Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRIL 1992
Sigríður Jónsdótt-
ir - Minning
Fædd 14. apríl 1903
Dáin 5. apríl 1992
í dag, 14. apríl, verður borin til
grafar að Einarsstöðum í Reykjadal
í S-Þingeyjarsýslu Sigríður Jóns-
dóttir að Okrum í sömu sveit. Hún
andaðist 5. þ.m. 88 ára að aldri.
Hún hafði kennt nokkurs lasleika
um hríð. Henni mun ekki hafa þótt
hann mikið tiltökumál en fór þó á
sjúkrahús. Á langri kynningarsam-
leið okkar Sigríðar hef ég aldrei
orðið þess vör áð aldurinn setti
mörk á hug hennar, sál eða andlegt
atgervi. Þess vegna komu mér ekki
á óvart fregnir um síðustu athafnir
hennar. Daginn fyrir andlátið brast
hana skyndilega mátt til þess að
tala. Þá greip hún ritföng og skrif-
aði síðustu bón til sonar síns á
Ökrum, þá að hugsa vel um gróður-
húsið hennar. Þessi bón er táknræn
fyrir líf og starf Sigríðar og hún
hrærði mig til vitundar um það að
hér væri að kveðja einn síðasti full-
trúi þeirrar heimaræktuðu menn-
ingarkynslóðar er plægði jarðveg-
inn og treysti grunn þess velferðar-
ríkis er við höfum notið til þessa.
Sigríður var fædd 15. apríl 1903
að Auðnum í Laxárdal, dóttir hjón-
anna Hildar Benediktsdóttur og
Jóns Péturssonar bónda þar. Faðir
Jóns hét Pétur Pétursson. Hann
hafði um ævina dvöl á á ýmsum
stöðum í S-Þingeyjarsýslu eins og
margir jarðnæðislausir menn á þeim
árum. Hann lést í Vesturheimi.
Móðir Jóns var Sigurbjörg Tómas-
dóttir frá Skógagerði á Húsavík.
Hildur var dóttir hins þjóðkunna
hugsjónamanns Benedikts Jónsson-
ar á Auðnum og konu hans Guðnýj-
ar Halldórsdóttur Jónssonar prests
á Grenjaðarstað.
Sigríður ólst upp í foreldragarði
og dvaldi þar að mestu þar til hún
giftist. Ég hygg að hún hafi aldrei
átt kost á eiginlegri skólagöngu. í
mesta lagi hafði hún notið náms á
tveggja til þriggja mánaða nám-
skeiði, sem kallað var „Þinghús-
skóli“. En á Auðnum hafði löngum
verið lögð stund á þekkingarleit,
bókmenntalestur, samfélagshug og
mannrækt. Þessi var skóli Sigríðar.
Sú menntun er hann veitti henni
ásamt góðum gáfum og einstakri
geðprýði, gerði henni kleift að koma
ótrúlega léttstíg frá löngu og eril-
sömu lífshlaupi.
Sigríður giftist ung Ásvaldi Þor-
bergssyni Davíðssonar og konu
hans Sigurveigar Jónatansdóttur
héraðsljósmóður um áratugaskeið.
Þau Sigurveig og Þorbergur bjuggu
að Litlulaugum í Reykjadal.
Sigríður og Ásvaldur eignuðust
níu börn sem, að einu undanskildu,
ólust upp hjá þeim. Ein stúlkan var
alin upp hjá Hildi ömmu sinni og
Guðnýju móðursystur sinni á Auðn-
um. Hún ber nöfn þeirra beggja.
Börn Sigríðar og Ásvalds eru hér
tilgreind en ekki í réttri aldursröð.
