Morgunblaðið - 14.04.1992, Page 37

Morgunblaðið - 14.04.1992, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRIL 1992 37 Halldór Blöndal samgönguráðherra: Einfaldari löggjöf um veitinga- og gististaði Mögulegt los á framkvæmd áfengislög- gjafarinnar segja stjórnarandstæðingar HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um veitinga- og gististaði. Stjórnarandsteðingum leist illa á frumvarpið, m.a. þótti þeim ótryggilega um hnúta búið í sambandi við leyfi til þessa rekstrar, en það gæti hamlað framkvæmd áfengis- laganna. Halldór Blöndal samgönguráð- herra taldi þetta frumvarp einfalt mál; hér væri um að ræða einföldun laga um veitinga- og gististaði. Helstu breytingar væru tvíþættar. Mæður komu með börn sín á þingpalla í gær. Morgunblaðið/Júlíus Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um Fæðingarheimilið: Breytingar á rekstri fela ekki í sér spamað Breytingarnar spara 28 miljónir á ári, segir heilbrigðisráðherra INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir (Kv-Rv) segist sannfærð um að eng- inn sparnaður muni felast í því að leggja Fæðingarheimili Reykjavík- ur niður í núverandi mynd. Tæplega 500 börn hafi fæðst á Fæðingar- heimilinu. Samsvarandi aukning fæðinga komi væntanlega í hlut Fæðingardeildar Landspítalans með samsvarandi kostnaði. Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra segir að til standi að bjóða upp á sömu þjónustu með því að innrétta á Fæðingardeild Landspítalans svipaða aðstöðu og verið hafi á Fæðingarheimilinu. Breytingin spari 28 m.kr. á ári. Málefni Fæðingarheimilisins voru rædd utan dag- skrár á þingi í gær. „Það þarf enginn að segja mér að Landspítalinn geti bætt við sig 500 fæðingum með engum til- kostnaði," sagði Ingibjörg Sól- rún. Hún benti á að Fæðingar- deildin hefði á sínum tíma verið hönnuð fyrir 2200 fæðingar á ári. Þar væru þegar 2800 fæðingar og yrðu yfir 3000 eftir breytingu. „Þetta eru ekki boðlegar aðstæð- ur, hvorki fyrir konur, börn eða starfsfólk," sagði Ingibjörg Sól- rún. Hún sagði að umfangsmiklar kannanir sem gerðar hefðu verið í Bandaríkjunum á konum sem ekki væru í áhættuhópi sýndu að því tæknivæddari sem fæðingar- stofnun væri, þeim mun líklegra væri að gripið yrði inn í fæðingu með tilheyrandi kostnaði fyrir heil- brigðiskerfið. Ingibjörg Sólrún sagði að borgarlögmaður hefði í maí 1990 gert heiðursmannasamkomulag fýrir hönd þáverandi borgarstjóra og núverandi forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, við starfsfólk Fæðingarheimilisins um að tryggja framtíðarrekstur heimilis- ins. „Ég trúi því ekki að óreyndu að forsætisráðherra svíki þetta samkomulag,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Sighvatur Björgvinssonheil- brigðisráðherra, sagði ekki rétt að þarna væri ekki um að ræða rekstrarsparnað þar sem breyting- in myndi hafa í för með sér sparn- að upp á 28 milljónir króna á ári. Sighvatur sagði að málefni Fæðingarheimilisins væri ekki eitt af stærstu áhyggjumálum sínum varðandi sparnaðaraðgerðir í heil- brigðisgeiranum þar sem ekki væri um þjónustuskerðingu að ræða. Til stæði að bjóða upp á sömu þjónustu með því að innrétta á Fæðingardeild Landspítalans sams konar aðstöðu og verið hefði á Fæðingarheimilinu. Finnur Ingólfsson(F-Rv) sagði að fótunum hefði verið kippt und- an rekstri Fæðingarheimilisins þegar tiltekinn hluti húsnæðisins hefði verið leigður út til sjálfstætt starfandi lækna fyrir nokkrum árum. Davíð Oddssonforsætisráð- herra sagðist skilja málið þannig að engin endanleg ákvörðun hefði verið tekin um það enn að fæðing- ar ættu sér ekki stað'á Fæðingar- heimilinu. „Hins vegar er rétt að unnið er að því að breytingar verði í þeim efnum þegar aðstaða verður komin á Fæðingardeild Landspít- alans til þess að láta starfsemina fara fram með eins líkum hætti og gerðist á Fæðingarheimilinu. Þá skiptir auðvitað húsnæðið ekki öllu máli heldur fremur eðli starf- seminnar," sagði Davíð. Guðrún Helgadóttir(Alb-Rv) sagði að ekki