Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 60
Stjóm Lánasjóðs íslenskra námsmanna: Rætt um að minnka skerðingu lána vegna tekna námsmanna Viðræður við banka að hefjast vegna fyrirgreiðslu við námsmenn RÆTT hefur verið í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna að lækka skerðingarhlutfall námslána vegna tekna námsmanna. Miðast þessar hugmyndir við að breyta svonefndu tekjutilliti í úthlutunarreglum sjóðsins til að námsmenn geti átt rýmri möguleika til öflunar eigin tekna áður en kemur til skerðingar námslána. Síðastliðið vor var þetta skerðingarlilutfall lækkað úr 75% í 50% en nú er til umræðu að lækka það enn frekar skv. upplýsingum Morgunblaðsins. Einnig er rætt um að taka sér- stakt tillit til breytinga á útborgun námslána sem boðaðar eru í laga- frumvarpinu um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem nú er í meðförum Alþingis. Er rætt um að reiknað verði sérstakt vaxtaálag þar sem skv. frumvarpinu verða námslán greidd út eftir að önn lýkur og náms- menn hafa sýnt fram á námsárangur Morgunblaðið/Þorkell Yorannir á í stað mánaðarlegra greiðslna eins og verið hefur. Ákvæði um að námsmenn muni ekki fá lán fyrr en þeir hafa sýnt fram á námsárangur í lok hverrar námsannar var sett inn í frumvarpið við upphaflega gerð þess á síðasta ári. Að sögn Lárusar Jónssonar, framkvæmdastjóra LÍN, befjast við- ræður á milli lánasjóðsins og við- skiptabankanna um þessa breyttu greiðslutilhögun á næstu dögum þar sem sýnt þykir að námsmenn geti þurft að brúa bilið með bankalánum. Verður þess óskað af bönkunum að þeir komi til móts við námsmenn ef námsmenn sjálfir sækjast eftir því. Lárus sagðist aðspurður hafa talið eðlilegt að bíða með að hefja viðræð- ur við bankana þar til séð yrði fyrir endann á hvort gerðar yrðu breyt- ingar á frumvarpinu á Alþingi. Morgunoiaoio/tsjarm * Ovæntur Sijörnusigur í 1. umferð Úrslitakeppni íslandsmótsins í handknattleik hófst í gærkvöldi. Þau óvæntu úrslit urðu að nýbakaðir deild- armeistarar FH töpuðu á heimavelli fyrir Stjörnunni, sem varð í 8. sæti. Stjarnan vann 28:21. Stjörnuleik- maðurinn Hafsteinn Bragason skoraði níu mörk og hér sjást tveir FH-ingar reyna að stöðva hann. Úrslit í öðrum leikjum urðu Víkingur-Fram 26-21, Selfoss-Haukar 34-27 og KA-ÍBV 28-21. Liðin mætast að nýju annað kvöld. Sjá nánar í íþróttablaði. Húsbréf: Ávöxtunarkrafa hækkuð dekkjaverk- stæðum vegna sölu spariskírteina LANDSBRÉF hf., viðskiptavaki húsbréfa, hækkaði í gær ávöxtunar- kröfu bréfanna úr 7,55% í 7,7% í framhaldi af því að ríkissjóður hóf sölu á spariskírteinum til 10 ára með 7,4% raunávöxtun, en bréf til 5 ára eru með 7,5% raunávöxtun. Ávöxtunarkrafa húsbréfa hefur farið lækkandi að undanförnu og lækkaði síðast á föstudag úr 7,6% í 7,55%. í NÓGU er snúast á dekkjaverkstæðum þessa dagana. Timi nagladekkj- anna er liðinn og á morgun, 15. apríl, eiga bifreiðaeigend- ur að vera búnir að skipta yfir á sumardekk. Ekki ætti þetta að valda nein- um vandræðum, a.m.k. þar sem jörð hefur verið auð og blíð- skaparveður undanfarið. Þar sem þess er þörf vegna sér- stakra akstursaðstæðna er þó heimilt að nota vetrardekkin áfram. Landspítalinn: „Það er eðlilegt að það sé nokkur munur á ávöxtun bréfa eins og spari- skírteina sem hafa eina endur- greiðslu og húsbréfa sem eru dregin út fjórum sinnum á ári,“ sagði Sigur- björn Gunnarsson deildarstjóri hjá Landsbréfum í gær. „Ákveðinn kostnaður og umstang fylgir út- drættinum og til að selja húsbréf með allt að 7,6% ávöxtun þarf kaup- ávöxtunarkrafan að vera 7,7% því viðskiptavaki þarf að hafa gengis- mun til að mæta gengissveiflum: