Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992 25 Hugleiðing á páskum 1992; Hvaða Jesús? eftir Alfreð Jolson S.J. í heiminum okkar 1992 bregður fyrir á sjónvarpsskerminum andlit- um þeirra Borísar Jeltsín, George Bush, Saddams Husseins og Jóhann- esar Páls II páfa og við sjáum hveij- ir þeir eru. Okkur finnst jafnvel að við séum farin að þekkja 'þá. Einkennilegur er heimurinn! Pyrir nærfellt 2000 árum kallaði Jesús lærisveina sína saman og gaf þeim þessi fyrirmæli: Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður. Atti hann í raun og veru við allt? Lítum á heiminn 1992, meirihluti jarðarbúa hefur varla heyrt getið um Jesúm frá Nasaret! Stundum heyrum við nafn hans notað sem blótsyrði í útvarpinu og sjónvarpinu, svo ekki sé nú minnst á það sem við heyrum stundum í einkalífi manna. Er það ekki furðulegt að heyra jafnvel ókristna menn hrópa í reiði eða skelfingu: „Jesús Krist- ur!“. Það er margt ógert þegar við hugsum um fyrirmælin sem hann gaf fyrir 2000 árum! Hver á að gera það? Einhver ráðgjafinn eða sér- fræðingurinn? Haldið þið það? Ekki held ég það. Frá upphafi var þetta hlutverk að breiða út hin góðu tíðindi og færa mönnum fagnaðarerindið, hlut- verk hvers og eins kristins manns. í vissum skilningi erum við íslend- ingar allar trúboðar. Því miður eru margir okkar ef til vill orðnir tregir, óttaslegnir og kjarklausir við að gegna hlutverki trúboðans nú á þess- um síðasta tug 20. aldarinnar. Eftir fordæmi kristinna manna í 2000 ár virðist heimurinn í engu kristnari en hann var fyrir einni öld. Eða er hann kannske fjær kristninni? Séð frá rómversk-kaþólsku sjón- „Þegar við loksins nefn- um nafn Jesú við þá sem við umgöngumst förum við að gera okkur ljósan þann mátt sem býr í því nafni og vera fús til að bregðast rétt við áskor- un Jesú um að gera allar þjóðir að lærisveinum.“ arhorni erum við kannske orðin full- ánægð með sjálf okkur. Hetjulegt fordæmi séra Baudoins, Gunnars Einarssonar og margra annarra hef- ur í rás tímans aflað kaþólskri trú mikillar virðingar. Lifir eldmóður þeirra og þrautseigja enn í dag? ís- land er örlítil eining í hinum kristna heimi og frábrugðin honum í mörgu eins og því að hér eru næstum því allir kristnir og hér lifa menn í friði. En hversu margir hrópa hin gðu tíðindi af húsþökunum eða hvísla þeim jafnvel í kaffihúsunum? Hversu margir vilja í raun og veru gefa náunga sínum hlutdeild í hinum góðu tíðindum? Förum við kristnir menn og boðum fagnaðarerindið þeim sem misst hafa ástvini sína fyrir sjálfs- víg, í sjúkdómum eða slysum? Þorum við að nefna Jesú við þá sem við umgöngumst? Ef við aðeins höfum hugrekki til að lýsa því yfir hverju við trúum og lifa samkvæmt því, uppgötvum við að það var ekk- ert að óttast. Þegar við verðum trú- verðugir vottar gagnvart fjölskyld- um okkar og vinum látum við okkur ekki lengur nægja meðallags kristi- legt líf og að lifa fyrst og fremst fyrir okkur sjálf þótt við þykjumst vea fylgjendur Krists. Þegar við loksins nefnum nafn Jesú við þá sem við ume'öne'umst Alfreð Jolson S.J. förum við að gera okkur ljósan þann mátt sem býr í því nafni og vera fús til að bregðast rétt við áskorun Jesú um að gera allar þjóðir að lærisvein- um. Það er furðulegt að menn skuli oft gera þá menn að athlægi sem leitast við að boða Jesúm og vinna lærisveina fyrir hann, einlægt og trútt ungt fólk sem ver tveimur árum af ævi sinni í hlutverki trúboðans, að boða Jesúm. Enda þótt við aðhyll- umst ekki þá leið trúarinnar sem þeir ganga, gætum við dáðst að eld- móði þeirra, kærleika þeirra og góðu fordæmi og jafnvel látið leiðast til að gera slíkt hið sama. Getum við gert minna en það? Ég minnist þess að jólamorgun einn fyrir mörgum árum sá ég tvær persónur kafa gegnum snjóinn og ganga hús úr húsi til þess að boða Jesúm, eins og hann kom þeim fyrir sjónir. Enda þótt skoðanir mínar væru ekki hinar sömu og skoðanir þeirra dáðist ég að eldmóði þeirra og fórnfýsi. Ég hugleiddi þetta: hvað mundi gerast éf aðrir kristnir menn gerðu hið sama, að meðtöldum mér og kaþólskum bræðrum mínum og systrum? Áreiðanlega mundi heim- urinn batna við það. Auðvitað er okkur ljóst að menn geta gert mi- stöð og að ofurkapp getur leitt til ógætni en það afsakar ekki ad menn sýni slíku fólki lítilsvirðingu eða hæði það. Otti við það sem menn kynnu að segja eða hvernig þeir kynnu að bregðast við ætti ekki að letja okkur þess að bera vitni um návist og mátt Jesú Krists. Þótt ekki nema smáhópur manna sýndi þann eldmóð sem sumt af kristna fólkinu okkar sýnir og eins ungir mormónar, mundi leysast úr læðingi mikill kraftur til góðra verka, nú þegar við búum okkur undir upphaf nýrrar aldar og hátíðahöld til minningar um þúsund ára veru kristninnar á íslandi. Þá kynnu undur, jafnvel kraftaverk að vinnast í hjörtum og sálum allra ís- lendinga. Hvílíkur friður Krists mundi þá gagntaka þjóðina, fólkið á heimilunum, á götunum, í skólun- um og verksmiðjunum, í kirkjunum, í stuttu máli: hvar sem karlar og konur lifa og vinna saman með þess- ari ágætu þjóð. Þá yrði auðveldara að leysa og ráða fram úr þeim efna- hagslegu, félagslegu og mannlegu vandamálum sem fyrir hendi eru hér á landi. Hvaða Jesús? Jesús ’sem er hér og lifir í okkur íslendingum. Höfundur er kaþólskur biskup á Islandi. Þegar smámunimir skipta máli! 1.250,- 1.280,- 860,- r/FDrTACTTAT/T ? " KERTASTJAKI messing ROMANTICO ROMANTICO blómapottur stærri blómapottur minni Það þarf ekki að vera stórmál að finna smámuni fyrir heimilið. Hjá IKEA finnur þú ótrúlegt úrval húsbúnaðar sem gefur heimili þínu hlýlegt og persónulegt svipmót. 840,- HAGTORN púðar 40x40 6 gerðir IKEA ■ § ®W> mm SSrmk engin smá verslun 650,- SJELLAND mottur 60x90 4 gerðir „ 5» t m. J1'--' 1.550,- LINNEAN kökudiskar 4 í pakka 2.450,- LINNEAN bollar m/undirskál 4 í pakka. 1.295,- VIDJA sængurverasett GROSS skrifborðslampi b.4UU,- 1 >; CD 1 § 1 KRINGLUNNI 7 SÍMI 91 -Ó86650
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.