Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992 Kj arasamningar ASÍ o g VSÍ Bifreiðakostnaður heimila eftirBjörn Pétursson Fram hefur komið furðuleg skýrsla með ofangreindu heiti. Að vísu finnst orðið „drög“ á titilsíðu, en engu að síður hefur komið sú frétt í fjölmiðlum að um ítarlega skýrslu sé að ræða. Skýrsla þessi er fuil af rangfærslum og öfugmæl- um. I inngangi er þó skýrt tekið fram að þessi samantekt sé niðurstaða nefndar sem skipuð var til að meta horfur um verðlagsþróun varðandi rekstur einkabifreiða og þá þætti sem mest áhrif hafí á bifreiðakostn- að heimila. Nefndinni var falið að ræða þau atriði sem mestu máli skipta um verðmyndun á þessu sviði „einkum uppbyggingu og kostnað við Bifreiðaskoðun íslands", en yfir 70% af lesmáli skýrslunnar ijallar eingöngu um málefni BÍ. Efnisval Þrátt fyrir að birt sé tafla sem sýnir vægi bifreiðakostnaðar í framfærsluvísitölu fjallar skýrslan nær eingöngu um þátt sem er um 1% af kostnaði bifreiða eða innan við 0,2% af heildarútgjöldum vísi- tölufjölskyldunnar. Engin ástæða er talin til að fjalla um yfir 15 millj- arða króna tekjur ríkisins af bif- ÓKEYPIS HEIMSENDINGAR- ÞJÓNUSTA FRÁ KLUKKAN 11:30 TIL 23:00 ALLA DAGA BRA6AGATA 38A reiðaeigendum, ef frá er talið hrós um að ríkið muni ekki hækka ákveðin gjöld nema með um 0,0-0,06% áhrif á vísitölu. í 4. kafla skýrslunnar sem er um 11% af les- málinu, er fjallað um ýmsa aðra liði, opinber gjöld og skatta. Megn- ið af því lesmáli er fyrrnefnt hrós um ríkisstjórnina og umfjöllun um verðlagseftirlit, en þar er bent á að um gæti verið að ræða samræm- ingu á verðskrá þeirra er veita þjón- ustu við hjólbarða á höfuðborgar- svæðinu. Allt annað er bein umfjöll- un um BÍ, og samandregnar niður- stöður eru það eingöngu. Rangfærslur Dómsmálaráðuneytið og Alþingi fjölluðu um stofnun Bifreiðaskoð- unar íslands hf. Þar var samþukkt að heimila hlutafélagi öryggisskoð- un bifreiða, því markaðar tekjur og sett skilyrði til starfsins. Þeirri hug- mynd að færa öryggisskoðunina alfarið inn á bifreiðaverkstæði var hafnað og talin ástæða að hún væri framkvæmd af óhlutdrægum aðila. Settar voru skorður við ráð- stöfun hagnaðar BÍ, arður mátti vera allt að 10% en annað skyldi renna til uppbyggingar skoðunar- stöðva sem staðsettar skyldu í öllum kjördæmum, eða varið til eflingar umferðaröryggis. Tekjur voru ákveðnar ríflegar enda við stórt mál á að takast eftir áratuga van- rækslu af hálfu hins opinbera. Af hveiju gerðu ekki ASÍ og VSÍ at- hugasemdir þá, en augsýnilegt var að hagnaður yrði verulegur í upp- hafi meðan fjármagnskostnaður af uppbyggingu skilaði sér ekki í reksturinn? Á bls. 4 í skýrslunni er fullyrt að fyrirtækið (BÍ) hafi fengið einok- un til aldamóta „án“ þess að sett væri virkt eftirlit með verðlagningu þess. Þetta þykir ekki góð latína, en latínuhestunum hefur yfirsést að í samningi um sþarfið er ákvæði um að gjaldskrá BÍ varðandi skoð- unargjöld séu háð samþykki dóms- málaráðherra og hefðu þeir kynnt sér umferðalrögin, þá eru þar enn afdráttarlausari ákvæði um gjald- skrármál. 