Miðað við það hvert markaðurinn stefndi eru þessi nýju spariskírteini boðin með of hárri ávöxtun. Það er ljóst að ríkissjóður heldur uppi vaxtastigi í landinu sem sést bæði 12,1% fjölgun innlagna á fyrstu 3 mánuðum ársins INNLÖGNUM á Landspítalann fjölgaði um 12,1% á fyrstu þrem mánuðum ársins samanborið við fyrstu þrjá mánuði síðasta árs. Mest varð fjölgun innlagna á handlækningasviði en þar var um ríf- lega 32% aukningu að ræða og 12% aukning var á innlögnum á bráðamóttöku að sögn Árna Gunnarssonar, formanns stjórnarnefnd- ar Ríkisspítala. Legudögum á deildum Landspít- Jans fjölgaði um 2,3% á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tíma árið 1991 og aðgerðum á skurðstof- um fjölgaði um 16%. Að sögn Ama eru helstu skýring- ar á þessu aukna álagi annars veg- ar raktar til inflúensufaraldurs í byijun ársins og einnig er talið að áhyggjur yfir sparnaði og yfirvof- andi niðurskurði hafi leitt til þess að aðgerðum hafi verið flýtt. Árni segir að lítill árangur hafi orðið af spamaðaraðgerðunum á Ríkisspítulunum á fyrstu tveimur mánuðum ársins en hins vegar megi merkja nokkurn árangur í mars. „Það er enginn vafi á að þessi mikli niðurskurður er farinn að segja til sín og spamaðurinn er farinn að nást fram,“ sagði Ámi. af þessu og eins ríkisvíxlum. Þar býður ríkissjóður jafnvel betri kjör en bankarnir. Það er að sjálfsögðu gott fyrir þá sem vilja ávaxta sitt fé en verra fyrir þá sem skulda,“ sagði hann ennfremur. „Þessi vaxtakjör spariskírteina eru í samræmi við þau kjör sem hafa verið í boði á markaðnum að undanförnu," sagði Pétur Kristins- son framkvæmdastjóri Þjónustu- stofnunar ríkisverðbréfa. „Við sjáum enga ástæðu til þess að þau þurfi að setja ávöxunarkröfu húsbréfa í uppnám. Það er ekkert lögmál sem segir það að ávöxtunarkrafa hús- bréfa þurfi að vera hærri en ávöxt- unarkrafa spariskírteina. Hvort tveggja eru þetta ríkistryggð bréf. Auk þess hefur okkur skilist að það væri frekar of lítið framboð hús- bréfa heldur en hitt.“ Hjá Verðbréfaviðskiptum Sam- vinnubankans, Kaupþingi og Hand- sali var ávöxtunarkrafan í gær óbreytt eða 7,55%. Þorsteinn Ólafs, forstöðumaður Verðbréfaviðskipt- anna, kvaðst telja að ekki væri til- efni til hækkunar kröfunnar þar sem framboð húsbréfa væri ennþá veru- lega minna en eftirspurn. „Ég er ekki sammála þeim rökum að ávöxt- unarkrafa húsbréfa þurfi að hækka vegna þess að ríkissjóður sé að bjóða ný 10 ára spariskírteini með 7,4% raunávöxtun. Hér er í reynd um vaxtalækkun á spariskírteinum að ræða þar sem ríkissjóður hefur að undanförnu boðið skírteini til 5 ára með 7,5% ávöxtun," sagði Þorsteinn. Steingrímur Ari Arason, aðstoð- armaður fjármálaráðherra, segir að það sé fullkomlega óskiljanlegt að ávöxtunarkrafa húsbréfa hækki. vegna þessarar skuldabréfaútgáfu ríkissjóðs og þar hljóti að Hggja að baki einhveijar aðrar ástæður en ríki á fjármáiamarkaði þar sem umframeftirspurn hafi verið eftir húsbréfum að undafömu. Þessi ávöxtun sé í samræmi við markaðinn og ef vextir lækki sé hægt að selja bréfin með minni afföllum í sam- ræmi við það. Það sem skipti máli sé að ríkissjóður komi ekki inn á markaðinn með virkum hætti með vaxtalækkun fyrr en stöðugleiki í efnahagslífinu sé í sjónmáli. Annað væri óskynsamlegt og gæti haft slæm áhrif á efnahagslífið. ------*_♦_*---- Lést eftir skíðaslys Pilturinn, sem slasaðist á skíð- um Á Bláfjöllum á föstudag, léet á Borgarspítalanum í gær. Hann hét Geir Þór Jóhannsson og var á fimmtánda ári, fæddur 6. október 1977. Geir Þór átti heima í Reykjavík og var nemandi í Hlíða- skóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.