Fjórar dætur: Sigurveig húsfreyja
á Gautlöndum í Mývatnssveit. Hún
er látin. Hildur Guðný einnig hús-
freyja á Gautlöndum, Ásta hús-
freyja á Tröð í Önundarfirði og
Þuríður starfskona á Laugum bú-
sett á Ökrum. Og fimm synir: Þor-
móður bóndi á Ökrum, Hrólfur hag-
swcitchn
Nú er vorverð á hinum vinsælu SWATCH símum
SWATCH símarnir eru til í 10 mismunandi litum
Verð frá kr. 3.742
HEKLA
LAUGAVEGI 174
S 695500/695550
fræðingur á Hagstofu íslands í
Reykjavík, hann er látinn, Jörgen,
hann lést á tuttugasta aldursári,
Jngjaldur bifvélavirki í Kópavogi,
og Þorbergur starfsmaður Kísiliðj-
unnar í Mývatnssveit.
Það hefur ekki verið heiglum
hent að ala önn fyrir þessum stóra
barnahópi en aldrei hef ég heyrt
þess getið að Sigríður hafí sýnt
æðrumerki. Þau Ásvaldur og Sig-
ríður áttu lengi vel ekki fast land
undir fótum og bjuggu á leigulandi
og í leiguhúsnæði. Arið 1944 náðu
þau eignarábúð á nýlegu býli, er
nefndist Akrar, undir austurhlíðum
Reykjadals. Árið 1949 léstÁsvaldur
fyrir aldur fram. Sigríður bjó áfram
með börnum sínum og síðast með
dóttur sinni Þuríði til dauðadags.
Þormóður sonur hennar tók við búi
af henni fyrir mörgum árum.
Frá fornu fari voru mikil og náin
vina- og samstarfstengsl milli
Auðnaheimilis og heimiii foreldra
minna beggja sínu í hvorri sveit.
Ég hafði því snemma veður af Sig-
ríði frá Auðnum og högum hennar.
Þegar ég hitti Sigríði fyrst bjuggu
þau Ásvaldur í kjallara samkomu-
hússins á Breiðumýri. Þar bjuggu
þau í átján ár og þar fæddust sjö
börn þeirra af níu. Kjallari undir
samkomuhúsi er ekki líklegur frið-
ar- eða uppeldisstaður auk þess sem
skylt var að selja þar veitingar á
mannamótum. Ég kom tvisvar í
kjallarann til Sigríðar. Einu sinni á
samkomu með móðursystkinum
mínum og öðru sinni í heimsókn
með móðursystur minni. í bæði
skiptin var þar mannmargt einkum
á samkomudaginn. Þótt langt sé
um liðið er mér þó enn í minni frið-
ur heimilis og rósemi. Og þar voru
blóm þrátt fyrir litla glugga og lágt
undir loft því Sigríður var ræktun-
arkona af guðs náð. í kjallaranum
ræktaði hún börn sín og blóm eftir
mætti og þá að sjálfsögðu ekki
miður er hún komst í betri efni og
bjartari húsakynni. Þegar börnun-
um fækkaði heima á Ökrum fjölg-
aði blómunum hjá Sigríði. Henni
var því kærkomin gjöf barna sinna
á sjötíu og fímm ára afmælinu. Þau
gáfu henni gróðurhús. I þessu gróð-
urhúsi nutu ræktunarhæfíleikar
Sigríðar sín til fulls. Þar voru sam-
an komnar fjölmargar og margvís-
legar jurtir bæði til nytja og yndis-
auka, sem allar lifðu við gróandi í
höndum hennar. Við ýmis tækifæri
dreifði hún blómum og ávöxtum úr
húsinu til vina og vandamanna.
Þennan gróður hefur hún nú falið
öðrum og þeir munu skilja hvað til
síns friðar heyrir.
Sigríður var mikill bókmennta-
unnandi og lesandi allt frá bernsku.
Jafnvel á erfiðustu annríkisárum
sínum veitti hún sér ætíð þann
munað að lesa bækur. Hún var
minnug og því var gott til hennar
að leita um ýmsan fróðleik, sem
hún lét þó aldrei mikið yfir fremur
en öðru er varðaði hana sjálfa. Hún
var kurteis kona í hugsun og fasi.
