína með neinn biturleika í bijósti. Þau hefðu verið gift í 33 ár en baráttan gegn aðskilnaðarstefn- unni og 27 ára vist hans í fangelsi hefðu komið í veg fyrir allt eðlilegt fjölskyldulíf. Sagði hann að lokum, að þrátt fyrir skilnaðinn myndi hann reyna að styðja Winnie með ráðum og dáð hér eftir sem hingað til. í bæjum í vestur-, norður- og austurhluta lýðveldisins. Hefur þetta veikt vonir um, að komist verði hjá allsherjarborgarastyrj- öld í landinu. Utvarpið í Sarajevo sagði, að fyrir miðjan morgun í gær hefði verið búið að rjúfa vopnahléið á 11 stöðum og króatíska útvarpið sagði, að fimm manns hefðu týnt lífi í stórskotaliðsárás á bæinn Bosanski Brod í Norður-Bosníu. Þar stóð einnig olíuhreinsunarstöð í ljósum logum í gær. Vestrænir stjórnarerindrekar segja, að vopnhléið hafi farið út um þúfur áður en það hófst en fulltrúar Serba, Króata og múslima sömdu um það fyrir milligöngu Evrópu- bandalagsins. Það, sem af er mán- uðinum, hafa tugir manna fallið í átökunum milli Króata og múslima annars vegar og Serba hins vegar og 140.000 manns hafa flúið heim- ili sín. Útvarpið í Sarajevo sagði í gær, að MIG-þota frá sambands- hernum hefði verið skotin niður yfir Bosanski Brod en það hafði ekki fengist staðfest. Hugað að skeniiridum á húsi í Heineberg í Þýskalandi skammt frá hollensku landamærunum. Harður jarðskjálfti ríður yfir Rínardal Bonn.Reuter. Suður-Afríka: Nelson og Winnie skilja Jóhannesarborg. Reuter. SUÐUR-afríski blökkumannaleiðtoginn Nelson Mandela og eiginkona hans, Winnie, hafa ákveðið að skilja. Tilkynnti hann þetta á frétta- mannafundi í gær og sagði, að hann elskaði konu sína jafn heitt og áður en vegna ýmiss konar ágreinings að undanförnu teldu þau, að skilnaður væri besta lausnin. Kvað hann ákvörðunina ekki tengjast þeim sökum, sem bornar hafa verið á Winnie í sumum fjölmiðlum. Skjálftinn mældist 5,6 stig á Richter-kvarða og stóð í 15 sekúnd- ur. Skjálftamiðjan var í Rörmond í Þýskalandi, skammt frá hollensku borginni Maastricht. Skjálftans varð vart eftir Rinardal og suður til Strassborgar í Frakklandi. Mesta tjónið varð í þýska bænum Heinsberg, skammt frá Aachen, þar sem 21 maður var fluttur á sjúkra- hús eftir að hafa orðið fyrir múrstein- um og þakskífum sem hrundu af húsum. Fjórir slösuðust alvarlega. Margar byggingar voru að hruni komnar. Rúður brotnuðu og skemmdir urðu á bílum í Köln. Sprungur mynduðus( á sjúkrahúsi í Bonn og slökkvilið borgarinnar var kallað til kirkju vegna þess að kross á turni hennar var að falla. Margir hlupu út á götur er land- skjálftinn reið yfir og símkerfið lam- aðist um tíma vegna of mikils álags OFLUGASTI JARÐSKJÁLFTI Að minnsta kosti 21 maður slasast í ötlugasta jarðskjálfta Norðvestur-Evrópu síðan 1756. Hann mældlst 5,2 stlg á Richter- kvarða. FRAKK- LAND REUTER Heinsberg Maaatrlcht ,K6ln !:Aachen BELGIA \ ÞýSKALAND LLIXEMBOURG Civic hefur verið endurhannaður með nýjar kröfur samtímans í huga. Nútímabílar þurfa að vera kraftmiklir og þægilegir, en jafnframt taka tillit til umhverfisins. Efnin sem notuð eru í Civic eru 80% 3 endurvinnanleg.sem hefur mikið að segja * þegar horft er til framtíðarinnar. VTEC er í nýjung í Civic sem opnar Ventlana í 4 hlutfalli við snúningshraða vélarinnar. Þessi tækni dregur mjög úr mengun og eyðslu en eykur kraft vélarinnar. Civic er búinn skemmtilegum innrétt- ingum. Hver hlutur er á hinum eina rétta stað. Sætin eru mjúk og þægileg. Til sýnis núna að Vatnagörðum 24, mánudaga til föstudaga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00- 15:00. Nánari upplýsing-ar í síma 68 99 00 Verð frá: 969.000,- stgr. Greiðslukjör við allra hæfi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.