Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992 Klisjur, kartöflur og köttur í sekk eftir Þórólf Matthíasson Helga Guðrún Jónasdóttir (HGJ) upplýsingafulltrúi bænda hefur í greinum í Dagblaðinu föstudaginn 3. apríl og Morgunblaðið miðviku- daginn 8. apríl gert athugasemdir við könnun Hagfræðistofnunar um áhrif samkomulagsdraga GATT á verðlag landbúnaðarafurða hérlend- is, ef samþykkt yrðu, fyrir Neyt- endafélag höfuðborgarsvæðisins. Ætl'a mætti að það væri hlutverk upplýsingafulltrúa bændastéttar- innar að koma upplýsingum um hagsmunamál umbjóðenda sinna á framfæri. En eftir lestur greina HGJ vaknar sú spurning hvort hugtakið upplýsingarsé skilgreint með öðrum hætti við Hagatorg en annars stað- ar á landinu. I upphafi greinar sinn- ar í Morgunblaðinu gefur HGJ könn- un Hagfræðistofnunar eftirfarandi einkunn: „Ekki aðeins eru niður: stöður skýrslunnar klisjukenndar. í henni er farið villandi með taina- gögn og þýðingarmiklar ályktanir drc-gnar af hæpnum forsendum...“ Það er freistandi að snúa þessum ummælum uppá höfundinn. Það skal eftirlátið lesandanum að skera úr um það og víkjum þá að efnis- atriðunum. Aðdragandi og aðferðafræði HGJ lætur að því liggja að Neyt- endafélag höfuðborgarsvæðisins hafi keypt köttinn í sekknum þar sem könnun Hagfræðistofnunar er annars vegar. Þessu til stuðnings segir hún könnun stofnunarinnar einungis stælingu á norskri könnun. í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að upphaf afskipta Hagfræði- stofnunar af þessu máli liggur ekki hjá stofnuninni heldur hjá Neyt- endafélagi höfuðborgarsvæðisins. Neytendafélagið hafði samband við Hagfræðistofnun og spurðist fyrir um möguleika þess að staðfæra miðað við íslenskar aðstæður könn- un sem Erling Várdal, dósent við Háskólann í Bergen, hafði gert fyr- ir Forbrukerrádet (Neytendaráðið) í Noregi. Neytendafélagið lagði áherslu á að vinna Norðmannanna yrði nýtt eftir föngum. Þá ósk var Hagfræðistofnun ljúft að virða. Sú fullyrðing HGJ að Neytendafélagið hafi keypt köttinn í sekknum hlýtur því að dæmast dauð og ómerk. Heildsöluverð — smásöluverð HGJ gerir langt mál úr því að í könnun Hagfræðistofnunar sé borið saman heildsöluverð hérlendis, heildsöluverð erlendis og heims- markaðsverð. Rétt er að taka fram að þetta er nákvæmlega sú aðferða- fræði sem beitt var í skýrslu Erlings Várdais. Gagnrýni HGJ beinist því ekki einvörðungu að Hagfræðistofn- un Háskóla íslands, heldur einnig að dósent Erling Várdal og Forbru- kerrádet. Það væri fróðlegt að vita hvort HGJ hefur greint þessum norsku aðilum frá grundsemdum sínum um að skýrsla Várdals sé byggð á misskilningi hans á inntaki og eðli GATT-samkomulagsdrag- anna. GATT-drögin kveða á um að beitt skuli tollum í stað innflutningshafta sé þörf talin á að vemda innlendan landbúnað gagnvart erlendri sam- keppni. Þessir tollar skulu lækkaðir um 36% fram til aldamóta. Upp- runalegi tollurinn er fundinn með samanburði á verði á innanlands- markaði og verði á heimsmarkaði á árunum 1986, 1987 og 1988. Ekki hefur ríkt um það ágreiningur frama til þessa .að það verð sem rétt sé að miða við sé heildsöluverð á innan- landsmarkaði. Þanniggerðu bænda- samtökin og landbúnaðarráðuneytið svokallaða AMS-útreikninga í tengslum við GATT-umræðurnar. Þar er borið saman heimsmarkaðs- verð og niðurgreitt innlent heild- söluverð. Frá þessu er m.a. greint í riti frá Upplýsingaþjónustu land- búnaðarins dagsettu 3. október 1990. HGJ skuld'ar lesendum Morgunblaðsins að skýra