væri um að ræða sparnað í þessu máli heldur ein- ungis tilfærslu peninga. Rekstur Fæðingarheimilisins hefði kostað 60 milljónir á ári en þegar fæðing- ar yrðu aflagðar þyrfti samt sem áður 30 milljónir til aj3 reka sængurkvennalegudeild. Á sama tíma væri verið að biðja um 35 milljónir til að breyta Landakots- spítala vegna öldrunarsjúklinga sem þangað ættu að koma á með- an að b-álma Borgarspítalans stæði auð. „Hér er ekki verið að spara eitt eða neitt heldur er verið að umturna krónukerfi," sagði Guðrún. Hún sagði það enga tilviljun að ísland gæti státað af lægstum ungbarnadauða í heiminum. Ástæðan væri sú að heilbrigðis- kerfið væri í lagi eins og það hefði fram til þessa verið rekið. Árui Johnsen(S-Sl) sagði að málið snérist um hagkvæmni. Á Fæðingarheimilinu væri kostnaður við fæðingu hvers barns um 120 til 130 þúsund krónur en á Fæðingardeild Landspítalans 85 til 90 þúsund krónur. Árni sagðist ekki telja að það skipti máli hvort starfsemi Fæðingarheimilisins færi endilega fram innan veggja þess. Uppi væru hugmyndir um að koma til móts við það starf sem þar hefði verið unnið með því að koma upp fæðingaraðstöðu svipaðs eðlis á Fæðingardeildinni. Injgibjörg Pálmadóttir(F-Vl) sagði útilokað að sætta sig við þá óvissu sem ríkti víða í heilbrigðis- málum. Víðast úti á landi myndu konur ekki geta fætt á sínum heimaslóðum í sumar þar sem þar væri verið að draga úr þjónustu. Þessar konur væru því tilneyddar til að fara til Reykjavíkur þar sem Landspítalinn yrði að taka við þeim auk allra þeirra sem að öðr- um kosti hefðu fætt á Fæðingar- heimilinu. Svavar Gestsson(Alb-Rv) sagðist sannfærður um að með þessum ráðstöfunum væri ekki verið að spara þegar til lengri tíma væri litið heldur yrði um viðbótar- kostnað að ræða. Jóna Valgerður Krisljáns- dóttir(Kv-Vfj) sagðist telja að þær aðgerðir sem unnið hefði verið að til sparnaðar í heilbrigðiskerfinu í vetur myndu ekki skila árangri og erfitt yrði að umreikna í krónur þær eyðileggingar sem aðgerðirn- ar myndu hafa í för með sér. Annars vegar þær að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir að veitinga- eða gististaðir þyrftu ekki sérstakt leyfi til rekstrarins, en þyrftu þess í stað að uppfylla nokkur almenn skilyrði og þannig fá skráningu hjá lögregl- ustjóra. Meðal þessara skilyrða er að ábyrgðaraðili, einstaklingur eða félag skuli eiga varnarþing á Is- landi en í gildandi lögum voru strangari ákvæði ábyrgðaraðila, m.a. um búsetu hér á landi. Einnig er það nýmæli í frumvarp- inu að samgönguráðherra verður heimilt að setja í reglugerð ákvæði um menntun starfsfólks og um búnað og flokkun gisti- og veitinga- staða. Samgönguráðherra sagði að eðlilegra væri að kveða á um þessi atriði í reglugerð fremur en fast- binda í lögum. Áfengislög? Hjörleifur Guttormsson (Ab- Al) harmaði það að ráðherra hefði sýnilega markað þá stefnu að „búta niður“ þennan málaflokk eins og mest mætti verða. Ráðherra flytti nú.þriðja frumvarpið um þessi mál á skömmum tíma, en áður hefði hann mælt fyrir frumvörpum um skipulag ferðamála og um ferða- miðlun. Hjörleifur sagði að með þessu frumvarpi væri verið að gera mjög veigamiklar breytingar. Eftir- lit með starfsemi útlendinga yrði t.a.m. ákaflega veikt. Hann taldi einnig nauðsynlegt að vekja athygli á því að nú væri ekki lengur gert ráð fyrir sérstöku leyfi til þessa rekstar. En hann hefði litið svo til, að á grundvelli þeirrar leyfisveitingar byggist framkvæmd ýmissa atriða áfengis- löggjafarinnar, s.s. varðandi úthlut- un vínveitingaleyfa. Pétur Bjarna- son (F-Vf) taldi einnig margt í frumvarpinu orka tvímælis, s.s. AIMAGI ákvæði um samráð við stjórn Ferða- málaráðs íslands. Hann liti svo á að framkvæmdastjórn Ferðamála- ráðs ætti ekki að taka stefnumark- andi ákvarðanir, heldur skyldi stjórnin framkvæma stefnu og vilja Ferðamálaráðsins. Pétur taldi ekii vera til bóta að feila niður ákvæði um sérstakt leyfi. Það væri ljóst að margir hefðu farið í þennan rekstur og farið á því