Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992 Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki; Opnir dagar tókust mjög’ vel Sauðárkróki. NÝLEGA er lokið í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðár- króki opnum dögum, en þá er öll hefðbundin kennsla brotin upp en -n stað hennar koma fyrirlestrar og ýmiskonar námskeið og nemend- ur vinna að margvíslegum verkefnum. Nemendafélag skólans, í sam- vinnu við skólayfirvöld, vinnur að undirbúningi og framkvæmd opnu daganna sem nú eru orðnir árviss viðburður og fastur liður í skólalíf- inu. Að þessu sinni bar hæst ágæta sýningu leikhóps skólans í félags- heimilinu Bifröst, sem tók nú til meðferðar þtjá einþáttunga eftir jafnmarga íslenska höfunda undir samheitinu: Menn, menn, menn. Andrés Sigurvinsson leikstýrði j^erkinu, en skemmtileg leikmynd var hönnuð og unnin af Margréti Soffíu Björnsdóttur. í leiksýning- unni og dans- og söngsýningu á árshátíð tóku þátt rúmlega 60 nemendur. Sýningar á Menn, menn, menn urðu alls fjórar og ágætlega sótt- ar, enda mál manna að sérstaklega hefði vel til tekist og hinir ungu leikarar skiluðu erfiðum og vanda- sömum hlutverkum með hinni mestu prýði. Einar Einarsson, formaður nem- endafélagsins, sagði að sérstak- lega hefði verið reynt að gera dag- skrá opnu daganna fjölbreytta og skemmtilega, með því að bjóða upp á margbreytilega dagskrá fræðslu, menningar og lista. Á hótel Mælifelli var blús og skáldakvöld, þar sem Blúsvíkingar frá Húsavík léku, en skáldin Kjart- itti Hallur Grétarsson, Óskar Árni Óskarsson, Geirlaugur Magnússon og Gyrðir Elíasson lásu upp úr verkum sínum. I húsnæði skólans flutti Þor- steinn J. Vilhjáimsson, dagskrár- gerðai-maður á Rás 2, fyrirlestur um íjölmiðla og hélt námskeið í dagskrárgerð, vottar Jehóva voru með kynningu á starfsemi sinni, þá var Rauði krossinn með kynn- ingu á ungmennahreyfingu sam- takanna og fjallaði um Vinalínuna. Einar Þór Jónsson, formaður Eyðnisamtakanna, og Halldóra Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur fluttu fyrirlestra um eyðni og aðra kynsjúkdóma og Janus Guðlaugs- son fjallaði um gildi íþrótta í fram- haldsskóla og sérstaklega bóklega íþróttafræði, einnig ræddi Janus um atvinnumennsku í knattspyrnu. Bragi Þór Haraldsson frá björgun- arsveitinni SkagfirðingaSveit hélt námskeið í notkun og meðferð áttavita, en Hannes Hilmarsson skólastjóri ræddi um vímuefnan- eyslu og hélt námskeið í slökun. Einar Thoroddsen vínsmakkari fjallaði um uppruna og meðferð eðalvína og fulltrúar á AFS og Nordjobb kynntu samtök sín. Hestaklúbbur skólans stóð fyrir myndbandasýningum frá lands- mótum hestamanna, en einnig voru farnar hestaferðir í samvinnu við Ingimar Pálsson og hestaleigu hans. Keppt var um titlana sterkasta kona og sterkasti maður skólans og þijú kvöld stóðu gestakokkar fyrir veislu í mötuneytinu. Fyrsta kvöldið voru þar innanborðs nemar á þroskabraut skólans, annað kvöldið var í hlut- verki gestgjafa Geirmundur Val- týsson ásamt hljómsveit sinni, en Ólafur Arn- björnsson aðstoð- arskólameistari lauk þessum þætti opnu daganna. Fram fór spumingakeppni milli keppnisliða FÁS sem komið er í átta liða úrslit í spurningakeppni framhaldsskólanna og liðs kenn- ara, en opnu dagarnir voru svo brenndir út við veglegan varðeld á Borgarsandi, en lokaatriðið var árshátíð