Morgunblaðið - 14.04.1992, Síða 35

Morgunblaðið - 14.04.1992, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992 35 Fyrirtæki Aðalfiuidir Sambands- fyrírtækjanna í apríllok AÐALFUNDUR Sambands íslenskra samvinnufélaga verður haldinn föstudaginn 5. júní nk., en félagið er venjulega nokkuð seinna á ferðinni í þeim málum en flest önnur. Eins og kunnugt er var síð- asta ár hið fyrsta eftir róttækar breytingar á rekstrarformi Sam- bandsins sem lauk með stofnun sex sjálfstæðra fyrirtækja í eigu þess. Sambandsfyrirtækin sex halda öll aðalfundi sína í lok þessa mánað- ar. Samskip hf. ríða á vaðið með aðalfundi 22. apríl nk. Þessa dag- ana er verið að undirbúa sölu hluta af hlutafjáreign Sambandsins í Samskipum, en breytingar sem gerðar voru á samþykktum félags- ins sl. haust heimila frjálsa meðferð hlutabréfa þess. Sömu breytingar voru gerðar á samþykktum Mikla- garðs hf., Jötuns hf. og íslensks skinnaiðnaðar hf., en að sögn Sig- urðar Markússonar, stjórnarform- anns Sambandsins, eru þessi mál mun styttra á veg komin þar og ólíklegt að þar verði hafin sala hlutabréfa á þessu ári. Jötunn hf. heldur aðalfund sinn 28 apríl nk. og aðalfundur íslenskra sjávarafurða verður tveimur dögum síðar eða 30. apríl. Skv. upplýsing- um Morgunblaðsins er dagsetning aðalfundar íslensks skinnaiðnaðar ekki endanlega ákveðin, en stefnt er að því að halda fundinn í síðustu viku apríl mánaðar. Sömu sögu er að segja af Miklagarði hf., en aðal- fundur Goða hf. verður 27. eða 28. þessa mánaðar. Þjónusta Danskt afsláttarkort í boði hér á landi Viðurkenning Alfasteinn og Nói-Síríus fengii Scanstar verðlaunin Álfasteinn hf. í Borgarfirði Eystra og sælgætisverksmiðjan Nói-Sír- íus fengu nýlega norrænu umbúðaverðlaunin, Scanstar, sem veitt voin í Danmörku. Verðlaunin hlaut Nói-Síríus fyrir umbúðir úr pappír og áþynnu utan um súkkulaði og Álfasteinn fyrir tréöskjur fóðraðar með hálmi og með glerloki. Hönnuður umbúðanna fyrir Álfa- stein er Jón Þórisson, leikmynda- teiknari hjá Leikfélagi Reykjavík- ur. í móttöku sem haldin var til kynningar á verðlauninum kom fram að vegna aðstoðar frá verk- efninu Fi-umkvæði-Framkvæmd, sem er samstarfsverkefni Iðn- tæknistofnunar og Iðnlánasjóðs, varð Álfasteini kleift að vinna bet- ur að vöruþróun og markaðssetn- ingu sinnar framleiðslu. Umbúðirn- ar hafi m.a. verið afrakstur þeirrar aðstoðar en gert er ráð fyrir að þær munu stuðla að söluaukningu vörunnar. Til hönnunar á umbúðum sínum leitaði Nói-Síríus til íslensku aug- lýsingastofunnar en Kristján Frið- riksson og Heimir Guðmundsson unnu þar ásamt öðrum að því verki. Árangurinn varð umbúðir um nýja vörulínu sem samanstend- ur af- fjórum bragðtegundum. Eitt íslenskt fyrirtæki hefur áður hiotið Scanstar verðlaunin, en það var SÓL hf. árið 1989 fyrir drykkjavöruumbúðir. Kísiljárnmarkaðir Vísbendingar um bata en óvissa framundan ÍSLENSKUM ferðamönnum sem eru á leið til Danmerkur gefst nú kostur á að kaupa danska afsláttarkortið Entertainment hjá helstu ferðaskrifstofum hér á landi. Með kortinu er unnt að fá afslátt af matarverði á rúmlega 200 veitingahúsum í Danmörku. Ef tveir gest- ir snæða saman og framvísa kortinu fær annar matinn án endur- gjalds. Á sama hátt geta fjórir gestir fengið 25% afslátt eða að einn fær matinn án endurgjalds. Jafnframt er unnt að fá afslátt hjá um 600 hótelum víða um heim gegn framvísun kortsins með því að panta gistingu fyrirfram. SPÁDÓMAR um að efnahagsbatinn sé hafinn og stálframleiðslan sé farin að taka við sér, eru byijaðir að sjást. Þetta kom fram í árs- skýrslu íslenska járnblendifélagsins. Þar segir jafnframt að stjórnend- ur fyrirtækja í kísiljárnframleiðslu séu brenndir af vonbrigðum undan- genginna ára og trúi engu fyrr en á reyni. Samdráttur á kísiljárnmörk- uðum kalli á að draga