fyrir þeim af hverju rétt var að bera saman heimsmarkaðsverð og heildsöluverð á árinu 1990 fyrst það er rangt á árinu 1992. En hvers vegna er rétt að bera saman heildsöluverð og heimsmarkaðsverð? Þeirri spurn- ingu má svara með annarri: Er hægt að bera saman innlent smá- söluverð og heimsmarkaðssmásölu- verð? Svarið er nei! Staðreyndin er nefnilega sú að ekki er til neitt heimsmarkaðssmásöluverð, aðeins heimsmarkaðsverð sem stendur inn- flytjendum til boða. Raungengi norsku og íslensku krónunnar HGJ hefur áhyggur af að íslenska krónan sé ofmetin í könnun Hag- fræðistofnunar. I skýrslunni er norskum krónum breytt í íslenskar krónur með meðaigengi ársins 1987. Hvernig kemur raungengið inn í þá mynd? Það er hugsanlegt að raungengi íslensku krónunnar hafi verið óvenjuhátt, í jafnvægi eða óvenjulágt og að raungengi norsku krónunnar hafi verið óvenjuhátt, í jafnvægi eða óvenjulágt á árinu 1987. Það er því ekki gefið að grun- ur um hátt raungengi íslensku krón- unnar á árinu 1987 leyfi þær ályktanir sem HGJ dregur. En stað- reynd málsins er sú að gerð er eins heiðarleg tilraun af hálfu Hagfræði- stofnunar og hægt er til að jafna raungengismun. Það er gert með svonefndri PPP-leiðréttingu, sem í raun er ekki annað en tilraun til leiðréttingar gengis með hliðsjón af almennu verðlagi í hvoru landi fyrir sig. Þetta er tíundað í skýrslu Hag- fræðistofnunar. Það er ekki við Hagfræðistofnun að sakast þó að HGJ hafi ekki rekist á neinn á göngum Bændahallarinnar sem gat upplýst hana um hvað fælist í að- ferðinni. Hvers vegna árið 1987? Árið 1987 er valið til viðmiðunar af tveimur ástæðum. Fyrri ástæðan er sú að tollalækkanir skulu miðaðar við innflutningsvernd eins og hún mælist á árunum 1986, 1987 og 1988. Árið 1987 er á miðju þessu tímabili eins og hver og einn getur séð. Hafi orðið kerfisbreytingar sem valda lækkun heildsöluverðs á árinu 1988 er vægi þeirra tiltölulega lítið og það skekkir því myndina óveru- lega. Hugsum okkur að einhver vörutegund hafi lækkað um 10% á árinu 1988. Varan hafi kostað 100 krónur á árunum 1986 og 1987 en 90 krónur á árinu 1988. Hugsum okkur að sama vara hefði kostað 50 krónur á heimsmarkaði. Tolla- lækkun skv. GATT-samkomulagi yrði 17,4% í raun, en 18% skv. mati Hagfræðistofnunar. Hér tapast sem sé nákvæmni upp á um xh prósentu- stig, það er nú allt og sumt. Seinni ástæðan fyrir því að árið 1987 var valið helgast af því að uppiýsingar um heimsmarkaðsverð á nefndum vörutegundum á því ári lágu fyrir í títtnefndri könnun Erlings Várdals. Býr Hagfræðistofnun til heimildir? I Dagblaðsgreininni setti HGJ fram eftirfarandi ásökun: „Hag- fræðistofnun safnar nefnilega ekki aðeins heimildum heldur býr þær til. í úttektinni er t.d. vitnað í „skráð heildsöluverð" á íslenskum kartöfl- um og tómötum 1987. Engin slík skráning var á heildsöluverði þess- ara vara 1987.“ Þegar HGJ skrifar Morgunblaðsgreinina virðist hún gera sér grein fyrir að fullyrðingar um að Hagfræðistofnun búi til gögn þegar henti sé heldur losaraleg til Þórólfur Matthíasson „Hér að framan hafa ásakanir HGJ á hendur Hagfræðistofnun verið raktar og hraktar lið fyrir lið. Athygli vekur að upplýsingafulltrúi bænda sendi svo hroð- virknislega unnið plagg frá sér í tveim útgáfum til opinberrar birting- ar.