Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRIL 1992 Námsferðir lækna nauðsynlegar eftir Svein Magnússon Af og til bregður fyrir í fjölmiðlum umfjöllun um námsferðir lækna. Hefur ýmsum tekist að gera ferðir þessar tortryggilegar þegar svo hentar og talað um þær sem sóun á naumu fé skattborgara. Nýlega hafa námsferðir komið til umræðu á Alþingi, stór orð fallið og háar tölur nefndar. Reglur þær, sem um námsferðir þessar gilda, eru samkvæmt samn- ingum Iækna við atvinnuveitendur sína, t.d. Reykjavíkurborg, en þó aðaliega fjármálaráðherra. Kjara- samningar þessir eru öilum aðgengi- legir. í samningum sjúkrahúslækna, sem vísað er til í samningum heilsu- gæslulækna, segir orðrétt: Námsferðir. Sérfræðingar eiga rétt á að fá greiddan kostnað, þ.m.t. eðlileg námskeiðsgjöld, við náms- ferðir til útlanda í 15 almanaksdaga árlega eftir nánari ákvörðun vinnu- veitenda. Ferðir þessar eru ýmist á þing, ráðstefnur eða til að skoða heilbrigð- isstofnanir. Oft fara læknar á sinn gamla námsstað, þar sem þeir kynna sér nýjungar í sérgrein sinni. Hvernig stendur á þessum náms- ferðum? Þeim sem til Iæknanáms þekkja er kunnugt, að flestir læknar hafa um áratuga skeið sótt fram- haldsmenntun, þ.e. sérfræðimennt- un sína, til annarra landa. Frá 1911 hefur Háskóli Islands veitt læknum grunnmenntun, sem lýkur með emb- ættisprófi, en að lokinni starfsþjálf- un, svokölluðu kandidatsári, halda flestir læknar utan til sérnáms, sum- ir taka hluta þess hérlendis. Fá- menni þjóðarinnar, litlir rannsóknar- og sérnámsmöguleikar gera dvöl erlendis nauðsynlega. Nýleg könnun á högum íslenskra iækna sýnir, að 75-80% sumra ár- ganga Iækna dyelja erlendis við nám hveiju sinni. Islenskir Iæknar eru nú um 1.200, þar ef eru um 375 erlendis, flestir við nám. Þessi nauðsynlega sérnámsdvöl hefur verið íslenskum skattgreiðend- um algjörlega að kostnaðarlausu. Ekkert annað vestrænt ríki þarf að leita á þennan máta á náðir annarra ríkja til að sérmennta lækna sína. Islendingar njóta ekki einungis þess, að fá sérnám lækna að kostn- aðarlausu, þeir njóta einnig þeirra sambanda og velvildar, sem þessi dvöl erlendis skapar. Hún gefur nauðsynleg færi á að ráðgast fyrir- varalaust við erlendar stofnanir, kynnast á fljótlegan hátt nýjungum og jafnvel senda sjúklinga utan til lækninga. Leitun ráða símleiðis við erlenda sérfræðinga er algeng. Þessi sambönd hafa einnig auðveldað Sveinn Magnússon „Námsdvöl íslenskra lækna erlendis er ein aðalforsendaþess, að hér á landi er heilbrigð- isþjónusta af hæsta gæðaflokki.“ komu sérfræðinga frá öðrum löndum hingað að okkar ósk til að ráðleggja eða hjálpa til við erfiðar greiningar eða lækningar. Þessa hafa fjölmarg- ir íslendingar notið, bæði ungir sem gamlir. Námsdvöl íslenskra lækna erlend- is er ein aðalforsenda þess, að hér á landi er heilbrigðisþjónusta af hæsta gæðaflokki. . j Námi lækna lýkur ekki með dýrt seldu leyfi til að mega kalla sig sér- fræðing. Stöðugt viðhaldsnám er | nauðsynlegt. Segir sig sjálft, að það ’ nám verður einnig að sækja til út- landa. Þennan sjálfsagða skilning j hafa læknar og atvinnuveitendur ' þeirra haft allt frá því fyrst var sam- ið um framkvæmd námsferða 1970. Að öðrum kosti væri þjónusta ís- lenskra heilbrigðisstofnana önnur og verri en hún er í dag. Námsferðir lækna eru nauðsyn- legar. Stéttir sem verða að sækja sérnám sitt til annarra landa, verða sömuleiðis að viðhalda því og bæta við það nám erlendis. Þetta á ekki einungis við um lækna, heldur einn- ig um ljölda opinberra starfsmanna, sem og starfsmanna einkafyrir- tækja. Oðru vísi verða