flatt sökum þess að þekkingu hefði skort. Krist- ín Einarsdóttir (SK-Rv) sagði að í þessu frumvarpi rækist hvað á annars horn og það væri ljóst að fara yrði vandlega ofan í þetta frumvarp. Hún varaði líka við þeim möguleika að samþykkt þess frum- varps kæmi á losi í útdeilingu vín- veitingaleyfa. Steingrímur J. Sig- fússon (Ab-Ne), fyrrum samgöngu- ráðherra, þótti lítt til um þetta frumvarp og vildi tæpast telja það þátt í þeirri endurskoðun löggjafar um ferðamál sem „Hvítbók" ríkis- stjórnarinnar boðaði. Steingrímur fór í nokkru máli í gegnum frumr varpið og fann á flestu löst. En þó gat hann fagnað frumvarpinu í einu atriði. Hann var því sammála að það væri að mörgu leyti eðlilegra að ákvæði um flokkun veitinga- og gististaða væru í reglugerð en ekki lögfest. Halldór Blöndal samgönguráð- herra taldi margt líkt í ádeilum fyrri ræðumanna. Að frumvarpið væri ekki nógu langt og ítarlegt um einfalt efni. Halldór Blöndal vísaði því á bug að samþykkt þessa frumvarps kynni að -leiða til lausungar í framkvæmd áfengislaga. Las Halldór nokkurn kafla úr áfengislögum og sýndist honum þar svo fast um hnúta bund- ið að ekki þyrfti að hnýta ákvæði í öðrum lögum. Sökum þess að boðuð hafði verið utandagskrárumræða um Fæðing- arheimilið í Reykjavík varð Sturla Böðvarsson varaforseti Alþingis að fara þess á leit við samgönguráð- herra hann gerði hlé á sinni ræðu. Morgunblaðið tók samgönguráð- herra tali og innti hann eftir því hvort honum þætti önnur gagnrýi!v\ sem fram hefði komið veigameiri, t.d. varðandi rýmkun á almennum skilyrðum; að búsetu á íslandi væri ekki krafist. Samgönguráðherra visaði til þess að samþykkt hefðu verið lög um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri síðastliðið vor. Þar að auki væri rekstur gistihúsa meðal þeirra atvinnugreina þar sem við hefðum með litlum eða engum árangri leitað eftir aðild og þátttöku útlendinga. Fyrirspurn um innflutning á erlendum bókum: Stórmál fyrir fróðleikþyrsta - segir Björn Bjarnason BJÖRN Bjarnason (S-Rv) gerði nýlega fyrirspurn til fjármálaráð- herra um hvaða reglur giltu um virðisaukaskatt á innfluttar bækur fyrir einstaklinga. „Stórt. mál fyrir fróðleiksþyrsta einstakl- inga, lítið inál fyrir ríkissjóð," segir fyrirspyijandi. Björn Bjarnason vildi fræðast nánar um hvernig þessum bóka- innflutningi væri háttað og fór þess á leit við fjármálaráðherra að hann svaraði nokkrum spurn- ingum, m.a. um liveijar tekjur ríkissjóðs hafi verið á árinu 1991 af virðisaukaskatti á einstökum bókum sem einstaklingar pöntuðu erlendis og fóru í gegnum tollpóst- stofu? Og einnig hvaða reglur giltu um undanþágur frá virðis- aukaskatti vegna innflutnings einstaklinga á einstökum bókum? Fjármálaráðuneytið segir að ekki sé liægt að svara því ná- kvæmlega hveijar tekjur ríkis- sjóðs hafi verið af bókainnflutn- ingi einstaklinga, en rniðað við tiltækar upplýsingar frá Pósti og síma megi ganga út frá því að árið 1991 hafi þessi gjaldtaka numið u.þ.b. 10-15 milljónum króna. Ráðuneytið upplýsir einnig að engar undanþágur séu á virðis- aukaskatti hvað varðar innflutn- ing einstaklinga á erlendum bók- um. Það kemur ennfremur fram í svari fjármálaráðuneytisins að reglur um þessi efni eru mjög breytilegar erlendis. I Noregi eru bækur undanþegnar virðisauka- skatti. í Danmörku eru bækur sem berast erlendis frá að verð- mæti undir 80 dönskum krónum (744 ISK) undanþegnar virðis- aukaskatti. En í Evrópubandalag- inu eru einnig þær almennu reglur í gildi að heimilt sé að undan- þiggja smásendingar milli landa innflutningsgjöldum, að hámarki að upphæð 22 ECU (1620 ISK). Björn Bjarnason sagði í sam- tali við Morgunblaðið að það væri ljóst af svari fjármálaráðuneytis- ins að þetta væri ekki stórt mál fyrir ríkissjóð. En þetta væri hins vegar stórt mál fyrir þá einstakl- inga sem vildu menntast og fræð- ast af erlendum bókum. Björn Bjarnason sagðist ætla að fylgja þessu máli frekar eftir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.