“ að flagga með í annað sinn. En það er engin ástæða til að hlífa HGJ við að rifja upp hvernig upplýsingar Hagfræðistofnunar eru til komnar. Staðreyndin er nefnilega sú að upp- spretta þeirra talna sem HGJ ásak- ar Hagfræðistofnun um að hafa búið til er sú stofnun sem hún veit- ir sjálf forstöðu. í bréfi Upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins dagsettu 6. mars 1992 undirrituðu af einum starfsmanni HGJ segir orðrétt: „Eg sendi þér tölur Sambands garð- yrkjubænda um heildsöluverð á gúrkum, tómötum og kartöflum fyr- ir árið 1987.“ Og nú má spyija: Hver reynir að hnika til staðreynd- um málsins? Hagfræðistofnun á fulla heimtingu á að HGJ biðjist opinberlega afsökunar á að bera svo alvarlega ásökun á stofnunina að ósekju. Kartöfluverð í könnun Erlings Várdals sem fyrr var vitnað til, er heildsöluverð í Noregi á kartöflum árið 1987 talið 1 króna norsk hvert kíló. Heimild Várdals er tafla J16 í Landbrukets Priser 1987, gefið út af Landbruks: ökonomisk Priscentral árið 1988. í Dagblaðsgreininni talar HGJ um að Norsk Institutt for Landbruks- ökonomisk Forskning segi heildsölu- verð kartaflna hafa verið 1,54 krón- ur hvert kíló árið 1987. Á öðrum vettvangi hefur hagfræðingur bændasamtakanna haldið því fram Er hungursneyð í Afríku- löndum eilífðarvandamál? eftir Jóhannes Tómasson Hungursneyð ógnar ennþá einu sinni lífi milljóna manna í Afríku. Hún ógnar lífi þeirra sem lifað hafa af fyrri hungursneyðir í löndum eins og Eþíópíu, Súdan og Sómalíu og hún sýnir nú klærnar á nýjum stöð- um, svo sem Kenýu, Malawi og Zimbabwe, löndum sem fram til þessa hafa verið aflögufær með korn. Það sem gerir ástandið enn verra er hinn mikli fjöldi flótta- manna sem hrakist hefur frá heim- kynnum sínum og hefur sums stað- ar hafnað í löndum sem varla geta brauðfætt þegna sína, hvað þá fjölda aðkomumanna. Um þessar mundir er víða verið að skipuleggja hjálparstarf á vegum Sameinuðu þjóðanna og hjálparstofnana og ættu allir sem eru aflögufærir með- al okkar að koma til bjargar. Það er engin ný frétt að Afr- íkubúar horfist í augu við hungrið. Síðustu tvo áratugina hafa íslend- ingar fengið fréttir af slíkri vá frá ýmsum löndum Afríku, oftast frá Eþíópíu af því að þar hafa íslend- ingar lengi verið við þróunar- og kristniboðsstörf á vegum ýmissa aðila. í tengslum við þessar sífelldu fréttir af hungursneyð og hörmung- um í Afríku eru margar spurningar á vörum okkar: Er enn verið að safna fyrir hungruðum í Afríku? Já, því að rigningin lætur á sér standa og uppskerubresturinn held- ur áfram. Þetta gerist í ár, það gerðist árin 1984 og 1974 og enn fyrr. Kvikfénaður veslast upp, gróð- urinn skrælnar og þá er fátt eitt til bjargar. Fólkið flosnar frá heim- kynnum sínum og leitar sér bjargar annars staðar. Við getum komið „Ástandið í Afríku er verra en nokkru sinni. Hungrið vofir yfir 25 milljónum manna í 13 löndum.“ þessu fólki til hjálpar meðan þetta ástand varir, í eitt, tvö eða þrjú ár, og þess vegna þarf að safna áfam fyrir hungruðum. Er ekki hægt að gera eitthvað svo þessu megi linna í eitt skipti fyrir öll? Að nokkru leyti — en það tekur samt talsverðan tíma. Þegar upp- skerubrestur hefur orðið þarf að leita annarra matvæla. Hvernig er hægt að útvega þau? Ef ekki í við- komandi landi þá frá öðrum löndum og hvernig á að greiða fyrir matvæl- in? Með einhverri útflutningsvöru sem fólkið getur framleitt. En það tekur tíma að koma upp slíkum verkefnum. Þarna kemur þróunar- hjálpin til skjalanna og hjálpar fólki til sjálfshjálpar. Þýðir eitthvað að hjálpa þeim í dag sem verða hungrinu að bráð á morgun? Já, við megum ekki gefa þá sem minna mega sín upp á bátinn. Við hljótum að vilja hjálpa sveltandi meðbræðrum. Við