Veraldlegur auður íþyngdi ekki
Sigríði um dagana. En hún var for-
rík af kærleika sem hún veitti
óspart hveijum þeim er henni
fannst þurfa hans með jafnt óskyld-
um sem skyldum ogjafnt mönnum,
málefnum, dýrum og jurtum. Þetta
fundu allir er nutu návistar hennar.
Vegna þessa mun mörgum fínnast
sem kólnað hafi undir hlíðum
Reykjadals við brottför Sigríðar.
I kvæði sínu Ekkjan við ána seg-
ir Guðmundur Friðjónsson: „Um
héraðsbrest ei getur þótt hrökkvi
sprek í tvennt." Sigríður á Ökrum
var lengi ekkja við ána. Ég hygg að
í hógværð sinni hafi hún litið á sig
fremur sem sprek en styrkan stofn.
I mínum huga er hún sem eik þeirr-
ar hugmenningar sem hvorki verður
keypt né seld.
Ásgerður Jónsdóttir.
Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í bijósti, sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.
(E. Benediktsson.)
Hún var ljóðelsk, og vitnaði oft
í kvæði Einars Benediktssonar, og
sérstaklega þessa vísu, sem hún
vildi öllum kenna. í okkar augum
var hún „Ekkjan við ána“, reyndar
ekkja breyttra tíma, en í lífshlaupi
beggja fannst svo margt sameigin-
legt.
Eins og hin var hún alþýðukona,
hét 'Sigríður Jónsdóttir, en var
sjaldnast kölluð annað en Sigga á
Ökrum. En hún var annað og meira,
hún var líka amma okkar, og henn-
ar viljum við minnast með örfáum
orðum.
En öll orð verða fátækleg þegar
skrifað er um svo stóra konu. Því
hún amma okkar var stór kona, þó
ekki væri hún há í loftinu. Frá henni
geislaði lífskraftur og þróttur sem
hver unglingur hefði mátt vera
stoltur af. Einhvern veginn leiddum
við aldrei að því hugann að hún
myndi deyja, svo vel bar hún sinn
háa aldur.
Hún var allra vinur, bæði manna
og dýra. í hennar návist var ekki
hægt annað en láta sér líða vel.
Krummi, snjótittlingarnir, og villi-
kettirnir, allir urðu þeir vinir henn-
ar, og urðu illa sviknir ef þeir fengu
ekki fyllingu í magann.
Garðurinn og gróðurhúsið áttu
hug hennar allan, og bera sterk
merki um alúðleika hennar. Á köld-
um nóttum þegar bjarga þurfti rós
eða fjólu frá frosti, brá hún sér inn
og sótti kannski húfuna sína og lét
yfír blómið. Einhveiju sinni kom ég
snemma morguns út í garð og sá
hvar kjóllinn hennar lá yfir vorlauk-
unum. Þegar ég spurði því hann
væri þar, var svarið að laukarnir
hefðu þurft meira á honum að halda
en hún í nótt. Svona var amma.
Fermingargjöf
með stíl:
Nottambulo
fatastandur
■ Gæðahönnun
ítalskra arkitekta
D=sfORM
Brautarholti 3 ■ 3. hæö
Sími: 62-4775
Hún gat gefið allt frá sér, en
ekki endilega það sem hægt var
að kaupa í verslunum og ^setja í
skrautlitaðar umbúðir.
Nei, hún gaf okkur umburðar-
lyndi, visku og kærleika, gjafir sem
vega þungt, og koma til með að
auðvelda okkur lífsgönguna, og
gera okkur að betri manneskjum.
Við eigum henni mikið að þakka
frá sumrunum okkar á Ökrum.
Amma var kona með mikla lífs-
reynslu, hafði misst mikið og tekist
á við mikla erfiðleika, en ætíð kom-
ið heil frá þeim. Nú þegar við kveðj-
um hana getum við aðeins óskað
þess, að okkur takist að spila svo
úr gjöfum hennar, að hún hefði
orðið stolt af.
Með okkur býr söknuður, en þó
meira þakklæti fyrir að hafa fengið
að kynnast mannkostum hennar og
væntumþykju.