gæði þjónustu þessara stofnana og fyrirtækja ekki fryggð. Höfundur er varaformnður Læknafélags Islands. OPIUUN RABHUSS Vegna ílutnings í Ráðhus Reykjavíkur Regluleg starfsemi í Ráðhúsinu hefst þann 15. apríl og verða borgarskrifstofur framvegis opnar alla virka daga frá kl. 8:20 til 16:15, nema gjaldkeradeild til 16:00 3 0 Þaö gæti verið gott aö geyma þessa auglýsingu t.d. í símaskránni. veröa borgarskrifstofur Austurstræti 16 og Pósthússtræti 9 lokaðar mánudaginn 13. apríl og þriöjudaginn 14. apríl. Báöa dagana verður símaþjónusta viö allar deildir opin sem hér segir: Mánudag 13. apríl frá kl. 8:20 til 16:15 Þriðjudag 14. apríl frá kl. 8:20 til 12:00^ Nýtt símanúmer á borgarskrifstofum, Ráöhúsi Reykjavíkur er: 63 20 00 Beint innval eftir deildum: Borgarbókhald 632130 Borgargjaldkeri/lnnheimtudeild 632060 Endurskoðunardeild 632100 Fjármála- og hagsýsludeild 632080 Skrifstofa borgarstjóra 632020 Starfsmannahald/Launadeild • 632111 Upplýsingaþjónusta 632005 RáMÉíið vepður opið til sýnis eftirtalda daga um páskana, ásamt sýningu um byggingarsögu hússins. Skírdag, 16. apríl frá kl. 12:00 til 18:00 Laugardag, 18. apríl frá kl. 12:00 til 18:00 Mánudag, 20. apríl frá kl. 12:00 til 18:00 SHstofa, borganstjona Tónleikar táknmálskórs- ins og guðsþjónustan TÁKNMÁLSKÓR Kirkju heyrn- arlausra hélt nýlega tónleika á listahátíð fatlaðra í Osaka, Jap- an. Listahátíðin, „Very Special Art Festival — Japan“ var haldin af Öryrkjabandalagi Japans með stuðningi forsætis-, heilbrigðis- og menntamálaráðuneytis Japans og var þetta f fyrsta skipti sem boðið var til slíkrar alþjóðlegrar listahá- tíðar meðal fatlaðra. I þetta skipti komu alls 17 þjóðir. Ferð táknmálskórsins til Japans var styrkt af Sasakawa-sjóðnum og íslenska ríkinu. Þar sem táknmálskórinn er kirkjukór, söng hann aðallega ís- lenska sálma á táknmáli. Og nú-vill táknmálskórinn halda hluta af tónleikunum sunnudaginn 19. apríl í Hallgrímskirkju á undan páskamessu Kirkju heyrnarlausra og hefjast tónleikarnir kl. 13.30. Síðan byrjar messan sjálf kl. 14.00, þar sem fv. biskup Islands, herra Pétur Sigurgeirsson, predikar og prestur fyrir heyrnarlausa þjónar fyrir altari. Táknmálskórinn syngur undir stjórn Júlíu Guðnýjar Hreins- dóttur og organisti er Hörður Áskelsson. Eftir messuna verður samveru- stund með góðgæti í safnaðarheim- ili kirkjunnar. Miyako Þórðarson, prestur fyrir heyrnarlausa. Afmælisfundur AA á f östudaginn langa AFMÆLISFUNDUR AA-samtakanna verður haldinn að venju, föstu- daginn langa 17. apríl 1992 í Háskólabíó kl. 21.00 og eru allir vel- komnir. Þar tala nokkrir AA félagar og gestur frá Al-anon-samtökun- um, sem eru samtök aðstandenda að fundi loknum. AA-samtökin á íslandi voru stofn- uð föstudaginn langa 1954, eða fyr- ir 38 árum. Síðan hefur þessi dagar verið hátíðis- og afmælisdagur sam- takanna, alveg sama hvaða mánað- ardag hann ber uppá. í dag eru starfandi um 198 deild- ir um land allt, þar af í Reykjavík um 104 deildir, erlendis eru 5 ís- lenskumælandi deildir. Hver þessara deilda heldur að minnsta kosti einn fund í viku og er fundarsókn allt frá alkóh.ólista. Kaffiveitingar verða 5-10 manns og uppí 150 manns á fundi. Hér í Reykjavík eru margir fund- ir á dag og byija fyrstu fundirnir kl. 11 fyrir hádegi og þeir síðustu um miðnætti. Upplýsingar um l'undi og í'undarstaði er hægt að fá á skrif- stofu alla virka daga milli kl. 13-17 og er síminn 91-12010. Einnig hafa AA-samtökin símaþjónustu alla daga milli kl. 17-20. Síminn er 91-16373. (llr fréttatilkynningu) f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.