neitum ekki drukknandi manni um hjálp af því að hann gæti hugsanlega dottið í sjóinn aftur á morgun. Við hljótum að vona að ástandið geti batnað. Myndum við ekki þiggja hjálp og kjósa að einhver léti sér umhugað um okkur ef við lentum í hörmung- um? Jafnvel þótt það væri aftur og aftur? Milljónir svelta og eru á flótta Ástandið í Afríku er verra en nokkru sinni. Hungrið vofir yfir 25 milljónum manna í 13 löndum. Af þeim fjölda eru um 8 milljónir á flótta, ýmist í eigin landi eða utan heimalands síns. Við megum ekki gleyma hungursngyð og erfiðleikum fólksins í Afríku. Starfsmenn hjálp- að þessi sami aðili gefi upp að verð til framleiðenda hafi verið 1,54 krónur kílóið. Getur verið að HGJ rugli saman niðurgreiddu heildsölu- verði og verði til framleiðenda? í Morgunblaðsgreininni lætur HGJ að því liggja að í Noregi sé ekki um ríkistyrk að ræða þar sem kartöflur eru annars vegar. Þetta er rangt. Skv. skriflegum upplýsing- um sem Hagfræðistofnun hefur fengið frá Forbrukerrádet í Osló njóta kartöfluframleiðendur í Nor- egi bæði framleiðslu- og fjárfesting- arstyrkja. Könnun Hagfræðistofnunar og Þjóðhagsstofnunar Nú hafa með skömmu millibili verið gerðar tvær kannanir á áhrif- um GATT-samkomulagsdraganna á verðlagi landbúnaðarafurða hér á landi. Niðurstaða Hagfræðistofnun- ar var að verði þröng túlkun land- búnaðarráðuneytisins látin ráða ferðinni muni verðlag lækka um 8% á aðlögunartímanum. Verði hagsmunir neytenda frekar hafðir að leiðarljósi áætlar Hagfræðistofn- un að lækkunin geti numið allt að 25%. I skýrslu sinni kýs Þjóðhags- stofnun að ganga út frá þrengstu túlkunarmöguleikum. (Sumir ganga reyndar svo langt að segja að Þjóð- hagsstofnun túlki samkomulags- drö’gin með hliðsjón af hagsmunum fr^mleiðenda en ekki með hliðsjón af hagsmunum neytenda.) Niður- staða þeirra er að verð landbúnaðar- afurða muni lækka um 1% á ári. Á sjö ára tímabili jafngildir það ná- lægt 7,25%. Ekki verður annað sagt en að niðurstöður Hagfræðistofnun- ar annars vegar og Þjóðhagsstofn- unar hins vegar falli furðu vel hvor að annarri sé tekið tillit til þess hversu ólíkum aðferðum er beitt. Skýrsla Hagfræðistofnunar dregur auk þess fram hversu miklu máli skiptir fyrit' neytendur að landbún- aðarráðuneytið verði ekki látið eitt um framkvæmd málsins þegar þar að kemur. „Geymið auglýsinguna" Hér að framan hafa ásakanir HGJ á hendur Hagfræðistofnun verið raktat' og hraktar lið fyrir lið. At- hygli vekur að upplýsingafulltrúi bænda sendi svo hroðvirknislega unnið ptagg frá sér í tveim útgáfum til opinberrar birtingar. Það er rétt að minna Helgu Guðrúnu á þau gömlu sannindi að rangfærslur verða ekki sannar þó svo þær séu endur- teknar nógu oft. Hins vegar setja slíkar endurtekningar þann sem veit betur í nokkurn vanda. Það er tíma- frekt að margleiðrétta sömu rökleys- una. Lesendur Morgunblaðsins mega þó ekki halda að undirritaðut' telji eftir sér að segja þeim það sem sann- ara er í þessu máli. En það er e.t.v. rétt að snú orðunum „geymið aug- lýsinguna" upp á þessi skrif og segja: Geymið greinina ef Helga Guðrún skyldi enn ekki láta sér segjast. fiöfimikir er lektor í hagfræði vid Háskóla íslands. Kvikfénaður veslast, upp í Suður- Eþíópíu. arstofnana segja að aldrei hafi ver- ið eins erfitt og nú að fá aðstoð frá þeim löndum sem eru aflögufær. Afríka hefur gleymst í öllu atinu og spenningnum kringum breyting- arnar í Austur-Evrópu. Höfuniltir er blaðamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.