skólans í félagsheimilinu Bifröst. Dagblaðið Molduxi kom út alla opnu dagana og flutti fréttir af því sem hæst bar hverju sinni og útvarpsstöðin Rás Fás útvarpaði alla daga frá kl. 9 árdegis og fram yfir miðnætti, en þessi útvarpsstöð hefur verið starfrækt frá því síð- astliðinn vetur í samvinnu við Aðal- stöðina í Reykjavík. Einar Einarsson sagði að starfið þessa daga væri ómetanlegt: „Það að brjóta upp skólastarfið lífgar upp á tilveruna, það þjappar nem- endum saman til þess að takast á við og leysa vel af hendi allt aðra hluti en þeir eru að glíma við á venjulegum skóladegi, það bætir andrúmsloftið og þroskar fólk að vinna að svona verkefnum,“ sagði Einar að lokum. ___ - BB Gyrðir Eiíasson les úr Ijódum sín- um. Borgarfj ör ður: Söngvaseiður í Logalandi Verkalýðsfélag Grindavík: Nýtt hús tekið í notkun Grindavík. Hið nýja húsnæði Verkalýðsfélagsins. Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Verkalýðsfélag Grinda- víkur hefur nýlega tekið í notkun nýtt húsnæði undir starfsemi sína við Vík- urbraut. Húsið er 312 fermetrar að stærð og mun kosta full- búið með lóð um 26,5 millj- ónir króna. Eigendur að hinu nýja húsi eru Verkalýðsfélag Grindavíkur og lífeyrissjóður félags- ins að jöfnu. Auk skrifstofa 'beggja félaganna verða Sjóvá-Almennar með umboðs- skrifstofu, Tölvík, sem er bókhalds- og fasteignasala, og síðan Blóma- og gjafavöruverslunin Akur. - FÓ Lionsmenn í Njarðvík: Fatlaðir fá hjólastóla Keflavík. „GYLFI Guðmundsson skólastjóri Grunnskóla Njarð.víkur vakti athygli okkar á nauðsyn þess að hjólastóla vantaði illilega við sundlaugina til að auðvelda fötluðum að komast ferða sinna og það varð tilefni þess að við réðumst í að safna fyrir og kaupa þessa stóla,“ sagði Þórður Karlsson formaður líknar- nefndar Lionsklúbbs Njarðvíkur þegar hann afhenti tvo hjóla- stóla til notkunar í sundlauginni í Njarðvík nýlega. Helga Margrét Guðmunds- dóttir framkvæmdastjóri Þroskahjálpar Suðurnesja sagði við þetta tækifæri að þörfín fyr- ir þessa stóla hefði verið mikil því að sundlaugin í Njarðvík væri mikið notuð af fötluðum sem nýlega hefðu stofnað með sér íþróttafélag. í máli Þórðar kom einnig fram að hægt hefði verið að fá fullkomnari stóla, en það hefði kallað á verulegar breytingar á húsakynnum og því hefði verið ákveðið að kaupa ein- faldari stóla sem hentuðu. Anna Guðrún Sigurðardóttir formaður íþróttafélagsins Ness þakkaði gjöfina fyrir hönd fatl- aðra og sagði að með tilkomu þeirra yrði mun auðveldara að komast ferða sinna til og frá búningsklefum. Hún þakkaði jafnframt starfsfólki sund- laugarinnar fyrir veitta aðstoð og að það hefði sýnt fötluðum mikinn velvilja. BB Hvannatúni í Andakíl. ÞRÍR kórar úr Borgarfirði og Austur-Húnavatnssýslu héldu nýlega fjölmenna söngskemmtun í Logalandi í Reykholtsdal. Fullt hús áheyrenda tóku söngfólkinu frábærlega vel og klöpp- uðu það upp margsinnis í lok hvers atriðis. Tveir kórar úr Borgarfirði, Kirkjukór Hvanneyrar undir stjórn Hannesar Baldurssonar og Freyjukórinn undir stjórn Bjarna Guðráðssonar og Sam- kórinn Björk, A.