þurfi úr framleiðslukostnaði verksmiðjunnar. Á sl. ári fækkaði stafsmönnum fyrirtækisins úr 193 í 182 talsins án þess að til uppsagna fastráðins starfsfólks hafi komið. Umboðsmaður Entertainment hér á landi er Þorvaldur Sævar Pálsson, starfsmaður hjá SAS í Kaupmannahöfn. Hann hefur kom- ist að samkomulagi við Ferðaskrif- stofu Reykjavíkur, Samvinnuferðir Landssýn, Ferðabæ, Alís, Norrænu ferðaskrifstofuna, og Ferðaskrif- stofu stúdenta um að þessir aðilar taki að sér sölu á kortinu. Einnig hafa Flugleiðir til athugunar að hafa kortið á boðstólum fyrir með- limi í velvildarklúbbi félagsins. Að sögn Sævars er kortið upp- runnið í Bandaríkjunum og hefur það notið vinsælda í Danmörku á undanförnum árum. Kvaðst hann telja það einkar hentugt fyrir ís- lenska ferðamenn í Danmörku þar sem andvirði árgjaldsins fengist til baka með afslætti í einni eða tveim- ur ferðum á veitingahús. Auk þess fæst einnig afsláttur á ýmsum diskótekum, næturklúbbum, líkamsræktarstöðvum o. fl. í Dan- mörku. Árgjald fyrir kortið verður um 3.900 kr. Korthafar fá sérstaka bók með yfirliti yfir nöfn og heimilisföng fyrirtækjanna en þar er einnig að finna matseðla veitingastaðanna. Tap íslenska járnblendifélagsins var 487 milljónir króna á sl. ári sam- anborið við 127,3 milljóna tap árið áður, þó er eiginíjárhlutfall fyrir- tæksins enn hátt eða 59,7%. Fjárhagsafkoma allra kísiljárn- framleiðenda í hinum vestræna heimi var mjög slæm í lok árs 1990 og upphafi árs 1991, segir í árs- skýslu íslenska járnblendifélagsins. Verðhrun varð á mörkuðum sam- hliða vaxandi framboði, einkum frá Kína, fyrrverandi Sovétríkjunum, fyrrverandi Austur-Þýskalandi, Egj'ptalandi og Júgóslavíu. Á aðalfundinum sagði stjórnar- formaður félagsins, Barði Friðriks- son, að mikilvægt væri að því tæk- ist aftur að ná sinni fyrri stöðu. Sagði hann að ekki væri fjarri lagi að áætla að 15-20% af atvinnumark- aðnum á svæðinu sunnan Skarðs- heiðar hvíldi á þessum atvinnu- rekstri, beint eða óbeint. Teikn væru um breytingu en þau væri ekki nægilega skýr enn til að kísiljárn- framleiðendur gætu á þau treyst. „Hins vegar er það ljóst, að iðnaður af þessu tagi hérlendis getur því aðeins verið lífvænlegur að hann sé samkeppnishæfur bæði að því ev tekur til afkasta og orkuverðs,“ sagði Barði. SIEMENS Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara! Trciustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið! • Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. • Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. • Borgarfjöröur: Rafstofan Hvítárskála. • Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, MunaÖarhóli 25. • Grundarfjöröur: GuÖni Hallgrímsson, Grundargötu 42. • Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7. • Búöardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. • ísafjöröur: Póllinn hf., Aðalstræti 9. • Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Eanisbraut 1. • Sauöárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1. • Siglufjöröur: TorgiÖ hf., AÖalgötu 32. • Akureyri: Sír hf., Reynishúsinu, Furuvöllum 1. Húsavík: Öryggi sf., Garðarsbraut 18a. Þórshöfn: Norðurraf, Langholti 3. Neskaupstaöur: Rafalda hf., Hafnarbraut 24. Reyöarfjöröur: Rafnet, Búðareyri 31. Egilsstaöir: Raftækjav. Sveins Guömunds., Kaupvangi 1. Breiödalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13. Höfn í Hornafiröi: Kristall, Hafnarbraut 43. Vestmannaeyjar: Tréverk hf., Flötum 18. Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. Selfoss: Árvirkinn hf., Eyrarvegi 29. Garöur: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2. Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25. c co 3 gi: O* o* 3 <Q 0:0 gS 3 9: oS £=r fs +mm* Q Q' 3 £ qS =5=0 3 Q.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.