Elsa og Sverrir.
Við kveikjum á kertunum gömlu
þá koma þau liðnu ár
sem fljúgandi fuglar af hafí
með fegurð, söngva - og tár.
(Hulda)
Þegar hugurinn kyrrist eftir
andlátsfrétt minnar kæru tengda-
móður og vinkonu, streyma minn-
ingar liðinna samverustunda fram
i hugann.
Fyrir tæplega 32 árum kom ég
á sólbjörtum sumardegi í mína
fyrstu heimsókn með manni mínum
og Ijölskyldu hans að Ökrum í
Reykjadal. Við fyrstu sýn virtist
íbúðarhúsið varla rúma allt heimil-
isfólkið, en þegar inn var komið var
sem húsið hefði ótrúlegt rými. Það
var þarna sem ég skildi hvað hjarta-
rými getur verið næstum áþreifan-
legt. Hver var konan sem skóp slík-
an heimilisbrag, að enginn gestur
varð ósnortinn?
Hún var fædd og uppalin á Auðn-
um í Laxárdal, því rómaða menn-
ingarheimili. Foreldrar hennar voru
Hildur Benediktsdóttir og Jón Pét-
ursson. Sigríður var fimmta í röð
níu barnajþeirra hjóna. Ung giftist
Sigríður Ásvaldi Þorbergssyni frá
Litlu-Laugum í Reykjadal. Foreldr-
ar hans voru Þorbergur Davíðsson
og Sigurveig Jónatansdóttir. Sigríð-
ur og Ásvaldur bjuggu á 'A hluta
Breiðumýrar (læknisparti) í 18 ár
en fluttu þá í Akra í sömu sveit.
Þeim hjónum varð 9 barna auðið
og eru þijú af þeim látin.
Fyrstu árin á Ökrum voru Sigríði
þungbær, því árið eftir að þau fluttu
í Akra dó 17 ára sonur þeirra úr
mænusótt en annar sonur lamaðist
á fótum. Árið 1949 andaðist Ás-
valdur í Kaupmannahöfn úr höfuð-
meini, en hann lifði ekki af aðgerð
sem gerð var á honum þar. Eftir
lát manns síns bjó Sigríður á Ökrum
með dyggri hjálp barna sinna, aðal-
lega Þormóðs sem seinna tók við
búrekstrinum.
Þetta er í stórum dráttum lífs-
saga Sigríðar, en fyrir mér er áhrif-
amesta saga hennar ósögð enn, en
hún er hvern mann hún hafði að
geyma og hvernig hún þroskaði sína
innri hæfileika og miðlaði visku
sinni og kærleika til alls sem lifir.
Hún var fjölfróð og hafði yndi af
skáldskap, kunni fjölda ljóða og var
mjög ættfróð. Marga ánægjustund
átti ég á Ökrum við að hlusta á
hana fara með ljóð og vísur, rekja
ættir manna langt aftur í aldir og
verða vitni að áhuga barna hennar,
barnabarna og allrar fjölskyldunnar
fyrir þeim fróðleik sem hún miðl-
aði. Jurta- og dýraríkið annaðist
hún sem allt annað af nærfærni og
alúð. Garðurinn og gróðurhúsið
hennar báru henni fagran vitnis-
burð. Ég sé hana fyrir mér sem
konu með hendur þeirrar gerðar,
að allt sem hún hlúði að óx og
dafnaði. Daginn áður en hún veikt-
ist, var hún að vinna í gróðurhúsinu
sínu við að undirbúa gróður sumars-
ins. Hennar undirbúningi er nú lok-
ið, en víst er að niðjar hennar halda
áfram þar sem frá var horfið í öllum
greinum akurlendis hennar.
Viðmót hennar til alls sem lifir
endurspeglast í börnum hennar
ömmu og langömmubörnum, þetta
að gefa án endurgjalds, víðsýni,
umburðarlyndi og fróðleiksþorsti til
alls sem göfgar og bætir. Þegar
Hrólfur sonur hennar lést, lét hún