-Húnavatnssýslu, undir stjórn Rosmary Hewlett sungu lög úr ýmsum áttum. Eftir að um 40 félagar úr Samkórnum luku sinni dagskrá við undirleik Julian Hewletts kom fram karlakvart- ett úr Björkinni og síðan 10 kon- ur úr kvennasveit Bjarkarinnar með gítarundirleik. Eftir söng kirkjukórsins sungu Dagný Sigurðardóttir og Snorri Hjálmarsson einsöng, Gunnar Örn Guðmundsson og Snorri tvísöng og síðan sungu þau þrjú saman við undirleik Ingibjargar Þorsteinsdóttur. Sippubandið og Sirrý úr Reyk- holtsdal sungu og spiluðu á gít- ara nokkur lög frá síðustu árum, flest við nýsamda texta. Freyjukórinn flutti m.a. syrpu úr söngvaseið eftir Rodgers og Hammerstein í þýðingu Flosa Ólafssonar. í lokin komu kórarn- ir fram saman og sungu eitt lag undir stjórn hvers stjórnenda, síðasta lagið var Efst á Arnar- vatnshæðum. Eftir þessa þriggja stunda dagskrá dansaði kórfólkið fram eftir nóttu. Þessir kórar hafa hist undanfarin ár ýmist norðan eða sunnan heiðar og hafa góð kynni tekist hjá öllu þessu fólki. - D.J. Hannes Baldursson sljórnar nærri 100 manna kór í lok dagskrár- innar. Morgunblaðið/Björn Blöndal Frá afhendingu hjólastólanna, í aftari röð frá vinstri til hægri eru: Stefán Bjarkason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi í Njarðvík, Helga Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Þroska- hjálpar Suðurnesja, Þórður Karlsson, formaður líknarnefndar Lionsklúbbs Njarðvíkur, og Jóhanna Árnadóttir, starfsmaður íþróttahússins. I fremri röð í nýju hjólastólunum eru Sumarrós Onundardóttir, til vinstri, og til hægri er Anna Guðrún Sigurðar- dóttir, formaður íþróttafélagsins Ness. Morgunblaðið/Jón H. Sigumiundsson Anna Berglind danskennari með einn hópinn sem er hvað lengst kominn. Allir mættu prúðbúnir þar sem sýning er á næsta leyti. Dansskóli opnar í Þorlákshöfn Þorlákshöfn. í BYRJUN febrúar hóf dansskóli starfsemi sína í Þorlákshöfn. Eigandi skólans og aðalkennari er Anna Berglind Júlíusdóttir. Anna sem er fædd og uppalin á Þorlákshöfn lauk danskennara- prófi 1990 frá Nýja dansskólanum. Anna hefur kennt og aðstoðað við danskennslu hjá Nýja dans- skólanum síðan 1985 og meðal annars hefur hún mikið verið við kennslu á heimaslóðum fyrir aust- an fjall. Önnu til aðstoðar við kennsluna eru Katrín Marta Magnúsdóttir og Benjamín Ómar Þorvaldsson sem er nýbyrjaður að dansa en Katrín hefur aðstoðað við kennslu í nokkur ár. Dansskóli Önnu Berglindar hef- ur fengið inni í Félagsheimilinu í Þorlákshöfn sem hefur fengið hlý- legt útlit eftir að Anna setti upp spegla og skreytti með blómum ög myndum. Anna segir að áhugi á dansi sé mikill í Þorlákshöfn og skilningur á ágæti dansíþróttar- innar sé mikill hjá ráðamönnum sem sjáist best á því að öllum nemendum í grunnskólanum hafi verið boðið upp á daglega dans- kennslu í heila viku endurgjalds- laust. Nemendur dansskólans eru yfir 80 og eru þeir á öllum aldri. Dansæfingar eru tvisvar í viku hjá yngri kynslóðinni en einu sinni hjá þeim eldri, auk þess er boðið upp á einkatíma sem þykja hentugir og skila góðum árangri á stuttum tíma, sagði Anna. Margir krakkanna hafa náð góðum tökum á dansinum og eru farin að keppa og mikið hefur verið um að danshópar hafi sýnt á árshátíðum, þorrablótum og öðr- um samkomum hér í Þorlákshöfn. Anna sagði að til tals hefði komið að stofna gömludansahóp þar sem dustað væri rykið af nokkrum dönsum án þess að um beina kennslu væri að ræða, heldur kom- ið saman og sett góð danstónlist á fóninn og fólk ætti saman afs- lappaða stund í góðum félagsskap. - J.H.S.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.