1992 Á sömu síðu er einnig sagt, að BÍ hafi yfirtekið „blómlegt bú“ bif- reiðaeftirlitsins. Málvenja er „að setjast í blómlegt bú“, og þýðir að taka við verulegum eignum. BÍ var gert að kaupa eigur Bifreiðaeftir- litsins þegar hún var látin taka við starfseminni ári fyrr en ætlað var. Þar fyrir utan skyldi enginn ætla að ríkisstofnun, sem búin var að vera í fjársvelti í áratugi, mundi státa af blómlegu búi. Misvitrir stjórnmálamenn ráðstöfuðu launa- tekjum almennings í nafni byggða- stefnu, stendur í skýrslunm og fjár- festingaróðir stjórnendur BÍ ákváðu að nýta ekki allan samningstímann til að standa við ákvæði um upp- byggingu skoðunarstöðva. Nefnd- armenn virðast sammála um að landsbyggðinni hæfði næsta ára- tuginn að búa við gamla. skoðunar- kerfið, þar sem skoðunarmenn fengu vettlinga, vasaljós og hand- lyftu til að vinna með undir berum himni í hvaða veðri sem var, í stað þess að fá þá gæðaskoðun sem skýrslan þó staðfestir að nú sé framkvæmd. Að skuldir þessa unga fyrirtækis skuli eftir tveggja ára rekstur að- eins nema helming af eignum þykir glapræði. Bifreiðaeigendur hafa haft nokkur óþægindi undanfarin ár af þjónustufyrirtækjum sem áttu ekki eignir fyrir skuldum, og þó góðar skuldir þykir sumum lífvæn- legar, þá getur það nú komið í bak- ið á sumum. Aðalkrafan er afnám einokunar og talið æskilegt að verkstæðum og bifreiðaumboðum verði heimilað að framkvæma öryggisskoðun bif- reiða. Til að bytja með vet'ði það eingöngu bundið nýrri bílum, enda má búast við að það sé hagkvæm- ara. EB-reglur Umfjöllun um EB-reglur er nokk- uð furðuleg. I vissum tilfellum á að skoða íslenskar aðstæður en öði'um ekki. EB-reglur gera ráð fyrir að lögbundin öryggisskoðun fari fram í öllum löndum sem teng- ist EB, að lágmarkstíðni annað hvert ár fyrir einkabíla. Hér er því verið að reyna að skylda lönd, sem ekki hafa lögbundna öryggisskoð- Björn Pétursson „Mér finnst að hér sé fjallað um mikilvægan hlekk í öryggi í umferð á íslandi á furðulegan hátt.“ un, til að taka hana upp. En svo væri kannski ástæða til að bera saman vegakerfin í löndunum og hvernig þau fara með bílana. Stærsti skattur á íslenska bifreiða- eigendur eru vegirnir, segir Ólafur Þórðarson, alþingismaður, á spjöld- um Alþingistíðinda, en.það minnist skýrslan hvergi á, hvað þá um áhrif saltburðar á götur eða þá staðreynd að „Iífaldur" bifreiða er skemmri á Islandi en víðast annars staðar. Þegar kemur, að reglum EB um að öryggisskoðun og viðgerðir bif- reiða megi ekki inna af hendi af sama aðila, þá er vísað til þess að það gildi nú bara hjá milljónaþjóð- um, og sérstök skoðundrfyrirtæki muni ekki hafa rekstarlegan grund- völl nema í Reykjavík og Akureyri. Og svo er sagt að leita verði ann- arra leiða til að tiyggja_ óhlut- drægni við bifreiðaskoðun! í niður- stöðum er lagt til að skipuð verði nefnd hagsmunaaðila til að yfirfæra og aðlaga umræddar EB-reglur. Snobb-númer Talsverðu rými er varið í tillögur um sölu svonefndra snobb-númera, dýru verði. Númerin gætu borið upphafsstafi, nöfn eða heiti að vilja eigenda. Ekki get ég skilið hvað erindi þetta á inn í umræðu um kjarasamninga, nema ef néfndar- menn séu að sýna eitthvert Hróa- hattar eðli um tilfærslu frá þeim ríku til láglaunastéttanna. Einföld tölvuvinnsla í umræðum um eigendaskipti og nýskráningar er talað um einfalda tölvuþjónustu, og virðist sem nefnd- armenn staðnæmist við fingur inn- sláttarfólksins. Halda þessir menn að það þurfi bara einfaldar PC-tölv- ur til að halda utan um bifreiðaskrá með yfir 100 þúsund bifreiðum, með tilheyrandi upplýsingum um gerð, eiganda, tryggingafélaga o.fl. Þótt gerðarskoðun sé talin einföld skoðun á stimplun pappíra, en fok- dýr, þá er fjargviðrast út af því að bifreiðasalar beri mikinn kostnað af því vafstri sem þessu fylgi. Er ekki rétt að rilja þá upp vafstrið sem almennir bíleigendur stóðu í hjá Bifreiðaeftirlitinu sáluga þegar þeir umskráðu bíla, en þá fóru í það heilu eða hálfu dagarnir, oftast í launalausu fríi aðila, og bera það saman við fyrirkomulagið í dag. Varðandi tíðni eigendaskipta má fullyrða, að það er ekki allur al- menningur sem stendur í sífelldu bílabraski, síst láglaunafólkið. Trúverðug skýrsla? Miðað við þær rangfærslur sem fram koma í þessari skýrsTu og hreinar villur (bls. 7 og 9) leyfi ég mér að efast um trúverðugheit þeirrar töflu sem birtist, í raun for- sendulaust, í lok skýrslunnar. Að- eins eitt vil ég þó nefna; er líklegt að bifreiðaverkstæðum nægði að taka sama verð og BÍ fyrir öryggis- skoðun, að það væri talið nægilega hagkvæmt? Góð latína? Ég get því ekki skilið af hveiju þessi skýrsla ber yfirskriftina „Kjarasamningar ASI, og VSI 1992“. Nær væri að halda-að betur hæfði nafnið „Undanfari frumvarps um afnám einokunar BI á öryggis- skoðun bifreiða, æskilegar leiðir til aðlögunar EB-reglna á íslenskum aðstæðum". Mér finnst að hér sé fjallað um mikilvægan hlekk í ör- yggi í umferð á íslandi á furðulegan hátt og svo notuð séu orð skýrslu- höfunda, að þetta sé ekki „góð lat- ína“. Höfundur er stjórnarmadur í Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og varkjörinn varaniaður ístjórn BI á síðasta aðalfundi. ------» ♦ «---- Alltaf upp- selt á Þrúg- ur reiðinnar SÝNING Leikfélags Reykjavík- ur á Þrúgum reiðinnar eftir sögu John Steinbeck hefur nú verið sýnd í nær sex vikur fyrir troðfullu húsi, við góðar undir- tektir. Mikil aðsókn hefur verið að aug- lýstum sýningum og er nú svo komið að uppselt er á allar sýning- ar í apríl og maí nema 12., 19. og 26. maí. Sala er hafin á sýningar fram til 13. júní en gert er ráð fyrir að sýningum Leikfélags Reykjavíkur á þessu leikári ljúki 20. júní. Sumardvalarheimilið Kjarnholtum Biskupstungum ■ -Ævintýraleg sumardvöl í sveit fyrir 6-12 ára börn- 7. starfsár: Reiðnámskeið, íþróttir, sveitastörf, siglingar , ferðalög, sund, kvöldvökur ofl. Tímabil: 31 maí-6júní 14júní-20júní 28 júní-4júlí 12júlí-18 júlí 26júlí-1 ágúst 7 júní-13 júnf 21 júní-27 júní 5 júli-11 júlí 19 júIí-25 júlí 3 ágúst-9 ágúst Sama verð og í fyrra kr. 15.800.- Systkinaafsláttur Innritun og upplýsingar í s-98-68808 daginn, 98-68991 kvöld og helgar Hagststt verð d Storno farsímum Vegna mikillar sölu á síðasta ári náðum við mjög hagstæðum samningum við framleiðendur og getum nú boðið Storno farsíma á hreint ótrúlega lágu verði. Storno bílasími kr. 79-580 stgr. með vsk. Storno burðarsími kr. 84.280 stgr. með vsk. Burðarsíma íylgir 4 Ah rafhlaða. PÓSTUR OG SÍMI Söludeildir í Ármúla 27, Kirkjustræti, Kringlunni og á póst- og símstöðvum um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.